Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. nóvember 1980 VÍSIR á hljtímleikum. Svo ört breytir hann lögunum aö hljómsveitin hans E Street Band, má hafa sig alla viö aö fylgjast meö nýjustu hugmyndunum. Þessar öru breytingar hafa gert þaö aö verkum aö svokallaöar „Boot- leg” (ólöglegar) upptökur af hljómleikum Bruce eru gjarnan gefnar út á plötum og streyma slikar plötur linnulaust á mark- aöinn. Aödáendur Springsteens kaupa þessar plötur dspart, út- gáfufyrirtæki hans til mikillar skelfingar. A tónleikum eru Bruce og hin stórgóða hljóm- sveit hans óviöjafnanleg. Tón- leikarnir standa oft i allt að 4 tima og mikið af efninu er nýtt af nálinni. Þaö má allt eins buast viö aö þeir frumflytji lög sem aldrei eiga eftir aö heyrast aftur. Þetta gerirhverju einustu tónleika sérstaka og spennandi þvi aö í hvert sinn gerist eitt- hvaö alveg nýtt. Áhrifavaldur Bruce Springsteen er 31 árs New Jersey búi og ólst hann upp viö kröpp kjör. Hann fjallar oft Jónatan Garöarsson skrifar: um æskuslóðirnar, götuna og þankagang unglinga i stórborg- inni i lögum sinum. Hann er ein- staklega næmur textahöfundur og dregur oft upp sterkar mynd- iraf lifinu á götunni og segir eft- irminnilegar sögur i textum sin- um sem leita á hugann. Þaö er liöin tiö aö menn kalli Springsteen hinn nýja Dylan, enda er hann ekki eftirliking neins þó áhrif sin hafi hann frá ýmsum forverum sfnum. Bruce sækir áhrifin til Dylans, Van Morrisons, Chuck Berrys, Buddy Hollys og Phil Spectors svo einhverjir séu nefndir. En hann er einnig sterkur áhrifavaldur sjálfur einsog heyrist vel t.d. hjá Bob Seeger, Graham Parker og Elvis Costello. Hvaö sem ööru líður er Springsteen heiöarlegur rokkari sem litur á sig sem stritandi listamann og stefnir ætiö að fullkomnun. Stjóri Springsteen notar engin eitur- lyf þegar hann kemur fram á tónleikum.' ,,Að nota eiturlyf er einsog að koma fram á sviöiö meö hækjur” segir hann. Springsteen hlustar hinsvegar gjarnan á góöa tónlist áöur en hann kemur fram. Buddy Holly er t.d. i miklu uppáhaldi. „Þaö er einsog þegar leikari horfir á Marlon Brando á videói áður en hann fer inn á sviöiö” segir Springsteen. „Þaö gefur þér til kynna hvaða möguleikar eru i rauninni fyrir hendi, hversu langt þú getur gengiö og tilfinn- inguna fyrir þvi hvaö lifiö hefur uppá aö bjóöa. Vinir Bruce Springsteen og dyggustu aðdáendur hans kalla hann „stjóra” (Boss) en þegar hann endar tónleika sina, leggst hann oft á hnen fyrir framán hljóö- nemann og hrópar f einskonar angist: „Ég er fangi... fangi rokksins”. Og þetta hrópar hann úti salinn til samfanga sinna í hópi aðdáenda sem eru fangar rokksins einsog svo margar milljónir um allan heim. _jg * f # 5 HUSQVARNA 6G90 hefur nú ritað nafn sitt á spjöld sögunnar Enn ein bylting frá Husqvarna. Saumavélin sem skrifar!!!! S Það tekur langan tíma að sauma nafn í höndun- um. Þetta er nú hægt að gera með nýju Hus- qvarna tölvu-saumavélinni. ®Vélin saumar þrjár stærðir af stöfum. Nú geta allir merkt fatnaðinn, skrifað setningar. ÞAÐ ER TÍSKAN i DAG... P Enn fremur saumar tölvuvélin ótal mynstur og alla nytjasauma. Þá er hægt að búa til eigin mynstur, sem sett eru inn á tölvuna. Síðan saumar hún mynstrið sjálf. Komdu í verslun okkar og reyndu sjálf Þú munt sannfærast / utmai Sfygúióóan Lf SUÐURLANDSBRAUT 16 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 91-35200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.