Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 25.10.1980, Blaðsíða 21
Laugardagur 25. október 1980. VÍSIR Einn góöan veöurdag i ágúst 1937 reiö ung og fögur leikkona inn i bækistöövar Mao Zedongs, leiötoga kinverskra kommúnista. Unga konan vakti brátt athygli Maos oddvita og áður en langt um leiö var furöu lostnum kommúnistaforingjun- um tilkynnt aö hún væri orðin ástkona foringjans. Þannig hófst hin ótrúlega saga Jiang Qing, konunnar sem átti eftir aö fylgja Mao gegnum lifiö og sifellt njóta meiri áhrifa og valda eftir þvi sem Mao eltist og máttur hans þvarr. Er hann lést haustið 1976 virtist hún þess albúin aö taka viö forystunni og gerast stjórnandi þessa mikla landflæmis, Kina. En hún átti sér marga óvini, hættulega óvini, sem sáu viö henni og allt i einu hrundi veldi hennar til grunna. Hún var handtekin og biður nú dóms fyrir samsæri og glæpi gegn rikinu, gæti allt eins átt von á dauðadómi. Hún fæddisti Shantung-héraöi áriö 1914 og var skirö Li Chin. Foreldrar hennar voru úr milli- stétt en systkinin voru mörg svo kjörin voru kröpp. Þegar hún var 15 ára tókst henni að komast i leiklistarskóla i Tsinan Svona byrjaði þaö allt saman.. ung stúlka reið inn i bæki stöðvar Maos. Hér er Jiang Qing 25 ára gömul. Ekkja Maos oddvita í Kína bíður nú dóms: Leikkonan sem komst nærri því ad stjórna fjöl- mennasta ríki heims verður hún dæmd til dauóa? og næstu árin kom hún fram bæði i Peking og Shanhai undir ýmsum nöfnum. Hún gekk að eiga ungan stúdent en hjóna- bandið var mislukkaö og hann er sagður hafa yfirgefið hana. Eftir það varpaði hún sér af fullum krafti út i leiklistarlif Shanghai, lék bæöi i leikritum og kvikmyndum og fór meöal annars meö hlutverk Nóru i Brúðuheimili Ibsens. Hún átti i ýmsum ástarsam- böndum, meðal annars viö þekktan leikara aö nafni Tang Na. Jiang yfirgaf hann og segja heimildir að honum hafi oröiö svo mikiö um aö hann hafi svipt sig lifi. Annar elskhugi hennar Chang Ken, var háttsettur i kommúnistaflokknum en hann fyrirleit hún alla tiö. Um þaö leyti sem hún var tvitug komst hún i kynni við rót- tæk öfl i Kina, sérstaklega eftir innrás Japana. Hún heldur þvi sjálf fram ab hún hafi eitt sinn setið í fangelsi fyrir kommúniskar skoöanir sinar. Hún lék á þessum tima i kvik- mynd sem stefnt var gegn Japönum og því varð hún aö leggja á flótta þegar Japanir hertóku Shanghai áriö 1937. Hún tók stefnuna á fjallahéruöin i Yenan þar sem kommúnista- herirnir undir forystu hins nýja leiðtoga, Mao Zedongs, héldu sig. Eftir langtog erfitt feröalag komst hún á áfangastað og hóf nýtt lif sem byltingarsinni. Mao var þá 43 ára gamall og nýskilinn viö þriðju konu sina, Ho Tsu-chen. Þau Jiang hófu sambúö og hún beið ekki boðanna með aö tilkynna það, ruddist inn-á fund háttsettra leiötoga og básúnaöi hárri röddu aö hún væri hér með farin að búa meö Mao oddvita. Ekki var kyn þó gömlu kempum kommúnistaflokksins blöskraöi, þeir tilkynntu Mao að þvi aöeins myndu þeir liða hjónaband hans viö þessa 21 ári yngri konu að hún skipti sér i engu af pólitik. Mao lét sér þaö lynda og næstu árin bar ekki mikiö á Jiang Qing.Hún fæddir dóttur, Li Na, og átti þar aöauki i baráttu viö ýmsa erfiða sjúkdóma. Eftir hið misheppnaða „Stóra stökkiö fram á við” sem Mao beitti sér fvrir til að stytta Kinverjum leið á þróunarbraut- inni en reyndist svo vera króka- leið, fór aö bera meira á konu hans og hún beitti áhrifum sin- um af fremsta megni. Fræg er löng og ströng barátta hennar gegn Peking-óperunni, frægri stofnun, sem hún taldi vera kapitaliska og gott ef ekki var heimsvaldasinnaða stofnun sem þjónaöi ekki hagsmunum alþýðunnar. óperan var notuð af stjórnendum hennar til að koma ýmissi gagnrýni á fram- færi og þvi fékk Jiang liðsinni sjálfs Zhou Enlai við aö koma henni á kné. Zhou Enlai reyndist henni þó ekki tryggur banda- maður og hún batt því trúss sitt viö yfirmann Rauða hersins, Lin Biao, og þrjá harðlinumenn, Wang Hongwen, Yao Wenyan og Zhang Chungqio. Þeir þrir mynduðu ásamt Jiang Quing hina alræmdu fjórmenninga- kliku. Jiang og þessir bandamenn hennar eru taldir hafa átt stóran þátt i aö menningarbyltingunni var hleypt af stokkunum en i henni misstu sem kunnugt er fjölmargir gamlir og grónir flokksmenn ýmist æru eöa.Iif. Það var á árunum 1966—76 sem leikkonan fyrrverandi stóö á hátindi valda sinna. Menningarbyltingar komu nægilegu róti á öll mál i Kina til aö hún gæti smátt og smátt hrifsaö til sin völd, jafnframt fór Mao hnignandi og siöustu ár sin var hann oröinn þvilikt skar aö Jiang gatstjórnaö meira eöa minna i hans nafni. Engir óvina hennar máttu sín mikils. Enginn nema Zhou Enlai. Hann geröi hvað hann gat til aö sporna viö áhrifum fjórmenn- inganna og þegar hann lést snemma árs 1976 virtist leiöin greiö fyrir Jiang Quing. Þá tók Mao upp á þvi að deyja en Jiang lét ekki bugast en framvisaði erföaskrá þar sem Mao virtist ætla henni alla æðstu stjórn i landinu. Þaö lá við borgara- styrjöld. Æðsta stjórn kommúnista- flokksins i Kina ákvaö að skipa Hua Guofeng eftirmann Maos en I bakgrunninum var Deng Xiaoping þegar farinn aö toga i spottana. Jiang Quing og félagar reyndu aö treysta sig i sessi en i ljós kom aö samsærið gegn þeim var rækilega undirbúiö, þau nutu ekki lengur stuönings. Sérlegum lifverði Huas var faliö aö stjórna handtöku þeirra en hann haföi ábur verndaö Zhou Enlai. Hús þaö I Peking þar sem Jiang og um þaö bil 30 félagar hennar voru á fundi var umkringt af mannmörgu og vopnuðu liöi. Skipst var á nokkrum skotum en áöur en langt um leið uröu fjórmenning- arnir að gefast upp. Leikurinn var búinn. Þegar fréttist um handtöku fjórmenninganna kom til óeiröa viöa um landiö en fljótlega var allt með kyrrum kjörum aftur. Andstæðingar ekkju Maos höföu tögl og hagldir en hinn raun- verulegi sigurvegari var Deng Xiaoping, varfærinn og raunsær leiötogi sem hryllti viö öfga- kenndum hreintrúarkommún- isma frúarinnar. Bent var á aö litið samræmi haföi veriö milli prédikana Jiang og lifsins sem hún lifði, fjarska rikmannlegt, hún naut þess aö klæöast loðfeldum og dýrum kjólum og bera. gullskartgripi. Faíl gömlu leikkonunnar var jafnmikiö og frami hennar hafði verið. Akæruatriöin gegn henni eru mörg og fyrir ýmis þeirra má dæma hana til dauða. Deng var að þvi spurður nýlega I viötali viö Oriönu Fallaci, þá frægu itölsku blaöakonu, hvort Jiang væri raunverulega á lifi. ,,Já, svaraði hann, „hún er á lifi. Hún sefur og hún étur. Hún étur feiknalega mikiö. Þá hlýtur hún aö vera á lifi.” 21 Ð 19 OOO frumsýnir Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum 011 ict 011 t()C 3ðc$tcrn ^front. LORDGRADf AU QUiET ON THE WESTERN FRONT RICHARDTHOMAS ERNESTBORGNINE DONALDPLEASENCE IAN HOLM PATRICIA NEAL DAI8RADLEY //Þeir fóru í skotgrafirnar sem drengir/ og komu aldrei aftur sem menn..." Áhrifamikil/ — stórbrotin og spennandi/ eftir sögu Remarque. Leikstjóri: Delbert Mann. Sýnd kl. 6 og 9 Margar gerðir sófasetta — Ennfremur stakir sófar og stólar á lœgsta verði Hverfisgötu 76 — Sími 15102

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.