Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 33 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú ert lífleg/ur, skemmtileg/ ur og drífandi. Þú metur trygglyndi mikils og vilt vera metin/n að verðleikum. Það verða miklar breytingar á lífi þínu á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert að velta fyrir þér al- varlegum málum á borð við trúmál og lögfræði. Þú ert í leit að sannleika og festu í tilverunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert mjög lagin/n við að komast að leyndarmálum í dag. Hugsun þín er skýr og því ættirðu að komast til botns í því sem þú ert að velta fyrir þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú vilt annaðhvort breyta vini þínum eða hann þér. Mundu að það er aldrei til góðs að taka ráð annarra í sínar hendur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert svo upptekin/n af ákveðinni hugmynd í vinnunni að þú getur ekki með nokkru móti sleppt henni. Reyndu að taka hlut- unum með ró. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir komist að framhjá- haldi eða öðrum leynd- armálum í dag. Það er eins og þú hafir röntgensjón. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gerðu ráð fyrir andstöðu frá einhverjum í fjölskyldunni í dag. Það er hætt við að orð þín styggi einhvern. Reyndu að stuðla að friði og jafn- vægi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn hentar vel til hvers konar rannsóknarvinnu. Þú leitar ótrauð/ur svara við spurningum þínum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir fengið góðar hug- myndir um einhvers konar framleiðslu í dag eða komið auga á nýjar leiðir til að nýta þá framleiðslu sem fyrir er. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er enginn vafi á því að þú getur haft mikil áhrif á aðra í dag. Þú talar af krafti og sannfæringu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Rannsóknarvinna og til- raunir til að grafa upp leynd- armál ættu að ganga vel í dag. Þú virðist koma auga á merg málsins án nokkurrar fyrirhafnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Valdamiklir einstaklingar virðast laðast að þér í dag. Það er þó hætt við að þeir séu of stjórnsamir fyrir þinn smekk. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu ráð fyrir að lenda í samskiptum við valdamikla einstaklinga eða stofnanir í dag. Alls konar rannsókn- arstörf einkenna daginn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BOGMAÐUR ÁFANGAR Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. Þverhöggvið gnapir Þúfubjarg þrútið af lamstri veðra; Ægir greiðir því önnur slög, ekki er hann mildur héðra; iðkuð var þar á efstu brún íþróttin vorra feðra: Kolbeinn sat hæst á klettasnös, kvaðst á við hann úr neðra. - - - Jón Helgason LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU ÞEGAR tvö spil voru eftir í úrslitaleiknum um Bermudaskálina höfðu Ítal- ir náð 21 IMPa forskoti. Staðan var: Ítalía 303, Bandaríkin 282. Leikurinn virtist búinn og skýrendur á Bridgebase.com óskuðu ítölskum áhorfendum til hamingju með sína menn. En „sú feita“ átti eftir að syngja. Og hvílíkur söngur. Spil 127 (næstsíðasta spil- ið). Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 765 ♥ 7 ♦ Á9652 ♣8632 Vestur Austur ♠ D8432 ♠ ÁG ♥ -- ♥ ÁKG109652 ♦ KD103 ♦ G8 ♣ÁD104 ♣7 Suður ♠ K109 ♥ D843 ♦ 74 ♣KG94 Spilið er slysagildra fyrir AV, því það má ekki fara upp fyrir fjögur hjörtu. En um leið og vestur vekur á einum spaða er erfitt fyrir austur að stilla sig. Og það reyndist Bocchi um megn: Vestur Norður Austur Suður Duboin Rodwell Bocchi Meckstroth -- -- -- Pass 1 spaði Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu * Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 5 hjörtu Pass Pass Pass Svarið á tveimur tíglum var yfirfærsla í hjarta, óháð styrk. Duboin hlýddi með eyðuna og Bocchi krafði með tveimur spöðum. Næstu sagnir eru illskilj- anlegar, en svo virðist sem Bocchi sé að pumpa makker með þremur tíglum. Duboin neitar staðfastlega að styðja hjartað (skiljanlega) og Bocchi gerir þá lokatilraun við slemmu með stökki í fimm hjörtu. Í sjálfu sér er það nokk- urt afrek að stansa undir slemmu, en legan var sagn- hafa óhagstæð og Duboin fór einn niður. Gaf slag á spaða, tromp og tígulás. Vestur Norður Austur Suður Hamman Lauria Soloway Versace -- -- -- Pass 1 spaði Pass 3 tíglar * Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Loksins uppskar Soloway fyrir varfærnina. Stökk hans í þrjá tígla sýndi sterk spil með hjarta (yfirfærsla) og þegar Hamman lét sér fátt um finnast og sagði þrjú grönd, sagði Soloway blátt áfram fjögur hjörtu. Hann vann þann samning slétt og það gaf Bandaríkjamönnum 10 IMPa. Nú var munurinn 11 IMPar og eitt spil eftir. Og það er spilið sem brids- heimurinn mun aldrei gleyma. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessir duglegu krakkar, Júlíus Óskar Ólafsson og Heiða Ósk Ólafsdóttir, héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þau 1.560 kr. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Rc3 Rf6 4. e5 dxe5 5. Rxe5 a6 6. a4 g6 7. Bc4 e6 8. O-O Bg7 9. d3 O-O 10. He1 Dc7 11. Df3 Rbd7 12. Bf4 Da5 13. h4 Rb6 14. Bd2 Rxc4 15. Rxc4 Dd8 16. Bf4 Rd5 17. Be5 Dxh4 18. Bxg7 Kxg7 19. Rxd5 exd5 20. Dxd5 Be6 21. Dxc5 Hac8 22. De5+ Kg8 23. He4 Dh6 24. Hae1 Hfd8 25. b3 Hd5 26. Df4 Dg7 27. Rb6 Hf5 28. Dd2 Hc6 29. Rc4 h5 30. De3 Dc3 31. He2 b5 32. Re5 Hd6 Staðan kom upp í afar öflugu atskákmóti sem fram fór í Bastia í Frakk- landi fyrir skömmu. Visw- anathan Anand (2766) hafði hvítt gegn Veselin Topalov (2735). 33. Rxg6! og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA FRÉTTIR BORIST hefur eftirfarandi ályktun Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík: „Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma tillögu leikskólaráðs um að hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 3% um næstu áramót. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík minna á að nú þegar þurfa hjón og sambúðarfólk að borga 29.900 krónur á mánuði fyrir 9 tíma vistun eins barns, en um 50 þúsund krónur á mán- uði fyrir slíka vistun fyrir tvö börn. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík minna á að samþykkt var á landsfundi Samfylkingarinnar á dögunum, sem haldinn var í Hafnarfirði, að stefna bæri að því að afnema leikskólagjöld í áföngum og byrja á niðurfellingu þeirra vegna 5 ára barna. Mikilvægt er að ríkissjóður færi tekjustofna til sveitarfélaganna til að auðvelda þeim þessa breytingu. Niðurfelling leikskólagjalda yrði gríðarleg kjarabót fyrir barnafólk og í anda þeirrar stefnu Ungra jafnaðar- manna í Reykjavík að forðast inn- heimtu skólagjalda á öllum skólastig- um.“ Harma fyrirhugaða hækkun leikskólagjalda Jú, þú mátt líka reyna að útskýra fyr- ir henni frú Málfríði á stofu 114 að við getum ekki lofað því að læknirinn loki skurðinum með krosssaumi. Manstu eftir þegar ég sagði þér að ég færi frjáls- lega með sannleikann? Þá var ég ekki að segja al- veg satt …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.