Vísir - 29.10.1980, Blaðsíða 4
A veggjum hefur allstahar veriö
klistraö upp plöggum meö
myndum af frambjóöendum.
Hér sjást spjöid meö myndum
af Seaga.
Argvílug
kosnlnga-
barátta á
Jamaíka
Á morgun ganga Jamaikabúar til þingkosninga eftir rósturmikla
kosningabaráttu, sem gengið hefur á með likamsmeiðingum og mannvig-
um. Valkostirnir eru þó skýrari en nokkru sinni fyrr á þeim átján árum,
sem liðin eru siðan Bretar veittu Jamaika sjálfstæði.
Annarsvegar er Michael Man-
ley, sem vill auka sosialisma og
efla tengsl Jamiaka viö kommún-
istarikin og þriöja heiminn svo-
nefnda, en hann reynir nú aö
veröa fyrsti forsætisráðherra
eyjarinnar, sem situr þrjú kjör-
tlmabil.
Hinsvegar er Edward Seaga,
leiðtogi stjórnarandstööunnar,
sem stefnir aö þvi aö efla einka-
framtakiö og laða til Jamaika er-
lent fjármagn (aöallega þá frá
Bandarlkjunum, Kanada og
V-Evrópu).
Hvert sem litiö veröur i King-
ston, sjást klistruö upp um alla
veggi plögg, þar sem dásamaöir
eru kostir Manleys og PNP-flokks
hans, eða Seaga og HLP-flokks
hans.
600 drepnir
á 9 mánuðum
Lögregla, grá fyrir járnum,
sést á varöferöum um strætin
daga og nætur, og þó ekki ööru
visi en margir saman eftir að
skyggja tekur, enda ærnar
ástæöur til. í siöustu viku þegar
Manley ætlaöi aö ávarpa útifund,
hætti hann viö, þvi aö til skotbar-
daga kom inni i mannþvögunni.
Deginum áöur haföi einn meö-
ráðherra hans verið myrtur. Allt
þetta ár hefur einkennst af póli-
tisku ofbeldi en keyrt um þverbak
eftir þvi sem nær hefur dregiö
kosningunum. 600 manns hafa
Tvisýnt um úrsllt
veriö drepnir á Jamaika þaö sem
af er þessu ári.
Þessi skálmöld og öngþveiti I
efnahagsmálum landsins hafa
skilið eftir sin ör i þjóölifinu. Það
er taliö aö um 200 þúsund
Jamaikamenn hafi flutst frá ætt-
landi sinu frá þvi 1972, þegar
Manley náöi fyrst kjöri. Munar
miklu um þá blóötöku, þvi að
þetta er helst framtakssamasta
fólkiö. Iönlært fólk, eöa meö
verslunarskólamenntun. Hefur
það tekiö meö sér eignir sinar.
Landráðabrlgsl
Flestir spá þrengingartimum
framundan á Jamaika, hvor
tiokkurinn sem sigur fær.
JLP-flokkur Seagas telur framtiö
eyjarinnar liggja meö markaös-
stjórnariönrikjum og fjölþjóöa-
fyrirtækjum þeirra. Seaga sakar
Manley um aö stefna aö eins-
flokksræöi I kúbönskum stil, en
Manley sakar Seaga um aö stefna
aö fasisku einræöi undir hand-
leiðslu CIA-leyniþjónustu Banda-
rikjanna. Landsöluákærur og aö-
dróttanir um drottinssvik fljúga á
vixl. Hvor um sig sakar hinn um
aö seilast til valda innan lögreglu
Jamaika til þess aö beita henni i
þessum vafasömu áætlunum, og
nefur þó lögregla Jamaika jafnan
veriö hlutlaus I pólitik landsins.
Michael Manley, forsætisráöherra, vogaöi sér ekki aö flytja ræöu á
kosningafundi I þvi hverfi Kingston, þar sem hann hefur þó átt helst
fylgi aö fagna, vegna hættunnar af ofbeldisseggjum.
öngbveiti l
efnahagsmálum
Munurinn á stefnu flokkanna
speglast best I afstööu þeirra til
Alþjóöa gjaldeyrissjóðsins, sem
Jamaika hefur leitaö til eftir lán-
um og efnahagsaöstoö, enda brýn
þörf fyrir, hver sem vinnur
kosningarnar. Manley sleit
viöræðunum við Alþjóöagjald-
eyrissjóöinn i mars i vor vegna
skilmála sem settir voru fyrir
lánveitingum, en þeir voru
gengisfelling Jamaikadollars,
veröhækkanir, uppsagnir og
fækkun opinberra starfsmanna
og aö hætt yröi viö félags-
málaáætlanir PNP. Sagöist hann
ekki taka aftur upp viöræöur viö
sjóöinn, fyrr en breytst heföi
hugarfar manna þar til þarfa
þróunarrikja eins og Jamaika,
sem^siöan hefur fengiö efnahags-
aöstoö frá Libýu, Venezuela, Al-
sir og írak. — Seaga hefur lýst sig
reiöubúinn til þess að fara að ráö-
um hagfræöinga Alþjóöagjald-
eyrissjóösins og þaö jafnvel þótt
sparnaöar- og samdráttar-
ráöstafanir þyrftu aö verða enn
strangari.
Heitt er i kolunum á kosningafundum i Jamaika.
Manley.sem notiöhefur siöustu
tvö kjörtimabilin, meirihluta-
fylgis, ætlar sjálfur aömjótt veröi
á muninum i þessum kosningum.
Óánægjan meö efnahagsástandiö,
lögleysan og ofbeldiö, sem vaða
uppi, eins og islenskir ferðamenn
i Kingston uröu varir viö, þegar
þeir vöknuðu viö brambolt inn-
brotsþjófa, sem ógnuðu þeim meö
skammbyssum, hefur allt hjálp-
ast aö til að grafa undan áliti
stjórnar hans. Hann þykir þó
ræöusnillingur mikill en minni
framkvæmdamaður. Eins eru
ekki allir landsmenn hans jafn
hrifnir af heimsóknum hans til
Kúbu, þar sem hann hefur hyllt
bæöi Castró og Lenin.
BP í álaeldls-
huglelðingum
Uppi eru ráöageröir f Noregi
um aö tvöfaida álaveiöina, sem
þar berst á land, meö þvi aö taka
upp áiaeldi. BP-otiufélaglö I
Noregi hefur sótt um leyfi til þess
og ætlar aö nýta heita affaiis-
vatniö frá Bjölvefoss-bræöslunnl I
Harövangi. — Allinn þrifst nefni-
lega best i ca 25 gr. heitu vatnl.
Aiaeldi hefur ekki áöur veriö
reynt f Noregi en menn sækja
fróöieik og reynslu I þeim efnum
tii Skota.
stórtap á bfla-
iramlelðslu GM
General Motors, stærsti bfla-
framieiöandi USA, segjast hafa
tapaö 567 milljónum doliara á
þriöja ársfjóröungi 1980 og kenna
um kreppunni veröbóigunni,
samdrætti i söiu og kostnaöi viö
breytingar yfir I framieiöslu á
smærri biium. — Þó segja stjórn-
endur verksmiöjanna, aö þeir
eygi batnandi afkomu á næstu
mánuöum, þvf aö versti hjallinn
sé aö baki.
Enn hrekst „háia-
lólk” frá Vfetnam
Eitt af skipum 7. flota Banda-
rikjanna bjargaöi i byrjun vik-
unnar rúmiega 300 vietnömskum
flóttamönnum, sem hrakist höföu
i átta daga matar- og drykkjar-
vatnslausir I S-Kinahafi. Fólkiö
var aö vonum aöframkomiö og
þurfti bráörar læknishjáipar
meö.
Gyðingahatur
Eliefu itaiskir unglingar fengu
samtais 25 ára fangelsisdóma I
Milanó fyrir aö hafa staöiö fyrir
mótmælaaðgeröum viö körfu-
boitakeppni þar i borg. 1 kröfum
þeirra speglaöist gyöingahatur.
Hleyptu þeir upp kappleiknum,
þar sem áttust viö Miianóliö og
körfuboltaiiö frá tsrael. öskruöu
þeir ýmis siagorö frá Hitlerstfm-
anum, eins og: „Sieg heil!... t
ofnana meö jóöana!... Hitler
haföi á réttu aö standa!”... og
fleira i þeim dár. — Báru þeir
hakakrossa.
verðbólguhfóllð
hæglr á sér
hlá Frökkum
Veröbólgan i Frakklandi hægöi
ögn á sér i siöasta mánuöi, þegar
veröiag hækkaöi um 0,9% og er
hún þá yfir siöasta áriö 13,6%.
Hagfræöingar vænta ekki veru-
legrar hjöönunar á veröbólgunni
fyrr en eftir nokkra mánuöi, þeg-
ar minni hækkanir á hráefni
segja tii sin.
celsiavirkt ský
Geislavirkt ský frá tilraunum
Kinverja meö kjamorkusprengj-
ur fyrir tveim vikum hefur nú náö
aila ieiö til Svfþjóöar, eftir þvl
sem sérfræöingar landvarna þar
segja. — Efnagreining á geisla-
virku ryki úr skýinu hafa leitt I
ljós, aö þaö mundi ekki baga
menn.