Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 C 43 Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Naustabryggja - 4ra herb. Mjög góð 4ra herbergja íbúð í álklæddu húsi á jarðhæð með stórri sólverönd og skjólveggjum úr timbri. Fallegar mahóní- innréttingar. Stæði í bílageymslu. Stutt í afhendingu. 2ja-3ja herbergja Barðastaðir - 3ja herb. Mjög vönduð 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð í lyftu- húsi. Stæði í bílageymslu. Þessi íbúð er öll hin vandaðasta. Laus eftir samkomulagi. Verð 15,4 millj. Grenimelur - Vesturbær Góð og mikið endurnýjuð 71 fm, 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Fallegar inn- réttingar, gólfefni, flísar og parket. Gengt úr stofu út á góða suðurverönd. Skemmti- leg íbúð á þessum rólega og góða stað í Vesturbænum. Fensalir - 2ja herb. Mjög stór og góð 100 fm, 2ja herb., íbúð á jarðhæð. Beykiparket á allri íbúðinni og vandaðar mahóní-innréttingar. Baðherbergi með sturtu og baðkeri. Stór timburverönd með skjólveggjum og miklu útsýni. Verð 14,5 millj. Laugarnesvegur - 3ja herb. Mjög góð ca 80 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi á þessum góða stað. Nýleg falleg eldhúsinnrétting, góð gólfefni. Húsinu er mjög vel viðhaldið. Verð 11,5 millj. Ljósalind - 2ja herb. Góð 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Parket og flísar á gólfum, góðar innréttingar. Stór sólverönd með skjólveggjum. Verð 11,7 millj. Eldri borgarar Vesturgata - einstaklings íbúð Um er að ræða góða einstaklings- íbúð á þessum vinsæla stað fyrir eldri borgara. Mikil þjónusta er í húsinu. Atvinnuhúsnæði - Til sölu Bergstaðastræti - tvær ein- ingar Til sölu tvær einingar í nýju klæddu húsi á þessum góða stað í mið- bænum. Um er að ræð ca 50 fm og 60 fm einingar. Möguleiki er á að sameina þau í eina einingu. Naustabryggja - „penthouse“ Til sölu á þessum spennandi stað í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Íbúðirnar eru í Naustabryggju 20-22 og er um að ræða glæsilegar „penthose“-íbúðir á tveimur hæðum samtals um 220 fm, ásamt tveim stæðum í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar verða afhentar rúmlega tilbúnar til innrétt- inga. Tvennar flísalagðar svalir, ein á hvorri hæð. Miklir möguleikar, íbúðirnar eru tilbúnar nú þegar til afhendingar. 4ra-6 herbergja íbúðir Kristnibraut - 4ra herbergja Vönduð og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð ásamt stæði í bílageymslu í litlu fjöl- býlishúsi. Vandaðar innréttingar, mjög mikið og fallegt útsýni. Verð 17,8 millj. Naustabryggja 12-18-20-22 - NÝTT Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir frá 95 fm upp í 218 fm „penthouse“- íbúðir á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á bað- herbergi og þvottahúsi þar sem verða flísar. Íbúðirnar eru með vönduðum innrétt- ingum. ,,Penthouse”-íbúðir verða afhentar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bílageymslur fylgja öllum íbúðum. Að utan verða húsin ál- klædd. Afhending er Naustabryggju 12-18 í júlí 2003 og Naustabryggju 20-22 í mars 2003. Byggingaraðili er Byggingafélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar Nýjar og vandaðar 2ja til 6 herbergja íbúðir. Íbúðirnar verða frá 81 fm upp í 147 fm með rúmgóðum suður- eða vestursvölum. Þær verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi en þar verða flísar. Þá verða þær búnar vönd- uðum innréttingum með möguleika á stæði í bílgeymslu. Öllum íbúðum fylgir sér- þvottahús. Að utan verður húsið álklætt. Afhending í maí 2004. Byggingaraðili er Byggingafélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar Kirkjustétt 15-21 - Grafarholti - NÝTT NÝTT Höfum hafið sölu á vönduðum og rúmgóðum 3ja og 4ra herb. íbúðum í 15 hæða álklæddu fjölbýlishúsi. Í húsinu verða 2 lyftur, sjónvarpsdyrasími, vand- aðar innréttingar og möguleiki á stæði í bílageymslu. Mjög fallegt útsýni Góð staðsetning og stutt í alla verslun og þjónustu. Byggingaraðili er Bygginga- félag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönn- um Fjárfestingar. Rjúpnasalir 14 - Glæsilegt álklætt lyftuhús Sjáland - Garðabæ - NÝTT Norðurbrú 3-5 og Strandavegur 18-20 Vantar eignir fyrir kaupendur – Mikil sala Seljendur hafi samband við sölumenn okkar Nýjar og glæsilegar 2ja til 5 herbergja íbúðir í 4ra hæða fjölbýlishúsi með lyftum. Íbúðirnar verða 64 fm til 140 fm með suður- eða vestursvölum. Þær verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi en þar verða flísar. Þá verða þær búnar vönduðum innréttingum með möguleika á stæði í bílageymslu sem innangengt verður í úr húsinu. Stutt í miðbæ Garðabæjar og í Smáralind. Af- hending á haustmánuðum 2004. Byggingaraðili er Byggingafélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar Atvinnuhúsnæði - Til leigu Hlíðarsmári 11 Nýtt og fallegt húsnæði. Hentar vel fyrir skrifstofur, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150- 350 fm. Síðumúli 24-36 Nýtt skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Stærðir frá 150- 300 fm með stórum gluggum, innréttað að óskum leigutaka. Mörkin 4 Mjög glæsilegt og fullinn- réttað ca 340 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð, sem hægt er að skipta niður í tvær einingar. Vegmúli 2 Fallegt og gott atvinnu- húsnæði á góðum stað. Stærðir frá 50- 300 fm. Askalind 2 Mjög glæsilegt 215 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði með innkeyrsluhurð. Fullbúið með tölvulögn- um og lýsingu. Stutt frá Smáralindinni. Borgartún 31 Nýtt skrifstofuhús- næði samtals 700 fm, skiptanlegt í minni einingar. Innréttað eftir þörfum leigutaka. Frábær staðsetning. Einbýli, parhús og raðhús Vesturholt - Hfn. Fallegt og ein- stakt 213,8 fm einbýlishús á þremur hæð- um á frábærum stað. Fallegt útsýni, glæsi- legar innréttingar, falleg gólfefni, stór inn- byggður bílskúr og góðar geymslur. Prestbakki - raðhús Gott palla- byggt raðhús með innbyggðum bílskúr. Mjög vel skipulagt hús, möguleiki á að hafa litla aukaíbúð með sérinngangi. Dalatangi - einbýli Mjög stórt, 414 fm, vandað tvílyft einbýlishús,með tvö- földum bílskúr. Húsið skiptist í stórar stof- ur, svefnherb., eldhús, bað o.fl. á efri hæð, en í kjallara er stútdíó-íbúð, eða 5 stór svefnherb. Einnig er vinnuaðstaða undir bílskúr. Gróinn garður með stórri verönd ásamt heitum potti. Verð 33,5 millj. Otrateigur - raðhús Gott og vel skipulagt ca 130 fm raðhús á tveim hæð- um auk bílskúrs. Nýleg eldhúsinnrétting, og fl. 4 svefnherbergi. Starengi - raðhús Til sölu gott raðhús á einni hæð með innbyggðum bíl- skúr. Allar innréttingar eru í stíl, mahóní og sprautulakkað. Gólfefni er gegnheilt yat- opa og flísar. Frágenginn garður með timburveröndum fyrir framan og aftan húsið. Hitalögn er í bílaplani og göngustíg að húsi. Verð 22,4 millj. Brúnastaðir - Einbýli Til sölu mjög gott og vandað 191 fm nýtt og mjög fallegt einbýlishús á einni hæð, ásamt stórum flísalögðum bílskúr. Parket og flís- ar á allri íbúðinni, fallegar innréttingar. Starengi - Raðhús Mjög fallegt hús á einni hæð ásamt innbyggðum bíl- skúr, 4 svefnherbergi mjög vandaður, frá- gengin, suðurgarður með stórri verönd. Húsið er fallegt að utan sem innan. Sérhæðir Miðtún - sérhæð Til sölu við Mið- tún, góð íbúð með sérinngangi, hæð og ris samtals 123 fm. Stór stofa, hjónaherb. og eldhús á hæðinni og 3 herb. í risi. Íbúð- in er nýmáluð, nýlegt gólfefni, snyrtilegar innréttingar. Útgangur úr stofu út á sólpall og garð. Góð eign í rólegu hverfi. ÁRIÐ 1983 í nóvember tóku sig saman nokkrir frammámenn í Hafnarfjarðabæ og stofnuðu fast- eignasölu. Sú fasteignasala er enn starfandi og heitir Hraunhamar. „Nafnið er tilkomið af hrauninu í bænum og hins vegar Hamrinum sem er eitt af einkennum bæj- arins,“ segir Helgi Jón Harðarson sem er annar eigandi fasteignasöl- unnar Hraunhamars nú, hinn eig- andinn er Magnús Emilsson. „Ég kom að fasteignasölunni árið 1991 þegar við Magnús keyptum hana saman, en þá hafði ég verið starfandi sölumaður á fast- eignasölu í Reykjavík í fjögur ár og Magnús hafði sömuleiðis verið sölu- maður fasteigna hjá Hraunhamri frá 1986. Fasteignasalan Hraun- hamar var fyrst til húsa á Reykja- víkurvegi 72, á annarri hæð húss- ins þar sem Bónus hefur m.a. sína starfsemi. Skrifstofur Hraunham- ars hafa síðustu árin verið í Bæj- arhrauni, nú í Bæjarhrauni 10 í eigin 250 fermetra húsnæði, sérhönn- uðu fyrir nútímafasteignasölu.“ Starfsmenn 9 og lífleg sala Hefur fasteignasala tekið miklum breytingum á þessum 20 árum? „Lengi vel sóttu Hafnfirðingar til Reykjavíkur hvað fasteignakaup varðar en með tilkomu Hraunham- ars, sem er ein elsta fasteignasala Hafnarfjarðar breyttist þetta mik- ið. Þessar breytingar urðu þó smám saman, enda var aðeins starfandi sölumaður í hálfu starfi hjá Hraun- hamri í byrjun. Nú eru starfsmenn níu samtals og fasteignasalan er ein af fimm stærstu fasteignasöl- um á landinu og er með ráðandi markaðshlutdeild á svæðinu. Helstu markaðssvæði sölunnar eru Hafnarfjörður, Garðabær og Álfta- nes. Mikill stöðugleiki hefur einkennt þetta fyrirtæki og vaxandi velta er frá ári til árs. Þess má geta að fyrstu ár Hraunhamars var skipasala nokkuð stór þáttur í viðskiptunum en það er löngu liðin tíð. Nú eru starfandi þrír löggiltir fasteignasalar í fyrirtækinu.“ Hvernig finnst þér horfurnar vera í fasteignasölu um þessar mundir? „Fasteignasala hefur vaxið síð- ustu ár mjög mikið, mikil hreyfing hefur verið á markaðinum og mikið byggt. Ég sé ekki að þar verði mikil breyting á næstu árin, einkum ef 90% lán verða almennt veitt fast- eignakaupendum, en það á að gera í áföngum næstu ár ef af verður.“ Hraunhamar leiðandi á sínu svæði Morgunblaðið/Eggert F.v. Helgi Jón Harðarson og Magnús Emilsson, eigendur Hraunhamars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.