Vísir - 04.11.1980, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 4. nóvember 1980/ 258. tbl. 70. árg.
Sex milljón dollara bráðabirgðaián enn ógreilt í Landsbankanum:
Er fjárpðrí Flugleiða
yfir 20 milljónir dala?
„Við eftirgrennslan Landsbankans telur bankinnað ástandið sé verra hjá
Flugleiðum en jafnvel þeim hafi verið ljóst sem viðskiptabanka fyrirtækis-
ins. Flugleiðir skulda bankanum sex milljónir dollara bráðabirgðalán sið-
an i fyrrahaust og veð fyrir þvi eru af bankans hálfu talin vera á mörkum,"
sagði Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra i samtali við Visi i
morgun um Flugleiðamálið.
Ráðherrann sagöi aö bankinn
myndi þvi skoða það til hlitar,
hvort hægt væri að veita frekari
fyrirgreiðslu nii og þá hvað
mikla. En fjárhagsstaða Flug-
leiða væri verri en ætlað hefði
verið.
Flugleiðir fóru fram á 12
milljón dollara rikisábyrgð
vegna rekstrarfjárþarfar
félagsins i vetur. Steingrimur
Hermannsson var spurður hvort
það lægi ljóst fyrir.að þessi upp-
hæð dygði ekki til.
„t febrúar áætlaði félagið að
niðurstaða rekstursins yrði já-
kvæð á þessu ári, en siðan hefur
þetta þróast stig af stigi. I mai
áætluðu þeir tapið hins vegar á
Norður-Atlantshafi 2,5 milljönir
dollara, en i byrjun september
var það áætlað 6,9 milljónir
dollara. Þann 12. september var
sagt það vantaði 12 milljónir
dollara vegna rekstrar og áætl-
aðs taps. Þetta kemur siðan i
Landsbankann og hann fer að
grafa i þetta og þá bendir allt til,
að það sé miklu meira sem
vantar, ég þori ekki að nefna
neina tölu," sagði Steingrimur
Hermannsson.
Aðspurður um hvort bráða-
birgðalán Landsbankans siðan i
fyrra væri innii þessum tölum,
kvaðhann nei við. Það væri ekki
inni i þessu, en Landsbankinn
hefði reiknað með að ef 12 millj-
ón dollara rikisábyrgðin fengist
þá yrði sex milljón dollara
skuldin endurgreidd, en Flug-
leiðir reiknuðu ekki með þvi.
Steingrimur Hermannsson
sagði það sina persónulega
skoðun.að ekki væri um annað
að ræða en láta frumvarpið um
aðstoð við Flugleiðir fara i'
gegnum þingið, en með við-
bótarskilyrðum.
-SG
Nýir gámar, sem flytj
illa vindhviðurnar á
Elliðaár. Olli þetta m
a áttiuppá Artúnshöföa Ihvassviörinu I gær, þoldu i miklu slysahættu cr skapaðist viðþetta óhapp, sem óneitanlega stafar af
flutningabflnum og fuku af honum á brúnni viðl litilli aðgát I flutningum.
iklum töfum á umferð og má nærri geta um hina | Vlsismynd: BG
Neitunin á málverkagjöf Sigurliða og Helgu:
„Helur lítlð sem ekkert
gildi fyrir Listasaíniö"
„Stærstur hluti þessara verka
hefur lltið sem ekkert gildi fyrir
Listasafn tslands og myndi ein-
ungis skapa geymsluvandamál",
sagði Magnús Tdmasson, mynd-
listarmaður, I samtali við Visi
I morgun.
Magnús á sæti i safnráði Lista-
safns íslands, en sat ekki þann
fund, sem tók ákvörðun um að
neita listaverkagjöf úr dánarbúi
hjónanna Sigurliða Kristjáns-
sonar og Helgu Jónsdóttur.
„Ég veit þvi ekki nákvæmlega,
hvaða ástæður ráðið tilgreinir
fyrir þessari neitun, en það
verður að segjast, að út frá Hst-
rænu sjónarmiði hefur safnið
mjög takmarkaða þýðingu, þótt
fáein ágæt verk séu þar innan
um", sagði Magnús.
Blaðamaður hafði einnig sam-
band við Selmu Jónsdóttur, for-
stöðumann Listasafnsins, og
sagði hún, að ástæðan fyrir neit-
uninni ætti að liggja i augum
uppi, en neitaöiað skýra mál sitt
nokkuð frekar. Sagðist mundu
gefa út fréttatilkynningu um
þetta innan tiðar.
Umrætt málverkasafn er um
600 myndir, þar af um 270 eftir
Sigurliða sjálfan. Einnig eru þar
margar myndir eftir Matthias
Agústsson, flestar hverjar mál-
aðar eftir öðrum myndum, og
Ragnar Pál.
I samtali við Jóhann H. Niels-
son, einn af skiptaforstjórum
dánarbúsins, kom fram, að lista-
verkin^ eru ekki lengur í þeirra
umsjá', heldur hafi þeim
verið ráðstafaö til lögerfingja
þeirra hjóna. -P.M.
Ætlaði tii
Ameríku
- lenii í Steininum
Maður var settur I~gæsluvarð-
hald um helgina grunaður um
skjalafals vegna sölu á tveimur
bflum er hann hafði keypt stuttu
áður á bilasölu.
Hér er um að ræða bila af gerð-
inni Thunderbird og Chevrolet
Impala, en vixlarnir að annari
bifreiðinni reyndust vera falsaðir
en maðurinn hafði falsað nafn á
sölutilkynningu og afsal varöandi
hinn bilinn.
Heildar „kaupverð" var 8,5
milljónir en maðurinn auglýsti
siðan bilana til sölu á samtals 4
milljónir.
Sá sem keypti bilana mun hafa
verib bilasali, sem hafði áður
fengið bilana i sölu.
Rannsóknarlögregla rikisins
lagði hald á bilana á laugardag-
inn, en gæsluvarðhald mannsins
rennur út á morgun.
Hann mun hafa ætlað að flytj-
ast búferlum hið snarasta til
Ameriku og vantaði þvi auðsótt
fé.
-AS
LÍFEYRISSJÓDIR
GJALDÞROTA
Á NÆSTU 20 ÁRUM
Samkvæmt niðurstöðu
Verslunarráðs tslands, verða
margir Hfeyrissjóðir landsmanna
orðnir gjaldþrota á næstu 20 ár-
um. Ráðið bendir á, að iðgjöld til
lifeyrissjóða byggjast á útreikn-
ingum frá þriðja tug þessarar
aldar. Miðast þau við danarlikur
þess tima, stöðugt verðlag og
4-5% vexti. Þessar forsendur hafa
lengi verið allsendis óraunhæfar.
Greiðsluþroti verst settu sjóð-
anna hefur aðeins verið frestað
með millifærslum.
Verslunarráðið hvetur til þess
að lifeyriskerfið veröi samræmt,
þannig að vinnandi fólk greiði lif-
eyriþeirra.sem naöhufa lii'eyris-
aldri, og auk þess að starfandi lif-
eyrissjóöir fái sjálfræði til að
ákveða sina eigin framtiö.