Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 15
Mánudagur 27. oktáber 1980. vism i» F.v. Anni Haugen.fulltrúi frá Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar, Kristin Pálsdóttir og Aöalbjörg Vaiberg, báöar forstööukonur Vistheimilisins aö Dalbraut. hægt sé aö halda áfram á sem eölilegastan hátt hér, bæöi hvaö snertir matarvenjur, þjálfun og annaö sem viökemur þvi. Áhersia lögö á tengslin. ,,Þá leggjum viö mikla áherslu á aö foreldrar heimsæki börn sln hingað. sinni þeim meðan heim- sóknin stendur yfir, t.d. gefi þeim aö boröa, baöi þau o.s.frv. Hér eru engir fastir heimsóknartimar heldur mega foreldrar koma þegar þeim hentar. Eins reynum viö aö haga þvi þannig, aö starfsfólkiö sé sem mest meö sömu börnin. Þá venj- ast þau viðkomandi starfsfólki og læra aö þekkja þaö”. „Þaö má ef til vill bæta þvi viö, að starfsfólkiö hér hefur sýnt ákaflega mikinn áhuga á sinu starfi," sagöi Aðalbjörg. „Hér starfa fóstrur, þroskaþjálfar og fleira starfsfólk á sólarhrings- vöktum, og veita börnunum þá þjónustu.sem þau þarfnast. Þetta fólk hefur, eins og ég sagði, sýnt starfi sinu einstakan áhuga. Hér hefur veriö stofnuö fræðslunefnd, auk þess sem starfsfólkiö hefur fariö I heimsóknir á stofnanir til aö kynna sér þaö, sem þar fer fram. Varöandi umönnunina, þá er þvi viö aö bæta, aö hvert barn hefur sina umsjónarmenneskju, ef svo mætti segja. Hún annast viðkomandi barn, eöa fylgist meö umönnun þess.sé hún ekki á vakt og hefur þvi gott yfirlit yfir þaö sem fram fer, meðan barniö dvelst á Dalbraut. Ef þaö kemur aftur, tekur hún viö þvi og fylgist meö því”. Neyðarúrræði. „Eins verður aö taka tillit til þess, aö vistun barns er yfirleitt neyöarúrræöi”, bætti Anni viö. „Fólk veit i raun ekki aö hverju það gengur. Þaö veit ekki hvernig verður hugsað um barniö, hvernig barninu fellur dvölin, auk þess sem viökomandi eru oft hræddir viö umtal”. „En hvernig hefur kynningu á heimilinu veriö háttaö?”. „Mjög litil markviss kynning hefur fariö fram’,’ sagöi Anni. „Viö höfum fariö i öll foreldra- félög þroskaheftra i Reykjavik til að kynna þennan möguleika og þær spurningar, sem viö fengum þar sýndu oftast ■ aö fólk vissi næsta lltið um hlutverk þessa staðar. Þá erFélagsmálastofnun I beinni samvinnu viö ýmsar stofn- anir ss. Landspltalann, o.fl.. sjúkrahús, sálfræðideildir skóla og önnur heimili, og þaðan berast tilvisanir til okkar, ef þurfa þykir. Þessi samvinna er mjög mikils virði, þvi -með henni er hægt aö koma I veg fyrir aö þessi börn flækist milli stofnana, en komi þess i staö alltaf á sama staöinn og hitti fyrir sama fólkiö. Loks má geta þess, aö i vetur veröur gefinn út kynningarbækl- ingur um Félagsmálastofnun og þá þjónustu sem hún veitir þ.á m. Vistheimilið aö Dalbraut. Þaö tekur vitaskuld alltaf einhvern tima aö kynna þjónustu sem þessa, en þaö er lika farinn aö sjást árangur.t.d. varöandi pláss- in fyrir þroskaheftu börnin. Fólk er fariö aö átta sig á, aö þvi gefst tækifæri til hvildar, meö þvl aö nýta sér þessa þjónustu, og aö þetta er bæöi hagkvæmt og auð- veltfyrirkomulag. Þaö er fariö aö skipuleggja ýmsa hluti. ss. fri, fram i timann, og ég sé ekkert þvi til fyrirstööu, aö góö samvinna geti tekist meö foreldrum og Vist- heimilinu aö Dalbraut”, sagöi Anni. Afstaða almennings. En hversu mikiö veit almenn- ingur um Dalbraut og þaö starf sem þar fer fram, og hver er af- staöa fólks gagnvart heimilum sem þessu? „Almennt veit fólk afskaplega litiö um þaö sem fram fer á þessum staö”, sagöi Kristín. „Margir halda, aö hér sé rekið heimili fyrir einhvers konar „vandræöabörn” ef svo mætti segja, og þykir þvi ekki góö til- hugsun aö senda eigiö barn hingaö”. Þvi má skjóta hér inn i, aö Vistheimili barna er til oröið viö sameiningu tveggja upptöku- heimila Reykjavikurborgar, þ.e. Upptökuheimilisins viö Dyngju- veg og Upptökuheimilisins viö Dalbraut. „Þaö sem kemur mest á óvart er að fólk heldur, að heimiliö hérna sé rekið meö sama sniöi og tiökaöist fyrir mörgum árum”, hélt Kristin áfram. „Margir halda, aö hér sé um lokaöa, þung- lamalega stofnun aö ræöa, og átta sig ekki á þeirri gifurlegu bylt- ingu sem oröiö hefur i þessum efnum á siðari árum. Nú er leitast viö aö hafa slika staöi frjálsari og opnari en áöur var, og hér er staöurinn rekinn eins og heimili, aö svo miklu leyti sem slikt er hægt”. Séö inn i eitt svefnherbergiö. iárgreiðslustofan Klapparstíg Rakarastofan Klapparstíg PAIMTANIR 13010 Niösterku EXQUISIT þrihjólin fást i he/stu /eikfanga- vers/unum um land a//t Heildsölubirgðir: Ingvar Helgason Vonarlandi v/ Sogaveg, Simi 33560 Orvalið af stökum teppum og mottum or hvergi meira. ►Við eigum jafnan fyrirliggjandi/ úrvals vörur á hagstæðu verði m.a. frá: Indlandi/ Kína# Belgiu, Spáni og Tékkóslóvakíu. • Jafnframt kókosmottur í ýmsum stærðum. Opið föstudaga frá kl. 9—19 laugardaga frá kl. 9—12 Jón Loftsson hf Hringbraut 121 Sími 10600 og teppi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.