Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. nóvember 1980 VÍSIR John Boorman: Kvikmynd um Artúr kóng, Merlín galdrakarl og riddara hringbordsins John Boorman þykir hafa gert ýmsar dularfullar og magnahar kvikmyndir. Hell in the Pacific, Deliverance, Zardoz, Exoricist II: The Heretic. I nýjustu mynd sinni, Knights, gefur hann sig fullkomlega á vald fantasiunni og goðsögninni: Myndin er um ekki minni menn en Artiir köng, Merlfn toframann og riddara hringborðsins, Lancelot, Gala- had, Gawain og þá hina. Þessi mynd er gamall draumur Boor- mans sem hefur nú loksins ræst. „Mort D’Arthur” Goðsagnirnarum Artúrkonung og riddara hans, konur og töfra- manninn Merlfn hafa lifað ágætu lffi um aldir alda og sifellt er ver- iö að færa þær i nýjan búning (nægir aöminna á Prins Valiant). Kvikmyndir Boormans eru ákaf- lega persönuleg verk enda segir hann aö myndin sé fjarri þvi aö vera sagnfræöileg, hún sé goð- sagnakennd. „Við reyndum að skapa fmyndaöan heim,” segir hann en það er vist ákaflega ein- kennandi fyrir hann sem leik- stjóra. Meöal annars hefur hann skrifað handrit að „Lord of the Rings” meö Rospo Pallenberg, sem einnig aðstoðaði hann við handrit „Riddaranna”. Sú mynd hefur þó aldrei verið gerð. Handrit þeirra félaga er byggt fyrst og fremst á frægu sagna- kvæði frá 15. öld, „Mort D’Arthur” eftir sir. Thomas Malory. Þeir hafa þó leyft sér að vikja að ýmsu leyti frá fordæmi Malorys enda segir Boorman: „Maður er alltaf að endurskapa goðsagnir. Goðsögn er reyndar ætið sjálfri sér samkvæm enda þótt henni sé breytt.” Litir og forsöguleg skriðdýr Myndin er tekin á trlandi og reyndist aðallega miklum erfið- leikum bundið aðhanna, smiða og sniða búninga og leikmyndir, ein- mittvegna þess að Boorman var ekki að endurskapa tiltekið tima- bil sögunnar heldur frumskapa sinn eigin heim. „Mér leiðist raunsæisstefna (realismi)”, hef- ur hann látiö hafa eftir sér og jafnvel i myndum sinum sem ger- ast I nútimanum reynir hann að stjórna nákvæmlega hönnun, leikmynd og ekki sist litum. Litirnir hafa ávallt skipt Boor- man miklu máli og hann hefur notað þá til að túlka atriði sem aðrir leikstjórar hirða litt umAð* allitir „Riddaranna” eru rauður, gull, silfur, grænn, grár og svart- ur. Rautt er „rauður þráður myndarinnar, segir leikstjórinn. „Þaö táknar ástriður og blóð og mikið af því erblóð.” Búningar hafa vakið athygli i þessari mynd. 1 byrjun þegar segir frá föður Artúrs og hans málum ganga menn einkennilega til fara, í miklum og þunglama- legum brynjum, hyrndum, sem helst minna á dinósárusa. Boor- man segir: „I byrjun tengjast brynjurnar dýrum. Hugmyndin er að þegar maöur sér þessa brynjuðu riddara berjast minni þeir mann á forsöguleg skriðdýr, sem berjast i forsögulegri eðju. Smátt og smátt breytast þeir i mann.” Frumstæðar hvatir. Ummyndum hins forsögulega dýrs I viti borinn mann er atriði sem Boorman leggur mikla áherslu á I þessari mynd. „Þegar kristindómur hófst til vegs og gömlu trúarbrögöin hurfu hvarf um leiö þaö sem batt mann- inn við töfra og náttúruna. Um Orrustuatriöi úr „Riddurunum”. Fremst gengur töfra'maöurinn Merlin. það er þessi mynd — þegar mað- urinn hættir aö lifa með náttúr- unni. Þvi varð hann aö ftírna til aö gerast skyni gædd mannvera. Boorman telur engu aö siður að i sérhverjum manni blundi þessi ósýnilegi hlekkur við náttúruna. „Ég tel aö goðsagnir, eins og sag- an um Artúr, veki i okkur tilfinn- ingarsem eru grafnar djúpt niðri i undirmeövitundinni. Þær eru milliliðurmilli okkar og löngu liö- innar fortiöar og eitthvaö i þess- um sögum, i imynd þeirra, talar til okkar úr fortiöinni. Þessi saga hefur verið flutt á ýmsa lund gegnum aldirnar, fyrst var hún sögð, sföan sungin, hún varmáluö og ort um hana. En ég tel að kvikmyndaformið eigi best við hana þvi kvikmyndin er Svo fjarskalega tengd heimi draum- anna.” Og svo er það myndin... Þaö er sá gamli Nicol William- son sem leikur hlutverk Merlins töframanns, sem myndin byggist fyrst og fremst á. Merlin kom Artúri kóngi til valda og notaði vald sitt honum til aðstoðar. Hel- en Mirren leikur hálfsystur Artúrs, hina illu norn Morgana, Nigel Terry leikur Artúr konung, Cherie Lunghi leikur drottningu hans, Guinevere og Nicholas Clay leikur hinn goðumlika riddara Lancelot. Flestir leikararnir eru litt þekktir, nema af sviöi, og sumir eru algerir grænjaxlar, eins oghinn tvitugi Robert Addie, sem leikur son Artúrs Mordred. Meðal helstu breytinga sem Boorman og Pallenberg geröu á sögu Malorys er aö það er töfra- maöurinn Merlin sem gefur fööur Artúrs sverðiö Excalibur og fað- irinn, Uther Pendragon, rekur sjálfur sverðið i steininn sem Artúr dregur þaö siöar úr. Þá sameinuöu þeir persónur Morg- ana og Vivien, vatnadisarinnar, i eitt hlutverk en i upphaflegu sög- unni gerir Morgana samsæri gegn Artúr meöan Vivien gabbar Merlin til að kenna henni töfra sina og notar þá siöan gegn hon- um. Morgana Boormans gerir hvorttveggja. Þetta gæti allt saman oröið hiö skemmtilegasta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.