Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 25 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRYNHILDUR KRISTINSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, sem lést sunnudaginn 16. nóvember, verður jarðsungin frá Glerárkirkju þriðjudaginn 25. nóvember og hefst athöfnin kl. 14:00. Kristinn G. Jóhannsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Arngrímur B. Jóhannsson, Þóra Guðmundsdóttir, Ingi Þór Jóhannsson, Davíð Jóhannsson, Þórdís Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, PETRÍNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR Dalbraut 18, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 21. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Bogadóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR ÓLAFSDÓTTIR lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. nóvember. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Ásgeir S. Olsen, Ásbjörn Ægir Ásgeirsson, Sjöfn Geirdal, Stefán Ásgeirsson, Kristjana Þ. Jónsdóttir, Elín Ásdís Ásgeirsdóttir, Árni Sigurðsson, Guðlaugur Þór Ásgeirsson, Inga Mjöll Harðardóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ SteingrímurBjörnsson fædd- ist í Ytri-Tungu á Tjörnesi 7. maí 1910. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga hinn 15. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Snjó- laug Jóhannesdóttir frá Fellsseli í Köldu- kinn, f. 14.12. 1867, d. 28.3. 1949 og Björn Frímann Helgason frá Hóli á Tjörnesi, f. 19.6. 1867, d. 8.3. 1942. Steingrímur var sjöundi í röð átta systkina sem öll eru látin. Þau sem komust af barnsaldri voru auk hans Jóhanna Hólmfríð- ur, Helga, Líney, Jóhannes og Að- albjörg. Hinn 20.8. 1944 kvæntist Stein- grímur Kristbjörgu Guðrúnu Þór- arinsdóttur frá Grásíðu í Keldu- hverfi, f. 21.1. 1913, d. 25.5. 1948. Synir Kristbjargar og Steingríms eru: 1) óskírður f. 1.8. 1945, d. 6.8. 1945, 2) Þórarinn Björn, vélfræð- ingur á Akureyri, f. 27.8. 1946, maki Birgit Eivor Schov iðju- þjálfi. Börn þeirra eru Sturla Emil Sturluson, Kristbjörg Anna og Níels Þorgeir, 3) óskírður, f. 25.5. 1948, d. 26.5. 1948. Steingrímur kvæntist 20.12. 1954 Maríu Valsteinsdótt- ur frá Þórsnesi við Eyjafjörð, f. 11.8. 1921. Dætur Maríu og Steingríms eru: 1) Kristbjörg Guðrún, dómritari í Reykja- vík, f. 18.08. 1954, maki Guðmundur Ingi Georgsson læknir. Synir Krist- bjargar frá fyrra hjónabandi eru Steingrímur og Ein- ar Rafn Þórhallssyn- ir. Börn Guðmundar frá fyrra hjónabandi eru Ingibjörg Lilja og Tómas. 2) Ólöf Anna sjúkraþjálf- ari í Noregi, f. 7.11. 1957, maki Benjamín Bjartmarsson læknir. Dætur þeirra eru María og Sig- rún. 3) Birna Friðrika, viðskipta- fræðingur í Færeyjum, f. 12.5. 1959, maki Heri Jógvan Joensen prestur. Börn þeirra eru Heini Þór og Bryndís María. Að ævistarfi var Steingrímur bóndi í Ytri-Tungu, en árið 1989 fluttist hann ásamt eiginkonu sinni til Húsavíkur og bjó þar til æviloka. Útför Steingríms fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Nú hefur þú kvatt afi minn og mun ég aldrei fá að faðma þig aftur eða sjá þig brosa til mín þegar ég kem í heimsókn. Síðast þegar ég sá þig fann ég að sál þín var þegar að hluta lögð af stað því það var í eina skiptið sem þú tókst ekki á móti mér með brosi. En ég veit að nú ertu kominn á betri stað og þaðan heldurðu áfram að brosa til mín í blíðu og í stríðu. Þú afi minn, sem gafst mér þann neista sem í dag er sá eldur er keyrir áfram allt mitt líf sem tónlistarmaður. Þú sem varst svo samofinn náttúrunni að þú smitaðir mig til frambúðar af þeirri sömu ást á umhverfinu. Ást sem skein af þér þegar við löbbuðum saman um sveitina, hvort sem var upp á heiði eða niður í fjöru því allt átti sér nafn, það var ekkert sem skipti ekki máli. Öll blóm hétu eitt- hvað, allir hólar, öll tún og þessu smitaðir þú mig með ásamt ást þinni á bókum og fræðimennsku almennt. Á þann hátt ertu og verður alltaf í hjarta mínu og þá sérstaklega þegar ég spila því þá opnast allt upp á gátt. Síðan á veturna þegar við fórum sam- an í fjárhúsin, þann yndislega ævin- týraheim, þar sem ég hélt mína fyrstu tónleika er ég söng fyrir kind- urnar og lömbin meðan þú sóttir knippi af heyi inn í hlöðu, sem ég dreifði svo um garðana. Ég hefði aldrei náð þangað sem ég er í dag ef ekki væri fyrir þig og allt sem þú gafst mér, svo ótal góðar minningar. Ég veit að bráðum munu tár mín breytast í bros því ég finn í hjarta mínu að þú heldur áfram að vera hjá mér og bros þitt fylgir mér og lýsir upp hverja nótu sem ég spila eða syng. Bless afi minn, ég mun alltaf sakna þín. Steingrímur. Hallar degi, haustar að, hlíðum vindar strjúka. Viðir sölna, visnað blað verður að fjúka – fjúka. (Kristján Ólason.) Ég sé hann fyrir mér þar sem hann kemur ofan túnið ofurlítið álútur með dagblaðapakkann undir handleggn- um og Vaskur gamli fylgir fast á hæla honum. Hann er að færa föður mín- um Tímann. Pabbi tekur ekki allt gott og gilt sem stendur í blöðunum en hann er forvitinn um þjóðmálin þrátt fyrir það. Ég heyri hann berja að dyrum þrjú, fjögur högg og svo gengur hann inn glaður og brosandi. Bræðurnir ræðast við stundarkorn, líta til veðurs og pabbi fylgir honum út og aftur er gáð til veðurs. Og svo eru báðir horfnir úr augsýn minni … Steingrímur Björnsson, föður- bróðir minn, er látinn í hárri elli. Hann var næstyngstur í hópi sex systkina sem komust til fullorðinsára og kveður nú síðastur þeirra. Um leið verða þáttaskipti í lífi okkar systk- inanna svo nátengdur er hann bernsku- og æskuárunum heima í Ytri-Tungu. Við ólumst upp með hann sem nánasta frænda og granna; það var vart meira en steinsnar milli húsanna og mikill samgangur milli heimilanna. Bræðurnir ræddust við nánast daglega um veðurhorfur, slátt og heyskap, sjóróðra og fiskimið, göngur og fjárheimtur allt eftir árs- tíðum sem bænda er siður. Oft voru ýmis þjóðfélagsmál rædd og við hlustuðum og drógum lærdóm af. Svo var ákaflega gaman að fara upp í hús til Steina og Maríu á sunnu- dögum og hlusta á barnatímann, þeg- ar við af einhverjum ástæðum vorum útvarpslaus, eða til að lesa aðrar og skemmtilegri bækur en til voru heima. Alltaf var okkur vel tekið. Steini var broshýr, glaður og gam- ansamur með ljóma í augunum. Hann var stundum smástríðinn en við höfð- um gaman af. Steini frændi var gæddur góðri kímnigáfu og sagði ákaflega skemmtilega frá. Hann var mjög vel að sér í grasafræði eftir vetrarnám í Laugaskóla og allt sem ég kann um hagablóm og jurtir lærði ég af honum. Það skiptust á skin og skúrir í lífi Steina. Áður en ég man verulega eftir mér hafði hann misst konu sína, Kristbjörgu Þórarinsdóttur frá Grá- síðu, af barnsförum eftir fárra ára hjúskap og stóð einn með tæplega tveggja ára son þeirra og íbúðarhús í byggingu. En aftur dró frá sólu og ár- ið 1954 kvæntist Steini Maríu Val- steinsdóttur frá Þórsnesi við Eyja- fjörð. María er harðdugleg kona og gekk jafnt til verka úti sem inni. Þau eignuðust þrjár dætur og við systk- inin nýjar frænkur og nýja leikfélaga. Þau hjónin bjuggu myndarlegu búi í Ytri-Tungu. Steini var áhugamaður um fjárrækt, fjárglöggur og natinn við skepnur. Oft var gestkvæmt á heimilinu; Steini var fróður, fé- lagslyndur og ákaflega gestrisinn sem þau hjón bæði. Eftir hartnær fimmtíu ár sem bóndi urðu enn þáttaskil þegar Steini brá búi og flutti ásamt Maríu í íbúð fyrir aldraða á Húsavík. Allir sem til þekkja í sveit vita að vinnudagurinn er langur og strangur og oftar en ekki lögð nótt við dag. Heilsan var farin að bila og hann hafði lokið góðu dagsverki. Ég held hann hafi verið sáttur við sinn hlut en hann kom æ sjaldnar úteftir á æskuslóðirnar þótt húsið væri fullbúið til sumarveru. Ég hitti hann þar í garðinum fyrir utan húsið fyrir allmörgum árum. Það var komin í hann einhver ókyrrð sem ég kannaðist ekki við; hann var á förum inneftir aftur eftir skamma viðdvöl, sagði hann mér. Það var eins og hann yndi sér ekki lengur útfrá þar sem hann hafði slitið barnsskón- um og unnið ævistarf sitt. Ég sá hann síðast fyrir hálfu öðru ári í íbúðinni á Húsavík. Hann var hýr og spaugsamur að vanda og ég hugsaði með mér: Mikið er frændi minn fallegur gamall maður. Síðasta árið var hann farinn að heilsu. Dagarnir höfðu glatað lit sín- um; hann var horfinn sjálfum sér. Það var erfitt ár fyrir hann og nán- ustu ástvini hans. Það er komið „hausthljóð í vind- inn“. Bráðum gengur vetur í garð og það fennir í gengin spor. En þrátt fyrir vetur á næsta leiti er heiðríkt, hlýtt og vorbjart yfir minningu Stein- gríms Björnssonar. Maríu og börnunum sendum við systkinin innilegar samúðarkveðjur. Sigurveig Jóhannesdóttir. STEINGRÍMUR BJÖRNSSON Mig langar að minnast systur minn- ar hennar Söllu, sem hefði orðið sextíu og þriggja ára í dag. Ég trúi því varla enn að hún sé farin frá okkur. Sjúkdómsstríðið tók ekki nema tæpa þrjá mánuði. Lík- SALÓME JÓNA JÓNSDÓTTIR ✝ Salóme JónaJónsdóttir fædd- ist á Flateyri 24. nóv- ember 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. september síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 11. september. lega hefur hún verið búin að finna til leng- ur, en hún systir mín var svo mikið hörku- tól og kvartaði helst ekki. Ég minnist með gleði allra ánægju- stundanna á Flateyri þegar við vorum litl- ar. Þó við ælumst ekki upp saman þá var stutt á milli og hittumst við nánast daglega við leik og störf. Þegar við vor- um unglingar fórum við í kaupavinnu í Borgarfjörðinn sín á hvorn bæinn og sáumst við um helgar og þá voru fagnaðarfundir. Eftir að ég flutti til Grindavíkur hittumst við oftast á sumrin á Flateyri. Þá var margt skrafað og farið í berjamó út á Klofning. Þetta voru dýrð- ardagar fyrir okkur fjölskylduna. Seinast hitti ég Söllu í sumar heima hjá Birnu systur okkar. Þar vorum við saman komnar fjórar systur af sex og rifjuðum við upp gömlu góðu dagana á Flateyri. Mikið var hlegið og grínast og ylja ég mér við þessar seinustu minn- ingar núna í skammdeginu. Elsku Ásdís Erla og Grétar. Ég leita orða, nær og fjær, ljóð að flytja þér á mildum tónum þér, sem skuggi dauðans fölva fær og fram á veginn horfir döprum sjónum. Handan við sorg harmköld veðraský himinn er blár, svo tær og fagur. Sólin mun aftur brosa björt og hlý, brátt fer að skína vonadagur. (Hjálmar Jónsson.) Guð blessi ykkur. Guðrún Rósborg og fjölskylda. ✝ Dagbjört SvanaHafliðadóttir fæddist í Reykjavík 16. apríl 1929. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 17. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hafliði Magnús Sæmunds- son kennari, f. 9. júní 1900, d. 4. októ- ber 1940, og Bjarn- heiður Jórunn Þórð- ardóttir frá Sjólyst á Stokkseyri, f. 3. mars 1907, d. 22. júní 1987. Systkini Dagbjartar eru Sjöfn, f. 4. ágúst 1930 og Þórður Bjarnar, f. 20. mars 1932. Dagbjört giftist Guðmundi Ingva Helgasyni, f. 10. nóvem- ber 1919, d. 10. október 1989. Sonur þeirra er Hafliði Magnús, f. 28. nóvember 1950. Barnabörn Dag- bjartar eru sex, Guðbjörn Ingvi, f. 18. febrúar 1971, Dagbjört Inga, f. 13. desember 1974, Helga, f. 24. mars 1981, Guðmundur Sindri, f. 1. desem- ber 1988, Egill Heiðar, f. 25. nóv- ember 1990, og Daníel Magnús, f. 23. apríl 1996. Barnabarnabörn Dagbjartar eru Magnús Alexander, f. 19. apríl 2001, og Freyja Helena, f. 18. janúar 2003. Útför Dagbjartar var gerð frá Hallgrímskirkju 31. október, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku amma Dadda. Okkur langar til að minnast þín með fáeinum orðum. Það er ein- kennilegt að hugsa um lífið án þín en hvert líf sem kviknar mun á endan- um slökkna. Við eigum góðar minningar um ljúfa og léttlynda ömmu. Við munum aldrei gleyma góðmennsku þinni, fallegu dúkkunum sem þú prjónaðir handa okkur, sögunum um utan- landsferðirnar, frábærri frönsku- kunnáttu, Bellu og hugleiðingunum um lífið. Þakka þér fyrir að kenna okkur að vera umburðarlyndar og meta það sem við eigum og þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér á Sjafnargötunni og annars staðar. Við vitum að þú hvílir í friði, án ótta, á stað þar sem allt er fallegt og rólegt. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Þínar, Dagbjört og Helga. DAGBJÖRT SVANA HAFLIÐADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.