Vísir - 29.10.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 29.10.1980, Blaðsíða 11
Miövikudagur 29. október 1980 11 VÍSIR Ny spariskirteini fyrir 3 milljarða Hafin er sala verötryggöra sparisklrteina rikissjóös i öör- um flokki, aö fjárhæö samtals þrlr milljaröar króna. Fénu veröur variö til opinberra fram- kvæmda á grundveili lánsfjár- áætlunar fyrir þetta ár. Kjör skirteinanna eru hin sömu og skirteina i fyrsta flokki, sem gefin voru út i april á þessu ári, en sala þeirra gekk mjög vel samkvæmt upplýsing- um Seölabankans. Höfuöstóll og vextir eru verðtryggöir miðað viö þær breytingar sem kunna aö veröa á lánskjaravfsitölu, sem tekur gildi 1. nóvember. Skirteinin eru bundin fyrstu fimm árin, en frá 25. október eru þau innleysanleg hvenær sem er næstu fimmtán árin. Skirteinin eru framtalsskyld, en um skattskyldu eöa skattfrelsi þeirra, svoog vaxta og verðbóta af þeim, fer eftir ákvæöum tekju- og eignarskattslaga á hverjum tlma. Gjaldfallnar vaxtatekjur, þar meö taldar veröbætur, eru einnig aö fullu frádráttarbærar og þar meö i raun skattfrjálsar. Skirteinin eru gefin út i fjór- um verögildum, tíu þúsund krónur, fimmtiu þúsund, hundrað þúsund og fimm hundruð þúsund krónur. Sklrt- einin skulu skráö á nafn. — P.M. IxAskóm ísn.A*im - **m*&KM**rorxti'* i <« >CJ,KJ4Í) ■ (K«'Or«n :>f l.WKMAftt' Eitt umslaganna, sem bréf frá NiröiP. Njarövik var sentf. Safna mótmælum við pingkjörinnl stjórn á Launasjóði rithöfunda: Sent í umslagi irá opinberri stofnuni Aö undanfömu hefur ýmsum rithöfundum borist fjölritaö bréf frá Niröi P. Njarðvik, þar sem þeir eru hvattir til þess aö mót- mæla þvi, aö Alþingi setji þing- kjörna nefnd til aö fara meö mál Launasjóös rithöfunda. Þaö hefur vakið sérstaka athygli, að bréf þessi hafa borist I umslögum, semmerkterurækilega opinberri stofnun — þ.e. „Rannsóknar- stofnun I bókmenntafræði” viö Háskóla íslands. I bréfinu, sem dagsett er 6. október og ber ávarpsorðin „ágæti félagi, segir m.a., aö nokkrir „félagar okkar vinna nú að þvl öllum árum aö rithöfundar sjálfir veröi sviptir yfirráöum yfir Launasjóði rithöfunda. 1 framhaldi af mótmælum i vor fengu þeir máliö tekiö upp á Al- þingi, og vakti greinilega fyrir þeim aö fá lögum um Launasjóö rithöfunda breytt á þann veg, aö þingkjörin nefnd úthlutaði úr sjóönum. Viö vitum mætavel til hvers slikt mundi leiða. Þaö mundi leiöa til þess aö tekið yröi einhvers konar pólitlskt kvóta- kerfi og peningum sjóösins dreift i smáskömmtum. Úthlutun kæmi þá ekki aö neinum raunveruleg- um notum”. 1 framhaldi af þessu segir m.a. „Númábúastviöaömáliö veröi tekiö upp á Alþingi á ný, og þess vegna þurfum viö aö sýna fram á aö meirihluti rithöfunda er andvlgur þvl aö pólitiskt kjörin nefnd skammti rithöfundum lífs- viöurværi”. Viötakendur bréfsins eru siðan hvattir til aö undirrita mótmæla- skjal, þar sem þess er krafist aö stjórn Launasjóös rithöfunda veröi „I höndum samtaka rithöf- unda”. ingvar fer vestur Menntamálaráöhera, Ingvar Gislason, hefur fengiö boö frá rektor Manitobaháskóla I Winni- peg I Kanada um aö heimsækja háskólann og flytja þar fyrir- lestur um Háskóla Islands og há- skólanám tslendinga. Verður fyrirlesturinn fluttur þriöjudag- inn 28. þ.m. Jafnframt hafa ýmis samtök Islendinga i Manitoba- fylki og Torontoborg boöiö menntamálaráöherra aö vera gestur þeirra nokkra daga. Eigin- konu ráöherrans, frú Ólöfu Auöi Erlingsdóttur, hefur einnig veriö boöiö i þessa ferö. Sérstakur fylgdarmaöur ráöherrans er Bjarni Gunnarsson stjórnarráös- fulltrúi. Fypiplesiup um íslenska málfræði Hér á landi er staddur Islands- vinur frá Rostock i Þýska alþýöu- lýöveídinu, Dr. Owe Gustavs. Hann hefur mikinn áhuga á fs- lensku máli og málfræöi og hefur unnið aö rannsóknum á Islensku. Hann mun flytja fyrirlestur á vegum Islenska málfræðifélags- ins i stofu 422 I Arnagaröi fimmtudaginn 30. október kl. 17.15. Fyrirlesturinn mun fjalla um notkun þolfalls meö forsetn- ingunni meö i íslensku. Allir eru velkomnir á þennan fyrirlestur, sem fluttur veröur á islensku, segir i fréttatilkynn- ingu. SfÓFNFUNDUR STYRKT- ARFÉLAGS SOGNS Nokkrir félagar, sem starfaö hafa að undirbúningi, hafa ákveðið aö gangast fyrir stofn- fundi Styrktarfélags Sogns, og veröur stofnfundurinn haldinn n.k. laugardag 1. október aö Hótel Sögu — Blái-salur — kl. 13.30. Meöferöarheimiliö að Sogni varö fyrir skömmu tveggja ára og þar hafa þegar um 800 alkahólistar útskrifast eftir meöferö. Eins og kunnugt er er stofnun- in sjálfseignarstofnun innan vébanda SAA meö eigin stjórn og stendur þvi alveg undir rekstrarkostnaöi og er að þvi mikill sómi. Tilgangur hins nýja félags veröur aöefla starf og uppbygg- ingu endurhæfingarheimilisins aöSogni meö fjáröflun og vinnu, en einnig aö efla samstööu meö þeim sem hafa áhuga á meö- feröarmálum. Þaö starf sem veröur unniö innan félagsins veröur á engan hátt tengt rekstrinum á Sogni beint, hér er sem fyrr segir um áhugastarf þeirra aö ræöa sem hafa áhuga á uppbyggingu staöarins og vexti hans. öllum þeim sem útskrifast hafa af Sogni eftir meöferö hafa veriö send bréf þar sem þeir eru boöaöir til stofnfundarins n.k. laugardag. En þaö skal tekiö fram aö aö félagiö stendur opiö öllum þeim sem hafa áhuga aö starfa aö þeim málum sem félagiö hyggst vinna aö, og eru þeir boönir velkomnir á stofn- fundinn. Meöferöarheimiliö aö Sogni. FELAGSFUNDUR Verslunarmannafélag Reykjavfkur heldur félagsfund að Hótel Esju í kvöld/ miðvikudag 29. október kl. 20.30. Fundarefni: Nýir kjarasamningar. VERSLUNARMANNAFÉLAG REYKJAViKUR Víssir þú að ejc«e|r>c>il->c>|}it-» býður mesta úrval unglinga- húsgagna á lægsta verði og á hagkvæm- ustu afborgunar kjörunum ? Híldshöfða 20, Reykjavik Simar: 81410 og 81199 Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastof u að Strandgötu 28 (húsi Kaupfélags Hafnfirðinga), Hafnarfirði. Viðtalstímar: kl. 9-5 miðvikudaga, fimmtu- daga og föstudaga. Sími 54299 Jenný Ágústsdóttir, tannlæknir /2% $ PhPhPi S-, Félag starfsfólks í veitingahúsum. Félagsfundur verður í dag, miðvikudag 29. október kl. 17, að óðinsgötu 7. Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Stjórnin AÐALFUNDUR Taflfélags Reykjavíkur 1980 verður haldinn að Grensásvegi 46, miðviku- daginn 5. nóvember kl. 20.00 Dagskrá: 1. venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin m Smurbrauðstofan BJORí\JII\JI\J Njálsgötu 49 - Simi 15105

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.