Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 03.11.1980, Blaðsíða 31
Mánudagur 2. nrfvember 1980 Big Max kynntur hér á landi: Sex hjóla dráttarvél sem flýtur á vatni Bílaborg kynnti um helgina nýstárlegan vagn eða dráttarvél, sem er kallaður Big Max. Vagn þessi er á sex hjólum og með drif á þeim öllum, er léttur, eða aðeins 3-400 kiló- grömm, og hann getur flotið. ,,Þaö stendur allt i járnum meö innflutning á þessum vagni enn- þá, þvi þaöer ekki komið á hreint i hvaða tollflokk hann verður sett- ur. Tollskrárnefnd fjallar nú um þetta mál og henni hefur dottið i hug að setja vagninn i hæsta toll- flokk, rétt eins og fólksbila”, sagði Steinþór Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bilaborgar. „Viðfengum þetta tæki laustúr tolli til prófunar og kynningar en ég er að vona aö vagninn verði tollaöur eins og dráttarvél eða að tollar verði hreinlega felldir niður. Ég reikna með aö þetta gæti fyrst og fremst orðið björgunar- tæki og björgunarsveitir og Slysavarnarfélagið hafa sýnt því geysimikinn áhuga að fá slik tæki. Þetta myndi til dæmis leysa mikil vandamál hjá Slysavarnar- félaginu á söndunum fyrir aust- an. Þar eru þeir með skýli og komast oft ekki að þeim nema á jaröýtum, sem þeir leigja dýrum dómum. Verðiö á Big Max er áætlað um þrjár milljónir fyrir tveggja manna vagninn, en fjögurra manna vagninn kostar þrjár og hálfa milljón, það er án tolla. Ég hef ekki trú á þvi aö tolla- yfirvöld geti staöiö á þeirri vit- leysu að halda vögnunum i háum tollflokki” sagði Steindór. VÍSIR Eins og sjá má er reiöhjólið mikið skemmt og er mikið happ að drengurinn skyldi sleppa með litils hátt- ar meiðsl . VIsismynd:BG Ekið á hjóireiðamann Ekið var á dreng á reiðhjóli á Breiöholtsbrautinni um sex leytið á laugardag. Bæði hjólreiða- maöurinn og ökumaðurinn voru aö koma úr Breiðholtinu þegar óhappið varð, en bfllinn mun hafa ekið utan i' hjólreiðamanninn og aö nokkru yfir fremra hjóliö. Drengurinn meiddist litið en hjól- ið er hins vegar mikið skemmt. —ATA Flothæfileikar Big Max reyndir i Skerjafirðinum. Visismynd: GVA Hátiöarsamkoma i Bústaðakirkju: 40 ÁRA AFMÆLIS REYKJAVÍK- URPRÓFASTSDÆMIS MINNST Hátiðarsamkoma var haldin i Bústaðakirkju i gærdag i tilefni fjörutiu ára afmælis Reykja- vikurprófa s tsdæmis, sem var stofnað með lögum númer 76 frá 1940. Fyrsti dómprófastur var séra Friðrik Hallgrímsson. Reykja- vikurprófastdæmi var stofnað út frá Kjalarnesprófastdæmi, en séra Friörik var prófastur bess. Að sögn Ólafs Skúlasonar, dómprófasts, hefur prestum i Reykjavik fjölgað úr tveimur i nitján á þessum fjörutiu árum og söfnuðum Ur einum i sextán. A hátiðarsamkomunni i gær voru viðstaddir tveir fyrrverandi dómprófastar, séra Óskar J. Þorláksson og séra Jón Auöuns. Auk þeirra voru viöstaddir biskupinn, kirkjumálaráðherra, auk annarra gesta. Fyrir utanaðhalda uppá 40ára afmæli prófastdæmisins var þess minnst aö Augsborgarjátningin er 450 ára gömul á þessu ári og flutti dr. Einar Sigurbjörnsson erindi af þvi tilefni. —ATA SVO mœMr SvoithöÉöi Vanmetakratar og Vilmundarstíllinn Flokksþing Alþýðuflokksins hefur fyrst og fremst leitt i ljós, aö flokkurinn er nú titbúinn til nýrra átaka. Allt frá þvi að ungir menn gcystust fram i fiokknum i kosningunum 1978, hafa nokkrar vonir verið bundnar við aö Alþýðuflokk- urinn yrði þaö nýja afl I Islensk- um stjórnmálum, sem með tið og tima myndi efla hina borgaraflokkana tvo til meiri endurnýjunar stefnumiða en þar hefur orðiö aö undanförnu. Kjartan Jóhannsson, hinn nýi formaður Alþýðuflokksins mun efiaust vilja efla hina ungu menn til enn frekari dáöa, enda er hann minna bundinn gömlum og samhangandi sjónarmiöum innan flokksins en fyrirrenn- arar hans, sem i raun hafa veriö að reka sömu pólitikina og hófst með uppgangi flokksins 1934. Jafnframt er nokkur von til þess aö pólitiskar ófarir krataflokka á hinum Norðurlöndunum að undanförnu veröi til þess, að Alþýðuflokkurinn hér lendi ekki i fallgryfjum þjóöþýtingar og ríkiseyðslu umfram þaö, sem þegar er orðið, en halli sér i meira mæli að þeim ágætu stefnumiöum Gylfa Þ. Gísla- sonar aö njóta þess.sem þegar hefur unnist. Að visu hlustaði enginn á þann boðskap, þegar hann var fluttur við kosning- arnar 1971. Um kjörið í Alþýðuflokknum er það hins vegar að segja, að nokkuð komi á óvart aö ekki skyldi verða boöið fram á móti Kjartani. Þess hafði verið vænst, að stungiö yrði upp á Jóni Baldvini Hannibalssyni á þinginu. en sýnilegt er aö menn hafa metiö samstöðuna um Kjartan meira en valdaprófun milli hópa i kosningum. Það er að vissu leyti vel ráðið, einkum þegar kosningaúrslit i siöustu kosningum eru höfð til hliö- sjónar. Ljóst var nokkru fyrir þingið, að Magnús Magnússon myndi ná kjöri sem vara- formaöur, en hitt var ekki Ijóst að Vilmundur mundi fá nær sjö- tiu atkvæðum I varaforamnns- sætið. Honum hafði veriö spáð tuttugu atkvæðum. Má Vilmundur vel viö una, eftir atvikum.en honum má nú vera Ijóst, að vanmetakratar eru fleiri i flokksþingum eins og þau eru nú skipuð en fylgiö við hans stil. Framundan munu hins vegar vera nokkrar skipulags- breytingar, sem eiga aö tryggja aö flokksþingið veröi fjöl- inennari, enda er ekki til fleira gamalt fólk i Alþýðuflokknum en það, sem nú situr flokksþing. Kjartani Jóhannssyni hlýtur að vera alveg ljóst, aö framtiö flokksins byggist á málflutningi ungu mannanna i þing- flokknum. Þar sitja i brjóst- vörninni þeir Vilmundur, Eiður, Arni og Sighvatur, og þaö munu einkum verða þessir fjórir þing- menn, sem koma til með aö gera Alþýöuflokkinn aðgengi- legan almennum kjósendum i framtiöinni. Deilur um það nú, hvort rétt hafi verið að slita stjórnarsamstarfi við kommún- ista er ekkert annað en óánægjunöldur í mönnum með aðstöðu í stjórnkerfinu, ýmist hjá borg cöa riki.nema hvort- tveggja sé, en þessir aðstöðu- menu vilja náttúrlega ekki láta hrista bátinn undir sér, heldur sitja i kyrrðum viö það sem þeir hafa. Þetta er skiljanlegt, en kcmur ekki landsmálapóli- tikinni við, þar sem flokkar verða að leggja mikiö undir í þvi pólitiska pókerspili, sem þrifst i flóðljósum samsteypustjórna. Vilinundur Gylfason og hans stefnumið uröu ekki undir á þvi flokksþingi, sem nú er að ljúka. Þess ber að gæta að flokks- þingið er þannig saman sett, að þess var ekki nokkur von að hann næði kosningu sem vara- formaöur. Framboö hans var engu að siður nauðsvnlegt. Það var liöskönnun, sem lilýtur að veröa honum mikilsverð í fram- tiðinni. Hitt var verra að skarp- asti penni þeirra krata kaus að sitja hljóður á þinginu og hafa sig ekki i frammi nema um Alþýöublaðiö, sem hann rit- stýrir. Hefðu áhugamenn um Jón Baldvin taliö eðlilegra aö hann sneri sér frekar aö um- ræðu um stjórnmálin i stað þess að ræða blaö, sem i raun skiptir cngu máli fyrir Alþýðuflokkinn, utan sá póstur þess, sem lesinn er i útvarp daglega. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.