Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir i eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. Fljót og góð þjónusta Geymið auglýsinguna Sími 893 1733 og 562 6645 JÓN JÓNSSON löggiltur rafverktaki jon@netpostur.is Frír sendingarkostnaður hvert á land sem er! Hoppogskopp.is býður þig vel- komin á leikfangaverslun sína á netinu. Þú ferð inná hoppog- skopp.is og velur þau leikföng sem þér líst best á og þú færð þau send til þín strax næsta dag. Disney, þroskaleikföng o.fl. á góðu verði. Ath. þarft ekki vísa- kort til að geta keypt hjá okkur! S. 894 4141. 100% lán 100% lán 100% lán Renault Clio RN 1,4, árg.'99. Ek. 60 þús. 3ja dyra, 5 gíra heilsársd. Verð 680 þús. mögul. á 100% láni 13 þús. á mán. Bílasalan Höfða- höllin Vagnhöfða 9, s.567 4840. 100% lán 100% lán 100% lán Renault Megane Scenic RN 1,6 árg. '99. Ek.135 þús., 5 gíra heils- ársd., cd, ný tímareim. Verð 750 þús. mögul. á 100% láni, 15 þús. á mán. Bílasalan Höfðahöllin Vagnhöfða 9, s. 567 4840. 100% lán 100% lán 100% lán Toyota Corolla stw. terra 1,6. Árg. '01. Ek. 75 þús., sjsk., cd, álf., abs. o.fl. Verð 1,190 þús. Mögul. á 100% láni, 23 þús. á mán. Bíla- salan Höfðahöllin Vagnhöfða 9, s.567 4840. Bens Musso. Erum að rífa Bens 190, 220d, 230, 250d, 280 og 500. Musso 2,9TD árg. 96-2000. Símar 565 0455 og 691 9610. Isuzu Crew cab 33" mög góð dekk, árg.'91, ek. 188 þús. km. Verð 490 þús., tilboð 300 þús. Uppl. í síma 824 1200. MMC. Galant gls. árg. 2002, ek.14 þús., 2,4 vél, sjsk. cd, loft- kæling, silfurl. Verð 2,550 þús. Til- boðsverð 2,190 þús. bílalán 1,800 þús. ath. v.n. Bílasalan Höfðahöll- in Vagnhöfða 9, s.567 4840. Renault Midliner 250 árgerð 1999. Ek. aðeins 88 þús. km með Hiab-krana. Mjög vel búinn bíll í toppstandi. Upplýsingar hjá bílasölunni Hraun í s. 565 2727. Subaru Impreza stw. 4wd ek. 84 þús. 2,0 vél,5 gíra, rafm. rúður, þakbogar, mögul. á 100% láni verð 1,100 þús. Tilboð núna 950 þús. Bílasalan Höfðahöllin Vagn- höfða 9, s.567 4840. Subaru Legacy sedan awd 9/02 ek. 36 þús., sjsk.,svartur, 17" álf., cd, spoiler,filmur o.fl. Verð 2,250 þús. 100% lán. 36 þús. á mán. Bílasalan Höfðahöllin, Vagnhöfða 9, s.567 4840. Til sölu 3 mismunandi leiktæki. Mjög hagstætt verð. Borgar sig upp á örfáum mánuðum. Uppl. í síma 898 8577/551 7678. Til sölu Cherokee Laredo '88, 4,0 l. Nýskoðaður. Mikið endurnýjað- ur, ljósblár. Rafmagn í öllu. Uppl. í s. 867 9263 og 587 3215. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun. Litla Bónstöðin, sími 564 6415. Bens Musso. Erum að rífa Bens 190, 220d, 230, 250d, 280 og 500. Musso 2,9TD árg. 96-2000. Símar 565 0455 og 691 9610. Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '92, Cherokee '89, Terrano'90 og Vitara '91-'97 38" Cepek notuð jeppadekk. Upplýsingar í síma 587 4955 Astonish — frábærar umhverf- isvænar hreinlætisvörur. Tómstundahúsið. Nethyl 2, s. 587 0600. Netverslun: www.tomstundahusid.is Jólagjöf, tækifærisgjöf. Ljóða- bókin, Kona fjarskans eftir Normu E. Samúelsdóttur. Verð kr. 1000. auk send.kostn. Símar 483 1605 og 690 8507 nohu@simnet.is Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Er við frá hádegi til kl. 2.00 eftir miðnætti. Hanna, s. 908 6040. Dulspekiskórnir Loksins á Íslandi dulspekiskórnir komnir. Takmarkað magn. Pantanir óskast sóttar UN verslunin, Mörkinni 1, s. 588 5858. Opið 10-23 Gjafaval - við gefum bækur með öllum viðskiptum á meðan birgðir endast. Frábærar styttur, listmunir og gjafavara á ótrú- legu verði frá 800-6000 kr. Skólavörðustíg 1, Gjafaval. Heimagisting Glæsileg 2ja manna herb. Eldun- araðstaða. Tilboð des./ja.n kr. 5.800 nóttin. VISA/EURO. Uppl. í síma 848 1488, alaska@alaska.is Ath! Gaia OXYtarm fæst á eftir- farandi stöðum: Apóteki Skipholti 50b, Rvík, sími 551 7234. Sælunni, Bæjarlind 1, Kóp., s. 544 2424, Sælunni, Rauðarárstíg 14, s. 552 9100. Nudd fyrir heilsuna, Lækjar- hvammi 12, Hf., s. 555 2600. Apótekarinn, Hafnarstræti 95, Akureyri, s. 460 3452. Ath! Ótrúlegt en satt Gaia OXYtarm sló strax í gegn í Evrópu og á Íslandi. Fæst nú í Ap- ótekaranum, Hafnarstræti 95, Ak- ureyri. Gott fyrir ristilinn og ristil- vandamál, of hæga brennslu, maður hreinsast út og léttist. Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 30 kg, Ægir um 7,5 kg. á 6 vikum. Ég um 25 kg og Dóra um 15 kg. www.diet.is Hringdu núna! Margrét, s. 699 1060. Netfang: borgir@borgir.is www.borgir.is Opið mán. - fim. frá kl. 9-18 föstudaga 9-17 SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Ármúla 1, sími 588 2030 • fax 588 2033 ✝ Kjartan HalldórRafnsson fæddist í Reykjavík 31. des- ember 1968. Hann lést í Svíþjóð hinn 27. október síðastliðinn. Móðir Kjartans er Sóldís Kjartansdóttir Russell, f. 20. október 1950, gift Kenneth M. Russell. Faðir Kjart- ans er Rafn Sigurðs- son, f. 16. mars 1949. Alsystkini Kjartans eru Birgir Rafnsson, f. 29. desember 1969; Kolbrún Ósk Rafns- dóttir, f. 15. janúar 1975, gift Ro- bert Riggs, og Stefán Aksel Rafnsson, f. 15. júní 1984. Bræður Kjartans samfeðra eru Marteinn Svavar Rafnsson, f. 1987, og Ár- mann Hafsteinn Rafnsson, f. 1990. Börn Kjartans eru: a) Rakel Ýr Kjartansdóttir, f. 1. apríl 1988, móðir Ella Lilja Gunn- laugsdóttir, þær eru búsettar í Svíþjóð. b) Arnar Már Kjartans- son, f. 3. febrúar 1991, móðir Ástrún Sigurbjörnsdóttir, þau eru búsett í Keflavík. c) Fredrik B. Hidborn, f. 10. desember 1994, d) Victoria L. Hidborn, f. 2. október 1996, móðir Fredriks og Victoriu er Petra Annette Hidborn og eru þau bú- sett í Svíþjóð. Útför Kjartans hefur farið fram í Svíþjóð en minningarathöfn verður haldin í Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Aldrei hvarflaði að mér að ég ætti eftir að sitja og skrifa minningar- grein um þig, svona ungan og ríkan mann. Þú sem áttir fjóra engla til að lifa fyrir. Ég var á leið heim úr leik- fimi þegar ég fékk fréttirnar, sá að búið var að reyna að hringja í mig, enginn vildi segja mér hvað komið hefði fyrir fyrr en ég væri komin heim. En ég píndi það út úr Viðari, skyndilega varð leiðin heim rosalega löng, ég veit ekki hvort ég keyrði yf- ir á rauðu eða grænu ljósi, áfallið var svo mikið. Ég gat bara engan veginn trúað því að þú værir dáinn. Ekkert okkar gerði sér grein fyrir því hversu veikur þú varst. Eina sem ég get sagt er „Fyrirgefðu“ … Ég sem var svo viss um að þegar þú færir til Svíþjóðar, þangað sem þú bjóst í mörg ár, myndirðu kannski finna hamingjuna á ný. En veikindin sem þú glímdir við voru erfið og sigruðu því miður að lokum. Bara að þú hefðir haft betur í þess- ari baráttu. Þessi kveðjustund er óskiljanleg og erfiðari en orð fá lýst. Ég veit að þér mun líða mun betur núna, kominn til nafna þíns, hans Kjartans afa. Hann mun taka vel á móti þér. Margar góðar minningar renna í gegnum hugann. Minningar alveg frá því að við vorum lítil, sam- verustundirnar í Ásgarðinum hjá Lilju ömmu og Kjartani afa, öll jóla- boðin þar, ferðalögin með ömmu og afa, þegar þú bjóst hjá okkur á Ísa- firði, þegar þið bjugguð í Keflavík, eftirminnilega ættarmótið sem þú stóðst fyrir og skipulagðiðr síðasta sumar. Þessar minningar og margar fleiri munu lifa og halda áfram að koma upp á yfirborðið. Sturla Páll sagði t.d. tveimur vikum eftir andlát þitt, þegar hann sá mynd af Rice Krispies-köku: „Mamma sjáðu, svona fáum við alltaf í afmæli hjá Kjartani frænda.“ Elsku Sóldís, Rabbi, Biggi, Kolla, Stefán, Rakel, Arnar, Fredrik, Victoria og fjölskyldur, guð geymi ykkur og styðji í þessari miklu sorg. Elsku Kjartan hvíl þú í friði. Þín frænka Lilja H. Sturludóttir. Við Kjartan kynntumst í nóvem- ber 1998 þegar við byrjuðum sam- dægurs að vinna saman á Múlakaffi. Við náðum strax ágætlega saman og í framhaldi skapaðist mjög góð vin- átta okkar á milli og varð enn betri þegar konur okkar kynntust einnig. Hvorugur okkar var lengi á Múla- kaffi en vináttan hélst og við tók tími þar sem við fórum að njóta frí- stundanna meira saman. Matarboð, spilakvöld, út að borða og t.d. eftirminnileg villibráðar- veisla sem haldin var í nóvember 2001, veisla sem fram á síðustu stundu var ekki víst að yrði af, þar sem við áttum þá von á litlu kríli í heiminn sem auðvitað hefði sett allt úr skorðum. Við fórum einnig í ferðalög sam- an, t.d. í helgarferð um verslunar- mannahelgi í sumarbústað í Vaðla- heiði, sæluhelgi á Suðureyri og til Vestmannaeyja og voru þessar helgar okkar saman alveg hreint frábær skemmtun. En Kjartan, þú áttir líka erfitt og við reyndum að styðja þig eins og okkur var unnt, vonuðum að með því að rífa þig upp og flytja til Svíþjóðar aftur næðir þú þér á strik. Við vonum svo innilega að þú haf- ir nú fundið þann innri frið sem þú leitaðir að. Megir þú elsku vinur hvíla í friði. Betu, Guðfríði, Kolfinnu, Lilju ömmu og börnum hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Haraldur, Björk og börn. KJARTAN HALLDÓR RAFNSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.