Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 B 3 Ármúla 36 108 Reykjavík sími 588 1580 Þú færð jólagjöfina hjá okkur! Arsenal Aðalbúningur kr. 6.990 Varabúningur kr. 6.990 Einnig til í barnastærðum Liverpool Aðalbúningur kr. 6.990 Varabúningur kr. 6.990 Einnig til í barnastærðum Manchester United Aðalbúningur kr. 6.990 Varabúningur kr. 6.990 Einnig til í barnastærðum LOKEREN tapaði á heimavelli, 2:0, fyrir Charleroi í belgísku 1. deild- inni í knattspyrnu á laugardaginn og er sem fyrr í alvarlegri stöðu á meðal neðstu liða deildarinnar. Arnar Grétarsson, Arnar Þór Við- arsson og Rúnar Kristinsson voru sem fyrr í byrjunarliði Lokeren í leiknum og léku allan leikinn. Marel Baldvinsson kom inn á sem vara- maður á 77. mínútu og hressti upp á sóknina en allt kom fyrir ekki. Arnar Grétarsson átti að fá víta- spyrnu þegar hann var felldur inn- an vítateigs eftir að hafa leikið á þrjá varnarmenn Charleroi en dóm- arinn var á öðru máli. Fljótlega eft- ir að Marel kom inn á átti hann góða sendingu á Rúnar sem skaut yfir markið af stuttu færi. Undir lokin átti Arnar Þór Viðarsson hörkuskot sem markvörður Charleroi varði. Marel átti síðan skalla sem fór rétt fram hjá stönginni. Forseti Lokeren, Lambrecht, sagði í útvarpsviðtali eftir leikinn: „Við kaupum nýja leikmenn í jan- úar vegna þess að máttarstólparnir frá því á síðasta ári eru ekki í sama formi og þeir voru, útlitið er mjög svart hjá okkur um þessar mundir.“ Indriði skoraði fyrir Genk Indriði Sigurðsson skoraði þriðja mark Genk í 4:0 sigri á St-Truiden á heimavelli. Sigurinn var stærri en tölurnar gefa til kynna því leik- menn St-Truiden sóttu mjög ákaft en fundu enga leið framhjá Jan Moons, markverði Genk. Hollendingurinn Ruud van Nist-elroy hefur fundið taktinn á ný – eftir að hafa gert þrennu gegn Skotum á dögunum – setti fyrsta mark United á 24. mínútu eftir góð- an undirbúning Quintons Fortune. Hann kom einnig við sögu í síðara marki heimamanna þegar hann sendi á Brasilíumanninn Kleberson sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir United. Brett Emerton minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik og setti þrýsting á meistarana. „Við lékum mjög vel í fyrri hálfleik og áttum færi til að komat í setja þriðja mark- ið. Síðan þegar við fengum á okkur mark gjörbreyttist leikurinn. Knatt- spyrnan er óútreiknanleg, þar sem eitt mark getur breytt miklu á ör- skömmum tíma,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Unit- ed, að leik loknum og bætti við: „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur að lenda í svona aðstöðu. Vera betra liðið, en geta ekki nýtt okkur það betur en raun varð á.“ Graeme Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, var ekki kátur í leikslok: „Við gerum enn mistök í vörninni, sem mótherjar okkar nýta sér vel. Ætli þessi mistök séu ekki ástæðan fyrir stöðu okkar í deild- inni?“ Arsenal lét það ekki á sig fá þó að fjórir leikmenn væru í banni. Liðið mætti ákveðið til leiks í Birmingham og Fredrik Ljungberg gaf tóninn strax í upphafi leiks, er hann skoraði glæsilegt mark eftir stungusend- ingu frá Thierre Henry. Það var var síðan ekki fyrr en á 80 mín. að Ars- enal skoraði aftur. Fyrirliðinn Dennis Bergkamp, sem skoraði sitt fyrsta mark síðan í maí – vippaði knettinum yfir markvörð, eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá Henry – komst einn inn fyrir vörn Birmingham. Stuttu síðar gull- tryggði Robert Pires sigur Arsenal, 3:0. Eins og áður sagði lék Arsenal án fjögurra leikmanna sem voru í banni, Patricks Vieira, Laurens, Martins Keowns og Rays Parlours. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og leikmenn mínir þurftu virkilega að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ars- ene Wenger, knattspyrnustjóri Ars- enal. „Við byrjuðum vel með ágætu marki og vörðumst vel eftir það. Tvö mörk í lokin tryggðu sigurinn,“ sagði Wenger, en Arsenal er eina liðið sem hefur ekki tapað leik í þeim þrettán umferðum sem búnar eru og hefur liðið aldrei byrjað jafnvel í deildinni og nú. Heppnin með Chelsea Chelsea er enn í öðru sæti eftir sigur á Southampton á útivelli, 1:0. Það var varnarmaðurinn Mario Melchiot, sem tryggði sigurinn með marki snemma í síðari hálfleik. Þetta var fyrsta mark varnarmanns- ins í 18 mánuði. Heimamenn léku án markaskor- arans James Beattie, sem er meidd- ur. Engu að síður fengu heimamenn nokkur fín færi en sem fyrr gekk þeim erfiðlega að koma boltanum rétta leið í markið. „Þetta var virki- lega erfitt hjá okkur. Fyrri hálfleik- urinn var frekar slakur en sá síðari fínn. Við náðum að skora og fengum færi til að skora fleiri mörk en það tókst ekki og þegar menn skora ekki er alltaf hætta á að mótherjinn nái að skora, en við vorum heppnir að mótherjarnir fóru illa með færi sín,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea. Reuters Dennis Bergkamp, fyrirliði Arsenal, vippar hér yfir Maik Taylor, markvörð Birmingham. Manchester United hreiðraði um sig á toppnum í tvær klukkustundir Bergkamp fyrir- liði náði að skora ENGIN breyting varð á stöðu efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Toppliðin þrjú, Arsenal, Chelsea og Manchester United fögnuðu öll sigrum og er röðin er því óbreytt á toppnum. United komst reyndar í efsta sætið um tíma á laugardeginum, því liðið tók á móti Blackburn snemma dags og hafði sigur, 2:1. Sigurinn var langt frá því að vera öruggur og í raun má segja að meistararnir hafi slopp- ið fyrir horn því eitthvert kæruleysi greip um sig í herbúðum þeirra í síðari hálfleik og það nýttu gestirnir sér, minnkuðu muninn í 2:1 og settu talsverðan þrýsting á heimamenn, sem stóðust hann þó. Enn tapar Lokeren á heimavelli í Belgíu ÞAÐ gengur hvorki né rekur hjá Leeds og situr félagið í neðsta sæti deildarinnar með átta stig, tveimur stigum minna en Jóhannes Karl Guð- jónsson og samherjar hjá Wolves eru með. Leeds tók á móti Bolton, sem var ekki langt fyrir ofan, og tapaði 2:0 og var þetta sjötta tap liðsins í röð. For- ráðamenn liðsins leita enn að eftirmanni Peters Reeds. Sjötta tap Leeds í röð  DAVID Beckham gerði annað mark Real Madrid er liðið vann Albacete 2:1 á heimavelli sínum. Ekki merkilegur sigur enda hefur liðið tapað öllum útileikjum sínum til þessa. Zidane tryggði sigurinn skömmu fyrir leikslok með öðru marki Madrídinga.  MADRÍD er með 26 stig í efsta sæti deildarinnar, sama stigafjölda og Deportivo og markamunurinn er sá sami en Madríd hefur skorað fleiri mörk.  VALLADOLID virðist komið á fínt skrið og vann Atletico um helgina og hefur ekki tapað leik í síð- ustu fimm leikjum. Atletico hafði hins vegar ekki tapað stigi í fimm leikjum þegar kom að leiknum við Valladolid. Atletico lék einum færri allan síðari hálfleikinn þar sem Juan Manuel Ortiz var vikið af velli á 45. mínútu.  ÞAÐ kom fyrir lítið þó að Patrick Kluivert skoraði fyrir Barcelona þegar liðið heimsótti Villarreal því heimamenn höfðu betur, 2:1. Þetta var í fyrsta sinn sem Kluivert var í byrjunarliðinu í deildinni síðan 5. október.  ÞAÐ gekk mikið á í leik Lazio og Parugia á Ítalíu, leik sem lauk með 3:1 sigri Lazio. Fjórum leikmönnum var vikið af velli, einum heimamanni og þremur úr liði gestanna.  JUVENTUS er efst á Ítalíu með 26 stig, tveimur meira en Roma og AC Milan, en þessi þrjú félög hafa ekki tapað leik það sem af er deild- inni.  INTER er komið í fjórða sæti deildarinnar eftir frækilega fram- göngu í síðustu þremur leikjum. Al- berto Zaccheroni, nýi þjálfari liðs- ins, virðist hafa náð góðum tökum á mannskapnum síðan hann tók við af Hector Cuper sem var rekinn. Inter vann Reggina 6:0 og það voru sex leikmenn sem skoruðu eitt mark hver.  MIROSLAV Klose var heldur bet- ur í stuði þegar Kaiserslautern vann Hertu Berlín 4:2. Gestirnir komust í 2:0 áður en Klose tók sig til og gerði þrjú mörk. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.