Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 2
Ætíarðu að fylgjast með nýja sakamálaþættinum Blindskák? Bjartur Ingölfsson nemi: ,,Eg horföi á fyrsta þáttinn. Ætli ég horfi ekki á nokkra þætti og sjái svo til hvernig mér list á”. Sólveig ólafsdóttir vinnur viö btl- skap: „Ég fylgdist meö fyrsta þætti og fannst hann lélegur. Efniö höföaöi ekki til min, svo ég á ekki von á því aö sjá fleiri”. Hálfdán Jónsson verslunar- maöur: „Já, mér fannst fyrsti þátturinn góöur og ætla þvi aö sjá fleiri”. Guölaugur Hermannsson, sölu- maöur: „Já þaö ætla ég aö gera, ef maöur kemst til botns i þessu. Sæmundur Þorsteinsson inn- heimtumaöur: „Þvi ekki þaö/er ekki sjónvarp til þess aö horfa á?” Jön Helgason lormaður verkaiýðsfélagslns Einingar: „Fnstundirnar eru ntiar og fáar” „Ahugamál min eru fyrst og fremst félags- málin.Fristundirnar eru svo litlar og fáar, að maður hefur afskaplega iitinn tima fyrir fjöl- skyldunna. Og auðvitað er hluti þess mikla tima, sem fer i félags- málastarfið, tekin frá fjölskyldunni,” sagði Jón Helgason, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, þegar Visir sló á þráðinn til hans norur á Akureyri i þeim tilgangi að kynna hann nánar fyrir lesendum. Jón Helgason er fæddur i Unaðsdal á Snæfjallaströnd 18. október 1927. Þar dvaldist hann fram yfir þritugsaldur og vann einkum viö biistörf á þeim tima. Siöan hélt Jón til Akureyrar og stundaði sjómennsku á bátum og togurum. Var hann viö þau störf fram til 1964. ,,Ég var ýmist háseti, vélstjóri eða stýrimaöur þennan tima”, sagöi hann. „Siðustu árin var ég svo sjálfur með bát. Mér likaði þetta ágætlega og það var raunar ljómandi gott að vera á sjónum. En ég hafði aldrei hugsaö mér að gera sjómennskuna að ævistarfi, enda takmarkaöur fjöldi manna sem gerir slikt, þó margir komi viö á sjdnum einhvern tima æv- innar”. Haustið 1964 varö Jón starfs- maður hjá verkalýösfélögunum á Akureyri. „Þaö var lagt aö mér, að taka að mér störf hjá verka- lýðsfélögunum, og ég sló til, þar sem ég hafði alltaf haft áhuga á félagsmálum”, sagði Jón. „Svo er þaðoft þannig, að ef menn fara i svona, þá er stundum verra aö komast út úr þvi en að komast i það”. Aöspurður um, hvað hefði helst mætt á starfsmanni verkalýðs- félaganna á Akureyri á þessum tima, sagði Jón, að þau atriði væru fleiri en svo, að hægt væri aö telja þau upp i stuttu viðtali. Þaö hefði eiginlega verið allt milli himins og jarðar og miklu fleira en þaö sem snéri aö sjálfum kjaramálunum. Formaöur verkalýösfélagsins Einingar varð Jón svo 1974 og framkvæmdastjóri lifeyrissjóðs- ins, þegar fyrst var ráöiö til þess starfa. „I fyrstunni voru þessi störf unnin i sameiningu, þ.e. starf lifeyrissjóðsins og verka- lýösfélaganna. En svo urðu þau meira aðskilin, þótt alltaf hafi verið náið samband þar á milli, enda allt i sömu húsakynnum”. En það fer óneitanlega mikill timi i félagsmálastörfin”, sagði Jón,þegar blaöamaður beindi tal- 'inu aftur að áhugamálum hans. „Þannig að ég á ekki mörg „hobbý” og raunar engin, sem vert er að nefna”. Jón Helgason er kvæntur Snjó- laugu Þorsteinsdóttur, sem ættuð er úr Hrisey, og eiga þau fjögur börn. „Haföi aldrei hugsaö mér aö gera sjómennskuna aö ævistarfi”, segir Jdn Helgason m.a. I þessu viötali Benedikt sá aö sér.... Mótframhoð óskast strax Þá hefur Benedikt Gröndal ákveöiö aö draga framboö sitt tii baka og hætta sjálfviljugur sem formaöur Alþýöufiokks- íns. Eftir aö þetta spuröist hefur veriö upp fótur og fit i herbdöum sjálfstæöismanna og þar fer nú fram mikil leit aö manni, sem viii tiikynna afdráttarlaust nú þcgar, aö hann bjóöi sig hér meö fram á móti Geir á næsta landsfundi. Kannski þaö veröi ieitaö til Kjartans Gunnarssonar, fyrst Kjartansnafniö gafst svo vel hjá krötum. en dugar Kjartan á Geir? Grannar t|ær og nær Káöherrar rikis- stjórnarinnar vitna oft til nágrannalandanna þegar þeir eru skammaöir, meö réttu eöa röngu, fyrir þaö efnahagslega öngþveiti sem hér ríkir. „Hér er þó ekkert at- vinnuleysi eins og i nágrannalöndunum” segja ráöherrar borgin- manniega og viö eigum aö falla fram og þakka al- mættinu fyrir aö búa ekki i nágrannalöndunum. Hins vegar vilja ráö- herrar okkar foröast aö nefna næstu nágranna- lönd okkar þegar verö- bólguna ber á góma, þvf þarerhún ekki svipur hjá sjón miöaö viö þaö sem hér viögengst. Þaöer hins vegar slæmt aö geta ekki bent á sama veröbólgu- stig i þeim löndum og þvf hefur rikisstjórnin ákveöiö aö taka upp breytt oröalag hvaö þetta varöar. Framvegis munu ráö- herrarnir benda á aö veröbóigan hér sé langt undir þvi sem gerist i ná- grannalöndum okkar fjær. Ef þeir veröa spuröir nánar út i hvaö viö er átt.svara þeir af bragöi: „Nú, þú veist aö verö- bólgan i Chile, ísrael og Argentinu er langt yfir 100%. Viö erum belmingi betur á vegi staddir en þeir i nágrannalöndunum fjær”. Ungltngar ekki tóik Börn og unglingar veröa oft aö þola smánar- lega framkomu af hendi hinna fullorönu sem viröast lita á hvert barn eöa hvern ungling sem sérstakt vandamál sem best sé aö halda I hæfi legri fjarlægö. Sandkorn hefur fregnaö, aö viö opnun nýs veitingastaöar I nágrannabyggö Reykja- vikur fyrir skömmu, hafi unglingur rekiö inn nefiö fáum minútum eftir opnun til aö kaupa sér i gogginn. Honum var um- svifalaust visaö á dyr og sömu afgreiöslu fengu tveir aörir unglingar er ætluöu inn stuttu siöar. Fulloröin hjón bar aö rétt á eftir og fyrir þeim voru dyrnar opnaöar upp á gátt og þeim réttur stæröar konfektkassi sem fyrstu viöskiptavinum hins nýja veitingastaöar! Stórelgnlr flugmanna Viö umræöur á Alþingi um aöstoö rikisins viö Flugleiöir lét Benedikt Gröndai orö falla á þá leiö aö eflaust sæju skatt borgarar eftir þeim hluta aöstoöarinnar sem rynni til flugmanna i formi iauna, þvi þau væru eigi alllftil. Sagöi Benedikt aö sumir eldri flugmanna væru orönir stóreigna- menn.sem teigöu húsnæöi sem þeir ættu undir rikis- stofnanir. Hér hefur Benedikt sennilega veriö aö vfsa til þess, aö núverandi húsnæöi Framkvæmda- stofnunar rikissins viö Rauöárárstig. er i eigu Stefáns Gislasonar, flug- stjóra, sem mun eiga fleiri stóreignir innan- bæjar og utan. Er Stefán sagöur eiga sinn þátt I þeim óbilgjörnu kaup- kröfum, sem flugmenn hafa oft sett fram viö samningagerö með þeim afleiöingum, aö al- menningsálitiö hefur snúist gegn þeim. Hitt er svo annaö mál aö ef tetja ætti upp alla þá flugmenn, serti hafa lagt út I miklar fjár- festingar, nægöi þessi dálkur engan veginn. HSÍ larló að borga Július Hafstein formaöur Handknatt- leikssambands tslands, hefur tjáö Sandkorni aö ekki hafi veriö fariö meö rétt mál hér i dálknum þegar HSÍ var sagt svo iiia statt fjárhagslega. aö áhöld heföu veriö um hvort iandsiiöiö kæmist út vegna skulda viö Flug- leiöir. Sagöi Júiius. aö samiö heföi veriöviö Flugleiöir i haust vegna eldri skulda sambandsins viö félagiö og búiö aö greiöa mikiö af þeim niöur. Farseölar landsliösins nú heföu veriö staögreiddir og landsliösmenn fengiö greitt vinnutap vegna utanfararinnar. Er ánægjulegt til þess aö vita aö fjárhagur HSt skuli hafa batnaö svo aö undanförnu og væri óskandi aö fieiri sérsam- bönd heföu sömu sögu aö segja. Beðlð hækkunar Verslunareigendur höföu varl undan aö af- greiöa tóbak I siöustu viku eftir aö sú frétt birtist i Dagblaöinu, aö bréfvindiingar ættu aö hækka i veröi daginn eftir. Heldur fór aö draga úr sölunni undir helgina þegar hækkunin var ekki enn komin fram. En auö- vitaö má alitaf búast viö veröhækkun á tóbaki og áfengi og þvi er kannski skiljanlcgt aö blöö, sem eru i fréttahallæri, láti þetta flakka svona upp á von og óvon Haraldur hefur þó eitt sem minnir á foringja, löngu fallinn aö visu Næsti formaður? 1 timaritinu FÓLK mátti lesa eftirfarandi: Haraldur Blöndal, lög- fræöingur er aö reyna aö láta sér vaxa yfirskegg. Hann hitti kunningja sinn niöri 1 bæ um daginn. Sá rýndi i vöxtinn og hváöi svo: „Hvaö er aö sjá þetta Halii, þú ert aö veröa alveg eins og Hitler.” Haraldur glotti viö og svaraöi: „Nú, er ekki flokkurinn aö leita sér aö foringja?" Sæmundur Guövinsson biaöamaöur skrifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.