Vísir - 29.10.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 29.10.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. október 1980 9 VÍSIR „Skyldu nú öryrkjar vera of saddir af lifeyri sinum um þessar mund ir? Ætli þeim gangi vel aö ná endum saman?” ðRYRKJA Þar sem mér heíur fundist það einróma álit allra þeirra sem komið hafa nálægt þeim kaup- og kjarasamningum sem staðið hafa yfir, að nú veröi laun þeirra lægstlaunuðustu fyrst og fremst að hækka, því á þeim geti enginn lifað i dag. Þá lang- ar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum varðandi launakjör öryrkja, og um leið ellilífeyrisþega, en bætur til þeirra eru i dag, 20. okt. sem hér segir, eftir að hafa verið hækkaðar um verölagsuppbdt 8,57% frá 1. september. með miklu vinnuálagi svo sem yfirvinnu, premium, bónus og þvi um liku, eins og það fólk raunarbjargar sér á, sem tekur laun samkvæmt þeim launa- flokki sem ég miða við. Auk þessa vil ég nefna eitt at- riði sem aldrei er tekiö með i reikninginn en það er aö heil- brigt fólk vinnur sjálfu sér heil- mikið og drýgir þannig tekjur sinar i raun, með þvi t.d. að gera við og mála hýbýli sin eða ditta að bifreiö eftir vinnutíma, aðviðminnumst nú ekki á vinnu fólks við eigin ibúð, þegar það er Elli og örorkulifeyrir Einstaklingur Kr. Hjón: 179.626 Tekjutrygging Kr. 162.711 Kr. 196.040 Kr. 342.337 Heimilisuppbót kr. 34.247 fær einstaklingur til viðbótar þessu, þvi aðeins, að hann hafi óskerta tekjutryggingu og njóti ekki hagræðis af sambýli viö annan. Hjón njóta 90% af elli og ör- orkulifeyri tveggja ein- staklinga. Laun samkvæmt samningum Til samanburðar þessum töl- um skulum við taka laun sam: kvæmt nýgerðum kjara- samningi BSRB og fjármála- ráðuneytisins samkv. 1. launafl. 3. þrepi. Einnig skulum við hafa i huga að þó að lágu launin i þess- um samningi hefðu forgang og hækkuðu mest, þá' lýstu fjár- málaráðherra og form. BSRB þvi oft yfir, aö af þeim væri eng- inn ofsaddur. Umrædd laun eru i ágústbyrj- un kr. 302.209, en hækka siðan um kr. 14.000, þar sem samning- amir tóku gildi frá 1. ágúst og verða þvi kr. 316.209. Ofan á þetta koma svo verðlagsbætur 1. sept. 8,57% og eru þvi launin kr. 343.308 frá þeim tíma. Til frekari glöggvunar er best að geta þess, að ef fiskvinnslu- taxti samkvæmt hinum al- mennu kjarasamningum væri hækkaður með sama hætti þá væri hann I dag kr. 337.188. Mikil þjónusta keypt Skyldu nú öryrkjar vera of- saddir af þessum lffeyri þessa mánuði? Ætli þeim gangi vel að láta endana ná saman eins og kallað er, ef þess er nú gætt i leiðinni, að stór hópur þeirrá hehir engar aörar tekjur en þessar? Og að margir þeirra hafa sáralitla eða enga mögu- leika á þvi að auka tekjur sinar að reyna að eignast þak yfir höfuöið. Þetta geta öryrkjar einfald- lega ekki, heldur verða þeir að kaupa þessa þjónustu fullu verði frá öðrum. Hækkun bóta Þar sem ríkisstjórnin gekk nú á undan að þessu sinni með samningum við opinbera starfs- menn, og þeir samningar voru látnir taka gildi 1. ágúst hefði það þá ekki talist eðlilegt og sanngjarnt að launakjör þeirra allra lægstlaunuðustu, allra lág- launamanna, þ.e.a.s. bætur al- mannatrygginga hefðu verið hækkaðar frá sama tima að minnsta kosti til samræmis við samningana, i stað þess að hækka þær aðeins um verðbóta- visitölu frá 1. september? Eða var litið svo á aö þessi hdpur væri svo vel haldinn, að honum nægðu verðbættar gömlu greiðslurnar I september, októ- ber og jafnvel nóvember, ef ekki tækjust samningar á hinum al- menna vinnumarkaði fyrr? Þar sem kjarabætur i hinum nýja kjarasamningi við BSRB fólust auk launahækkunar, m.a. I tilfærslum og leiöréttingum innan samningsins, svo og 1 félagslegum réttindabótum, þá langar mig einnig til aö vekja athygli á nokkrum slikum at- riöum, sem snerta hagi öryrkja og kveðiö er á um i lögum nr. 67/1971 um almannatryggingar og tilheyrandi reglugerðum. 111. gr. laganna segir „Lif- eyrir hjóna sem bæði fá lifeyri, skalnema 90% af lifeyri tveggja einstaklinga”. Liklega er þessi skerðing sett á vegna þess hagræðis sem hjón hafa af þvi að búa saman. Þó virðist svo sem þetta hagræði Samanburðurinn litur þvi þannig út i dag að llfeyrir einhleypings er.....196.040 eöa 57,10% af kr. 343.308 Hfeyrir sama m/heimilisuppb... .230.287 eða 67,08% af kr. 343.308 Hfeyrir hjóna.................342.337 eða 99,72% af kr. 343.308 hafi farið vaxandi, þ.e. ef við skoðum tekjutrygginguna þá njóta hjón nú aðeins 84,53% af tekjutr. tveggja einstaklinga. Hvergi veit ég til þess að um- rætt sambýlishagræði sé metið þannig til launalækkunar og spyr þvi? Má ekki þessi grein falla niður úr lögunum, þannig að hjónafólk fái notið óskerts einstaklingslifeyris? Ef mönn- um finnst þetta hinsvegar rétt- mæt skeröing, hafandi i huga allt jafnréttistal, þá mætti ef til r í |Bragi Halldórsson i| |Ólafsfirði fjallar hér| I úm kjaramál fatlaðraj I og fjárhagslega af-| komu þeirra og ellilíf-j j eyrisþega miðað við, þær bætur, sem hið opinbera lætur þessu Ifólki í té um þessar^ I mundir. Hann telur aðl Iþessir aðilar séu ekkil I ofsælir af þvi sem þeirl |hafa sér til framfæris.l L_____________________J vill spyrja. Er ekki hægt aö leysa kjaradeilurnar og ef til vill verðbólguna i leiðinni meö þeirri staöhæfingu aö lækka megi laun á giftu fólki, á hinum almenna vinnumarkaöi, um 10% hjá hvoru fyrir sig, vegna þess hagræðis og þess sparnaðar sem af sambýlinu hlýst. að um verulegan aukakostnað sé að ræöa við heimilishaldið vegna örorku hennar, svo sem aðkeypt húshjálp eða atvinnu- Þar sem örorkustyrkir eru nú einu sinniheimildarbætur, þá sé ég ekki hvaða þörf er á þvi að setja þessi sérstöku útilokunar- ákvæði gagnvart húsmæörum. Enda hlýtur greinin að vera i al- gjörri mótsögn við hið svo- nefnda jafnrétti kynjanna. í reglugerð nr. 351 frá 30. sept. 1977 um tekjutryggingu o.fl. samkv. 19. gr. almanna- tryggingalaga, segir sv i 3. gr. ,,Nú nýtur annaö hjóna elli- eða örorkulifeyris, en hitt ekki, skal þá helmingur samanlagðra tekna þeirra teljast tekjur lif- eyrisþegans”. o.s.frv. Hér kemur all furðulegt skerðingarákvæöi. Samkvæmt 12. gr. missti öryrkinn rétt til grunnlifeyrisins ef hann gat unnið fyrir 1/4 af launum frisks manns. Hér fær hann skerðingu á tekjutrygg- ingunni þó hann geti ekkert unnið. Honum eru einfaldlega geröar tekjur af tekjum mak- ans, sem auðvitað reynir að vinna eitthvaö og halda heimil- inu á floti, ásamt þvi að sjá um öryrkjann. Giftum aðila sem hefuroröið fyrir þeirri ógæfu aö maki hans fatlast algjörlega, er þannig hegnt, með þessari tekju-millifærslu þ.e.a.s. hann er látinn greiða niður tekju- tryggingu hins fatlaða maka sins. Finnst mönnum i rauninni þetta réttlætanlegt skerðingar- ákvæði? 112. gr. laganna eru greind þau skilyröi sem fyrir hendi þurfa aö vera, svo maður öölist rétt til örorkulifeyris og segir þar orðrétt. ,,b. séu öryrkjar á svo háu stigi, aö þeir eru ekki færir um að vinna sér inn 1/4 þess, sem andlega og likamlega heilir menn eru vanir að vinna sér inn i þvi héraði” o.s.frv. Getur það virkilega talist réttlætanlegt að setja manni sem metinn hefur verið 75% ör- yrki vegna þess likamlega og félagslega skaða sem hann hef- ur orðið fyrir, svo þröngar skorður aö hann megi ekki geta unnið sér inn meira en 1/4 af launum fullfrisks manns, nema eiga á hættu að felldur verði niður grunniifeyrir hans? Lif- eyri sem nú er kr. 99.792 á mán. og gerir ekkert meira en að bæta honum upp, að einhverju leyti, þann aukakostnað sem fötlunin sjálf hefur Iför með sér. Mætti þvi ekki þessi tekjuvið- miðun falla niður? 1 reglugerö nr. 116/ frá 29. mars 1974 um úthlutun örorku- styrkja segir I 1. gr. 4. málsliö. „Ekki skal úthluta húsmóður örorkustyrk nema sannað þyki Hvers vegna orðskrípi? Fleiri atriöi ætla ég ekki að ti- unda. En þar sem ég er nú maður fatlaður i hjólastól, þá visa ég i framhaldi á samþykkt- ir 20. landsþing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra sem birtar eru I ársritinu Sjálfsbjörg 1980, sem selt hefur verið. Að lokum langar mig til að minnast hér á alveg óskylt at- riði, en þaö er auknefni það sem Alþjóðaári fatlaðra 1981 hefur verið gefið þ.e.a.s. „ALFA árið”. Ég er raunar hissa á þvi að hin ýmsu samtök öryrkja skuli ekki vera búin að mdtmæla þessu auknefni fyrir löngu, þvi það kemur nefnilega i veg fyrir að fólk fái nokkra tilfinningu fyrir tílgangi ársins, er það heyrir þetta orðskripi nefnt. Dattnokkrum t.d. til hugarað kalla hið Alþjóölega barnaár, „ALBA árið”. Nei, þaö held ég ekki. Getur þvi hagræöingin ekki gengiö allt of langt? Það finnst mér I þessu tilfelli og vona þvi aðmenn sjái sóma sinn I því að leggja umrætt aukaefni niður. Olafsfirði i október 1980 BragiHalidórsson Opið bréf tll Þlng- manna frá grelðanda úarnaskatts: Slíkt kann .æska islands ekki að meia Háttvirtu alþingismenn. Oft hafa athafnir ykkar vakið furöu hjá okkur sauðsvörtum almúga. En nýjasta verk ykkar keyrir nú um þverbak. Það að skattleggja okkur börnin undir 16 ára aldri með þeim hætti að okkur er gert að greiða 3% I útsvar og 7% I tekjuskatt. Látum það þó vera. En við fáum engan persónuaf- slátt, (sem vekur þá spurningu neðanmóls Ingvar H. Þórðarson, skólanemi fjallar hér um skattlagningu ríkisins á börn undir 16 ára aldri og gagnrýnir mjög þá ráð- stöfun, sem hann segir vera lúalegt högg undir beltisstað, sem æska Is- lands kunni ekki að meta. hvort aö þið álitið okkur ekki per- sónur). Og skólaganga okkar kemur okkur ekki til frádráttar. Við vissum nú aö rlkiskassinn ■ væri tómur (verk hverra?) en að það þyrfti svona lúalegt bragð til að rétta hann við heföi okkur ekki komið til hugar. Ef þið hafiö ein- hverja sómatilfinningu ættuð þið hið snarasta aö breyta þessum lögum. Ég vil minna á að það er- um við sem eigum aö erfa landið. Svona högg undir beltistað kann æska Islands ekki að meta. Hægt væri aö nefna mýmörg dæmi um þessa fáránlegu skattálagningu, en ég læt mér nægja aö nefna að- eins eitt dæmi: Til dæmis ung- lingur sem unnið hefur sér inn 2.171.179 kr. yfir sumarið, (sem aö visu er ekki algengt en þó til i dæminu) með þvi að þræla myrkranna á milli til að geta lifaö mannsæmandi lifi yfir veturinn. Hann þarf að greiða 153.502 k.-. I tekjuskatt,65.000 kri útsvar, 975 kr. I kirkjugarðsgjald og 32.500 kr. í sjúkratryggingu, sem gera samtals 251.977 kr. 251.977 kr. er mikið fé fyrir okkur börnin að greiða. Við viljum jú vera sjálf- stæð og við þurfum aö lifa 9 mánuði á ári I skóla. Sambærilegt viö þetta má nefna að 18 ára ung- lingur i menntaskóla þarf að greiða 10.500 kr. I skatt af 2.000.000 kr. tekjum. Hann fær bæði persónuafslátt og skóla- ganga hans kemur honum til frá- dráttar. Hvar er nú réttlætiö. Til aö bæta gráu ofan á svart þurfum við að borga skattinn á aðeins tveimur mánuðum. En all- ir aðrir Islendingar fá að borga skattinn á fimm mánuðum. Aftan á skattseðlinum stendur mjög athyglisverð málsgrein. Hún hljóðar svona orðrétt: „Sjúkratryggingagjald barna er reiknað á sama hátt og hjá MÖNNUM”. Gaman væri að fá skýringu á þessari málsgrein. Ef við erum ekki menn hvað erum við þá? Þvi held ég aö ég mæli fyrir munn flestra barna undir 16 ára aldri er ég segi: ,, VÉR MóT- MÆLUM ÖLL Ykkar viröingarfyilsti: Ingvar H. v rðarson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.