Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 24.10.1980, Blaðsíða 18
Katrin og Anna sitja yfir þýfiingu á grein um Travolta. (Visismynd: Ella) Pétur rennir yfir fréttaskeyti frá Reuter og athugar hvort eitthvað fréttnæmt sé að gerast úti i heimi. Viídum kynna okkur blabamennsku" ^ segja þrír nemar úr Menntaskólanum Isafirði sem eru I Gróskuviku á Vísi Gróskuvika Menntaskólans á isafirði stendur nú yfir og öllum að óvörum birtust þvi þrir nemendur á fyrsta ári hér á ritstjórn VIsis og kváðust vilja kynna sér blaða- mennsku. Þau heita Katrin Baldursdóttir og Anna Magnús- dóttir, sem báðar eru frá Hafnar- firði og Pétur Ingjaldsson úr Reykjavik. „Við megum velja okkur störf til að kynnast og við völdum blaða- mennsku þar sem viö teljum það áhugavert á margan hátt”, — sögðu þau. — „Það voru sex sem völdu blaðamennskuna og þrjú fóru á Moggann. Þegar þessari Grósku- viku lýkur þurfum viö svo að skila skýrslu og ritgerð um þaö sem við urðum visari i starfinu.” Okkur var þvi ekki til setunnar boöið og gengum i að finna nem- unum eitthvað að gera, eftir að búið var að kynna fyrir þeim i aðal- atriðum hvernig blaðið verður til. Pétur fór með Árna Sigfússyni út i bæ til að grafast fyrir um verð- gildi perlu sem fannst i kræklingi. Stelpurnar fóru hins vegar á blaða- mannafund með Gylfa Kristjáns- syni. Þegar þær komu aftur voru þær settar i aö þýöa stutta grein um Travolta, sem birtist hér á siðunni. Nemarnir kynntu sér siðan fréttaskeyti úr fjarritanum frá Reuter og fóru þar á eftir i iþrótta- fréttir samkvæmt eigin ósk. Seinasta kvöldið fóru þau siðan á hljómleika með Bubba Morthens og Utangarðsmönnum i Flensborg og unnu grein um þá hljómleika sem fylgir með hér á siðunni. Umsjón: Sveinn Guðjónsson Einu sinni upphóf Paul Newman amerisku hetjuna kúrekann. Nú hefur John Travolta tekiö upp merki hans sem kúreki i mynd- inni Urban Cowboy. Þar leikur hann kúrek- ann Bud/ sem býr i út- hverfi Houston. Bud vinn- ur alla daga á bensinstöö, en á kvöldin setur hann sig í gervi kúreka, fer i galla- buxurnar og setur á sig hattinn sem er tákn kúrek- anna. Siöan heldur hann á Gilley's bar, þar sem hann lifir sig fullkomlega inn i hlutverk kúrekans með glymjandi country músik í kring um sig. Bud gerist forystusauður félaganna á Gilley's en þaö kemur illa nióur á hjóna- bandi hans og Sissyar, sem leikin er af Debra Winger. Travolta hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í myndinni og hefur hún skotið honum á stjörnu himininn aftur. -AM/—KB. "'rmtw €OWROV Travolta slær aftur i gegn sem nútfma kúreki. I heita læknum I Nautbólsvikinni i sutnar: Það er svo heilt i dag Jón, — er þér ekki sama þó ég lari úr skonum?... .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.