Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 24. október 1980. 249. tbl. 70. árg. Samkomulag var að takast á grundvelli sáttatillögunnar begar byggingamenn neituðu: „Við erum tilbúnir að skrita undir »f - ef bygginga menn iðta af krðfu sinní" segir Þorsleinn Pálsson „Lausnin liggur á borðinu, ef byggingamenn stööva hana ekki á þessu atriöi. Vio erum tilbúnir til aö semja og biðum nú bara eftir svari ASt," sagði Þor- steinn Pálsson. framkvæmdá- stjóri Vinnuveitendasambands Islands. í gærkvöldi náðist samkomu- lag um tillögu sáttanefndar og um miðnætti „lágu samningar i loftinu", eins og einn viðmæl- enda Visis komst að orði. Var allt útlit fyrir. að deiluaðilar skrifuðu undir, þegar Samband byggingarmanna, aðildarsam- band ASÍ, kvaðst ekki fallast á b-liðsáttatillögunnar, sem gerir ráð fyrir að reiknitölur ákvæðis- vinnu byggingariðnaðarmanna hækki um 6%. ; „beir vildu hafa þennan lið opinn, þ.e. án nokkurrar ákveöinnar prosentuhækkunar og upp á það gátum við vitan- lega ekki samið", sagði Þor- steinn ennfremur. Þegar ljóst var. aö samningar stððvuðUst á þessu atriði, hófust innbyrðis umræður hjá ASI, sem stóð til kl. 6 f morgun án þessaðsamkomulag næðist þar viðbyggingamenn. Hefur sátta- semjari boöaö annan fund með deiluaðilum kl. 5 f dag. Sem fyrr sagöi. er umrætt samkomulag VSl og ASI byggt á tillögu sáttanefndar og felst að aukií þvlað ASI féll f'rá sérkröf- um fyrir farandverkafólk og greiðslum fyrir matartlma á helgidögum. A móti kom sam- þykkt VSI á launastiga tillög- unnar. -JSS Þessi myndarlegi all, sem Guðmundur Bang heldur á, kom l.S km Ieið eftir röri upp f eldistjarnir við Elliðaárnar. Slfkt mun gerast nokkuð oft á haustin og vill þá brenna við að þeir stffli ventla og leiðslur, og hefur komiðtil vandræða af þeim sökum. Vfsismynd: GVA. Síldarævintýrið nýja: „Hef áhyggjur af gangi máia fyrír austan" ,.Kg verð að viðurkenna. að ég vissi það ekki," sagði Stein- grfmur Hermannsson sjávarút- vegsráherra, i morgun, þegar Vísir sagði honum þau ummæli Jéhanns Guðmundssonar for- stjóra Framleiðslueftirlits sjávarafurða, að fersksildarmat væri ekki framkvæmt vegna þess að ráðuneytið hefði ekki gefið út reglugerð til að fara eftir við matið, þrátt fyrir að Framleiðslueftirlitið hefði óskað eftir að slik reglugerð verði gefin út. ,,Sú beiðni hefur ekki komiö á mitt borð, hún hefur þá komið hingað fyrir mina tíft hér. Hins- vegar ætla ég að tala við Jóhann i dag útaf þessari slld. ftg hef áhyggjur af hvernig þetta gengur fyrir austan. Ég held að veröi aö taka á þvl, það er augljóst að þar kemur upp það sama og oft og viöa áður, að þegar menn geta mokaðuppaflanum.þágera þeir það, án tillits til vinnslunnar," sagði ráðherra. Það er augljóst aö frétt VIsis í gær um sildveiðarnar hefur ýtt hressilega viö ráðamönnum og hjólin eru farin að sntiast á fullri ferð. En margt er enn óljóst i þessum málum og á bls. 3 i blað- inu i dag er meira um þau. -SV. Piltur beið bana Sautján ára piltur beið bana.er hann klemmdist á milli véla i verkstæði við Hrauneyjarfoss- virkjun um klukkan 8 i gærmorgun. Tildrög slyssins voru þau að veriðvaraðgera viöfjöður i jarð- ýtu og þurfti því að taka annað beltið af vélinni. Þvl var jaröýt- unni lyft upp og til þess var meðal annarsnotuð ,,tönn", sem áföst er við ýtuna að aftan. Annar aðstoðarmanna þurfti að fara aftur fyrir vélina, en I þann mund, brast gólfið undan tönninni með þeim afletðingum að jarð- ýtan skall niður.en ungi maðurinn varð á milli ýtunnar og vélar, er stóð fyrir aftan hana. Hjúkrunarkona frá Hraun- . eyjarfossvirkjun kom þegar á slysstaö og lögreglunni á Hvols- velli var gert viövart. Pilturinn mun hafa latist samstundis. Ekki er unnt að birta nafn hans aö svo stöddu. — AS úánægja innan HlP með ýmis atriði samkomulagsins: Bara breytt um loðið orðalag Ekki gætir alltof mikillar ánægju meðal félagsmanna Hins islénska prentarafélags varðandi samkomulag það um tækni- og atvinnuöryggismál sem samninganefnd félagsins hefur undirritað að þvi er heimildir Visis herma. Þykir ýmsum félagsmönnum, sem þar hafi verið gengiö fram hjá ýmsum mikilsveröum at- riðum, sem nauðsynlegt hefði veriðað hafa I samkomulaginu. „Við héldum satt að segja eftir öll stóru orðinað forystan hefði sett þessi atriði á oddinn, en i samkomulaginu er I sumum til- fellum bara breytt um loðið orðalag", sagði einn félags- manna IHIP I samtali við Vísi. Þaö atriði sem vekur einna mesta óánægju er ákvæðið varöandi hversu mikið blaöa- menn megi setja. Þykir orðalag þar loðið og gefa litla von um aukinn rétt prentara á þvi sviöi. Þá eru menn óánægðir með ákvæðið varðandi setningu á auglýsingadeildunum og þykir það ekki ná nógu langt. Loks náðist ekki fram krafa prentara um að innskrift yrði löggilt sem iðngrein. Samkomulagið verður nú kynnt félögum prentara, bdka- gerðarmanna og graflskra á næstu dögum og það stðan sam- þykkt eða þvl hafnað. —JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.