Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 1
Mánudagur 3. nóvember 1980, 257. tbl. 70. árg. Ný torysta kjðrin í JUpýouflokknum: Vilmundur ræðst harka- lega á eigin Dingflokk Nýir forystumenn Alþýðuflokksins Voru kosnir á laugardags- kvöldiö með miklum meirihluta atkvæða flokksþingsfulltrúa. Kjartan Jóhannsson var einn 1 kjöri til formanns og hlaut hann 166 atkvæöi, en þingfulltrúar voru 180. Magniís H. Magnússon og Vilmundur Gylfason slógust um sæti varaformanns og sigraði Magnús meö yfir- burðum, hlaut 110 atkvæöi en Vilmundur 68. Ritari flokksins var endurkjörinn Karl Steinar Guönason og Agust Einarsson var kosinn gjaldkeri. Eftir aö úrslitin i varafor- mannskjörinu lágu fyrir, flutti Vilmundur Gylfason ræðu þar sem hann réost harkalega ab þingflokki Alþýouflokksins og þá ekki sist formanni hans, Sig- hvati Björgvinssyni. Frá þessari ræðu Vilmundar er greint á bls. 6-7 og þar er einnig a6 finna viotöl vio þá Kjartan Jóhannsson og Magnús H. Magnússon. —P.M. Hann var af stærri geroinni pappakassinn, sem nýi gjaldkerinn heimtaði, aö þingfulltriiar fýlltu. (Mynd B.G.) Fyrsta verk nýs gjaldkera Alþýðuflokksins: Safnaði á aðra milljón króna á tíu mínútum! Tiu minútum eftir að Agúst Einarsson hafði verið kjörinn gjaldkeri Alþýðuflokksins á laugardagskvöldið, var hann búinn að safna á aðra milljón króna í flokkssjóð. Strax eftir kosninguna fdr hann i ræðustól og þakkaði þingfulltrú- um fyrir traustiö. „Viö vitum öll hvernig fjármálum flokksins er komio, og ég ætla aö nota þær tiu minútur, sem talning atkvæöa I varaformannskjörinu tekur, til þess aoganga hér á milli boroa og safna framlögum. Er reikna með upphæðum frá fimm þúsund krónum og upp Ur. Þa6 má líka borga me& ávisunum og jafn- vel dagsetja þær fram i timann, ef þannig stendur á". Aö svo mæltu tók Agúst sér I hönd stóran pappakassa og gekk með hann milli boröa og kraf6i menn um framlög. Ljóst er aö röggsemi nýja gjaldkerans hefur mælst vel fyrir, þvi á örskammri stunduhöföu safnast rúmlega ell- efu hundru6 þúsund krónur. „Þi6 vitiö hverju þið megiö eiga von á úr því að hann byrjar svona", varö Karvel Pálmasyni, forseta þingsins, aö oröi þegar hann sá aðfarir AgUsts, sem varla verður lengi að koma íagi á fjár- mál Alþýöuflokksins, ef áfram- haldiö veröur f samræmi vi6 upp- hafiö. —P.M. Ungfrú Hollywood í „Viðtali dagsins" - sjá bls. 2 Heimsmet hjá Skúla Islendingar eignuðusl á laugardaginn heimsmeistara i lyftingum, þegffr Skúli Óskarsson, lyftingakappi frá Fáskrúðsfiröi, setti nýtt heimsmet i réttstöðulyftu, sem er ein keppnisgreinin i kraftlyftingum. Skúli lyfti 315,5 kg, sem er 0,5 kg meira eneldra heims- metið var, og fögnuöurinn var mikill i Laugardalshöllinni, er ljóst var a6 Skúli haf&i skipað sér á bekk heimsmethafanna i lyftingunum. Um þennan viðburð og allar nýjustu iþróttaviöburöina má lesa á bls. 17-20 i blaðinu í dag. gk-- Fögnuður Skdla var mikill eft- ir að hann hafði sett heims- metið. Hér kyssir hann lóðin, þegar heimsmeiið var orðið hans. VísismyndFriöþjófur HUNDRAÐ MANNS Á HELGAFELLI ^m^m.^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.