Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Er kólesterólið of hátt? Mælingar í síma 564 5600 ELDAVÉLABRUNAR eru algeng- ustu rafmagnsbrunar á heimilum og verða þeir yfirleitt vegna aðgæslu- leysis, að sögn Jóhanns Ólafssonar, deildarstjóra rafmagnsöryggisdeild- ar Löggildingarstofu. Um 40% eldsvoða á heimilum hér- lendis verða vegna rafmagns- búnaðar eða notk- unar hans. Sam- kvæmt samantekt Löggildingar- stofu um raf- magnsbruna á heimilum 1995 til 2002 voru tæplega 40% eldsvoða vegna eldavéla, um 15% vegna þvottavéla, um 8% vegna sjónvarpa og myndbandstækja en aðrir algeng- ir brunavaldar eru raflagnir og lausir lampar. Í viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyrir Löggildingarstofu um eldavéla- bruna 23. september til 6. október síðastliðinn kom meðal annars fram að 57% svarenda töldu að sjónvarps- tæki orsökuðu flesta bruna á heim- ilum, 17% nefndu þurrkara, 10% þvottavél, 7% eldavél, 5% raflögn og 4% annað en úrtakið var 1.250 manns og svarhlutfall 67%. Í könnuninni kom jafnframt fram að 64% töldu sig sjaldan eða aldrei hafa áhyggjur af því að gleymst hefði að slökkva á eldavélinni, 13% sögðu stundum og 23% oft. Þá sögðust 83% svarenda í könnuninni vera tilbúin að borga meira fyrir eldavél sem væri örugg- ari hvað varðaði brunahættu. Orsök yfirleitt aðgæsluleysi Jóhann segir að ákveðið hafi verið að efna til samnorræns verkefnis með því markmiði að vekja athygli á þessum staðreyndum varðandi elda- vélabruna á heimilum og verður upp- lýsingabæklingi þess efnis dreift í öll hús í vikunni. „Það hefur sýnt sig að eldavélabrunar eru algengastir og nánast í öllum tilfellum vegna þess að um aðgæsluleysi er að ræða,“ seg- ir hann. Eldavélabrunar verða sjaldnast vegna bilunar í eldavélinni sjálfri en bruna í sjónvarpstækjum má hins vegar oftast rekja til tækjanna sjálfra. Eldavéla- brunar algengustu rafmagns- brunarnir FYRSTI sitkalúsafaraldurinn gekk yfir á Vest- fjörðum í vor og úttekt í haust sýnir sömu nið- urstöðu. Vorfaraldur var víða um land og hefur ekki gengið yfir hér áður en mest er af lúsinni á höfuðborgarsvæðinu, Snæfellsnesi, vesturhluta Vestfjarða og við Siglufjörð. Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá, segir að farald- urinn hafi komið upp í vor og hann hafi haldið áfram í haust en um sé að kenna síðasta vetri sem hafi verið mjög hlýr. „Það sem er mjög óvenjulegt við þetta er að það kemur upp plága að vori til,“ segir Guðmundur og bætir við að lúsarinnar verði enn vart en í mun minna mæli en í vor. Það geti verið vegna sníkju- dýra, sem hafi fundist á lúsinni í einhverjum mæli í fyrsta sinn. Lúsin hafi borist til landsins fyrir um 40 árum og hafi breiðst smátt og smátt út um land- ið, en hennar hafi fyrst orðið vart á Vestfjörðum fyrir nokkrum árum. Mjög lítið er af sitkalús á norðaustanverðu landinu og í innsveitum og segir Guðmundur að á þessum svæðum hafi komið nokkrir kaldir dagar á liðnum vetri og þeir hafi mjög mikil áhrif. Margir úða trén hjá sér vegna plágunnar en Guð- mundur segir að best sé að grípa sem minnst inn í umhverfið. Mjög mörg tré í Reykjavík og víðar hafi misst mikið barr í faraldrinum og þau eigi á hættu að drepast í vetur. Sitkalúsafarald- ur á Vestfjörð- um í fyrsta sinn MIKIL mildi þykir að ekki fór verr þegar kveikt var í dekkjahrúgu við hjólbarðaverk- stæði á Tangarhöfða í fyrrinótt. Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins brá skjótt við, sendi lið frá öllum stöðvum og náði að koma í veg fyrir að eldhafið næði að læsast í húsið en eldurinn var byrjaður að loga í klæðningu og þakskeggi. Gunnar Örn Pétursson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, segir að eldurinn hafi verið um- fangsmikill í stæðu 30 til 40 dekkja við húsgafl- inn, þegar slökkviliðið hafi komið á staðinn. „Það munaði bara hársbreidd að eldurinn bær- ist inn í húsið,“ segir hann og bætir við að froða hafi verið notuð til að slökkva eldinn. Slökkviliðið hefur varað fólk við því að geyma eldfim efni uppi við hús og sérstaklega í iðn- aðarhverfum. Gunnar Örn segir að hvers konar drasl sem falli til í þessum iðnaðarhverfum bjóði upp á íkveikjuhættu og ljóst sé að þarna hafi ver- ið um íkveikju að ræða. „Það er geysilega mik- ilvægt að þeir sem eru í svona starfsemi passi upp á það að farið sé með svona drasl í förgun eða á tiltekna staði en því sé ekki staflað upp við húsin.“ Morgunblaðið/Júlíus Við slökkvistarfið á hjólbarðaverkstæðinu var notuð sérstök froða til að kæfa eldinn. Slökkviliðið kom í veg fyrir stórbruna ÞENGILL Otri Óskarsson, 14 ára piltur sem var hársbreidd frá drukknun í Breiðholtslaug 11. nóvember er á góðum batavegi á gjörgæsludeild Landspítalans eftir nærri hálfsmánaðarlanga legu þar sem líf hans hékk á bláþræði. Læknir hans, Felix Valsson, sérfræðingur á gjörgæslu- deild, segir bata sjúklingsins ganga kraftaverki næst, enda hafi verið mjög tvísýnt um líf hans. Beitt var mjög sérstakri meðferð í tilviki pilts- ins, þar sem notast var við hjarta- og lungnavél og hann jafnframt settur í þar til gerða kælingu til að vernda heilastarfsemina. Að auki var honum haldið sofandi í öndunarvél. Í nýliðinni viku fóru hlutirnir að gerast fyrir alvöru og Þengill tók hröðum framförum. Hann var tekinn úr hjarta- og lungnavélinni á fimmtudag og daginn eftir losnaði hann við öndunarvélina. Gert er ráð fyrir að hann verði útskrifaður í dag, mánudag, af gjörgæsludeildinni og settur yfir á aðra deild spítalans, en hans bíður nú mikil þjálfun og end- urhæfing til að ná upp fyrri styrk. „Þetta hefur gengið ótrúlega hratt og við erum í sjöunda himni yfir þeim bata sem Þengill hefur náð,“ segir Óskar Gíslason faðir hans. „Við svona aðstæður áttar maður sig líka á því sem býr að baki starfsemi á gjörgæsludeildinni. Hér er mikið af góðu fólki sem gengur mun lengra fram í störf- um sínum heldur en starfslýsing þess segir til um. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því.“ Óskar vill koma á framfæri kærum þökkum til starfsfólks Landspítalans í Fossvogi og Hring- braut, svo og sundlaugavarðar í Breiðholtslaug, lögreglumananna tveggja sem komu á vettvang og læknis sem einnig kom að björgun Þengils í lauginni. Batinn geng- ur krafta- verki næst Morgunblaðið/Árni Sæberg FYRRVERANDI starfsmaður Kaupþings Búnaðarbanka, sem sagði upp hjá bank- anum fyrir nokkru og fór til starfa hjá Landsbankanum, hefur verið kærður til lögreglu fyrir að hafa á brott með sér mik- ilvæg gögn úr bankanum til keppinaut- arins. Að sögn Sólons Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings Búnaðarbanka, var um að ræða yfirmann í reikningshaldi bankans sem sagði upp störfum sínum, en mætti á skrif- stofuna nokkrum dögum áður en uppsögn- in tók gildi og sendi sjálfum sér í tölvupósti mjög mikilvægt forrit sem hefur verið í þró- un hjá bankanum í mörg ár. Forritið er að sögn Sólons hannað til að rannsaka áhrif vaxtabreytinga á rekstur bankans og nýtist við áætlana- gerð. Um fjórar vikur eru síðan kæran var lögð fram. Uppgötvaðist fyrir tilviljun Að sögn Sólons uppgötvaðist málið af tilviljun þegar starfsfólk bankans fór að grafast fyrir um hvað starfsmaðurinn var að gera þegar hann mætti á skrifstofuna og fór að vinna í tölvunni þegar ekki var gert ráð fyrir að hann væri í bankanum enda búinn að segja upp. Ekki fengust upplýsingar hjá lögreglu um hvort rannsókn á kærunni væri hafin eða hversu langt hún væri komin. Kaupþing Búnaðarbanki kærir starfsmann sem réð sig til Landsbanka Kærður fyrir að taka mikilvæg tölvugögn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.