Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 C 5 Blesugróf - Fossvogur Íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum, alls 499,3 fm, sem nýtt hefur verið sem skólahúsnæði ásamt tveimur studióíbúðum. Eignin er tveir eignarhl./íbúðir. skv. þinglýsingarbókum en selst í einu lagi. Margvíslegir möguleikar eru á nýtingu eign- arinnar s.s. fyrir leikskóla, sambýli, félags- starfsemi eða sem íbúðahúsnæði. Eignin er öll nýmáluð og til afhendingar nú þegar. Verð 34 milljónir. Bergsmári Fallegt 203 fm pallbyggt ein- býlishús með innb. bílskúr. Húsið skiptist m.a. í fjögur stór svefnherbergi, stofu og borðstofu. Ljós viðarinnrétting í eldhúsi. Inn- af hjónaherb. er fata- og baðherb. Vandað parket og flísar á gólfum. Skjólgóðir sólpallar í suður og vestur. Hornlóð með frábæru út- sýni. Áhv. 7,4 millj. húsb. og líf.sj. Verð 28 millj. Gvendageisli 2-12 Glæsilegar 4ra her- bergja íbúðir, 105-118 fm, með sérinngangi ásamt stæði í bílageymslu. Skilast tilbúnar til innréttinga eða fullbúnar án gólfefna. Verðlaunahönnum. Íbúðirnar eru til afhend- ingar í janúar n.k. Gvendargeisli Sérstaklega vel skipulagt einbýlishús á einni hæð ásamt innb. bílskúr, alls 206 fm Fjögur svefnherbergi. Húsið af- hendist fullbúið að utan með tyrfðri lóð, fok- helt að innan. Húsið er til afhendingar. Verð 17,9 millj. Lyklar á skrifstofu. Flétturimi Rúmgóð 98 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð fjölbýlishúsi með stæði í lokaðri bíla- geymslu. Þrjú rúmgóð herbergi, flísalagt bað- herbergi og stofa með góðum vestursvölum út af. Þvottah. innan íb. Snyrtileg sameign og glæsilegur garður. Ákv. húsb. 7,4 millj. og 2,1 millj. viðbótarlán. Verð 13,4 millj. Grandavegur Glæsileg 116 fm íbúð á efstu hæð í nýlegu fjöleignarhúsi. Íbúðin er að hluta til á tveimur hæðum. Rúmgóð stofa og borðstofa, eldhús með útskotsglugga, stórt baðherb., stórt svefnherb. og þvotta- hús. Á efri palli er alrými með herb. innaf. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Áhv. Byggsj. 5,8 m. og líf.sj. 4,6 m. Veghús Glæsileg 90 fm 3ja herbergja end- aíbúð á 2. hæð í góðu húsi. Stór stofa og borðstofa, útg. á ca 15 fm suðursvalir, rúm- gott eldhús með fallegri innréttingu, fallegt flísalagt baðherbergi og tvö ágæt svefnher- bergi. Vandað merbau-parket á gólfum. Áhv. bygg.sj. 6,0 millj. Verð 13,9 millj. Jörfagrund - Kjalarnes Glæsilegar 3ja herbergja sérhæðir í nýju fjórbýlishúsi. Íbúð- irnar skilast fullbúnar án gólfefna með vönd- uðum innréttingum frá Axis (Ölur). Flísalagt baðherbergi. Verð aðeins 12 millj. Ath. aðeins tvær íbúðir eftir og eru þær tilbúnar til afh. Giljasel - Aukaíbúð Vorum að fá í sölu glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlishús á frábærum út- sýnisstað. Skiptist í 208 fm aðalíbúð, 46 fm bílskúr og ca 75 fm 2ja herb. aukaí- búð. Aðalíbúðin skiptist í glæsilegar stofur, hol, 5-6 svefnherbergi, tvö bað- herbergi og fjölskylduherb. Nýl. endurn. eldhús og baðherbergi. Vönduð gólfefni. Halógen-lýsing í stofum. Allt nýl. málað að innan, steypuviðgert að utan og tilb. til málningar. Nýtt gler í öllu húsinu. Verð 30,5 m. Holtsgata - Bílskúr Vorum að fá í sölu góða 95 fm 4-5 herb. íbúð fallegu í fimm íbúða húsi. Björt stofa með stórum suðvestursvölum út af, þrjú til fjögur svefnherb. Fallegt eldhús með borðkrók, endurnýjað baðherb. með bað- kari, sturtu og innréttingu. Bílskúr með rafm, rennandi vatni og salerni. Ákv. 5,7 millj. húsbréf. Verð 15,9 millj. Fróðengi - Bílskúr Glæsileg 110 fm 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Skiptist í stofur með suðursvölum, sjónvarpshol, þrjú góð svefnherbergi, glæsilegt eldhús og bað- herbergi. Vandaðar innr. úr mahóní og rótarspóni. Vandað merbau-parket og flísar á gólfum. Þvottahús innan íb. Opið stigahús, sérinngangur á hverja hæð. Áhv. húsb. 6 m. Hlíðarvegur - Laus Vorum að fá í sölu mjög góða 90 fm 3ja herb. sérhæð á jarðhæð. Skiptist í and- dyri með skáp, hol með skáp, tvö svefn- herb. með skáp, flísalagt baðherb. með innréttingu, geymsla/þvottaherb., eldhús með fallegri innréttingu og stofa með út- gangi á suðursólpall. Nýlegt merbau-parket og flísar á gólfum. Áhv. 6 m. húsbréf. Verð 14,2 m. Vantar allar gerðir eigna á skrá www.hofid.is Gautavík - Sérinngangur Glæsileg 94 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu fjöl- eignarhúsi. Stór stofa, hol og tvö rúmgóð svefnherb. Rauðeik á gólfum. Vandað flísa- lagt baðherb. með kari og sturtu, baðinnrétt- ing. Fallegt eldhús með vandaðri kirsuberj- ainnréttingu og góðum tækjum, þvottahús innaf eldhúsi. Áhv. húsb. 7,7 m. Verð 14,7 m. Hagamelur - 107 Falleg 61 fm 2ja her- bergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í góðu fjórbýlishúsi. Rúmgóð stofa með park- eti, eldhús góðri ljósri innréttingu, fallegt flí- salagt baðherbergi og gott svefnherbergi með parketi. Áhv. húsbr. 5 m. Verð 10,9 m. Ekki er víst að allir við-urkenni að pípulögn eiginokkuð skylt við fag-urfræðilegan gjörning. Fram til þessa hafa pípulagnir í byggingum verið rækilega faldar í veggjum og einangrun, þó að þar sé að verða á mikil breyting. Eitt hefur þó ætíð verið sýnilegt og að mestu óhulið, en það er pípulögnin í tækjaklefanum þar sem inntak hita- veitu er, einnig inntak kalda vatnsins. Fyrir daga jarðhitans var meira að sjá í þessum tækjaklefum, sem þá voru ýmist nefndir ketilhús eða kyndiklefar, þar hefur stærðin ef- laust oft ráðið nafngiftinni. Þá þurfti talsvert húsrými fyrir kynditækin, hvort sem þar voru kola- eða olíukyntir katlar. Fram eftir síð- ustu öld voru allar lagnir æði gildar, þá þótti ekki tiltökumál þó að stofn- lagnir væru frá 2 upp í 3 tommur eða þaðan af meira. Í þá góðu gömlu daga lögðu pípu- lagningamenn talsverðan metnað í að allt væri rétt og skipulega lagt, allar lagnir réttar í láði og lóð, stundum einnig vandlega einangraðar og vafð- ar með grisju sem vætt var í gifsi, allt síðan málað vandlega. Frá þessu voru einnig undantek- ingar eins og við mátti búast, en margir húsbyggjendur kröfðust góðrar, fagurfræðilegrar vinnu í sín- um ketilhúsum. Frá því voru einnig slæmar und- antekningar og því miður urðu kyndiklefarnir þá oft að hinum verstu sóðapyttum þar sem aska eða olíbrák lá á gólfi og ryk huldi allt, katla, tæki og lagnir. Svo kom hitaveitan. Þá ekki aðeins breyttust kyndi- eða ketilhúsin, þau beinlínis hurfu. Í mörgum húsum í höfuðborginni, sem eru 40–50 ára gömul, má sjá að inntökum, mælagrindum og teng- ingum hefur verið ætlað ríflegt pláss, jafnvel jafnmikið og þegar katlar voru notaðir til upphitunar á vatni fyrir miðstöðvarkerfi. En hægt og bítandi þróaðist það þannig að óþarfi þótti að fórna miklu rými fyrir tæki og lagnir, víða er þessu troðið undir stiga eða í önnur slík skot, sem voru að öðru leyti einskis nýt. En í stærri byggingum þarf enn að fórna þónokkru rými fyrir lagnir og tæki, oft þarf að koma fyrir, auk mælagrinda, varmaskiptum, dælum, stýritækjum og fleiru. En hvernig standa pípulagn- ingamenn sig í dag þegar þeir fá tækifæri til að setja upp lagnir og tæki og fá till þess það rými sem þarf til að verk þeirra verði augnayndi? Vinna þeir eftir fagurfræðilegri kröfu um að lagnir ekki séu ekki að- eins réttar í láði og lóð, heldur einnig settar upp eftir ströngu skipulagi? Vissulega fyrirfinnast slík vinnu- brögð, en því miður of sjaldan. Það er nánast sorglegt að koma inn í marga tækjaklefa í dag og sjá hvað pípulagningamenn hafa sleppt upplögðu tækifæri til að reisa sér og stétt sinni minnisvarða um fagmann- leg vinnubrögð með fagurfræðilegu ívafi. Þá er komið að þætti húseigand- ans, því miður er hann oftar en ekki dapurlegur. Jafnvel þar sem pípulagn- ingamenn hafa gengið frá tækjaklefa þar sem allt er til fyrirmyndar, lagnir skipulega settar upp, þær einangr- aðar, málaðar og merktar, láta hús- eigendur allt drabbast niður af slóða- skap, svo vart sér í lagnir, tæki, gólf eða veggi fyrir drullu og drasli. Þetta eru vissulega hörð orð en um þetta eru mörg dæmi. Í mörgum stórum byggingum, þar sem eru margir eigendur og jafnvel einnig leigjendur, hugsar enginn um tækjaklefann og tækin sem í honum eru. Þess eru jafnvel dæmi að við vatnskaða viti enginn hvar tækjaklef- inn er og þaðan af síður hvar höf- uðlokar fyrir heitt og kalt vatn eru. Ný námskrá er að taka gildi fyrir nám pípulagningamanna, það á að gera stórátak til að auka og bæta menntun þessara fagmanna sem vinna svo ábyrgðarmikil störf. Inn í þeirra nám á tvímælalaust að taka kennslu í að setja upp lagnir og tæki eftir föstu skipulagi, kveikja hjá hverjum og einum löngun til að skapa fagurt og eftirminnilegt lagnaverk. En hver ætlar að taka húseigendur í karphúsið? Hver ætlar að kenna þeim að um- gangast tæki og lagnir af virðingu, kenna þeim að tækjaklefinn er engin ruslakompa? Þessi síðustu orð eiga kannski síst við þá sem eiga íbúðarhús, einbýlis- hús, þó að ekki sé ætíð allt í sómanum þar. Í nýjum og glæsilegum bygg- ingum, atvinnu- og skrifstofu- húsnæði, er stundum skelfilegt að sjá umgengnina. Lagnir og tæki þurfa eftirlit, um- hirðu og viðhald, það þarf ekki síður að halda umhverfi þeirra hreinu svo það sé eigendum til sóma. Vel unnið verk lofar meistarann Í þekktu og sögufrægu húsi í Reykjavík var hitakerfi skipt upp í mörg kerfi fyrir nokkrum árum, þar lofar verkið meistarana, pípulagningamennina sem verkið unnu. En allt hefur verið látið drabbast, drasl og dót, lekir mælar, óhreinindi og ryk á öllum lögnum og tækjum. Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.