Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna SigurbjörgBjörnsdóttir fæddist í Grófarseli í Jökulsárhlíð 1. nóv- ember 1916. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eiri 14. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Björn Sig- urðsson, f. 1878, d. 1940 og Sólveig Hallsdóttir, f. 1886, d. 1968. Þau bjuggu í Grófarseli og síðar í Ármótaseli í Jökul- dalsheiði. Systkini Önnu voru: Eyveig, f. 1909, d. 1986, bjó á Reyðarfirði, Þórey Hansína, f. 1910, d. 1968, bjó á Reyðarfirði og Ragnar Eiríkur, f. 1914, d. 1998, bjó í Reykjavík. Sambýlismaður Önnu var Helgi börn. 2) Sólveig, f. 21. mars 1941, eiginmaður Gunnlaugur Örn Árnason og búa þau í Reykjavík. Börn þeirra eru, Árni Helgi, f. 1964, Jóhannes, f. 1968 og Fanney 1971. Sólveig á tvö barnabörn. 3) Guðrún, f. 28. júlí 1945, býr í Reykjavík. Börn hennar eru Sig- urjón Scheving Stefánsson, f. 1963 og Anna Kristbjörg Jónsdóttir, f. 1969. Guðrún á tvö barnabörn. Eftir lát Helga flutti Anna frá Stuðlafossi til Reyðarfjarðar. Þar kynntist hún ekkjumanni, Þórarni Stefánssyni, f. 11. febrúar 1913 og gengu þau í hjónaband 1959. Þau bjuggu á Reyðarfirði þar til hann lést 6. febrúar 1984. Þórarinn átti þrettán börn með fyrri konu sinni og eitt fyrir hjónaband. Anna og Þórarinn voru barnlaus. Árið 1985 flutti Anna til Reykjavíkur og bjó lengst af með dóttur sinni Guð- rúnu að Yrsufelli 13. Árið 2001 flutti hún á Hjúkrunarheimilið Eir og dvaldi þar til æviloka. Útför Önnu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Jónsson, f. 25. mars 1898, d. 19. júlí 1958. Helgi var sonur hjónanna Jóns „Hnef- ils“ Jónssonar, f. 1848, d. 1903 og Guðrúnar Björnsdóttur, f. 1864, d. 1947, sem bjuggu í Ekkjufelli í Fellum og Fossvöllum á Jökuls- árhlíð. Anna og Helgi bjuggu á Stuðlafossi á Jökuldal 1934–1958. Þau eignuðust þrjár dætur: 1) Saga, f. 6. ágúst 1935, býr á Þor- gautsstöðum á Hvítár- síðu, eiginmaður hennar er Ketill Jómundsson, fv. bóndi þar. Dóttir Sögu, Helga Fossberg Helgadótt- ir, f. 1957, d. 1999. Dætur Sögu og Ketils eru Anna Björg, f. 1964 og Þuríður, f. 1966. Saga á tólf barna- Elsku mamma mín. Ég vil þakka þér þær góðu stundir sem við áttum saman þegar við hitt- umst. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu mamma mín. Þín er sárt saknað. Guð veri með þér elsku mamma. Þín dóttir Saga. Elsku mamma. Ég kveð þig með miklum trega og sorg. Þú varst alltaf svo lífsglöð og hress þegar ég kom og heimsótti þig á Reyðarfjörð og á Eir þar sem þú dvaldir síðustu æviárin. Þín verður alltaf minnst sem tryggrar og yndis- legrar móður og ömmu. Hvíl í friði elsku mamma. Þín dóttir Sólveig. Elsku mamma. Það er vart hægt að lýsa því með orðum að þú sért horfin á braut. All- an þann tíma sem þú dvaldir hjá mér áttum við góðar og yndislegar stund- ir saman. Þú varst ávallt með bros á vör frá morgni til kvölds. Það var mikil ánægja og ekki síst heiður að hafa þig svona lengi hjá mér og er ég stolt af því. Því miður veiktist þú og þurftir að fara frá mér, en þú lentir á góðum stað, hjúkrunarheimilinu Eir. Þegar ég kom varstu alltaf glöð, brosandi og kát, þangað til fór að halla undan fæti í veikindum þínum, en þú barð- ist vel og er ég og allir þínu nánustu stoltir af þér elsku mamma. Ég sakna þín sárlega elsku mamma. Guð geymi þig. Þín dóttir Guðrún. Elsku amma mín. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért horfin frá. Ég sakna heimsókn- anna til þín þegar þú dvaldist á Eiri. Það var alltaf bros á vörum þínum þegar við sáumst og áttum yndisleg- ar stundir eins og alltaf. Þú ert það kærasta í hjarta mínu og langömmu- barnanna. Við söknum þín sárt, amma okkar. Þú munt alltaf lifa í mínu hjarta og minningin um þig alltaf lifa. Guð geymi þig, elsku amma og langamma. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Þín Anna, Hrannar og Sandra. ANNA SIGURBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR ✝ Arnheiður Rann-veig Sigurðar- dóttir (Ranný) fædd- ist í Reykjavík 7. nóvember árið 1938. Hún lést á Benidorm á Spáni 13. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét Kristín Kristjánsdóttir hús- freyja í Reykjavík, f. 17. ágúst 1903 á Korpúlfsstöðum í Mosfellshr. í Kjós, d. 1. apríl 1977, og Sig- urður Guðmundsson innheimtumaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1894 á Skálafelli í Borgarhafn- arhr. í A-Skaft., d. 1. júlí 1977. Þau slitu samvistum. Systir Rannveigar sammæðra var Unnur Guðjóns- dóttir húsfreyja, f. 9. október 1921, d. 12. febrúar 1990. Rannveig giftist 13. september 1958 eftirlifandi eiginmanni sínum systurdætur hennar tvær. Árið 1972 bjuggu þau Þór og Rannveig sér heimili í Goðatúni 13 í Garða- bæ. Jafnhliða heimilisstörfum vann Rannveig meðan heilsa henn- ar leyfði við verslunarstörf, lengst af í verslununum Rosenthal og Kúnígúnd í Reykjavík. Á yngri ár- um átti dansinn hug hennar allan og lagði Rannveig stund á ballett- nám við skóla Þjóðleikhússins. Þá sýndi hún dans með Sigvalda Þor- gilssyni danskennara og tók þátt í fyrstu opinberu sýningu á djass- ballett á Íslandi með sýningar- flokki Jóns Valgeirs. Rannveig til- heyrði hópi Kiwanismanna í Garðabæ og eiginkvenna þeirra. Hún tók virkan þátt í starfi Sina- wik, var einn stofnfélaga Sinawik í Garðabæ og fyrsti formaður klúbbsins. Ennfremur átti hún sæti í stjórn Landssambands Sinawik. Útför Rannveigar fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þór Ingólfssyni hús- gagnasmíðameistara og tryggingamanni, f. á Ísafirði 6. júlí 1933. Foreldrar hans voru Ingólfur Jónsson, lög- fræðingur í Reykja- vík, f. 28. janúar 1892, d. 27. september 1982, og f.k.h. Ingibjörg Jónsdóttir leikkona, f. 26. júlí 1903, d. 14. apríl 1965. Sonur Rannveigar og Þórs er Karl Rúnar Þórsson sagnfræðingur, f. 1. október 1967, kvænt- ur Þórunni Erlu Ómarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 13. júní 1972, og eiga þau eina dóttur, Dagrúnu Birtu. Rannveig ólst upp hjá móður sinni lengst af á Bergstaðastræti 30 í Reykjavík og voru þær mæðg- ur um skeið þar í góðu samneyti við Unni systur Rannveigar og Elsku mamma. Það kom þá að því að þið pabbi færuð ykkar síðustu ferð saman í þessu lífi en ferðin sú var farin allt of fljótt. Ekki áttum við von á öðru en að þið kæmuð aftur saman heim til Íslands hress, kát og endurnærð eftir hlýjuna í útlandinu eins og svo ótal mörgum sinnum áð- ur. Í síðustu ferðinni ykkar áttuð þið sannarlega saman tvær yndislegar vikur á Spáni og þar dönsuðuð þið saman síðasta dansinn. Það var svo skyndilega á afmælisdaginn þinn að þú veiktist svo hastarlega að ekkert varð við ráðið, rétt eins og sá sem öllu ræður hefði þá þegar tekið stjórnina í sínar hendur. Þú hetjan okkar neitaðir að venju að játa þig sigraða. En að þessu sinni var sem þú berðist til þess eins að við Þórunn Erla gætum náð út til ykkar pabba í tæka tíð svo við gætum átt þar kveðjustund, öll saman. Það er skrýtið að koma í Goðatún- ið og fá ekki nema eitt innilegt faðm- lag og knús en dóttir okkar litli sól- argeislinn segir okkur sannfærð að það sé vegna þess að amma Ranný sé farin til Guðs og búi núna hjá stjörnunum og Patton. Þegar Þórunn kynntist fyrst fjöl- skyldunni tókstu henni strax opnum örmum, rétt eins og þar hefði skilað sér heim týnda dóttirin sem erfa ætti hálft ríkið. Svo þegar litla Birt- an kom í heiminn þá glaðnaði nú heldur betur yfir þér og milli ykkar mynduðust alveg einstök tengsl og mátti oftast ekki á milli sjá hvor ykk- ar skemmti sér betur í búðar- eða dúkkuleiknum. Í uppvextinum man ég varla eftir þér öðruvísi en hafa verið að styðja pabba í einhverju kiwanisstússi eða þá þú sjálf á kafi í einhverju sem sneri að Sinawik, svona milli þess sem þið pabbi ræktuðu saman fal- lega garðinn ykkar. Þær eru líka ófáar fjölskylduminningarnar frá tjaldferðalögum innanlands eða veiðiferðum í Urriðaánni. Í öll þessi ár sem við feðgarnir vorum báðir önnum kafnir í skátastarfinu þá hvattirðu okkur áfram til dáða jafn- vel þó svo að þér hafi stundum ekk- ert litist á svaðilfarir sonarins til fjalla eða á erlendri grundu eða á það að allt húsið væri tímabundið undirlagt í bókhaldsgögnum heim- ilisföðurins gjaldkerans. Á unglingsárunum man ég eftir því að pabbi veiktist í bakinu og lá inni á endurhæfingardeild í fjóra mánuði. Þá sýndirðu svo sannarlega, mamma, að það voru engar smá- töggur í þér þegar á þurfti að halda og ekki skorti á umhyggjuna gagn- vart pabba. Þá stóðum við þétt sam- an og þú komst með gullkornið þitt og lífsspekina sem fylgdi þér alla tíð; verra gæti það verið. Þessi fjörutíu og átta ára sam- fellda ferð ykkar pabba hefur stund- um verið farin með storminn í fang- ið, en það er eins og mótbyrinn hafi jafnt og þétt nært ástina ykkar, auk- ið á umhyggjuna, virðinguna og traustið á milli ykkar. Það er ein- stakt veganesti úr foreldrahúsum og eitthvað sem við ungu hjónin ætlum að reyna að tileinka okkur enda lífið stutt og vafalaust ekki alltaf dans á rósum. Elsku mamma, takk fyrir ótal- mörgu góðu stundirnar, takk fyrir kaffið og kandísinn en umfram allt takk fyrir allar góðu minningarnar sem lifa um yndislega mömmu, tengdamömmu og ömmu. Guð gefi pabba styrk til að standast þessa raun. Þín er sárt saknað. Karl, Þórunn Erla og Dagrún Birta. Þegar ég hóf starf í söludeild Brunabótafélags Íslands haustið 1986 kynntist ég Þór Ingólfssyni, sölumanni í deildinni. Tókst með okkur trygg vinátta, sem hefur hald- ist síðan. Brátt kynntist ég hans sómaeig- inkonu, Arnheiði Sigurðardóttur eða Ranný sem hún var ávallt kölluð. Við áttum sameiginleg áhugamál sem voru garðrækt og stangveiði. Garður þeirra hjóna er sérstak- lega fallegur og vel skipulagður enda rómaður verðlaunagarður í Garðabæ. Þar undi Ranný sér vel með rósum, risadalíum og öðrum fal- legum blómum. Þau hjónin hafa verið meðlimir í veiðifélagi sl. 18 ár, sem er með litla laxveiðiá í Borgarfirði á leigu. Þar áttu þau sínar bestu stundir á sumr- in. Var okkur hjónunum boðið í marga veiðitúra með þeim, og þá var ávallt glatt á hjalla í litla veiðihúsinu við Urriðaá. Þau hjónin ferðuðust mikið um landið, sem og til útlanda. Sjúkrasaga Rannýjar var löng og ströng. Aðeins 13 ára greinist hún með sykursýki, og var hún háð insúl- íngjöf til æviloka. Hún stóð sem hetja í þessu stríði og þegar heilsu hennar bar á góma þá var svarað: „Það hafa það margir verra en ég.“ Hún kvartaði aldrei þótt fársjúk væri, en var glaðværðin uppmáluð og hláturmild. Kæra vinkona mín, Ranný, nú kveð ég þig með sárum söknuði, en þakka þér ógleymanlegar stundir sem við hjónin áttum með ykkur. Kæri vinur, Þór. Ég vona að þú fá- ir styrk til að takast á við þessar raunir. Sendum fjölskyldunni einlægar samúðarkveðjur. Gunnar og Gyða. Kær Sinawiksystir er horfin úr okkar samstæða hópi. Kiwanisfjölskyldan hefur orðið fyrir sorglegum áföllum, þar sem tveir styrkir stofnar hafa fallið frá á aðeins 18 dögum. Í dag er við kveðjum Rannveigu, sem ætíð var kölluð Ranný, streyma minningarnar fram og þær eru margar og góðar. Við minnumst hennar fyrst sem fallegu, vel klæddu afgreiðslustúlk- unar í Ljósafossi við Laugaveg, þar skein hún skærust ljósa Raftækja- verslunarinnar. Síðan liðu fjölda mörg ár, þá kynntumst við henni hér hjá Kiwanisklúbbnum Setbergi í Garðabæ sem eiginkonu Þórs Ing- ólfssonar sem þá var svæðisstjóri Ægissvæðis Kiwanis. Eftir það hafa leiðir okkar legið saman. Ranný var hvatamaður og fyrsti formaður Sinawikklúbbs Garðabæjar þegar við eiginkonur Setbergsfélaga stofn- uðum þann félagsskap fyrir 20 ár- um. Ranný var glaðlynd og hláturmild og hreif fólk með sér til dáða. Hún var hugmyndarík og ófeimin að taka þátt í ýmsum uppátækjum. Þar af leiðandi var hún oftast kosin í skemmtinefnd meðan heilsa hennar leyfði. Söngglöð lék hún á gítarinn sinn og var forsöngvari okkar Sina- wiksystra á góðum stundum. Ekki er hægt að minnast Rannýj- ar nema Þórs sé getið, svo samhent voru þau hjón að þau tók þátt í öllu saman. Þau ferðuðust víða gegnum árin, en hin síðari ár dvöldu þau nokkrar vikur í senn á suðrænum slóðum henni til heilsubótar. Það var einmitt í slíkri ferð að við vorum saman á Kanaríeyjum á síðastliðn- um vetri. Þar áttum við saman ógleymanlegar stundir og þar kynntumst við ótrúlegum viljastyrk þessarar konu, sem af æðruleysi og bjartsýni tók flestu með bros á vör, og hvað Þór hugsaði vel um hana og hlúði að henni, ekkert var of gott fyrir Ranný. Hann gekk margra kílómetra leið með hana í hjólastóln- um til sjúkraþjálfara í von um betri líðan henni til handa. Ranný var svo sannarlega þakklát honum fyrir um- hyggjuna, enda sagði hún okkur að ef hún ætti ekki Þór að væri hún ef- laust innilokuð á stofnun, það myndi enginn hafa trú á að hún gæti tekið þátt í ýmsu eins og þau gerðu þarna í sólinni. Margt leitar á hugann við leiðar- lok, við sjáum fyrir okkur glaðlega, fallega konu sem hafði svo gaman af að dansa og það var unun að horfa á þau hjón dansa saman, slíkur var listdans þeirra, þessa fór hún á mis eftir að veikindi hennar ágerðust, það hefur þurft mikinn sálarstyrk til að taka slíkum áföllum. Við heim- sóttum þau aðeins þrem dögum fyrir þessa síðustu ferð þeirra saman. Ranný hlakkaði til að komast í sólina og losna við verkina og grindurnar af höndunum. Ekki hvarflaði það að okkur að þessi ferð yrði lokaferðin hennar í þessu jarðlífi. Það var búið að ráðgera ferð til Kanaríeyja í vetur svo og ýmsar breytingar á högum, allt með þarfir hennar í huga. Við þökkum þessa stund sem við áttum saman, hún verður mynd í minningasafnið. Við biðjum guð að styrkja Þór í hans mikla harmi, einnig son þeirra, tengdadóttur og barnabarn sem oft var minnst á sem sólargeisla fjöl- skyldunnar. Við hjónin þökkum Ranný fyrir góðar stundir á lífsleiðinni. Hún var öllum gleðigjafi. Hrafnhildur og Sigurður Axelsson. Kveðja frá Sinawik í Garðabæ Það er stórt skarð komið í klúbb- inn okkar þegar félagi okkar Rann- veig Sigurðardóttir er fallin frá langt um aldur fram, eða aðeins 65 ára gömul. Á haustdögum 1982 bauð Ranný, en það var hún ávallt kölluð, heim til sín nokkrum eiginkonum Kiwanis- manna í Garðabæ og var tilefnið að ræða um stofnun Sinawikklúbbs og fékk hún góðar undirtektir frá okk- ur hinum. Vann hún svo að því að þetta hugðarefni hennar yrði að veruleika og var stofnfundur hald- inn 19. febrúar 1983. Hún var að sjálfsögðu fyrsti formaður klúbbs- ins. Mótaði hún þá strax ýmsar hefð- ir sem enn eru í heiðri hafðar 20 ár- um síðar. Ranný var einnig í stjórn Landssambands Sinawik. Þar eign- aðist hún góðar vinkonur sem mátu störf hennar mikils. Hún miðlaði ætíð til okkar hinna fræðslu um hvað væri að gerast í hinum klúbbunum og reyndum við að nýta það sem okkur þótti áhugavert í starfi þeirra. Ranný var mikil félagsvera og mætti á alla fundi þegar heilsa henn- ar leyfði og af alúð og dugnaði tók hún ætíð þátt í öllum störfum klúbbsins og á góðum stundum var hún hrókur alls fagnaðar. Síðustu ár hafa verið Ranný erfið vegna veikinda. Hún hafði mikið yndi af ferðalögum og þó að heilsan hafi staðið höllum fæti lagði hún ótrauð í ferðir og það var í einni slíkri ferð er þau hjón voru stödd er- lendis að hún lést. Sinawiksystur óska henni góðrar heimkomu í ríki hins æðsta höfuð- smiðs þar sem hún er laus frá þján- ingum og býr í birtu ljóssins. Við þökkum henni samstarf og vináttu. Fjölskyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Elín Sigurjónsdóttir. ARNHEIÐUR RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR (RANNÝ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.