Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Mánudagur 27. október 1980. Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlð Guömundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frtða Astvaldsdóttir, Gylfl Krlstjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttlr, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Slgmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragl Guðmundsson, Eltn Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Krlstján Arl Einarsson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi Sóóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuöi innaniands og verö I lausasölu 300 krónur ein- takið. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Slðumúla 14. Kjarasamningar - en hvaö svo? Þaö fylgir þvi ávallt nokkur léttir, þegar gengió er frá kjarasamningum. Aö þvl leyti er lausn kjaradeilunnar vel tekiö. En jafnframt vakna áhyggjur af nýrri verðbólguöidu, og nú bíöa menn spenntir eftir boöuöum efnahagsaögeröum. Veröur gripið tii nýrra „febrúarlaga”? Enginn vaf i er á því, að f lestir hafa tekið þeim fréttum fagn- andi, að samningar hafi tekist í kjaradeilunni. Allt þetta ár hafa kjarasamningar verið lausir og mikil óvissa ríkt vegna lang- dreginna viðræðna. Hótanir hafa gengið á víxl, oftar en einu sinni sinni hefur upp úr slitnað og sjónarmið sýnst ósættanleg. Ekki er hægt að saka Alþýðusambandið fyrir óhóf- legar kaupkröfur, enda höfðu ráðherrar Alþýðubandalagsins gef ið iínuna í upphaf i, að enginn grundvöllur væri fyrir veruleg- um grunnkaupshækkunum. Hin nánu tengsl verkalýðsforyst- unnar og Alþýðubandalagsins leidduþaðaf sér, að langlundar- geð ASf í samningaþóf inu varð þrautseigara en f reistingin til að grípa til harðari aðgerða. Vinnuveitendur hafa nýtt sér þessastöðu. Einhvern veginn er það einnig svo, að almennari skilningur er á því en áður, að himinháar kröfur og verkföll komi að litlu gagni. þegar til lengdar lætur. Það er ef til vill merkilegasta ályktunin, sem dregin verður af samningaþófinu i ár, að verk- fallsaðgerðir voru í rauninni aldrei á dagskrá, og sennilega aldrei grundvöllur til þess meðal launþega sjálfra. Þrátt fyrir að segja megi, að þeir kjarasamningar, sem nú eru undirritaðir séu hóflegir að marki, eru menn sammála um að þeir feli í sér 10% almenna kauphækkun. Vinnuveitendasambandið hef- ur áætlað, að þessir samn ingar og óbreytt grunnkaup allt næsta ár leiði til nær 90% verð- bólgu. Enginn ástæða er til að véfengja þessa útreikninga og því full rök til þess að fullyrða, að nú haf i verið samið um verð- bólgu en ekki bætt lífskjör, eins og Þorsteinn Pálsson hefur orðað það. Þetta er óhugnanleg stað- reynd. Það er vitaskuld dapurleg niðurstaða fyrir verkalýðs- f orystuna að standa í samninga- viðræðum í heilt ár, og ná síðan fram samningum, sem rýra kjörin en ekki öfugt. Með þessum orðum er ekki verið að kveða upp áfellisdóm, yfir samningamönnum ASI. Þeir einir bera ekki ábyrgð á efnahagsástandinu, þeir einir geta ekki fært fórnir, meðan stjórnvöld veita lítið sem ekkert viðnám á öðrum sviðum. Það sem að framan er sagt um spá vinnuveitenda og kjara- rýrnun í kjölfar samninga, verður að taka með fyrirvara. Það er rétt, sem segir í þjóð- hagsáætlun, að lifskjör fólks felast í fleiru en launum, og ef stjórnvöld geta tryggt kjör með félagslegum aðgerðum, skatta- lækkunum og minni verðbólgu, þá hefur nokkuð unnist. Ein- stakir ráðherrar hafa gefið í skyn, að slík áform væru á prjónunum og efnahagsaðgerðir hafa verið boðaðar um áramót- in. Þær hafa hinsvegar ekki verið útskýrðar í einstökum atriðum, en í því sambandi eru athyglis- verðar þær fullyrðingar Morgunblaðsins, að stefnt sé að nýjum „febrúarlögum" eða jafnvel „leiftursókn". Svo mikið hafa núverandi stjórnarsinnar fordæmt þær efnahagsaðgerir, sem hér eru nefndar, að það teldist til meiri- háttar stjórnmálatíðinda, ef satt reyndist. I þessum fullyrðingum felst svo alvarleg ásökun um stórfelldasta hringsnúning í ís- lenskri stjórnmálasögu, að ríkisstjórn hlýtur að upplýsa þjóðina þegar í stað, hvað fyrir henni vakir. Sá léttir, sem fylgir kjara- samningunum, vekur því um leið áhyggjur og spurningar. Áhyggjurnar stafa af verð- bólguáhrifum, en spurningarnar stafa af boðuðum efnahagsað- gerðum. Nú höfum við kjarasamninga — en hvað svo? ÍMBVAKÍRPfSTQUBMUNDÍJ7 Margir hafa liklega rekið upp stör augu, þegar sú krafa for- manns Verkamannasambands Islands, Guðmundur J, Guð- mundssonar, um tafarlausa ihlutun Alþingis i samninga- málin og lögfestingu sáttatillög- unnar, sem sáttanefnd lagöi fram, sá dagsins ljós. Enginn veit hvað komið hefur yfir þennan forystumann, en ýmsum getum er að þvi leitt. Ekkert skal fullyrt um hvað orðið hefur þess valdandi, að þessi meinloka tók búsetu i lik- ama og sál þess annars útlits- góöa einstaklings, en margt er hugsað. Afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar. Sú hefur verið grundvallaraf- staða verkalýðshreyfingarinn- ar, aö afskipti löggjafans af málefnum hreyfingarinnar væru óæskileg. Enginn hefur orðiö þess var fyrr en nú, að fulltrúar kommúnista i verka- lýðshreyfingunni væru á öðru máli. Þvertá móti sýnir reynsl- an, aö þeir hafa beitt bæði lög- legum og ólöglegum aögerðum til þess aö brjota á bak aftur tilraunir stjórnvalda til afskipta af málefnum hreyfingarinnar. Aö visu hafa þær aðgerðir kommúnista oftar en ekki verið flokkspólitisk misbeiting á hreyfingunni, eins og t.d. út- flutningsbanniö og ólöglegu verkföllin 1978 sýna. Hvers vegna heimtar Guðmundur lög nú? Eins og áður er vikið að, er æði erfitt, miðað við liðinn tima, að átta sig á hvað Guðmundur er að fara, en skoðum það að- Karvel Pálmason alþingismaður vekur athygli á vinnubrögð- um og afstöðu áhrifa- manna Alþýðubanda- lagsins i þeirri kjara- deilu. sem staðið hefur yfir, og þá sérstaklega þeim yfirlýsingum Guðmundar J., að al- þingi ætti að lögfesta samninga. eins nánar. Þeir Alþýðubanda- lagsmenn, margir hverjir, sem forystu gegna i verkalýðshreyf- ingunni, láta i veöri vaka, stundum, að við völd i landinu sé rikisstjórn, sem vinveitt sé vinnandi stéttum þessa lands, og þvi eigi verkalýðshreyfingin að sýna rikisstjórninni vinsemd, þvi hvað sem liði óbilgirni for- ystumanna Vinnuveitendasam- bandsins þá megi nú alltént á það treysta, að á endanum komi rikisstjórnin sem hinn frelsandi engill, og færi launþegum á silfurfati það, sem forystu- mönnum Alþýðubandalagsins i Alþýðusambandinu hefur ekki tekizt i 10 mánuði. Sem sagt, skipulagt eftir pöntun frá Svavari Gestssyni og Co. En er nú þessi rikisstjórn traustsins verð? Þessi sama rikisstjórn með þá Svavar og Ragnar i broddi fylkingar hefur ekki fengist til þess, þrátt fyrir margra mánaöa itrekun, að segja af eða á um afstöðu sina til hinna ýmsu félagslegu þátta af óskum Alþýöubsambandsins i yfirstandandi samningum. Og þessi sami Svavarog þessi sami Ragnar hafa neitað tveimur meginkröfum A.S.I., sem að rikisvaldinu snúa, um lækkun skatta á lágtekjufólk og sömu lifeyrisréttindi til handa fél- ögum innan A.S.Í.eins og Ragn ar samdi um við B.S.R.B. i ljósi þessa er fráleitt að treysta þvi að núverandi rikis- stjórn haldi verndarhendi yfir verkalýöshreyfingunni, eða leit- ist við að verja hagsmuni henn- ar. Frumhlaup, sem skað- aði stöðu A.S.í. félaga. Það er augljóst að þetta frumhlaup Guömundar J. Guð- mundssonar hefur skaðað stööu verkalýðshreyfingarinnar i þessari deilu. Hafi það verið mat Guðmundur, sem liklegast er að hann og hans flokksbræöur innan A.S.Í., sem leitt hafa samningana s.l. tæpa 10 mánuði að þeir væru mát og kæmust ekki lengra, þá var a.m.k. æski- legra, hreyfingarinnar vegna, að málið væri þar rætt, áður en þvi var kastað sem upphlaups- máli, i hendur fjölmiðla. Vera má, að sú staða komi upp vegna ósæmilegrar fram- komu Vinnuveitendasambands- ins og rikisstjórnarinnar i samningamálunum, að verka- lýðshreyfingin standi frammi fyrir þvi að svara spurningunni um lögfestingu eða ekki. Komi til slíks þá á að ræða það innan hreyfingarinnar sjálfrar, en ekki með ótimabæru upp- hlaupi einstakra forystumanna vegna stundargremju eða barnalegrar óskhyggju, ég tala nú ekki um, hafi slik þróun veriö pöntuð. „Hvers vegna heimtar Guðmundur lög nú?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.