Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Laugardagur 1. nóvember 1980 ‘V; utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davifl Guflmundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritst jórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Arnl Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttlr, Gylfi Kristjánsson, lllugl Jökulsson, Kristtn Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaflamaflur á Akureyri: Glsll Slgurgelrsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, fiðagnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurflur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 86611 og 82260. Afgreiflsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjalder kr. 5.500.- á mánufli innanlandsog verfl i lausasölu 300 krónur ein- takið. Vlsirer prentaflur I Blaflaprenti h.f. Siflumúla 14. ATHUGUM ENDURWNNSLUNA Veruleg áhersla er vlöa erlendis lögö á endurnýtingu pappirs, en hér á landi er enn ekki um neitt slikt aö ræöa, enda þótt þúsundir lesta af pappir falli til hér á hverju ári. Eitt af því, sem menn eru að átta sig á smám saman í neyslu- þjóðfélögum nútímans er, að með sama áframhaldi munu ýmsar þær auðlindir, sem við göngum vægðarlaust á um þess- ar mundir ganga til þurrðar á næstu áratugum. Það sem helst hef ur verið rætt um í þessu sam- bandi eru ýmsar orkuauðlindir okkar, ekki síst olian, og er nú lagt kapp á að f inna leiðir til þess að leysa orkuþörf framtíðar- innar með öðrum hætti víða um heim. En það er f leira sem gefa þarf gaum að í þessu sambandi og allt of lítið er rætt um í erli hvers- dagsins meðal annars það, hvort hægt sé að nýta betur og skyn- samlegar ýmis þau hráefni, sem við höf um enn aðgang að. Þar er um að ræða að f ullnýta sumt sem ekki er fullnotað í dag, þar á meðal að vinna úr ýmis konar úr- gangi, nýta aftur ýmsa hluti, sem búið er að nota einu sinni í ákveðnum tilgangi, til dæmis umbúðir, eða þá að endurvinna ýmislegt, sem ef til vill gegnir ekki hlutverki sínu lengur, þann- ig að það sé nothæft í annars konar formi aftur og er í því sambandi helst rætt um endur- vinnslu málma og pappirs. Við skulum staldra við síðasta atriðið og látum hitt kyrrt liggja að sinni rúmsins vegna. Eðlilegt er í því sambandi að beina at- hyglinni að pappírnum, ekki síst þegar dagblað á í hlut, enda mun pappírsúrgangur vera sú tegund úrgangs, sem víða um heim er lögð megináhersla á að gjörnýta. I nýútkomnu hefti Náttúru- verks, blaðs Félags verkfræði- nema og Félags náttúrufræði- nema við Háskóla íslands kemur fram, að gerð hefur verið athugun á hve mikill hlutur papp- írs er í því sorpmagni, sem fellur til i Reykjavíkurborg. Þessi pappír nemur tæpum þrjátíu þúsund tonnum á ári eða rúm 40% heildarúrgangsins. Slíkar tölur fyrir landið í heild eru ekki til. Úrgangspappír er ekki endur- unninn hér á landi. Eina umtals- verða tilraunin, sem gerð er til nýtingar á pappísrúrgangi hérlendis er, að nokkur fyrirtæki f lytja út úrgangspappír til endur- vinnslu erlendis. Þarna mun um að ræða Kassagerð Reykjavíkur og stærstu prentsmiðjur landsins. En auk úrgangspappírs frá slíkum fyrirtækjum gefur auga- leið að auðvelt væri að safna saman til dæmis því gífurlega magni af dagblöðum og tima- ritum sem hér fellur til á hverju ári ásamt margvíslegum öðrum pappír sem notaður er á heim- ilum. Blaðið Náttúruverkur bendir á eitt ákveðið afmarkað dæmi um verulegt pappirsmagn, sem árlega fer forgörðum hérlendis, en það er sá pappír, sem gamla símaskráin hef ur verið prentuð á og fer á haugana, þegar sú nýja fer í dreifingu. Á þessu ári er upplag símaskrárinnar 103 þúsund eintök. Hver skrá vegur 1,1 kílógramm og má því búast við, að á næsta ári hendi símnot- endur á haugana rúmum 113 tonnum af símaskrárpappír. Litlar athuganir hafa verið gerðar á endurvinnslumögu- leikum pappírs hér á landi til þessa og almennt verið talið, að slíkt væri ekki nógu hagkvæmt. Full ástæða er aftur á móti til þess að kanna þessi mál til þrautar með tilliti til gjaldeyris- sparnaðar og nýtingar inn- lendrar orku. I því sambandi er sjálfsagt að athuga möguleikana á endur- vinnslu pappírs í því pappírsveri, sem Finnar hafa hug á að reisa á Húsavík, en líklegt má þó telja, að í þessu sambandi komi f remur til greina smáiðnaður en stóriðja. '••••■•y ■••••!»•••••• I Helgarþankar I Að vera með sjáífum sér Alltaf eru þeir visu menn sem bera, aö eigin ósk ábyrgö á bjóöarskútunni aö sannfæra okkur hin um aö viö lifum á alvarlegum timum. Viö eigum ekki aö vera aö mögla og nöldra viö eigum bara aö trúa aö alltaf sé veriö aö gera þaö sem okkur er fyrir bestu. Þetta er sú blaö- siöan sem stjórnarsinnar nota hverju sinni. Hjá stjórnarand- stööunni er allt lesiö öfugt. Þaö er allur vandinn. Til tilbreyt- ingar hrópa þeir svo hver á annan ,,Ég tók viö þessu af þér, þú byrjaöir”. Stundum sér al- þýöumaöurinn I gegnum sjónar- spiliö, brosir I kampinn og þakkar fyrir aö eiga eigin dóm- greind. En þvf miöur tekst stundum aö þyrla upp sliku moldviörí aö jafn'vel ratvisústu menn tapa áttunum. Nú um skeiö hefur mikiö veriö rætt um barnaskatta. Oröiö er tortryggi- legt, minnir á barnsrán. Enda bregöast margir illa viö. Menn æpa hver á annan og kennir hver öörum um. En hvaö hefur skeö. Er um nýja skatta aö ræöa? Að minu viti ekki. Hér er veriö aö færa til skatt, sem oft kom mjög illa niöur á þeim sem sist skildi. Foreldrar meö eitthvað af börnum innan sextán ára uröu aö taka skattbyröina á sig ef börnin fengu vinnu. Finnst fólki ekki nóg um skattana? i einu blaði er tekiö dæmi um ungling meö rúml. 4 milljónir i tekjur, væntanlega fyrir sumar- vinnu. Hún fær um 4 hundruö þúsund i skatta. Ljótt væri það en segjum að tekjur hennar heföu veriö lagöar viö tekjur föður hennar hvað heföi hann fengið i skatta, jafnvel þó hans tekjur heföu ekki verið hærri en hennar. Þaö væri dálagleg summa með núgildandi skatt- stiga. Sjálfsagt auðvelt að reikna þaö. En mig langar aö bregöa upp öörum dæmum. Ég tek tvo skattseöla annar maöur- y, m ■ Aöalheiöur Bjarnfreös- dóttir skrifar inn hefur 4,6 milljón i tekjur, borgar 1,2 i skatta, hinn hefur 2,8 I tekjur borgar 500 þús. i skatta. Hver fer verst út úr skattinum ? Tvimælalaust sá sem hefur lægstu tekjurnar. Hann ætti ekki að borga neitt, hvað þá heldur að ætla honum að borga eitthvað af barnaskött- um. Nú segir einhver, þaö getur ekki veriö aö til sé fólk sem ekki hefur haft nema tæpar 3 millj- ónir i árstekjur fyrir 40 st. vinnuviku 1979. Jú þvi miöur allstór hópur hér i Reykjavik. Ég vona a.m.k. að þetta fólk láti ekki æsa sig upp til aö kalla yfir sig gamla formiö. Mér er alveg sama þó framkvæmdin hafi far- iö eitthvaö úrskeiöis i byrjun. Hugmyndin er góð og þaö á ekki aö eyðileggja hana. Nú er veriö að segja aö Reykjavikurborg ætli að selja rikinu Fæöingar- heimili borgarinnar. Finnst ykkur þetta hægt borgarfulltrú- ar? Er þaö mögulegt aö borgin sé svo fátæk aö hún geti ekki átt og rekið eitt fæðingar heimili. Ég álit aö þaö mál allt þurfi aö skoöa mikiö betur. Ég þekki margar konur, sem hafa fætt börn sin á Fæðingarheimilinu. Þær eru allar á einu máli. Hvergi vilja þær heldur fæöa sin börn. Þetta útaf fyrir sig er ærin ástæða, þó hinu sé sleppt að borgarfulltrúar mega ekki með fljótfærnislegum aðgerðum hlaupa til og gera ráðstafanir sem eru borginni okkar til vansa. Þaö ættu allir aö skilja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.