Vísir - 29.10.1980, Page 8

Vísir - 29.10.1980, Page 8
8 Miövikudagur 29. október 1980 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlð GuAmundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig fússon, Frlða Astvaldsdóftir, Gylfl Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttlr, Páll AAagnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gisll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ó. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Ólafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86óll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 8óóll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjalder kr. 5.500.- á mánuði innanlandsog verðl lausasölu 300 krónur ein- takið. Visirer prentaðuri Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14. Erfitt hefur reynst aö fá svör um þaö hjá rikisstjórninni hvaö hún hygglst fyrir I efna- hagsmáiunum á næstunni. Þótt ýmsir, sem þar sitja. segist vilja gera eitthvaö vilja al- þýöubandalagsmennirnir slfelit biöa þar til „næst”. Hvaö Samkvæmt útreikningum fær- ustu reiknimeistara munu febrúaraðgerðirnar frægu, sem forystujökum í verkalýðs- hreyfingunni svelgdist alvarlega á, blikna við hliðina á þeim að- gerðum, sem óhjákvæmilegt er að gripa til nú, ef ríkisstjórnin ætlar að ná verðbólgunni niður í þau 42% sem hún hefur sett sér í þjóðhagsáætluninni. f því sambandi er talið nauðsynlegt að skera vísitölu- hækkanirnar niður um meira en helming þegar við hækkunina 1. desember og síðan í upphafi hvers vísitölutímabils út allt næsta ár. Þetta gætu með öðrum orðum orðið um það bil fimm- faldar febrúaraðgerðir. Sá mælikvarði sýnir glögglega að framundan er enginn smá- vandi, ekkert smámál, heldur einhver hrikalegasta verðbólgu- holskefla sem um getur, — ef ekkert verður að gert. Það sem gerir málið ekki síst alvarlegt, er að ástandið er þegar orðið mjög slæmt og sá grunnur, sem við- bótarhækkanirnar hrannast upp á er 60% verðbólga. I forystugrein hér í Vísi í fyrradag um nýgerða kjara- samninga Alþýðusambands Is- lands og Vinnuveitendasam- bands íslands var bent á, að sá léttir, sem fylgdi kjarasamning- unum vekti þó um leið áhyggjur og spurningar. Áhyggjurnar eru vegna verðbólguáhrifa samning- anna og spurningarnar eru varð- andi það, hvaða efnahagsað- gerða verður gripið til á næstunni til þess að koma í veg fyrir að áhrif launahækkananna streymi óhindruð út í efnahagslífið. Blaða- og fréttamönnum hefur gengið heldur erfiðlega að fá nokkur skýr svör hjá ráðamönn- um þjóðarinnar um það.hvað þeir hyggist fyrir í efnahagsmálun- um á næstunni. Forsætisráðherrann segist ekki á þessu stigi vilja tjá sig um hvaða aðgerðir séu f yrirhugaðar, en segir að í sambandi við gjald- miðilsbreytinguna um áramótin muni verða gerðar ýmsar efna- hagsráðstafanir. Félagsmálaráðherrann vill ekki ræða málið opinberlega, en flokksbróðir hans úr Alþýðu- bandalaginu, f jármálaráðherrr ann. þvertók ekki fyrir það að gerðar yrðu einhverjar breyting- ar á vísitölukerfinu, þegar geng- ið var á hann í fréttum Sjón- varpsins. Sjávarútvegsráðherrann, for- maður Framsóknarflokksins, sagði í Morgunblaðinu í gær, að hann vildi gjarnan að ríkisstjórn- in færi nú að taka sig á þannig að niðurtalningin kæmist í fram- kvæmd. Það eru eflaust ýmsir fleiri, sem „vildu gjarnan" eins og ráð- herrann orðar það, að eitthvað færi nú að gerast hjá ríkisstjórn- inni, enda styttist f ársafmæli hennar, og má því segja, að tími sé kominn til að snúa sér að meginviðfangsefni hennar af al- ef li. Framsóknarmennirnir í ríkis- stjórninni eru nú komnir í sömu aðstöðu og alþýðuflokksmenn lentu í á dögum vinstri stjórnar Ölafs Jóhannessonar. Þeir segja að nú þýði ekki annað en gera eitthvað í málunum, annars fari alveg voðalega fyrir þjóðinni. En hve oft sem þeir segja þetta þá tekst alþýðubandalagsráðherr- unum í stjórninni sífellt að slá lausn vandans á frest, — „við skulum ekki gera þetta núna, heldur næst" segja þeir. En blessaðir framsóknar- ráðherrarnir gáfu svo stórar yfirlýsingar um kratana. sem stóðu við hótanir sínar í vinstri stjórninni og gengu úr henni að þeir telja sig eiga erfitt með að gera það sama. En þá er spurningin, hversu lengi þeir ætla að hrópa.„úlfur, úlfur" og hve lengi fólk trúir því, að þeir hafi í raun áhuga á að gera eitt- hvað í efnahagsmálunum. Svo sem kunnugt er sögöu Flugleiöir upp öllu flugfólki sinu hinn 1. september s.l. Uppsagn- irnar miöast viö 1. desember. Flugleiöir lýstu þvi yfir, aö þeir vonuöust til, aö til endurráön- inga sem flestra flugfreyja gæti komiö og yröi stefnt aö ákvaröanatöku þar um fyrir 1. nóvember. Flugfreyjufélagiö lýsti þá þegar yfir vanþóknun sinni á þessari aöferö og taldi óþarft aö segja upp öllum flug- freyjum og flugþjónum, þar sem Flugleiöir ætluöu aö halda áfram flugrekstri og myndu þurfa á umtalsveröum hluta þessa starfshóps aö halda. Enn- fremur hefur Flugfreyjufélagiö itrekaö þá kröfu sina, aö endur- ráöiö veröi i þessi störf sam- kvæmt starfsaldri, eins og jafn- an hefur tiökast meö fastráöiö starfsfólk. Starfsmannahald Flugleiöa geröi einn lista yfir starfsaldur fastráöinna flug- freyja i samráöi viö Flugfreyju- félagiö og hefur siöan veriö far- iö eftir þeim lista i öllum þeim tilfellum, sem sagt hefur veriö upp eöa endurráöiö I umrædd störf hjá fyrirtækinu. Flugfreyjufélagiö er hiö eina af flugliöafélögunum, er varö fyrir hópuppsögnum 1. septem- ber, sem er fullkomlega sam- einaö. Félagiö telur sig hafa sýnt stjórn Flugleiöa fulla þolin- mæöi og samstarfsvilja vegna sameiningar félaganna sem og i þeim þrengingum, er fyrirtækiö hefur átt i. Félagar stéttar- félagsins hafa hlotiö þjálfun á allar flugvélageröir Flugleiöa og fljúga jöfnum höndum innan- lands og utan, vinna sömu vinn- una. Þessir starfsmenn sitja þvi allir viö sama borö og Flug- freyjufélag lslands telur þaö réttlætismál aö starfsaldur ráöi, þegar velja á fólk I störf þeirra. Þar sem stjórn Flugleiöa viröist ekki ætla aö sinna þess- ari réttlætiskröfu, heldur velja, Greinargerð Flugfreyjufélags íslands um hðpuppsagnir hjá Flugleiðum: Réttlætismál aö starfsaldur ráöi samkvæmt áöur óþekktum regl- um, 68 úr þeim hópi 131 starfs- manns, sem sagt var upp 1. september, neyöist Flugfreyju- félagiö til þess, aö kynna stööu sina. Hér er um aö ræöa fólk, sem gert hefur flugfreyjustarfiö aö ævistarfi, og hefur 7-25 árá starf aö baki. Flugfélögin hafa valiö þetta fólk af kostgæfni úr hópi hundruöa umsækjanda, sem siöan þurfa árlega aö taka þátt i námskeiöum og standast próf, sem varöa öryggi flugsins og hugsanleg neyöartilfelli. Þar aö auki hafa Flugleiöir haft starf- andi fimm eftirlitsmenn, sem hafa haft þaö hlutverk aö lita eftirog sjá til þess, aö allt þetta fólk sinnti starfinu sómasam- lega. Sú staöreynd, aö starfs- mannahald fyrirtækisins hefur ekki séö ástæöu til aö segja upp fólki, sem starfaö hefur þetta lengi, hlýtur aö skiljast sem svo, aö þaö hafi talist fullkomlega hæft. Þegar um er aö ræöa jafn viöurhlutamikiö mál og slikar fjöldauppsagnir, álitur Flug- freyjufélagiö þaö sjálfsagöa háttvisi af hálfu atvinnurek- anda, aö viöhafa þá reglu, sem ein getur talist réttlát, og hefur veriö viöhöfö, en þaö er starfs- aldursreglan. Þaö gefur auga leiö, aö þaö fólk, sem missir starf sitt á þeim forsendum, aö þaö sé minna hæft en hinir sem eftir sitja, á, af skiljanlegum ástæö- um ekki auövelda leiö út á vinnumarkaöinn. Þarf þar ekki aö nefna annaö en þá tor- tryggni, sem Flugleiöir hljóta óhjákvæmilega aö vekja gagn- vart þessum einstaklingum. Flugfreyjufélag Islands hefur viljaö sýna Flugleiöum fullan samstarfsvilja viö þær erfiöu aöstæöur, sem fyrirtækiö á I. Flugfreyjufélagiö óskar eftir mannlegum og eölilegum sam- skiptum starfsfólks og stjórnar fyrirtækisins. Svo sem stjórn- endur Flugleiöa hafa bent á, hljóta þau samskipti aö veröa viökvæmari en ella, þegar jafn miklir erfiöleikar steöja aö rekstrinum og raun hefur á orö- iö. En slikar aöferöir, sem stjórn Flugleiöa hyggst nú beita flugfreyjur, eru sist til þess fallnar aö bæta þann samstarfs- anda, sem flestir eru sammála um aö þurfi aö rikja innan fyrir- tækisins, svo takast megi aö bæta hag þess og tryggja viö- gang þess. Þvert á móti má búast viö öryggisleysi meöal þeirra, sem halda vinnu sinni, ef af þessum uppsagnaraögeröum veröur, því stjórnendur fyrir- tækisins gætu þá beitt þeim aft- ur, hvenær sem þeim þætti ástæöa til. Flugfreyjufélag Islands er ekki aö berjast fyrir stundar- hagsmunum, heldur almennu réttlæti er varöar viröingu fyrir einstaklingnum og tilveru heils stéttarfélags. Meö þökk fyrir birtinguna, Stjórn og trúnaöarmannaráö Flugfreyjuféla gs islands. 1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.