Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 28
FRÉTTIR 28 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ í afleysingar í Hólahverfi. Ekki yngri en 18 ára Upplýsingar í síma 569 1116. RAÐAUGLÝSINGAR FÉLAGSSTARF Skólamál í Garðabæ Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ ásamt Huginn, félagi ungra sjálfstæð- ismanna í Garðabæ, efna til fundar um skólamál í Garðabæ þriðju- dagskvöldið 25. nóvember nk. klukkan 20-22 í húsnæði Sjálfstæðisfé- laganna í Garðabæ á Garðatorgi. Páll Hilmarsson, bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar, Gunnar Hrafn Jónsson, foreldri í Garðabæ og þátttakandi í undirbúningsverk- efni í Sjálandsskóla, og Svanhildur Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, eru frummælendur á fundinum. Fundarstjóri er Sturla Þorsteinsson. Við hvetjum alla Garðbæinga til að mæta og taka þátt í málefnalegum umræðum um skólamál í Garðabæ. VERUM BLÁTT - ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember kl. 18.00 í Víkingsheimilinu við Traðarland. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál Gestir verða borgarfulltrúarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Hvetjum alla sjálfstæðismenn í hverfinu til þess að mæta á þennan fund. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  18411248  Et.2.O I.O.O.F. 19  18411248  ET.1.O*  GIMLI 6003112419 III  HEKLA 6003112419 VI  HEKLA 6003241119 VI  MÍMIR 6003112419 I Opið hús hjá Beinvernd Fyrsta opna hús Beinverndar verður haldið miðvikudaginn 26. nóvember nk. kl. 17.00–18.00 í kennslustofunni á Landakoti, 6. hæð. Tilgangur með opnu húsi Bein- verndar er að gefa þeim sem þjást af beinþynningu og aðstandendum þeirra kost á að koma saman og fá upplýsingar hjá fagfólki um þau úrræði sem í boði eru. Á dagskrá er m.a. erindi um lífs- gæði og beinþynningu, flytjandi er dr. Björn Guðbjörnsson, form. Beinverndar. Á NÆSTUNNI SNYRTISKÓLINN í Kópavogi út- skrifaði í annað sinn 27 snyrti- fræðinema við hátíðlega athöfn laugardaginn 15. nóvember sl. Helmingur nemenda kom frá Snyrtiskóla Íslands. Séra Íris Kristjánsdóttir sókn- arprestur, Ósk Harrys Vilhjálms- dóttir skólastjóri og Inga Þyrí Kjartansdóttir ávörpuðu nemendur. Ávörp fluttu svo fulltrúar nem- enda. Félagar í Vox feminae sungu við athöfnina. Nemendur settu að brautskráningu lokinni upp húfur iðnnema. Viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn skólans hlaut Berglind Þórunnardóttir. Við- urkenningu fyrir bestan náms- árangur fyrir eina önn hlaut Bryn- dís Ásta Reynisdóttir. Verðlaunin gaf Félag íslenskra snyrtifræðinga. 27 nemendur voru útskrifaðir frá Snyrtiskólanum í Kópavogi. Útskrift í Snyrtiskólanum í Kópavogi LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17– 23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitj- anabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólar- hringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin læknisþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknal- ind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sól- arhringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. UM þessar mundir eru 50 ár liðin frá stofnun Kínversk-íslenska menning- arfélagsins og af því tilefni var mikið um að vera hjá félaginu um helgina. Hátíðarfundur var í Norræna hús- inu í fyrradag, en félagið var stofnað 22. október 1953 og var dr. Jakob Benediktsson fyrsti forseti félags- ins. Kínverskir listamenn fluttu tón- list, Baldvin Halldórsson las ljóða- þýðingar eftir Helga Hálfdanarson, Matthías Johannessen og Vilhjálm Gíslason, en ávörp fluttu Ólafur Eg- ilsson, sendiherra, Jiang Zhengyan, sendiherra kínverska alþýðulýðveld- isins á Íslandi, Chen Haosu, forseti vináttusamtaka Kínverja við erlend- ar þjóðir, og Arnþór Helgason, for- maður Kínversk-íslenska menning- arfélagsins. Fjölmenn sendinefnd frá kín- versku vináttusamtökunum kom til landsins vegna afmælisins auk hátt- settra fulltrúa nokkurra héraðs- stjórna í Kína, en á laugardag var efnt til mikillar flugdrekasýningar á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi í sam- vinnu við Félag Kínverja á Íslandi. Morgunblaðið/Kristinn Huaqing Wang með flugdreka á flugdrekasýningu Kím og Félags Kínverja á Íslandi á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. Tímamót hjá Kín- versk-íslenska menningarfélaginu ÞRÁTT fyrir að framlög hins opin- bera til rannsókna og þróunar séu hæst á Íslandi meðal OECD-landa, eða um 1,2% af vergri þjóðarfram- leiðslu, eru samkeppnissjóðir RANN- ÍS mun minni og vanmáttugri en ger- ist annars staðar og hafa staðið í stað hvað ráðstöfunarfé varðar síðustu 15 ár. Sjóðir þessir eru kjölfesta grunn- rannsókna á Íslandi og því afar mik- ilvægt að efla þá til muna. Þetta er kjarni niðurstaðna hóps vísinda- manna í líf- og heilbrigðisvísindum sem saman mynda samstarfshóp um eflingu grunnrannsókna. Hafa vís- indamennirnir verulegar áhyggjur af óviðunandi stöðu samkeppnissjóða ríkisins. Telja þeir að stórbæta þurfi stefnu Íslendinga í fjármögnun vís- indarannsókna, enda séu fjárfesting- ar í grunnrannsóknum mjög arðbær- ar til langs tíma fyrir samfélagið, efnahagsleg velferð hvíli á öflugum grunnrannsóknum. Einn vísindamannanna, Magnús Karl Magnússon, mun í dag kl. fimm halda fyrirlestur á 3. hæð Lækna- garðs, húsnæðis læknadeildar HÍ við Vatnsmýrarveg, þar sem hann fjallar um stöðu og hlutverk samkeppnis- sjóða í grunnvísindum. Einstök verkefni kosta 5 til 7 milljónir Magnús segir einstök rannsóknar- verkefni í lífvísindum kosta milli fimm og sjö milljónir á ári fyrir hvern starfsmann eða nema sem er að vinna að einstökum rannsóknarverkefnum undir umsjón vísindamanna. Magnús segir að þrátt fyrir að rík- isvaldið hafi tekið þá ákvörðun að auka vægi rannsóknarnáms í mennta- kerfinu, hafi samkeppnissjóðir ekki verið styrktir til samræmis við það. Vilja efla samkeppn- issjóði í rannsóknum Klapparstíg 44, sími 562 3614 Verð frá kr. 895 Jólaóróar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.