Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 9
8 VÍSLR Laugardagur 1. nóvember 1980 Laugardagur 1. nóvember 1980 VÍSIR 9 ... og ( einu æbisgengnu upphlaupinu fékk ég stóran og þungan kennara beint ( brjóstkassann...” ,Ætli ég sé ekki frekar Ihaidsamur”. Allir nemendurnir virða hann og þe«»« Hkar vel við t hann samt, óttast ákveðni hans og skarpa tungu. En þeir lann. Ei ■ sem hr 1 nokkri æðast G r hræðast uðna Guð- kni cxr mil/. mUnuSSOti/ rOKTor ivionnTaSKOians i rceyK|aviK# peKK|a na ill húmoristi og hæðinn með afbrigðum, en það er ef 1 margir óttast. Guðni er með þekktari skólamönnum hér á landi, hef menntaskóla landsins, og kennarienn lengur, eða í þrjátí lil vill e ur lengi uár. inmitt h verið re Plll wl 1IIIR áðið, sem iktor elsta „Ég held ég væri löngu dau&ur ef ég fengi ekki aö kenna eitthvað. Þaö er þaö eina sem heldur manni svolitiö viö efniö. Ég hef alltaf haft gaman af kennslunni — örugglega meira gaman af henni en nemendurnir hafa haft”. — Ertu góður kennari? „Miöaö viö nýtisku teóríur hlýt ég aö vera afskaplega vondur kennari. Ég er nokkuö kröfuharöur og ég er frekur. Hef mildast eitthvað Ég hef sjálfsagt mildast eitt- hvaö með árunum. Ég by'rjaöi meö miklum látum, nýkominn frá prófboröi 1951. Ég var log- andi hræddur því ég hafði aldrei kennt áöur aö nokkru gagni. Fyrsta hugsunin var aö láta lýö- inn ekki vaöa ofan i mig og eyöi- leggja þannig fyrir mér kennsluna. Ég var nefnilega á þeirri skoöun og er aö vissu leyti enn, aö menn reyni aö komast hjá þvi aö læra ef þeir mögulega geta. Ég held aö ef nást á ein- hver árangur i námi veröi verk- stjórn kennarans aö vera sterk. Þaö er nú einu sinni tilhneiging mannskepnunnar, rétt eins og vatnsins, aö fara alltaf auðveld- ustu leiðina. Þaö má náttúrulega deila um þaö hvort raunverulega sé hægt að kenna nokkrum manni nokk- uö. Þaö er ekki hægt að kenna manni sem ekki vill taka viö. Verkiö er hjá nemandanum og þaö eina sem kennarinn getur gert er aö benda nemandanum á aöferöir og leiörétt hann. Nám er hörkuvinna og þú færö aldrei góöa vinnu út úr heilum hópi, nema aö verk- stjórnin sé i góöu lagi, þvi þaö er misjafn sauöur i mörgu fé. Þó erum viö betur settir i mennta- skólunum en ( skólaskylduskól- um, þvi þar er hjöröin enn marglitari. Þegar hingaö kem- ur hefur siast töluvert úr, en ekki nógu mikið”. Ekki nein fjölgun! — Er þá fjöldinn i mennta- skólum oröinn of mikill? „Ég skal ekki segja um þaö, en ég heid aö viö höfum ekkert viö þaö aö gera aö f jölga meira i menntaskólunum. Ekki ef viö eigum aö fá út úr þeim fólk meö virkilega góöa menntun.' Ég er ekki enn búinn aö sjá fyrir endann á þvi, hvaö verður um þennan elsta menntaskóla landsins, ef þeir halda fast i þessi lög um framhaldsskóla, sem þeir hafa veriö aö flytja á þingi. Þaö sem ég les út úr þessu frumvarpi er þaö, að viö hljót- um aö fá lægri standard. Þaö er augljóst mál, aö ef viö eigum aö geta státaö okkur af þvi aö vera menningarþjóð, þá þýöir ekki aö lækka standardinn á menntun i landinu. Viö getum ekki gert hvorutveggja aö veita öllum sömu menntunina og halda háum standard — þaö dæmi gengur bara ekki upp. Berum skyldur gagnvart þeím vel gefnu Viö veröum aö opna augun fyrir þvi, aö viö höfum ekki siöur skyldur viö þá sem eru vel til náms fallnir en þá sem verr gerjgur. Ég tel þaö ekki blett á neiþum manni að vera vel gef- innl En þaö er eins og sumum finúist þaö — þaö er veriö aö fara meö þaö eins og manns- morö. Þó ég sé I sjálfu sér ákaf- lega fylgjandi brjóstvitinu, þá tel ég aö menntun eigi mikinn rétt á sér — brjóstvitiö eitt getur ekki bjargaö okkur. Ef við gætum þess ekki aö halda háum standard á mennt- uninni, þá veröa próf aöeins merkingarlaus stimpill. Allir, sem fara til læknis, vilja fá úr- vals lækni, ef þú ætlar aö fljúga viltu fá úrvals flugmann og svo framvegis. Viö veröum þvi aö eiga þetta úrval til, og þess vegna veröur aö gefa úrvals- fólkinu tækifæri til aö nýta sina hæfileika. Lifið er ekki dans á rós um I grunnskólum er hjálpar- kennsla fyrir þá, sem gengur erfiölega. En þaö vantar alveg 1 hjálparkennsluna fyrir þá sem skara fram úr, eru góöir náms- menn og þurfa meira en þeir fá i venjulegum kennslustundum. Þessir námsmenn þurfa þvi ekkert aö hafa fyrir náminu og missa áhugann á þvi og venjast á slæleg vinnubrögö. Þaö getur oröiö erfitt fyrir þessa nem- endur aö ná sér á strik aftur. Lifiö er ekki og hefur aldrei ver- iö dans á rósum, og ég sé enga ástæöu til þess aö þaö eigi aö verða rósdans i skólum. Menn veröa aö gera svo vel aö hafa dálitiö fyrir þessu”. Flest f lezt út nú á dögum. Þaö er viöurkennt i grunn- skólanum, að kennslan veröur aö miöast viö miölungsnem- endur, þvi aö ekki má raða i bekki eftir einkunnum og þvi fá góöir nemendur ekki nóg. Sam- ræmdur framhaldsskóli þýöir, aö áfangar i námi veröa hinir sömu eöa jafngildir i öllum framhaldsskólum. Þaö þýðir aö námsefni og kröfur I hverjum áfanga veröa aö miðast viö miö- lunginn, eins og. i grunnskóla. Þannig heldur sú þróun áfram, aö góðir námsmenn fá ekki nægilega erfiö verkefni aö fást viö og standardinn lækkar. Þessu svara ýmsir meö þvi aö góöir nemendur geti þá lokið náminu á skemmri tima! En þaö er nú heldur skammgóöur vermir, þvi aö heildarnáms- „Ég væri sjálfsagt daubur ef ég fengi ekki a& kenna”. magniö vex ekki viö þaö. Auk þess er ég engan veginn viss um, aö svokallaöar hraöferöir séu af hinu gó&a, þó aö ég nenni ekki aö fara nánar út i þaö núna. — Hefur meöaltal einkunna þá lækkaö I menntaskólanum? „Þaö er enginn vafi á þvi, aö útkoman i stúdentsprófunum hrapaöi niöur úr öllu valdi til að byrja meö eftir aö mennta- skólalögunum var breytt og landsprófiö fellt niöur. Auk þess jókst fall I þriöja bekk nokkuð og fall i fjóröa bekk töluvert. Grunnskólaprófiö siar finnst mér ansi litiö úr og fyrir bragöiö falla fleiri i þriöja og fjóröa bekk. Þetta er spurningin um þaö hvar á aö sia og spurningin er eiginlega pólitisk. En ein- hvers sta&ar þarf sian að vera. En á móti þessu kemur, aö ég held aö hugsunarhátturinn sé að breytast. Um tima var alls eng- inn metnaöur til hjá nemendum aö ná einhverjum árangri. Þeim virtist nægja aö skriöa á milli bekkja og skriöa yfir lágmarks- einkunnina á stúdentsprófi. Þetta virðist mér heldur hafa breyst, þaö er ekki lengur hrópaö á eftir mönnum sem leggja hart að sér I námi”. Þá hverfur standardinn! — Þú ert væntanlega ekki fylgjandi þvi aö fella alfariö niöur próf og einkunnir? „Nei, nei, hreint ekki. Þaö myndi ekki lækka standardinn — þaö myndi alveg fara meö hann. Ég tel meira að segja að þess- ir grófu skalar sem eru notaðir i samræinda prófinu i grunn- skólanum og i sumum fram- haldsskólum, sé allt of grófir. Til dæmis gildir einkunin A allt á milli 8 og 10, en allir sem i skóla hafa veriö, vita aö þaö er geysilegur munur á nemanda sem er með átta og nemanda sem fær tiu. Og aö hneppa þá alla I sama bókstafinn, það ber keim af að veriö sé aö leyna ein- hverju og er ekki af hinu góöa. Margir segja, aö ekki sé rétt aö gefa nákvæmari einkunnir, eöa aö alls ekki eigi aö gefa einkunnir, vegna þess hve þær séu ónákvæmur mæli- kvaröi. Menn geti veriö illa fyrirkallaöir, próf- hræddir og svo fram vegis. Auðvitaö eru öll mannanna verk ónákvæmi, viö komumst aldrei aö fullkomnunni. Frá minu sjónarmiöi er einkunn á prófi lýsing á þvi hve miklum árangri nemandinn hefur náö i ákveönu prófi á ,Tíminn fyllist adallega af starf- inu og stílunum” — segir Gudni Gud- mundsson, rektor, í Helgarvidtali Textí: Axeí Ammendrup Mvndir: Elín Ellertsdóttír „Ég hlusta töluvert á klassiska tónlist, en gaddavir þoli ég ekki”. ákveönum tima ekkert meira”. hún segir í!S '.....' ' '' ' ' ‘ 1 1 . Plága en ekki gestur „Ég er latur aö e&lisfari en hef aldrei haft tima til aö leggjast f ieti”. „Ég er frekar kröfuharöurkennari og frekur, og þess vegna fékk ég viöurnefni, sem ég hiröi ekki aö nefna”. Vil ekki afnema bekkjar- kerfið Viö spyrjum nú Guöna um álit hans á áfangakerfi, eins og notað er i Menntaskólanum viö Hamrahliö og vi&ar. Þar er gamla bekkjakerfiö ekki notaö, heldur geta menn nokkuð ráöiö námshraöanum sjálfir. „Ég hef ekki viljaö taka þetta kerfi upp hérna, vegna þess að mér finnst satt aö segja aö viö missum svo mikiö viö þaö aö bekkjareiningin hverfur. Þaö getur oröið mörgum nemandan- um afskaplega erfitt. Hugsum okkur mann, sem er ekki mann- blendinn að eðlisfari. Hann hef- ur engan fastan samastaö og engan fastan hóp af fólki, sem hann umgengst daglega. Fyrir honum getur farið ansi illa. Fyrir utan alla þá vini og kunn- ingja sem maöur eignast: þeir eru að stórum hluta krakkarnir sem maður kynntist i fram- haldsskólanum. Og hluta þeirra umgengst maöur þaö sem eftir er lifsins. Afangakerfiö hefur vissulega sina kosti en ég er ekki á þvi a& þeir vegi svo þungt aö þeir skipti verulegu máli. Það er talaö um aö nemendurnir geti fariö mishratt I vissum grein- um, og ef þeir eru mjög lélegir i einni grein þá geti þeir tekiö hana aftur án þess aö falla á heilu ári. Hjá okkur fá þó slikir nemendur tækifæri til aö endur- taka próf i einstökum greinum. Og viö höfum einnig varnagla, þannig aö gangi einhverjum einstaklega illa i einu fagi en fær sæmilega góöar einkunnir i öörum fögum þannig aö meöal- tal sé yfir 6.0 þá fá þeir að halda áfram. Nú ef menn ná ekki sex i aöaleinkunn, þá þýöir það bara aö þeir hafa verið illa undirbún- ir og hafa þvi ekkert illt af þvi að læra betur”. Skólinn er ekki tilrauna- stofa! — Ert þú ihaldsamur? „Já, ætli ég sé ekki heldur I- haldsamur aö eölisfari. En þaö þykir ekki gott, eiginlega mesti ljó&ur á ráöi manna. En ég held aö skólar eigi aö vera ihaldsam- ir. Þeir eru hvorki tilraunastof- ur né byltingarstofnanir. Viö er- um meö allt of verömæt efni i höndunum, þar sem krakkarnir eru, til þess að standa I ein- hverjum tilraunum meö þaö. Ef ég er sannfærður um aö það, sem ég hef, sé gott, er ég heldur ragur viö aö breyta þvi. Þaö þarf alla vega aö sanna mér það mjög rækilega aö breytingarnar* séu til bóta áöur en ég er tilbú- inn til aö breyta”. Þegar rætt er við Guöna Guö- mundsson er ekki óeölilegt að talið beinist aö skólamálum. Guöni er búinn aö kenna viö Menntaskólann i Reykjavfk I næstum þrjátiu ár og er búinn a& vera rektor i tiu ár. En viö beinum málinu frá kennslunni aö skólaárum Guðna sjálfs. SöeJÍfSlf „Ég er meö próf frá háskólan- um i Edinborg. Ég tók próf I ensku og frönsku. Ég var slðan eitt og hálft ár I Frakklandi, þvi þaö þý&ir ekki annaö en aö læra eitthivað af tungumálinu i land inu, þar sem þaö er talaö — ann- ars nær maöur ekki nógu góöum tökum á málinu. Ég var inn- ritaður i Sorbonne I Paris veturna 1948 og ’49 og svo aftur sumarið ’51. Þaö er afar erfitt aö kynnast Frökkum og ég get varla sagt aö ég hafi kynnst nokkrum þeirra mikið. Ég geröi nefnilega þá reginskyssu aö fara til Parisar. Þaö er miklu erfiöara aö kynnast Frökkum I Paris, en I minni borgunum þvi i Paris er litið á útlendinga frek- ar sem plágu en sem gesti. Hins vegar kynntist ég miklu fleiri mönnum I Edinborg, enda minni staöur. Þar likaöi mér ákaflega vel enda ágætir menn meö mér, bæöi Islendingar og Bretar. Við höfðum meöai ann- ars forláta kvartett þar sem ég söng fyrsta tenór, Páll S. Ardal prófessor i heimspeki, annan tenór, Friörik Þorvaldsson, for- stjóri Noröurtryggingar á Akur- eyri, fyrsta bassa og Lúðvik Jónsson framkvæmdastióri Isa- foldar, annan bassa. Þetta var feikilega merkilegur kvartett og viö sungum inn á plötur og allt hvaö eina”. — Sunguð þiö inn á plötur? „Ja, en ekki til aö gefa út, heldur bara fyrir okkur sjálfa. Það var ekki oröin þjóöariþrótt eins og nú aö gefa út plötur. Ég held aö nú séu allar plöturnar ónýtar eða spilaöar i gegn, nema hvaö þaö er eitt eintak tií hjá Sigursteini Magnússyni, konsúl I Edinborg, sem ég veit af”. Ég er felminn og hlé- drægur — Komuö þið mikiö fram á þessum tima? „Nei, nei. Viö sungum á sam- komum tslendinga i Edinborg og einu sinni á skandinavisku kvöldi. Þaö var geysimikiö sungiö i þá daga, enda vorum viö einir átta eöa tiu, íslending- arnir i Edinborg, og okkar stoö og stytta var Sigursteinn Magnússon konsúll, og kona hans, Ingibjörg”. Eftir nám sitt i Edinborg og Paris kom Guöni heim og hefur kennt i MR slðan eöa frá haust- inu 1951. Hann kvæntist konu sinni, Katrinu ólafsdóttur og hafa þau eignast sjö börn og barnabörnin eru einnig að veröa sjö. En hvernig ver rektor Menntaskólans i Reykjavik fri- tima sinum? „Ahugamál min utan skólans hafa aldrei verið mörg, enda hefur aldrei veriö timi til aö stunda mörg „hobbi”. Og sá timi hefur fariö æ minnkandi, Ég hef alltaf haft gaman af klassiskri tónlist og fór oft á tón- leika hér áöur fyrr, en jafnvel þaö hefur minnkaö. Ég les mik- iö og er alæta á þaö sem ég les. En einhvern veginn viröist tim- inn fyllast aöallega af starfinu og stilunum. Ég spila reyndar bridge einu sinni i viku. Ég held ég hafi ekki komið I leikfimi siöan ég var sautján ára gamall. Jú, ég fór reyndar i kennaraleikfimi i gamla daga hjá Valdimar örnólfssyni. Eftir timana var alltaf handbolti og ég var einu sinni rifbrotinn. Ég fékk stóran og þungan kennara í brjóstkassann á mér i ægilegu upphlaupi, en ég var I marki. Þar meö fór þaö”. Sparka í teppið — Þú hefur þá ekki lagt mikla stund á íþróttir siöan? „Nei, þaö má heita aö ég sé alveg saklaus af þvi aö leggja á mig nokkra likamlega áreynslu, nema hvaö ég mála stundum heima og geng frá heimili minu niöur Laufásveginn i vinnuna. Nú má segja aö ég leggi ekki stund á aörar iþróttir en aö sparka i teppið fyrir framan sjónvarpiö á laugardögum þeg- ar enska knattspyrnan er i sjón- varpinu. Ég held aö ég sé aö eölisfari afskaplega latur maöur, sem aldrei hefur mátt vera aö þvi aö leggjast I leti. En ég hugsa aö letin sé ansi snar þáttur i mörg- um, þaö er bara spurningin hvort menn láta letina ná yfir- höndinni eöa ekki”. Um gönguferðir kennara — Aö lokum. Þykir þér oröiö vænt um þetta gamla skóla- hús?” „Já, -þetta er gott hús meö góöum anda.” Þetta er náttúrulega oröiö meö eldri timburhúsum i bæn- um, 134 ára gamalt. Þegar þaö var byggt áriö 1846 var þaö byggt fyrir um hundraö nem- endur. Nú eru þeir á niunda hundraö. Þaö er reynt aö halda þvi viö eins og kostur er en þaö er geysilegt álag á þvi, alveg frá átta á morgnana til sjö á kvöld- in. Hins vegar hlifum viö þvi á kvöldin og um helgar og þvi fer engin félagsstarfsemi fram i þvi, heldur I nýbyggingunni Casa Nova. 1 nýbyggingunni fer einnig fram nokkur kennsla svo og I Þrúöivangi á Laufásvegi sem viö tókum á leigu hjá Framkvæmdastofnun — til brá&abirg&a aö sjálfsög&u og höfum kennt þar i fimmtán eöa tuttugu ár. Þaö sem okkur vantar mest núna er hús meö leikfimisal, sem hægt er a& nota sem sam- komusal. Viö erum nefnilega meö elsta leikfimisal landsins sem löngu er oröinn allt of litill og engan samkomusal. Og meö þvi aö hafa i þvi húsi fimm til sex kennslustofur, gætum viö hætt aö nota Þrúövang og þar meö sparaö þann tima sem fer i gönguferöir kennaranna fram og aftur um nágrenniö. Þeir þurfa nefnilega oft að fara hé&an af kennarastofunni upp i Casa Nova, þaöan I Þrúövang, i Casa Nova aftur og svo hingaö. Þannig fer óhjákvæmilega tölu- veröur timi til spillis. En þetta gamla hús er náttúrulega alveg geysilega vel byggt upphaflega og þaö veröur aö segja rikisvaldinu til veröugs hróss, aö þaö hefur aldrei séð eftir peningum til viöhalds hús- inu, alla vega ekki seinni árin. Styrktarbitarnir eru orönir svo gamlir, aö þeir eru hrein- lega steingeröir. Það átti aö breyta hér einni stofunni nýlega og þurfti þá að saga i sundur þrjá styrktarbita. Þeir voru ekki búnir aö saga nema i tvær eöa þrjár minútur þegar sögin brotnaði. Og þeir brutu ekki færri en þrjár sagir viö aö saga þessa þrjá bita. Ég held þvi fram, aö húsiö geti varla brunn- iö. Þilplöturnar geta náttúru- lega fuörað upp en ef eldur kæmi upp er ég sannfærður um aö veggirnir stæöu heilir eftir”. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.