Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 24. október 1980. VÍSLR útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson. Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: GuðmundurG. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaöur á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elin Ell- ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholtl 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuöi innanlandsog verö I lausasölu 300 krónur ein- takið. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. Stefnulaus stefnuræöa Ðinkum fyrir þá sök aö ræöusnilld forsætisráöherra er ekkidregin i efa, olli ræöa hans í gærkvöldi vonbrigöum. Þetta var ekki ræöa baráttuglaös foringja, heldur útvötnuö málamiölun hins hlutlausa fundarstjóra. Umræður frá alþingi hafaaldrei þótt vinsælt útvarpsefni. Karp stjórnmálamanna minnir oftast á rifrildi óvita um það hver sé þeirra mestur og bestur. Hlust- endur eru litlu nær um hið raun- verulega ástand enda má ekki á milli sjá hvort megi sín meir, sjálfshólið í stjórnarsinnum ell- egar svartagallsrausið í stjórnarandstöðunni. Ekki er þvi að neita, að mörg- um lék nokkur forvitni á að hlýða á ræður þingmanna i gærkvöldi, einkum ræðu forsætisráðherra, sem kynnt var sem stefnuræða hans og ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldi ráðherrann segja um efnahagsástandið, i hverju myndu ráðstafanir gegn verð- bólgu vera fólgnar, hvernig ætl- aði rikisstjórnin að leysa kjara- deiluna, hvað með stefnu í at- vinnumálum, vaxtamálum og ut- anríkismálum? Hér var runnin upp sú stund, sem æðsti maður í ríkisstjórn og þjóðmálum gat talið kjark í þjóð- ina, gef ið henni vonir um bjartari framtíð og boðað stefnu í anda þess frjálslyndis og hugsjóna, sem hann hefur verið málsvari fyrir í nær hálfa öld. Einmitt fyrir þá sök, að ræðu- snilld forsætisráðherra er ekki dregin í efa og tilfinning hans fyrir hinu rétta augnabliki er löngu landsf ræg, urðu vonbrigðin* meiri þegarræðan hafði verið flutt. í stað stef numótunar flutti hann skýrslu, í stað eindrægni kom loðmulla, í stað hvatningar heyrðist þurr upptalning. Þetta var ekki ræða baráttuglaðs for- ingja, heldur útvötnuð málamiðl- un hins hlutlausa fundarstjóra. Þetta var stefnulaus stefnuræða. Ræðan var eftirtektarverð fyrir það eitt, sem ekki var sagt. Hvergi var minnst einu orði á niðurtalningu, sem í upphafi var lausnarorð rikisstjórnarinnar, ekki var vikið einu orði að efnis- legum þáttum efnahagsaðgerða og kjaradeiluna afgreiðir ráð- herrann með eftirgreindum orð- um: „Hinum almennu kjarasamn- ingum er enn ekki lokið. Leggja verður áherslu á, að ekki dragist lengi enn að Ijúka þeim, og að þar verði einnig gætt hófs, svo að ekki valdi verðþenslu." Eru menn einhverju nær? Engin afstaða var tekin til ágreiningsatriða varðandi stór- iðjumál, ekki mörkuð stefna um vaxtapólitík næstu mánaða og ut- ariríkiSmál voru ekki nefnd á nafn, frekar en þau séu ekki til. Það þarf lagni til að halda tutt- ugu mínútna ræðu um ekki neitt. Þetta tókst forsætisráðherra í gærkvöldi. Atvinnurekendur eru engu nær um lausn á þeirri úlfakreppu sem fyrirtæki þeirra eru í. Launafólk svífur enn í lausu lofti um af- stöðu ríkisstjórnarinnar í kjara- deilunni og kjósendur hafa enga vitneskju um hvernig þessi sam- steypustjórn vill að þjóðfélagið þróist. Engin framtíðarsýn var gefin en talað um stillingu og festu, óljós fyrirheit mátti heyra um stef numörkun til lengri tíma í at- vinnumálum, en lítil vísbending í hverju sú stefnumörkun verði fólgin. Það telst varla til tíðinda þótt sagt sé að „fátt sé mikilvægara fyrir okkur íslendinga en að framleiðsla sjávarafurða hér á landi sé ætið til fyrirmyndar" eða að unnið sé að gagnasöfnun i iðnaðarráðuneytinu, „að brýnt sé að f á sem skýrasta mynd af þeim kostum, sem til álita koma". í lok ræðu sinnar minnti for- sætisráðherra á, að íslenska þjóðin eigi við mikla og marg- háttaða örðugleika að etja. Til þess að vinna bug á þeim þurfi allir að taka á sig byrðar og skyldur. Forsætisráðherra virtist hins- vegar gleyma þeirri meginstað- reynd, að ef byrðarnar eru þjóð- arinnar, þá eru skyldurnar hans. Þær felast i kjarki til að tala út. Hvað ræður vali kvik- mynda hjá sjónvarpinu? - rælt vlð Eiinborgu stefánsdöttur. sem sér um val á kvikmyndaefnl Ein frægasta sovéska mynd siöustu ára birtist á sjónvarps- skermum Islendinga i siöustu viku. Fyrri hlutinn birtist á mánudag og seinni hlutinn á föstudag. Myndin var i svart- hvitu og þakti aðeins hluta sjón- varpsskermsins, svo mörgum þótti listin njóta sin litils, það er þeim er skildu myndina sem list. Ýmsir aðrir töldu kvöldun- um betur eytt i annað. Kyöldið eftir að seinni hluti myndarinnar birtist, sýndi sjónvarpiö, ,,dans og söngva- mynd” sem haföi þaö til yndis- þokka að hafa Marilyn Monree i einu aðalhiutverkanna. Myndin var af mörgum talin enn ein mistökin i sýningarvali hjá sjónvarpinu, og þvi vaknaði sú spurning, hvaö ráöi vali þeirra kvikmynda sem sjónvarpiö býöur landsmönnum. Verða oft að hafna góðu efni. Fyrir svörum varö Elinborg Stefánsdóttir en hún sér um val á kvikmyndaefni i samráöi viö dagskrárstjóra. ,,Viö borgum 6 doilara á minútu fyrir allt efni. Ef viö fá- um efni ekki á þvi veröi eöa undir þá tökum viö þaö ekki, svo einfalt er það” sagöi Elinborg. .,,Þetta þýöir i rauninni aö viö veröum aö hafna mjög miklu af þvi sem okkur langar til að sýna. Elinborg itrekaði þó að þetta væri ekki skýringin á vali sovésku myndarinnar, hún heföi veriðsýnd um öll Norðurlönd og væri eins og áður segir mjög fræg. Að sögn Elinborgar eru bió- myndir mjög dýrar i inn- kaupum, og 6 dollarar á minút- una mun vera mjög lélega boðið. Þvi hefur sjónvarpið tekið til þess ráös að kaupa nokkurs konar „pakka” þar sem t.d. 20-40 myndir eru inni- faldar. Með þessu móti er hægt aö ná verðinu niður, en á kostn- að þess að ýmiskonar efni slæö- íst meö, 'sem varla er boðlegt tii sýningar. „Hér er alltaf veriö aö spara og um leið og búiö er aö kaupa eitthvað, þá verður að sýna það.” sagði Elinborg. Ameriskar myndir feiki- lega dýrar. „Annars verða alltaf skiptar skoöanir um kvikmyndaefni og ég vil benda á að i reglum rikis- útvarpsins kemur fram að ekki á aðeins að þjóna meirihluta- hópum heldur minnihluta- hópum lika. Þannig veit ég að fjöldi fólks haföi gaman af sovésku myndinni og einnig þeirri sem sýnd var á laugar- dagskvöldið”. „Til þess að gera sem flestum til hæfis höfum við reynt að hafa breiddina nógu mikla í vali okkar á biómyndum” sagöi Elinborg. Tilhögun á vali i umrædda „pakka” er þannig að sjón- varpið fær lista yfir t.d. 30 myndir ,,og 25 af þeim eru varla boölegar til sýninga, en viö veröum engu að siöur að velja 15 myndir”. Aö sögn Elinborgar er ein amerisk mynd, sem gengur I kvikmyndahúsum, oft dýrari en fjármagn það sem lista og skemmtideild hefur til umráða yfir árið. -AS. BHÚAHFOSS I BROTAJARN M.s. Brúarfoss hefur verið seldur fyrirtæki i USA, til niður- rifs. Hann lenti i harkalegum árekstri við Panamaskip 18. sept. s.l. og skemmdist þá svo mikið að ákveðið var að selja hann óvið- gerðan. Tryggingafélagið greiðir Eimskip áætlaðan viðgerðar- kostnað og þannig fæst markaðs- verð fyrir skipið. Verkefni þau sem Brúarfoss var i, verða leyst með breyttu skipulagi á flutningum. Brúarfoss var smiðaður i Ala- borg fyrir 20 árum. SV. Epli Ó 570 krónur á útimarkaði 1 dag var opnaöur eplamark- aður á Lækjatorgi þar sem seld eru græn epli. Eins og Visir hefur skýrt frá flutti Isporto h.f. inn epli frá Portúgal i vikunni og stendur fyrirtækiö fyrir sölu á þeim á Lækjartorgi i dag. „Þetta eru epli i háum gæöa- flokki og 18 kilóa kassi kostar - rúmar 9 þúsund krónur, eða um 570 krónur kilóið” sagði Jóhanna Tryggvadóttir, stjórnarformaður Isporto i tilefni af sölunni. „Við gerum þetta til þess að vekja athygli á þvi að hægt er að ná mjög góðum kjörum i samn- ingum við Portúgali ef rétt er að staðið, hvort sem um er að ræða fisksölu eða ávexti” sagði Jóhanna ennfremur. -AS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.