Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 27.10.1980, Blaðsíða 28
Mánudagur 27. október 1980 síminner 86611 VeOurspá úagsins Veðurhorfur næsta sólar- hring: Suöurland til Breiðafjarðar: Norðaustan gola eða kaldi, sums staðar stinningskaldi i nótt og skýjað meö köflum, skúrir eða él á stöku stað á miðunum. Vestfirðir: Norðaustan kaldi til landsins en sums staðar a 11- hvasst á miðunum. Strandir og Norðurland vestra og Noröurland eystra: Austan gola eða kaldi og skýjaö að mestu fram eftir degi, en norðaustan kaldi eða stinn- ingskaldi og viða él i nótt. Austurland að Glettingi og Austfirðir: Austan kaldi og skúrir frameítir morgni, norð- austan stinningskaldi og viða rigning siðdegis, en slydduél i nótt. Suðausturland: Norðaustan átt, víðast kaldi eða stinnings- kaldi, skýjað að mestu. veðriölKr ogpar Veðrið hér og þar i morgun kl. 6. Akureyri skýjað -s-1, Bergen alskýjað8, Uelsinkiléttskýjað -j-7, Kaupmannahöfnalskýjað 7, Oslósnjókoma 0, Heykjavfk skýjað 0, Stokkhólmur létt- skýjað -f-4, Þórshöfnrigning 8, Aþena skýjað 22, Berlín al- skýjað 6, Feneyjar heiðskirt 13, Frankfurt skýjað 4, Nuuk , skýjað h-1, I.as Palmasskýjað 23, Mallorca léttskýjað 15, London rigning 14, Malaga heiðrikt 17, New Yorkskýjað 11. Róm íéttskýjað 15, Vln skýjað 7, Winnipeg léttskýjað 4. Loki segir Ætli það sé ekki örugglega kjaftasaga, að Hrafn hyggist næst gera kvikmynd um „trúðinn” i Chicago? „SamRvæmt útreikn- ingum hagdeildar Vinnuveitendasam- bandsins verður verð- bólgan orðin 85-87% eftir eitt ár, verði ekkert að gert. Ég held, að þessir samningar leiði til mestu verðbólguhol- skeflu sem menn hafa staðið frammi fyrir”, sagði Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSt i samtali við Visi um ný- gerða kjarasamninga. „Vinnuveitendasambandið markaði þá stefnu, að það ætti ekki að koma til almennra grunn- launahækkana, en eftir aö rikið samdi við sína starfsmenn um verulegar kauphækkanir, að minnsta kosti að þvi er varðar þá sem eru á sama launabili og Al- þýðusambandsfélögin, þá var augljóst, aö VSI bæði varð og vildi semja á sama grundvelli. Þaö hefur verið stefna Vinnuveitenda- sambandsins, að launþegar á al- mennum vinnumarkaði drægjust ekki aftur Ur opinberum starfs- mönnum”, sagði Þorsteinn er hann var spurður hvers vegna VSl hefði fallist á slika verö- bólgusamninga. Benti Þorsteinn á, að þegar opinberir starfsmenn fengu 3% hækkun bauð VSÍ umsvifalaust sömu hækkun til sinna starfs- manna. Það væri ljóst, að af hálfu stjórnvalda hefði þarna verið mörkuð ný launastefna sem VSl hafði veriö reiöubúiö aö taka tillit til, en afleiðingarnar orðið þær sömu og bent var á, ný veröbólgu- alda. Þorsteinn sagði þaö nú á valdi stjórnvalda hvort þau vildu samþykkja 85-87% verðbólgu eða draga Ur henni. „Ef farin hefði veriö skatta- lækkunarleiðin sem viö vildum, til að tryggja kjör þeirra sem við lökust kjör búa, tekiö á vlsitölu- málinu og nýju verðbótakerfi komiö á, hefði verið hægt að koma I veg fyrir að þessi hol- skefla riði yfir. Raunverulega hefði þá verið hægt aö gera k jara- samninga, sem miðuðu að lækkun veröbólgunnar sem er kjarabót. ASÍ var ekki reiðubúið og rikis- stjórnin hafnaði slilcum tillögum frá öndverðu”, sagði Þorsteinn Pálsson. —SG. Samningamenn mættust á miðri leið: ASÍ FÉLL FRA SERKRÖFUM - VSÍ FÉLLST A LAUNASTIGANN „Ásænanlegt I samkomulag”! míöað við aðstæður. | segir Snorri Jónsson Slfellt var verið aö krukka i smáatriði, þegar undirrita átti bókun um samkomulag VSl og ASl klukkan 10 á laugardagskvöld. Þessi mynd var tekin nokkru eftir miðnætti, þar sem þeir Magnús L. Sveinsson, Páll Sigurjónsson og Hjaiti Einarsson bera saman bækur sinar. Undirritun fór fram á sjötta timanum á sunnudagsmorgun. (Visism. Þ.L.) I „ Ég vil orða þetta I þannig, að miðað við að- | stæður sé þetta ásættan- ■ legt samkomulag. Það er einkennandi fyrir < þessa samninga, að það I kom mest kauphækkun | eins og vera ber til lægst ■ launaða fólksins og eins nýtur það flokkatil- I færslnanna", sagði | Snorri Jónsson, starf- | andi forseti Alþýðusam- • bands Islands, i samtali við Visi í morgun. | Snorri sagði, að samn- ingarnir næöu til um 95% af I meðlimum Alþýðusambands- | ins eða um 45 þúsund manns. Þá sagði Snorri, aö undirrita | ætti samningana formlega I klukkan 18 i dag hjá sátta- ' semjara. I „Þó aldrei náist allt fram, | sem maður hefði óskað, er það . nokkurs virði að hafa náð I samningum án. vinnustöðvun- I ar,” sagði Snorri Jónsson. l____________________t!2j „Samnlngarnlr lelða lll 87% verðbólga” - verðl ekkert gert. segir Þorstelnn Pálsson. iramkvæmdasliðrl VSi Samninganefndir Vinnuveitendasam- bandsins og Alþýðu- sambandsins mættust á miðri leið, miðað við sáttatillöguna, með þvi að VSÍ samþykkti launastigann i tillög- unni, en ASí féll frá þeim sérkröfum, sem þar var að finna. Kaup- hækkun til launþega er mjög mismunandi og fá sumir starfshópar meiri hækkun en aðrir i flokkatilfærslum. Það var ekki fyrren á sjötta tim- anum á sunnudagsmorgun, sem samkomulag náðist milli samn- inganefndanna og haföi sátta- fundur þá staðið frá klukkan 15.30 á laugardag. Framvæmdastjórn VSl heldur fund i dag og sömuleiö- is 43 manna samninganefnd ASÍ. Er gert ráð fyrir aö kjarasamn- ingarnir verði siðan formlega undirritaðir fyrir kvöldið. Vinnuveitendasambandið áætl- ar, að samningarnir hafi í för með sér 10-11% útgjaldaaukningu fyr- irtækja. Almenna launahækkunin er vart nema helmingur af þvi, en siðan koma flokkatilfærslurnar til. Láglaunahópar fá hlutfallslega meiri hækkun en aðrir, bæði hvað varðar almenna launahækkun og færslu milli flokka. Bygginga- menn samþykktu að lokum, að reiknitölur ákvæðisvinnu þeirra hækkuðu um 6%, en áður höfðu þeir krafist þess að þessi liður sáttatillögunnar yrði opinn. Hinir nýju samningar gilda frá og meö deginum I dag til 1. nóvember 1981, en þeir verða auðvitað bornir undir fundi i verkalýðsfélögunum. Eftir er að ganga frá samning- um við prentara og fjóra hópa byggingarmanna, sem standa ut- an við samband byggingar- manna. Einnig er eftir að ganga frá samningum við bakara og' þjóna o.fl. en stefnt er að þvi að ljúka þessum samningum nú þeg- ar. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.