Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A DRAMATÍK Í FORSETABIKARNUM / B7 „ÞETTA var rosalega góður leikur hjá okkur og mér fannst við yfir heildina vera sterkari aðilinn. Það var því virkilega ljúft að ná jafn- tefli þó að það næðist á síðustu stundu. Mér fannst við eiga skilið að vinna,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir að lið hans hafði gert 27:27 jafntefli við Barce- lona í Meistaradeild Evrópu. Þar með eru Haukar búnir að tryggja sér þriðja sætið í riðlinum og sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bik- arhafa þar sem liðið mætir Créteil frá Frakklandi. Viggó sagðist hafa haldið um tíma að stigið væri gengið Haukum úr greipum. „Í lokin þegar bolt- anum var stolið af Pauzuolis hélt ég að þetta væri búið. Það átti líka að vera það en þeir reyndu ótíma- bært skot sem Birkir Ívar varði og við náðum að skora. Þetta var svo sannarlega dramatískur endir á skemmtilegum leik. Ég hélt líka um tíma að við vær- um að brotna, þegar Barcelona komst tveimur mörkum yfir í síð- ari hálfleiknum. En strákarnir voru ekkert á því og hertu róður- inn,“ sagði Viggó. Hann sagði fé- laga sinn, Valero, þjálfara Barce- lona, en þeir léku saman með félaginu á árum áður, hafa verið alveg brjálaðan í lokin enda hefðu leikmenn hans verið með leikinn í hendi sér á lokasekúndunum. „Í svona leik þarf allt að smella saman og það gerði það hjá okkur. Stórkostleg markvarsla, fín vörn, mikill hraði og agaður leikur þeg- ar það á við. Mér fannst eins og ég sagði áðan að við hefðum átt skilið að vinna því við fórum illa með nokkur góð færi og misnotuðum þrjú vítakaköst. Við ákváðum áður en við fórum í leikinn að keyra upp hraðann, al- veg eins og Barcelona og Magde- burg gerðu á móti okkur, þau léku á allt öðrum hraða en við gerðum. Þetta gekk vel hjá okkur og tókst frábærlega. Það var ótrúleg stemning í mannskapnum og við náðum stórkostlegum úrslitum,“ sagði Viggó. Viggó var ánægður EDDA Lúvísa Blöndal fékk brons- verðlaun í -60 kg flokki á alþjóðlega mótinu Bohemia Cup í karate, sem haldið var í Prag í Tékklandi um helgina. Jón Ingi Þorvaldsson komst í undanúrslit í -75 kg flokki en tapaði naumlega viðureign um 3. sætið. Í opnum flokki keppti hann einnig um 3. sæti í uppreisnarglímu en náði ekki að krækja í bronsið. Edda fékk brons í Tékklandi Aron er meiddur um þessarmundir og hefur ekkert leikið með Tvis/Holstebro undanfarnar vikur. „Það er fyrst og fremst mikill heið- ur fyrir mig að félagið skuli sækjast eftir kröftum mínum aftur. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að taka tilboð þess enda stefnir hugur minn að þjálfun þegar ferlinum sem leik- maður lýkur,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið í gær. Skjern er um þessar mundir í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinn- ar og er einnig komið með annan fót- inn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Aron lék með liðinu við góð- an orðstír um nokkurra ára skeið undir lok tíunda áratugs síðustu ald- ar og þá eins og nú var Anders Dahl Nielsen þjálfari þess. Aron gerði tveggja ára samning við Tvis/Holstebro í vor, en í samn- ingunum er uppsagnarákvæði að einu ári liðnu sem Aron nýtir sér auk þess sem óvissa ríkir á þessu stigi um hvort hann geti leikið handknattleik af fullum krafti í framtíðinni vegna erfiðra meiðsla sem hann varð fyrir í öðru hnénu í haust. „Meiðsli af þess- um toga sem ég glími við eru alltaf erfið og óljóst hvort ég geti æft og leikið af fullum krafti næstu ár og því hafa forsendur fyrir samningi mínum hjá Tvis breyst. Ég vonast til að geta leikið eitthvað áfram en það mun bet- ur skýrast þegar ég fer í skoðun hjá lækni 11. desember. Skjern er með góðan leikstjórnanda þannig og þótt ég stefni að því að leika með liðinu þá reikna ég frekar með að vera í hlut- verki varamanns,“ sagði Aron sem hlakkar mikið til að starfa með And- ers Dahl Nielsen á nýjan leik. Aron verður ekki í landsliðinu á EM í Slóveníu „Það er alveg ljóst að Evrópu- keppnin í Slóveníu í byrjun næsta árs er alveg út úr myndinni hjá mér, ég get ekki gefið kost á mér í það verk- efni, jafnvel er staðan sú að ég hef þegar leikið minn síðasta landsleik. Að minnsta kosti er ljóst að það er útilokað að ég verði með á EM,“ sagði Aron sem er rétt byrjaður að æfa létt eftir aðgerð á hné í haust. „Ég er aðeins farinn að hjóla en ég vonast til að geta farið að skokka eft- ir heimsókn til læknis í næsta mán- uði. Ég vonast til að spila á ný með Tvis í febrúar eftir hléið sem kemur í deildarkeppnina á meðan EM í Slóv- eníu fer fram,“ segir Aron Kristjáns- son handknattleiksmaður. Sú staðreynd að Aron verður ekki með á EM er talsvert áfall fyrir landsliðið þar hann lék þýðingarmik- ið hlutverk með því bæði á EM í Sví- þjóð og á HM í Portúgal snemma á þessu ári. Morgunblaðið/Þorkell Aron Kristjánsson verður aðstoðarþjálfari hjá Skjern í Danmörku næsta vetur. Aron aðstoðar- maður Anders Dahl ARON Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Tvis/Holstebro, hefur ákveðið að taka tilboði síns gamla liðs, Skjern, um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins við hlið Anders Dahl Nielsen á næsta sumri. Frá þessu var gengið um helgina. Aron hefur legið undir feldi síðustu vikur og hugleitt til- boð Skjern, sem sóttist eftir kröftum hans eftir að núverandi að- stoðarþjálfari tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist hætta í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.