Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 14
Laugardágur 1. nóvember 1980 Vandar- högg Jökuls og Hrafns handriti Jökuls, og reyndar öllu svakalegri, eins og eftirfarandi kafli úr handriti Jökuls ber meb sér: „LARUS: (hrópar án þess að taka f huröar- húninn) Emma! E m m a! Er eitthvaöaö. (Niður stigann seitlar blóöiitað vatn. Fáeinar fjaðrir á vfð og dreif i straumnum: Rós fetar sig upp stigann, dokar við að baki Lárusi sem loksins opnar dyrnar að baðherberginu, vatns- straumurinn eykst og hann beygir sig nógu timanlega til að gripa blóðugan fuglinn reittan og snúinn úr hálsliðnum) RÓS (gripur hræið af fuglinum) Af hverju gerði hún þetta við Gjökk? Hvað hafði aumingja Gjökk gert henni! LARUS: (starir inn i baðherbergiö) Það er áreiðanlega ekki mikið á móts við það sem hún hefur gert sjálfri sér. RÓS: Hvað meinaröu? (Þau horfa bæði inn I baðherbergið, þar sem Emma liggur örend I fullu baðkarinu. Vatnið svart af blóði, sjálf er hún skorin á háls og báðar slagæöar skornar sundur, höfuðið lafir yfir brúnina á baðkarinu, Rós lætur fuglinn falla á gólfið) RÓS: Gat hún ekki einu sinni séð litla Gjökk i friöi!...”. Þetta atriöi er undirbúiö fyrr i handriti Jökuls m.a. meö þvf aö Rós finnur rakhnif á hillu i baöherberginu „tekur hann úr sliðri og dregur eggina eftir fingrum sér svipbrigöa- laus”. Veruleg stytting samtala Eins og áöur hefur veriö minnst á eru sam- tölin I handriti Jökuls mun itarlegri en i sjónvarpsgeröinni. Mikilvægi samtala i leikritum Jökuls hefur lengi veriö viöurkennt. „Samtölin veröa I höndum höfundar tæki til að koma ákveðnum veruleika til skila”,segir Friöa A. Siguröardóttir i ritgerö sinni um „Leikrit Jökuls Jakobssonar”. Og hún segir ennfremur: „Jökull notar endurtekninguna mjög mikið i verkum sinum og beitir henni oft likt og i ljóði eða tónlist... fyrst og fremst veröur hún honum þó tæki til að leggja áherslu á þá þætti verka sinna, sem hann vill halda að lesanda/áhorfanda”. Hrafn Gunnlaugsson segir I viðtali hér á siöunni, aö endurtekningaaðferöin hæfi mun siöur kvikmynd en leiksviði, og þvi hafi endur- tekningastyttingar veriö nauösynlegar. Einnig eru felld niöur I sjónvarpsgeröinni ýmis samtöl, sem ekki „passa” vegna breyttrar atburöarásar, eins og birt hafa veriö dæmi um hér aö framan. Þá er sumum samtölum sleppt. Þar má sem dæmi nefna ýmis samtöl, sem gefa fyllri mynd af þvi hvernig kona Emma er. 1 leiðbeiningunum I handriti Jökuls er Emma sögö „kvenleg i fasi nema hvað hún hefur yfirskegg og talar óvenju djúpri rödd”. A einum staö i handritinu heldur Emma þeim Lárusi og Rós veglegan kvöldverö og er „mikiö i borið”. Þar spyr Lárus um dánaror- sök móður þeirra, en Emma hefur hugann fyrst og fremst viö góöan mat og gott vin, og segir m.a.: ..En fáöu þér meira. Og þú smakkar varla á rauðvíninu. Þetta er þó Chateauneuf-du-Pape. (hellir) Til heiðurs ykkur”. I sjónvarpsgeröinni segir Lárus viö Rós, aö Emma hafi fórnaö sér, og þar meö frama viö Vinaróperuna, fyrir veika móöur sina. í hand- riti Jökuls staöfestir Emma þetta sjálf viö Rós: „EMMA: Jæja, elskan, ég vona þú eigir eftir aö kunna vel við þig hér. Þetta er sjálfsagt ólikt þvi sem þú átt aö venjast. RÓS: Já, EMMA: Ég skil þig. Hér gekk ég um öll þessi ár og lét mig dreyma um óperuna i Vlnarborg. RÓS: Þú hefur fórnað miklu. EMMA: Lifið er fórn”. 1 handriti Jökuls er eins þetta brot samtals, sem segir sitt um ævi Emmu: „RÓS: en ég var alltaf svo fegin þegar hann kom heim aftur, þá varð allt svo gott, svo gott og tryggt og friösælt, svo yndislegt, við vorum svo hamingjusöm. EMMA: (endurtekur) ...hamingjusöm... RÓS: Já. Hamingjusöm. EMMA: Segöu mér — (örstutt þögn) — hvernig er aö vera hamingjusöm? RÓS: Hvernig? EMMA: Segðu mér hvernig það er„ segöu mér allt af létta... lýstu þvi fyrir mér”. Samtölbútuö niöur Þaö kemur fljótt i ljós viö samanburö á handriti Jökuls og sjónvarpsgerö Vandar- höggs, aö samtölin i sjónvarpsgeröinni eru i allt annarri röö en i handritinu. Samtalasenur handritsins eru bútaöir niöur og þeim dreift i margar senur I sjónvarpsgeröinni, stundum meö verulegu millibili. Þetta veröur m.a. til þess, aö sum samtöl eiga sér staö i allt ööru samhengi i sjónvarpsgerðinni en i handritinu. 1 opnunni hér aö framan er birt dæmi úr handritinu, sem gefur skýra hugmynd um hvers konar breytingar hafa oröið á samtöl- unum: skipting á milli sena, stytting og um- rööun þar sem hluti samtalsins („Ég skelf ekki” o.s.frv.) er i ööru samhengi I sjónvarps- gerðinni en i handriti Jökuls. Segulbandstækið Endalok leiksins gerast á Akureyrarflugvelli jafnt I handriti Jökuls sem I sjónvarpsgerðinni, en þó meö nokkuð öörum hætti. 1 sjónvarpsgerðinni kemur feröasegulbands- tæki, sem Rós hefur meö sér öllum stundum, mjög viö sögu og veröur reyndar nokkur ör- lagavaldur undir lokin á flugvellinum þvi þegar Lárus spilar þar af segulbandinu hluta samtals sins viö Zetu veröur honum ljóst hvaöa hlut Rós átti i gangi mála. Þetta segulbandstæki kemur hvergi fram i handriti Jökuls. Lárus fær þvi vitneskju sina á flugvellinum meö öörum hætti. Þegar hann og Rós eru aö ganga frá sinum málum i flugaf- greiöslunni dettur vöndurinn eöa svipan úr handtösku Rósar. Lárusi veröur þá ljóst I einni svipan hvaö gerst hefur, enda haföi Emma áður sagt honum um svipuna: „Þaö nær henni enginn af mér nema ganga af mér dauðri”. Endirinn iendanlegri gerð Bæöi I handriti Jökuls og sjónvarpsgeröinni játar Rós fyrir Lárusi afbrot sin, þar á meöal moröiö á Emmu, á Akureyrarflugvelli. 1 sjónvarpsgerðinni lýkur verkinu meö eftir- farandi samtali: „LARUS: Og Emmu kláraöir þú með köldu blóði. RÓS: Ekki með köldu blóði, Lárus. Með eigin höndum af þvi ég elska þig. Elskan min, nú ertu frjáls. Nú ertu frjáls, nú erum bara við tvö, bara við tvö ein — og barnið okkar. LARUS: Barnið okkar? Hvaða barn? RÓS: Barniö.Barnið þitt, barnið okkar sem bindur okkur saman að eilifu. Barnið sem ég geng með, Lárus. Við erum frjáls, við erum frjáls, við erum að fara, við erum að fara. (Rós fer að afgreiösluborðinu en endur- minning birtist i huga Lárusar, þar sem veriö er að loka hann inni sem barn): BARNID: Ekki loka mig inni, ekki loka mig inni, ekki loka mig inni... KVENRÖDD: Viltu bara vera almennileg og hlýða mér. (Þegar Rós litur upp er Lárus farinn- Hún leitar hans og sér hann aka á brott I leigubif- reið á sama tima og flugvélin hefur sig til flugs). Endirinn i handriti Jökuls 1 handriti Jökuls er endirinn hins vegar sem hér segir: „LARUS: Og Emmu, Emmu kláraöir þú sjálf, rétt meðan ég skrapp niður I bæ„ meö eigin liöndum, kiildu blóði... RÖDD: (úr hátalara) Flugleiðir tilkynna brottför til Reykjavikur... Farþegar eru vin-~ samlega beönir að stiga tafarlaust um borö... RÓS: Með eigin höndum.. en ekki köldu blóði, Lárus.. af þvi ég elska þig... nú ertu frjáls... frjáls. Nú erum við bara tvö ein. Við erum bara tvö ein i — (Rödd hennar sigri hrósandi kafnar I ærandi gný af Fokker Friendship vélinni og þau standa ein úti á flugstöövarhlaðinu, i baksýn sjáum við á halarófu farþega stiga um borö i flugvélina)”. Lokaorð Hér hefur veriö geröur nokkur samanburöur á handriti Jökuls Jakobssonar af Vandarhöggi frá 1976 og þeirri sjónvarpsgerö verksins, sem frumsýnd var um siöustu helgi. Þá er birt hér á siðunni stutt simaviötal viö Hrafn Gunnlaugsson, en hann er staddur I New York. Rétt er aö taka fram, þótt þaö ætti reyndar aö vera óþarft, aö hér er enginn dómur lagöur á þaö, hvort Vandarhögg sé góö eöa vond sjón- varpskvikmynd, eöa hvort handrit Jökuls sé betra eða verra en sjónvarpsgeröin. Þvi siöur er getum að þvi leitt, hvort sjónvarpskvik- myndin heföi oröið ööruvisi ef Jökull heföi tekiö beinan þátt i allri gerö hennar. Þaö er fyrir utan sviö þessarar úttektar, sem aöeins felur i sér nokkurn samanburö á þvi handriti, sem Jökuli lagöi fram, og þeirri sjónvarps- gerö, sem landsmenn hafa þegar séö. Vegna þessa samanburöar horföi ég aftur á Vandar- högg af myndsegulbandi i gær meö handrit Jökuls til samanburöar, og geröi þá um leið hljóöupptöku, sem byggt er á þegar vitnað er beint til talaðs orös i sjónvarpsgeröinni. — ESJ <:"%I A ■ m 'w. & Hrafn Gunnlaugsson leiðbeinir Benedikt Árnasyni (Lárus) og Björgu Jónsdóttur (Rós) í einu atriðinu. Vísismynd: GS/Akureyri. ,,Tilneyddur að ritstýra á vissan hátt textanum” — segir Hrafn Gunnlaugsson í símaviðtaíi, en hann dveíur nú í JVcit) York Hvaö segir Hrafn Gunnlaugsson, sem annaöist sjónvarpsútfærslu og leikstjórn Vandarhöggs, um þá áleitnu spurningu margra, hvað sé Jökuls og hvað sé Hrafns I endan- legri gerð verksins? Visir hafði sam- band við Hrafn simleiðis á fimmtu- daginn, þar sem hann dvaldi á hóteli i New York, og spuröi hann hverju hann vildi svara þeirri spurningu. „A milli okkar Jökuls rikti mikiö trúnaöartraust”, sagöi Hrafn. „ViÖ stofnuöum saman litiö leik- hús d Hótel Loftleiöum sem hét Höf- undaleikhúsið. Þar setti ég upp ein- þáttung eftir hann sem hét „Hlæöu Magöalena, hlæöu”. Þaö var upp- hafiöaö okkar samstarfi. Siöan leik- stýröi ég sjónvarpsleikriti eftir hann sem hét Keramik, og segja má, að viö þá vinnu hafi fæöst sú hugmynd, aö Jökull skrifaöi handrit aö sjón- varpskvikmynd. Hann haföi þá I huga aö nýta þá reynslu, sem hann haföi fengiö viö aö fylgjast með upp- tökum á Keramik, þvi hann geröi sér grein fyrir þvi, eins og góöur rithöf- undur gerir, aö þaö gilda ólik lögmál I útvarpsleikriti, sviösleikriti eða kvikmynd. Jökull gekk aöeins ööruvisi til verks i þessu tilviki en oft áöur. Mörg leikrita hans uröu þannig til, aö þaö var eins og hann byrjaöi aö heyra samtal, ogútúrþvisamtali kom nýtt samtal, og þannig uxu samtöiin hvert á fætur ööru eins og kóralrif sem byggist upp. En i þessu tilviki hugsaöi hann út leikflækju, og siöan fór þessi texti aö veröa til”. Ritstýring „Jökull var náttúrulega enginn rútineraöur kvikmyndahandritahöf- undur og ég hef reynt aö sýna þess- um nána vini minum eins mikinn trúnaö og ég hef getaö. — Auövitaö erégsem leikstjóri tilneyddur aörit- stýra á vissan hátt þeim texta, sem liggur fyrir, til aö hann lúti lögmál- um kvikmyndarinnar. En sagan sjálf er algjörlega komin frá Jökli. Þaö má kannski segja, aö þaö eru viss atriöi sem ég stytti, og þá fyrst og fremst myndlega, og svo eru önn- ur atriöi, sem ég kannski dreg úr. En þetta er alltaf mat leikstjóra, hvort sem hann er á sviöi eöa I sjónvarpi. Nokkrir gagnrýnendur hafa beöið um aö fá aö sjá handrit Jökuls og þeim hefur verið fullkomlega frjálst aö fá ljósrit af þessu frumhandriti Jökuls, sem er tii hjá Sjónvarpinu”. Spurning um smekk „Þegar ég var úti i Stokkhólmi fyrir stuttu i persónulegum erinda- gjöröum, þá tók ég þetta eintak af myndinni meömérheim, og ég sýndi fyrrverandi konu Jökuls, Asu Beck, verkiö en hann skrifaði einmitt leik- ritiö þeirra siöustu sambýlisár. Ég held mér sé dhætt aö fullyröa, aö Asa hafi veriö mjög sátt viö þessa út- færslu og taliö aö ég hafi þarna sýnt þessum látna vini minum það trúnaöartraust, sem hann á skilið. En þetta er alltaf spurning um smekk og sköpun einnar kvikmyndar erekki lokiö þótt handrit liggi fyrir. Við Jökull höföum spjallaö svo mikið um verkiö áöur en hann féll frá, aö ég held aö þaö heföi veriö mjög erfitt fyrir einhvern annan aö koma að þessu verki. Ég sat inni meö þaö mikiöaf persónulegum upplýsingum og skoöunum frá honum um hvernig ætti aö gera þetta”. Styttingarnar — Nú eru verulegar styttingar á samtölum frá handriti Jökuls? „Já. Máliö er, að Jökull byggöi geysilega mikiö á endurtekningum i texta þegar hann skrifaöi leikverk sitt. Þegar við horföum á lokaútgáf- una á Keramik, m.a. meö Agli Eö- varössyni, sem var upptökustjóri, var þaö eitt af þvi sem Jökull kvaöst helst vilja breytajaö draga úr endur- tekningunum i textanum, þvi þær gera sig mikiö siöur i sjónvarpi og frekar aö þær tefji fyrir. Þannig var alveg á hreinu, aö svo lengi sem aöallega væri um endurtekninga- styttingar að ræöa, þá var þaö ekki höfuöverkur frá hans hálfu. Þá ger- ist einnig mjög svipaö meö Vandar- högg og gerðist á sinum tima þegar Silfurtungliö var unniö, að þaö þarf aö skipta lengri hlutum niöur i styttri senur og aölaga þær aöeins þessu nærgöngula myndaauga. En ef menn halda, aö ég hafi eitt- hvaöveriöaöreynaaövelta mér upp úreinhverjum Wutum, sem ekki eru til staðar i sjálfri leikfléttunni og reyna aö skapa einhverja óhuggu umfram þessa harösnúnu leikflækju, þá er þaö ekki rétt”. Hrafn tók aö lokum fram, að hann heföi ekkert séö af þvi, sem skrifaö heföi veriö um Vandarhögg i islensk blöö, og þessi ummæli sin væru þvi fyrst og fremst almennt um sam- skipti þeirra Jökuls. ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.