Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 9
Þessa dagana er Stefán Karlsson aö lesa Egilssögu i út- varpinu. Hér þarf ekki aö tiunda frægö Egils eöa bollaleggja sannleiksgildi sögunnar. Um þaö eru aðrir færari. Vist er margt með miklum ólikindum i afrekaskrá kappans, þegar hann heggur mann og annan, en sennilega er þaö einmitt hetju- ljóminn og „supermennskan”, sem höföar til okkar i þessari ævintýrasögu. Og getur nokkur álasaö Islendingum þótt þeir leggi trúnaö á Egilssögu, og sjái garpinn ljóslifandi kominn þegar eftirfarandi lýsing er lesin: „Egill var mikilleitur, enni- breiöur, brúnamikill, nefiö ekki langt,en ákaflega digurt, gran- stæöiö vitt og langt, hakan breiö furöulega og svo allt um kjálkana, hálsdigur og herða- mikill, svo aö þaö bar frá þvi, sem aörir menn voru, haröleitur og grimmilegur, þá er hann var reiöur. Hann var vel i vexti, og hverjum manni hærri, úlfgrátt háriö og þykkt og varö snemma sköllóttur. En er hann sat, sem fyrr var ritaö, þá hleypti hann annarri brúninni ofan á kinnina, en annari upp I hárrætur. Egill var svarteygður og skolbrúnn” Þetta er sá Egill sem við þekkjum og viljum eiga. Þaö skáldar enginn rithöfundur slika persónu, og ekki komast „supermenn” nútimans i hálf- kvisti viö þá vikingsmynd, sem Islandssagan hefur dregið upp af Agli Skallagrimssyni. Hóimgöngur Þaö vaföist ekkert fyrir Agli, ef hann átti óuppgerðar sakir viö fórnarlömb sin. Eftirminni- leg er sagan af viöskiptum hans og Berg-önundar, þegar menn Gunnhildar drottningar geröu aö engu tilraunir góöra manna aö ná sáttum milli þeirra Egils. Þá gekk Egill fram og mælti til önundar: Þá vil ég bjóöa þér hólmgöngu og þaö, aö viö berjumst hér á þinginu. Hafi sá fé þetta, lönd og lausa aura, er sigur fær, en þú ver hvers manns niðingur ef þú þorir eigi”. Ekki má gera Agli þann óskunda aö nefna hann I sömu andránni og ýmsa sviplitla nútlmamenn, en þó kemur þessi hólmgönguáskorun i hug, þegar fylgst er meö þeim h'ólm- göngum, sem fram fara á Islandi um okkar daga. Nú eru þær háöar i nafni vináttu og drengskapar, jafnréttis og bræöralags. Lýðræðisást Hólmgöngurnar 1 Alþýöu- Hólmgöngur í Islandssögu flokknum fara fram um þessa helgi, en fyrstu áskoranir bárustfrá Kjartani Jóhannssyni I fyrri viku. Askorun hans á hendur Benedikt Gröndal var aö sögn Kjartans sett fram I þeim tilgangi aö tryggja lýöræöiö og framfylgja vilja flokksmanna um kosningar i formannsem- bættiö. Gröndal sjálfur virtist þó ekki bera jafn mikla ást til lýöræöis- ins, og sendi frá sér fréttatil- kynningu nokkrum dögum siöar, þar sem hann dró sig i hlé til aö foröa þvi aö lýöræöi og kosningarnar skööuöu flokkinn! Ekki haföi Benedikt fyrr varaö svo viö lýöræöinu, en Vil- mundur Gylfason og Magnús Magnússon lýstu framboöum sinum til varaformennsku. Vil- mundi þótti þaö stórmennska hjá Benedikt aö draga sig í hlé til aö foröa átökum, en var sjálfur á þeirri stóru stundu al- búinn i slag, sem formaðurinn taldi svo varasaman. Enginn spreðubassi Þeir Alþýöuflokksmenn þurfa ekki aö undrast þótt þessir til- buröir hafi oröið aö athlægi og þeim sjálfum til lftils fram- dráttar. Þaö er sennilega rétt hjá Vil- mundi, aö sá er þeirra stærstur, sem fyrstur rann af hólminum. Hér verður ekki skrifaöur palladómur um Kjartan Jóhannsson. Hann býöur af sér góöan þokka og er enginn spreöubassi. En Kjartan þarf aö taka sig verulega á, ef hann ætlar aö afmá stimpil og yfir- bragö sérfræöingsins sem viö hann hefur loðað. Hann er meiri teknókrat en demókrat, hvaö sem siöar veröur. Reynslan veröur aö skera úr um þaö, hvort breytingar séu ávallt til batnaöar. Meö þvi veröur fylgst vföar en i Alþýðuflokknum Kjarabætur Þaö fylgir þvi léttir þegar samkomulag næst f erfiöum kjaradeilum. Sú óvissa sem hlýst af lausum kjarasamn- ingum og langvinnu samninga- þófi tekur á taugarnar, jafnvel hjá þeim sem ekki hafa beinna hagsmuna aö gæta. Og i raun- inni hafa allir hagsmuni af þvi hvernig um semst i svo viö- tækum kjaradeilum, eins og þeirri sem staöiö hefur yfir allt þetta ár. Flestir gera sér grein fyrir aö kaupmáttur hefur rýrnaö og þurfa þeir þá ekki hagskýrslur til. Flestir ef ekki allir hafa samvisku af þvi, aö stórir hópar hér á landi búi viö slfk kjör, aö jaörar viö fátækt. Þess vegna er þvi fagnað, ef tekst aö ná fram ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar kjarabótum, sem koma þeim til góöa sem lakast eru settir. Nýgeröir kjarasamningar skipta engum sköpum I lifs- baráttu hvers og eins, en eru þó að því sniönir, aö taka meir tillit til hinna lægst launuöu, en oft hefur gerst áöur. Félagsmálapakkinn Þaö er einnig ánægjulegt aö sjá i félagsmálapakka rikisstjórnarinnar loforö og yf- irlýsingar um kjarabætur, sem varða bein lifskjör. Þar ber sérstaklega aö nefna fyrirheit um samfellt lifeyris- kerfi fyrir alla landsmenn, sem veröi komiö á eigi siöar en á ár- inu 1982. Ástandiö I lifeyrismál- um og mismunandi aöstaða launafólks I þeim efnum er óþol- andi. Rétt er aö minna á aö Guömundur H. Garöarsson lagöi fram fyrir 2—3 árum merkilegtfrumvarpsem stefndi að samræmdri lffeyrisstefnu eftir svokölluöu gegnum- streymiskerfi og haföi meö þvi afar þýöingarmikið frumkvæöi um þá kröfu, sem nú á aö hrinda i framkvæmd. Fyrirheit rikisstjórnarinnar um fæöingarorlof, dagvistunar- mál og vaxtakjör orlofsfjár eru lofsverö og sérstaklega er tima- bært, frumvarp til laga um ellilifeyri til 60 ára sjómanna, sem hafa haft sjómennsku aö aöalstarfi i 25 ár. Þennan starfs- tima mætti aö ósekju stytta. Stærri bitar af minni köku Auövitað er fyrirhafnarlitiö aö lofa öllu fögru, og þótt ekki veröi efast um aö rikisstjórnin hafi góöan ásetning um aö efna öll loforö, þá er þrautin þyngri aö finna þeim staö i fjárlögum og útgjöldum. Sagt er aö ifélagsmálapakkinn kosti nær 10 milljaröa króna. Nú i vikunni var boöaö frumvarp um náms- lán sem tryggöu námsmönnum lán fyrir allri umframfjárþörf. Þaö mun kosta ca. 9 milljarða króna. Fregnir berast um að rikísstjórnin hyggist gripa til veruiegra niöurgreiðslna á bú- vöruverði. Þaö kostar ófáa milljaröana ef af veröur. Þetta fé, og fjármagniö sem standa á undir launahækkunum nú um mánaöamótin veröur ekki gripiö upp af götunni. 1 þjóðhagsáætlun er ekki gert ráö fyrir aö þjóöarframleiöslan aukist meir en 1% á næsta ári. Þaö er af þessum sökum, sem erfitt er aö flytja langar þakkargeröir, hvorki til samn- ingamanna né ráöherra, meöan enginn, veit, hvernig skipta á köku i stærri bita, þegar minna er til skiptanna. Töfraráðin Kjarasamningarnir hafa þaö i för meö sér, aö rikisstjórnin getur og þarf ekki lengur aö skjóta sér á bak viö þá óvissu i kaup- og kjaramálum. Nú hlýt- ur aö koma til hennar kasta aö veita viönám, hvort sem þaö veröur i anda niöurtalningar eöa heföbundinna „Ihaldsúr- ræöa”. Morgunblaöiö hefur fullyrt aö annaö tveggja sé i uppsiglingu, „febrúarlög” eöa „leiftursókn”. Þetta er eflaust sett fram sem ögrun, i sama tilgangi og nefnd er snara I hengds manns húsi, en fullyrt er þaö samt, og ekki út i bláinn. Þaö teldist auövitaö til meiri- háttar stjórnmálatiöinda ef slikar ráöageröir væru á dag- skrá og jafngilti i rauninni pólitisku sjálfsmoröi flestra þeirra sem aö núverandi stjórn standa. Óþarfi er hér aö hafa uppi dylgjur um þennan málatil- búnaö, enda er ekki annaö aö heyra, en rikisstjórnin telji sig geta kveðið veröbólguna niöur meö öörum ráöum. En þau töfraráö veröa aö koma fljótt i ljós. Kynfræðsla Nú stendur til hjá fræðsluráði Reykjavikur að þiggja leikrit Alþýöuleikhússins, „Pæld’ iöi” til sýninga i grunnskólum, en leikritiö fjallar um ást og kynlif. Enginn dómur skal lagöur á leikritiö, þótt misjafnt sé um þaö talað. Ef menn vilja inn- leiöa kynfræöslu i skólum veröur aö hrista af sér fordóma. Ekki er þó þvi aö neita, aö meöal foreldra sem eiga börn i skólum á þessum aldri, hlýtur að gæta tregöu, og jafnvel ihaldssemi, þegar kemur aö opinskárri kynfræöslu. 1 Visisgrein segir Bragi Jósefsson um fyrrnefnt leikrit: „Þarna er blandaö saman viö- horfum kynæsingamanna, sem tekið hafa upp baráttu fyrir frjálsu og hömlulausu kynlifi og viðhorfum kynvillinga, sem geta verið misjöfn, eins og gengur og gerist meöal fólks almennt”. An þess aö hafa uppi nokkra fordóma eöa hræsni gagnvart þeirri fræðslu, sem felst I leik- ritinu, getur þaö vart talist úr vegi, þótt fariö sé fram á, aö foreldrar og heimili, séu höfð meö í ráöum, áöur en lagt er af staö í leikferö af þessu tagi. Sú krafa er a.m.k. eölileg frá þeim foreldrum sem ennþá vilja fylgjast meö uppeldi barna sinna, og telja heimilin einverju varöa. Ellert B. Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.