Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 8
VISIK augiyvngaöeild i,?* -«■« * • * rjt ÁKUREYRARBLAÐ ,,Ætli það láti ekki nærri, að aldur nem- enda spanni yfir hálfa öld, en ég vil þó taka það fram, að sjálft námið tekur ekki svo langan tima”, sagði Jón Hlöðver Áskelsson, skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri, i samtali við Visi. 470 nemendur eru i skólanum i vetur, á öllum aldri, þeir yngstu á fimmta ári. Jón var spurður hvort nemendum væri enn að fjölga? „Nemendafjöldinn hefur vaxið mikið á siðustu árum, en hefur náö nokkrum stööugleika siðustu tvo vetur”, svaraði Jón. ,,Ég er þvi að vona að nemendafjöldinn hafi náð hámarki, þannig að við getum snúið okkur enn frekar að þeim sem i skólanum eru og gert sem best fyrir þá. Viö höfum lika fengið húsnæði til viðbótar og er þetta fyrsta skólaárið i langan tima, sem starfsemin fer öll fram undir sama þaki”. Þyrfti að koma til sam- ræmi milli skóla. „Að minu mati skiptir bað mestu máli varðandi þróun tón- listarskóla i landinu, að það takist að finna leiðir til hagræðingar gagnvart öðrum skólum”, hélt Jón áfram. „Námstimi, grunn- skólanna er alltaf að lengjast, þannig aö sá timi sem við getum nýtt verður alltaf naumari og naumari. Þetta bitnar á krökkun- um, skapar þeim álag og óþæg- indi, sem siöan dregur úr áhuga og árangri við námið”. Hverju þarf að breyta? „Min skoðun er sú, að það verði að finna byrjendakennslunni rúm i grunnskólunum, i samvinnu viö- komandi tónlistarskóla og grunn- skóla. Eins og er hefur verið þarna afskaplega litii samvinna á milli, sem til að mynda hefur leitt til vandræða á hverju hausti við að koma saman stundarskrá. Tónmennt er kennd i grunnskól- unum, en miðast við sem viðtæk- asta tónlistarmenntun. Námið i Tónlistarskóla miðast hins vegar viö aöundirbúa nemandann undir hljóöfæranám.Efrétt erá málun- um haldiö ættu þessar kennsluaö- feröir, að geta stutt hvor aðra, en allar endurtekningar eru til trafala. Álagið á nemendurna getur orðiö of mikið og þá fer að siga á ógæfuhliðina, námiö fer að verða leiðinlegt. Barnshugurinn er frjór. Hvernig er kennslu yngstu nemendanna háttað? „A meðan barnshugurinn er opinn og hugmyndaflugið er sem mest, er auðveldast að undirbúa barnið fyrir frekara tónlistar- nám. Byggist það þá aöallega upp á að skapa hjá barninu tón og taktskyn, ásamt öðrum grunn- þáttum tónfræðinnar. A þessu byggist kennslan i undirbúnings- deildunum. Samkeppnin er hörð um að móta tónlistaráhuga fólks. Fjölmiðlar og hljómflutningstæki eru á hverju heimili, sem geta haft veruleg áhrif á viðhorf barn- „Vissulega eru hæfileikar barna til tónlistar.náms misjafnir”, svaraði Jón Hlöðver. „En ein- staklingar sem reynast opnari fyrir tónlistarnámi geta komið hvar sem er. Ég held að þetta gangi ekki i ættir, heldur sé þetta mikiö uppeldislegt atriði. Það er til dæmis ekki óeðlilegt, að barn sem hefur mikla tónlist og söng I kring um sig allt frá vöggu, sé móttækilegra fyrir tónlistarnámi, heldur en barn sem litið hefur hrærst i sliku. Þvi miður hef ég það á tilfinn- ingunni, að það heyri til fortiö- inni, að sungið sé á heimilunum, og þá sérstaklega með börnunum. Slikt er á undanhaldi vegna tima- leysis foreldranna. Mér finnst það til að mynda algengt þegar ég hlusta eftir frjálsum söng barna i dag, að þau syngi einhverja slag- ara úr auglysingatima sjónvarps- ins. Enginn er svo gamall. Hvar eru mörkin, hvenær er maöur orðinn svo gamall, að hann sé ekki gjaldgengur i Tón- listarskóla lengur? „Hjá okkur gilda engar útilok- unaraðferðir i þessum efnum. Jón Hlööver Áskelsson, skólastjóri Tónlistaskólans. anna til tónlistar. Þess vegna er mikilvægt að efla sjálfstæði þeirra til að meta hvað er gott og hvað er vont”, sagði Jón Hlöðver. Eru tónlistarhæfileikar með- fæddir? . v „Sép 09 sínum til ánægju og yndisauka” - Spjaliað við Jón Hiððver Áskelsson. skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri Jón Noröfjörö Gunnarsson nemur gltarleik hjá Gunnari H. Jónssyni. Lilja Hallgrimsdóttir skerpir taktskyniö hjá forskólanemendum. VELKOMIN í SJALLANN Síðastliðinn föstudag gerði kabarett Leikfélagsins stormandi lukku. Hann verður endurtekinn á föstudaginn kl. 22. Ódýr „kabarett-kvöldverður" á boðstólum. Laugardaginn 1. nóvember: Einkasamkvæmi í aðalsal, en dúndrandi f jör í diskó- tekinu Sunnudaginn 2. nóvember kl. 15:00: Fjölskyldubingó. Heildarverðmæti vinninga hátt í tvær milljónir. Rut Reginalds skemmtir. Sunnudaginn 2. nóvember: Skemmtikvöld KA. Tískusýning. Omar Ragnarsson skemmtir. Jamaica leikur fyrir dansi til kl. 1. e.m. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ AKUREYRI P. 0. BOX 469

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.