Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 13
GÆÐATEPPI FRÁ TÍPPfíLfíNDI UTASJÓNVÖRP OG MYNDSEGULBÖND Greiðslukjör AKURVÍK ■ 11 Glerárgötu 20 — 600 Akureyri — Sími 22233 Ullarmerkið tryggir gæðin Einlit skosk alullargólfteppi i háum gæðaflokki á sérlega hagstæðu verði. Breidd 400 cm. Stök alullargólfteppi i mörgum stærðum og miklu úrvali. Hæfa vel ofan á einlit teppi og parket. lÉPPfíLfíND Tryggvabraut 22, — Akureyri, — Sími 96-25055 Grensásvegi 13— Rvík—Símar: 83577 — 8343Ó PHILIPS LEIÐANDI VERSLUN í V/DEOÞJÓNUSTU PHILIPS „Viö reyndum til þrautar, að fá islenskt barn til ættleiöingar. Það reyndist vonlaus barátta, bæði vegna þess að bið- listarnir eru langir, en ekki síst vegna þess að ættleiðingar tíðkast vart lengur hérlendis nema fyrir persónuleg kynni og vináttu. Þá komumst við i kynni við konu sem rekur fæðingarheimili i Guate- mala. Við skrifuðum henni og báðumst ásjár. Hún var strax jákvæð i okkar garð og 2. janúar si. fengum við bréf frá henni, þar sem hún til- kynnti að okkur hefði fæðst dóttir". VÍSIR AKUREYRARBLAÐ AKUREYRARBLAÐ VÍSIR Þaö eru hjónin Benedikt Ólafs- son og Marla Pétursdóttir, sem hafa oröiö I viötali viö VIsi. Þau eiga tvö börn, sem'þau hafa ætt- leitt, Gunnar Torfa 5 ára og Maríu, sem veröur ársgömul mánudaginn, 3. nóvember. Maria er I útliti óllk Islenskum jafnöldr- um sinum, hún er dökk á brún og brá, enda upprunin frá Guate- mala. Eftir mikið jaml, japl og fuður Marla var ættleidd strax viö fæöingu, en til fööurhúsanna komst hún ekki fyrr en I byrjun ágúst, eftir mikiö jaml, japl og fuöur. Benedikt og Maria voru fyrst spurö. hver hafi veriö ástæöan fyrir þvi aö heimkoma Marlu dróst á langinn? „Skömmu áöur en Maria litla fæddist kom ættleitt barn frá Guatemala hingaö til lands, þá aöeins þriggja vikna gamalt”, svaraöi Benedikt. „Stuttu slöar voru sett ný lög og allt eftirlit hert meö ættleiöingu og flutningi barna frá Guatemala til annarra landa. Erfiöleikarnir voru ekki við ættleiöinguna sem slika. Þaö var ekki véfengt aö viö ættum Marlu, en stjórnvöld voru treg til aö láta hana hafa vegabréf. Astæðan var . sú, aö stjórnvöld voru farin aö óttast I sambandi viö þessar ættleiöingar, aö veriö væri aö selja börnin úr landi. Þeir vildu þess vegna koma á ein- ,hverju eftirliti, sem I sjálfu sér er eölilegt, þó þaö mætti vera fljót- virkara”, sagöi Benedikt. Staðfesta staðfestingu á staðfestingu á undir- skriftinni Hvernig gengur svona ættleiö- ing fyrir sig? „Þaö er mikiö pappirsfargan I kring um þaö”, svaraöi Benedikt. „Þaö þarf m.a. aö senda út meömæli frá vinnu- veitanda, presti og félagsmála- ráöi, ásamt lhjúskaparvottoröi og yfirlit-um eínahag og tekjur frá ábyrgum aðila. Alla þessa papp- Ira veröur aö undirrita I viöurvist „notarius publicus”, sem staö- festir síöan papplrana meö undir- skrift sinni. Siöan fara papplr- arnir um utanrikisráöuneytiö, sem staöfestir undirskrift „nota- rlus publicus”, og sendir gögnin siöan áfram til sendiráös tslands erlendis, venjulega I Bonn. Þar staðfestir sendiherrann staðfest- ingu utanrikisráöuneytisins á undirskrift „notarlus publicus” og fer meö papptrana til sendiráös Guatemala I Bonn. Þar staöfestir sendiherrann staöfestingu Is- lenska sendiherrans á staðfest- ingu utanrikisráöuneytisins á undirskrift „notarius publicus”. Eftir þaö fara gögnin til Guete- mala og ættleiöing getur fariö fram ef allt er I lagi”. En hvers vegna allt þetta vesen? „Þetta þykir ef til vill svolltiö hláíegt en engu að siöur er þetta nauösyn- legt”, svaraöi Benedikt. „Yfir- völd I Guetemala vita aö fenginni reynslu, aö þaö er fullt af mönn- um um viöa veröld, sem hafa orðið sér úti um allskonar stimpla og eyöublöö, og notaö I blekk- ingarskyni. Þess vegna þarf þetta „samtryggingarkerfi” til aö tryggja aö pappirarnir séu ”ekta”. Okkur var tilkynnt að við ættum nýfædda dóttur. En hvernig gekk ykkar „pislar- ganga” um „kerfiö” — i Guate- mala fyrir sig? „Upphafiö var, aö viö komumst I kynni viö konu i Guatemala, svaraöi Maria. „Viö skrifuöum henni og báöum hana aö aöstoöa okkur. Hún svaraöi um hæl og gaf okkur góöar vonir. Þessi kona rekur einskonar fæöingarheimili, þar sem verðandi mæöur dveljast siöustu mánuöi meögöngutlmans. Þaö er nefnilega mikiö mál fyrir ógiftar stúlkur aö veröa barns- hafandi I Guetemala þvl aö at- Loksins er Maria litla komin heim. .OkKur var sagi að við helðum elgnast dðllur” Rætt við Benedikt öiaisson og Maríu Pétursdðttur. sem ættleitt hata tvö börn, hað vngra frá Guatemala „villu” skammt frá höfuöborg- inni, þar sem gert var ráð fyrir bflageymslu fyrir 70 blla neöan- jaröar. Rika fólkiö er nefnilega veisluglatt, þannig að nauösyn- legt er að hafa geymslur fyrir bila veislugesta. Réttarfarið er lika furöulegt. Ég get nefnt barnsfaöernismál sem dæmi. Ef móöir bendir á mann, sem fööur aö barni sínu, þá er maðurinn spuröur hvort þaö sé rétt. Ef hann neitar, þá er máliö úr sögunni. Réttur einstæöra mæöra er þvl enginn. Fátæktin er lika hrikaleg. Eitt fátækrahverfiö I höfuöborginni Guetemala gengur undir nafninu „4. febrúar”, en 4 febrúar 1976 urðu þarna miklir jarðskjálftar. Ibúarnir hópuöust þá til borgar- innar, heilu fjölskyldurnar — I von um peningaaðstoð erlendis frá. Sú von varö aö engu, og þá stungu gjarnan karlmennirnir af frá konum og börnum. Þær búa I hverfinu enn, i hreysum byggöum úr kassafjölum og ööru sem til hefur falliö. Félag til hjálpar þeim sem vilja ættleiða börn frá Guatemala Fjölskyldan samankomin, Benedikt, Maria minni, Gunnar og Marla stærri. vinnurekandi getur oröiö fram- færsluskyldur aö hluta meö börn- um, og eru þvi ógiftar stúlkur yfir leitt reknar úr vinnu ef á þeim sést. Þess vegna láta þær sig gjarnan „hverfa” á slík fæöinga- heimili og dvelja þar siöustu mánuöina fyrir fæöingu. Ættleiöa þær þá gjarnan börnin og greiöa þá væntanlegir foreldrar uppi- haldiö fyrir móöurina á fæöinga- heimilinu. Þetta var nú útúrdúr, en það næsta sem viö geröum I málinu var aö senda tilheyrandi pappira út. Síðan fréttum við ekkert meira, fyrr en 2. janúar. Þá feng- um viö bréf, þar sem okkur var tilkynnt að við ættum nýfædda dóttur. Nú, þaö varö uppi fótur og fit og I lok mánaöarins áttu allir pappírar aö vera I lagi og viö héldum utan til aö ná I dóttur- ina”. En þá kom babb I bátinn? „Já, heldur betur, þvi við sner- um tómhent heim eftir tveggja vikna dvöl ytra”, svaraöi Maria. „Aöur en viöhéldum aö heiman hafði okkur veriö sagt aö koma, allt væri I lagi. En þaö vantaöi passann fyrir Mariu. Ekki dugöi annaö en hafa hann I lagi, þvi frá Guatemala til tslands er 'um Bandarlkin aö fara. Til aö fá aö fara þar um þurfum viö „visa” frá bandariska sendiráöinu I Guatemala og þann vísa gat Maria ekki fengiö nema hafa vegabréf. Viö geröum þaö sem viö gátum til aö kippa þessu I lag. „Viö sjá- um til á morgun”, var svariö sem viö fengum dag eftir dag, en Guatemalabúar eru gjarnir á aö láta hverjum degi nægja sina þjáningu. þess vegna er „á morgun” þar vinsælt oröatil- tæki”. Bót í máli að vita af henni i góðum höndum. Þótti þér ekki sárt aö þurfa aö skilja dótturina eftir? „Þaö var vissulega, en þó bót I máli aö vita af henni I góöum höndum”, svaraði Marla „Hún var þá komin i fóstur til hjónanna Roberto og Kathy Wer. Roberto er fæddur i Guetemala, en hefur dvaliö lengi i Bandarikiunum.'en þaðan er Kathy. Þau taka inná heimili sitt börn, sem á aö ætt- leiöa, eöa sem foreldrar geta ekki aliö önn fyrir. Enþaö var ekki sársaukalaust aö skilja viö þetta „skott”, en þaö var þó mikils viröi að fá aö sjá hana og vera meö henni þennan tima — og mikið kom það mér á óvart hvaö hún var orðin roggin, ekki nema þriggja mánaöa barnið”. Svo tók viö langur biötlmi? „Já, þaö var ekki fyrr en I byrj- un ágúst, sem búið var aö koma öllu heim og saman”, svaraöi Marla. Benni fór siðan út um verslunarmannahelgina og þá gekk allt eins og I sögu og heim kom hann meö Mariu litlu meö sér. Hún var eölilega mikil „pabba-stelpa” til að byrja meö, en fljót að aölaga sig aðstæöum. Hún hefur verið hraust og I ebli sinu er hún glaðlynt og skemmti- legt barn”, sagöi Marla. Hvernig hefur henni veriö tekið, urðu Akureyringar ekkert undrandi aö sjá ykkur allt I einu með ársgamalt barn, dökkt á brún og brá? „Nei, ég hef ekki orðið svo mikiö vör viö það”, svaraöi Maria. „Þetta var lika búiö aö taka svo langan tlma, þannig aö margir vissu hvaö til stóö. Þó heyrir maöur af einum og einum, sem telja aö svona lagað eigi nú ekki að „flytja inn”, sem mengi okkar hreinræktaöa vlkingablóö. Þaö eru helst börnin, sem reka upp stór augu. „Hvaö, er þetta indjáni?”, spyrja þau gjarnan, en þaö er allt I gamni sagt og börn hafa undantekningalaust tekið henni vel. Vissulega var þetta erfiöur biötlmi, en ég var alltaf bjartsýn og viss um aö þetta tæk- ist aö lokum. Þaö voru ekki allir jafn bjartsýnir og ég, þannig að margir kunningjar okkar ráku upp stór augu þegar viö vorum einn daginn farin aö spássera meö barniö um götur bæjarins”, sagöi Maria. Mikil stéttaskipting á Guatemala Þaö er mikil stéttaskipting I Guetamala? „Já, svo sannarlega”, svaraöi Benedikt. Þaö eru örfáar fjöl- skyldur sem eru rikar, og þá svo um munar. Ég get nefnt sem dæmi, aö verið var aö byggja Nú hefur verið stofnaö vina- félag Guatemala, sem Benedikt er formaöur fyrir. Hann var spurður um tilgang og verkefni félagsins? „Félagiö er ætlaö fólki sem vill aöstoöa börn og ung- menni frá Guatemala”, svaraöi Benedikt. „A þaö viö um ættleið- ingu, nemendaskipti, aðstoð við börn sem eiga erfitt og náms- styrki til framúrskarandi nem- enda, svo nokkuð sé nefnt. Fyrst um sinn veröur meginverkefni félagsins aö aðstoðíþau hjón sem hafa hug á aö ættleiða börn frá Guatemala. Þegar liggja fyrir fjórtán umsóknir úti, frá jafn mörgum hjónum, sem ekki hafa enn fengið barn. En vonandi fer þetta nú að ganga”, sagöi Bene- dikt. G.S./Akureyri Gunnar meö Marlu litlu systur sfna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.