Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 12
I F 12 Akurnesingar á aldrinum 18 - 40 ára Stofnfundur Laugardaginn 25. október n.k. verður stofnað J.C. félag á Akranesi. Fundurinn er að Hótel Akranesi, og hefst k/. 15.00 ÚTBREIÐSLUNEFND J.C. VÍK Reykjavík Laus staða Staða lektors ialmennri bókmenntafræöi I heimspekideiid Háskóla islands er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu Hverfis- götu 6, 101 Reykjavik, fyrir 21. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið, 21. október 1980. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta i Kriuhólum 4, þingl. eign Jóns H. Garöarssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Einars Viðar hrl. og Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudag 27. október 1980 kl. 10.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 158.,60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta I Krummahólum 2, þingl. eign Gylfa Ingólfssonar fer fram eftir kröfu Haraldar Blöndal hdl. á eigninni sjálfri mánudag 27. október 1980 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 110. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 og 4. og 8. tbl. þess 1980 á Hólsvegi 16, þingl. eign Haröar Runólfs- sonar fer fram eftir kröfu Sparisj. Rvikur og nágr. á eign- inni sjálfri mánudag 27. október 1980 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið 1 Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Krummahólum 10, þingl. eign Páls I. Haukssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavfk á eigninni sjálfri mánudag 27. október 1980 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta i Valshólum 2, talinni eign Karls Ásgeirssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og tollstjór- ans i Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 27. október 1980 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta i Krummahólum 6, þingl. eign Kristjáns K. Pálsson- ar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudag 27. október 1980 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Agætt ráö er aö setja kramarhús Hýjasentuglös fyrir lauka eru nú fáanleg og kostar glasiö eitt þúsund yfir hýjasentulaukana. krónur. VÍSIR Föstudagur 24. október 1980. Rélll llmlnn lll að setia hausllaukana nlður Látiö ekki nætur- frost aftra ykkurí „Sjálf hef ég sett niöur lauka i desember og þeir hafa aldrei ver- iö fallegri” sagöi Margrét Arna- dóttir i' Alaska viö Miklatorg, aöalatriöiö er aö koma laukunum niöur i jöröina, þó svo aö nætur- frost sé,ætti þaö ekki aö varna þvi aö fólk setji þá niöur. A sinum tima þegar ég setti laukana niöur i desember notaöi ég járnkarl til aö komast niöur i freöna mold- ina.” Um miöjan októbermánuö huga flestir aö haustlaukum fyrir voriö og margvislegar tegundir lauka •fást I gróöarstöövum. 1 Alaska eru túlipanlaukar seldir i pökk- um, verö hvers pakka eru krónur 1.980. ogeru 6-10laukar í hverjum pakka. Færri laukar af dýrari tegundum og fleiri eöa 10 stykki af þeim ódýrari. Túlípanar vaxa illa i súrum jarðvegi. Tíilipanar þrifast best i hlýjum, loftrikum dálitiö sandblendnum moldarjarövegi. Rétt er aö velja þeim skjólgóöan og sólrikan staö. Nauösynlegt er aö laga jaröveg- inn vel til og losa hann aö minnsta kostií30cm dýpt. Sé hann þéttur, erhann bættur meö llfrænum efn- um og grófum sandi. Sé jaröveg- urinn súr, veröur aö kalka hann nokkuö, til dæmis meö skelja- sandi, þvi túlipanar vaxa mjög illa i' súrum jarövegi. Taliö er hæfilegt aö gróðursetja þaö djúpt aö 10-12 cm lag moldar sé yfir þeim. Millibil fer eftir stærö og grósku tegunda og afbrigöa. Ef um blómstór afbrigöi er aö ræöa, er 15 cm bil milli lauka hæfilegt. Gróskuminni afbrigöi komast af meö allt aö 10 cm millibili. Fallegast er aö gróöursetja túlipana i smáþyrpingar. Fleiri lauka en túlipanlauka sáum viö I Alaska, þarna voru lika páskaliljulaukar, fjórir i pakka og kostar pakkinn krónur 1980. — Páskaliljulaukarnir eru sterkir, fjölærir laukarsem fjölga sér. Þeir þrifast ágætlega i venjulegri garömold sem er sæmilega frjó og hæfilega fram- ræst. Ekki er rétt aö gróöursetja páskaliljur á staöi, sem liggja lágt, eöa þar sem hætt er viö aö vatn safnist aö á veturna.. Hýjasentugrös. Margrét benti okkur á Iþessum leiöangri okkar i Alaska einnig á jdlalauka, en þaö eru hýjasentulaukar, sem eru settir I vatn á þessum árstíma strax I mold og blómstra þeir um jóla- leytíö og þykja ómissandi i jóla- skreytingar. Geyma á laukana á köldum og dimmum staö innan- dyra ágætt ráö aö setja kramarhús yfir þá Hýjasentuglös 1 þessum leiöangri benti Margrét I Alaska okkur einnig á jólalauka, en þaö eru hýjasentu- laukar, sem eru settir i votu á þessum árstbna stórir f mold og blómstra þeir um jólaleytiö og þykja ómissandi I jólaskreyt- ingar. Geyma á laukana á köld- um og dimmum staö innandyra. Agætt ráö aö setja kramarhtís yfir. Gæta veröur þess aö hafa moldina ekki of blauta, aöeins raka. „tgamla daga voru til glerglös, svokölluö hýjasentuglös til þess aö rækta laukana i og nú höfum viö fengiö þessi gömlu góöu glös aftur, en nú eru þau reyndar úr plasti, en gera auövitaö sama gagn og kosta þau eitt þúsund krónur, sagöi Margrét Arnadóttir sem leitt hefur okkkur i allan sannleikann um ræktun haust- lauka. Muniö aö ágætt er aö skýla beö- inu yfir veturinn meö mosalagi eða laufi, en slilct er nauðsynlegt, ef laukar eru settir mjög seint niður. —ÞG. FJÖLSKYLDAN OG FRAMTfÐIN I dag á fimm ára afmæli kvennadagins kemur út bók er nefnist Fjölskyldan i frjálsu sam- félagi. Útgefendur eru Hvöt, félag sjáifstæöiskvenna i Reykjavik og Landssamband sjálfstæöis- kvenna. Höfundar bókarinnar eru 24 karlar og konur úr ýmsum starfs- greinum, sem eiga þaö sammerkt aö vera sjálfstæöismenn og vilja stuöla aö eftirsóknarveröri fram- tiö á Islandi — þjóöfélagi sem reist er á frelsi einstaklingsins án óþarfa afskipta ríkisins, mannúö- legu þjóöfélagi jafnréttis, þar sem fólk hefur tima hvert fyrir annaö til aö lifa lifinu eins og þaö sjálft kýs helst, — eins og segir I inngangi bókarinnar. Ragnhildur Helgadóttir fyrrv. alþingismaöur er einn þeirra 24 aöila er rita i þessa bók. Grein hennar ber yfirskriftina Friðhelgi fjölskyldunnar og hér birtum viö lokakafla þeirrar greinar um fjöl- skylduna og framtiöina. — ÞG. 1 nútimaþjóöfélagi er brýnt úr- lausnarefni, hvernig tryggja á sem best friðhelgi einkalifs ein- staklinga, fjölskyldu og heimilis. Fjölmiblar, vaxandi fjölmiöl- unartækni, upplýsingasöfnun og miölun, timasetning ýmissa at- hafna i þjóðfélaginu, bæöi i vinnu og tómstundum, — allt eru þetta þættir, sem geta haftáhrif. Eitt af þvi, sem rennt getur styrkari stoöum undir heimili og fjöl- skyldu, er almennt viöhorf i þjóö- félaginu. Þeir sem einna sterk- asta stööu hafa til aö móta þaö, eru fjölmiölarnir. Tæknin eykur styrk þeirra. I söfnun upplýsinga þarf aö gæta þeirra takmarka, sem friöhelgi einkalifs setur, ekki sist þar sem tæknin auövaldar svo mjög úrvinnslu þeirra og dreifingu. Sjá þarf til þess, aö skólatimi og annar vinnutimi sé sem best samhæföur til aö auö- velda samvistir kynslóöanna. 1 félagsstarfi og fyrirkomulagi fé- Ragnhildur Helgadóttir lagslifs þarf einnig aö taka miklu meira miö af þessu atriöi. Þaö er mikilvægt pólitiskt verkefni nú á dögum aö leita leiöa tilaö tryggja sem best, aö heimili og fjölskylda standi föstum fótum „I umróti hraðstigra þjóðllfs- breytinga”, eins og segir i stjórn- málaályktun Sjálfstæöisflokksins 1979. Sjálfstæöisflokkurinn hefur alla tiö lagt áherslu á gildi fjölskyldu og heimilis sem undirstööu i þjóö- félaginu. Hann hefur litiö svo á, aö dagheimili og skólar væru hjálparstofnanir heimila, en kæmu ekki i staö þeirra. 1 ályktun sama landsfundar 1979 segir svo um fjölskyldumálefni meðal ann- ars: — Fjölskyldan ber ábyrgö á börnunum og heimilið er griöa- staöur hennar. Vaxandi þátttaka beggja foreldra I atvinnulifinu má ekki stefna heimilinu i hættu. Eitt af markmiöum á Alþjóðaári barnsins 1979 hlýtur þvi aö vera aö hiúa aö heimilinu og samræma þarfir barnsins, fjölskyldunnar og athafnalifsins.— Timabært er aö gefa enn betri gaum aö mannréttindahliö þessa máls og gæta þess i þjóöfélagi mikilla opinberra afskipta, aö umsvifin rjúfi ekki friöhelgi fjöl- skyldunnar, heldur efli hana og styöji til aukinnar lifshamingju borgaranna. Ragnhildur Helgadóttir fyrrv. alþingismaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.