Vísir - 04.11.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 04.11.1980, Blaðsíða 16
16 VISIH Þriöjudagur 4. nóvember 1980 iesendur hafa oröiö Merkileg blaða- mennska Helgi Geirsson skrifar. Eins og Visir i heild sinni, þá er slöan þar sem lesendur hafa oröiö til fyrirmyndar. Ég tel vettvang sem þennan nauösynlegan frjálsri skoöanamyndun. Viö al- mennu borgararnir getum hér komiö skoöunum okkar á fram- færi á kurteislegan og skiljanleg- an hátt, jafnvel þótt sjónarmiðin séu ekki alltaf hin heföbundnu, sem gjarnan er stangast of mikiö á. Um lýöræöislegri og ódýrari blaðamennsku er ekki . ■ aö ræöa. Þrennt vildi ég samt leyfa mér að gagnrýna, vonandi á jákvæöar. hátt. 1. Aö þessi slöa væri alltaf gegn þeirri síöu,þar sem hinn sigildi Svarthöföi skrifar á og aö al- menningur megi þá ganga aö henni þar með vissu. 2. Þar sem almenningi er ætlaö að taka virkan þátt i efni siö- unnar, þá er nauösynlegt, aö mér finnst, aö hafa nafn og jafnvel mynd af umsjónar- manni siöunnar á siðunni. 3. Nauðsynlegt þykir mér aö simanúmer blaösins sé birt á góöum staö á sfðunni. Lesendapistlar blaöanna,þó þeir hafi ákveöna annmarka, eru viss almenningsálitskvaröi sem ráðamenn þjóöarinnar geta jafn- vel notaö meöal annars til aö finna skoöanapúls fólksins, hér er þvi um mikiö merkilegra fyrir- brigði blaöamennsku að ræða en menn gera sér ljóst I fljótu bragði... Ríkið P.K iþróttahugamaður skrifar. Glæsilegt iþróttaafrek lyftinga- mannsins Skúla úskarssonar hefur vist ekki farið fram hjá neinum, enda er ekki á hverjum borgi degi, sem viö eignumst heims- meistara i Iþróttum. Þetta veröur ósjálfrátt til þess að maöur leiöir hugann aö þvi viö hvaöa aöstöðu Skúli býr sem íþróttamaður. Ég hef séö ein- hversstaöar i viðtölum viö hann, Skúia aö hann starfi sem næturvörður i verslun og þurfi siðan aö æfa á daginn þegar hann á aö sofa. Viö vitum aö rikiö hefur greitt skákmönnum laun svo þeir geti stundaö iþrótt sina, en finnst mönnum ekklaö Skúli ætti rétt á laun samskonar aöstoö? Mér finnst það engin spurning, enda hefur hann sýnt það með afreki sinu, að hann er Iþróttamaður i fremstu röð i heiminum og er góð land- kynning fyrir Island. Ég skora þvi á stjórnvöldaö taka þetta mál til afgreiöslu strax. Togstreita milll lífeyrlssjóðanna Bréfritari telur lesendasiöu Visis til fyrirmyndar. Lifeyrissjóðsþegi hringdi: Mig langar til aö benda ykkur á mál sem ég er hneykslaður yfir, en það er hin mikla togstreita sem viröist vera á milli lifeyris- sjóöanna varöandi réttindaflutn- ing og annaö. Svoleiöis er mál meö vexti að fyrir nokkrum árum var ég i Lif- eyrissjóönum Skildi og var búinn aö borga þar i fimm ár. Þá óskaöi ég eftir flutningi yfir i Lifeyris- sjóö Dagsbrúnar,en þaö gekk ekki lengi vel þrátt fyrir að ég marg- itrekaöi beiðnina. Svo fór ég að vinna á öörum staö og ræði við lif- eyrissjóöina, en ég var þá með lán úr Dagsbrúnarsjóðnum sem ég fór aö borga I eftir þetta. Nú ég ræddi við þessa menn þvi ég vildi flytja mig yfir i Verslunarmanna- félagið. Mér var sagt aö ég gæti fengið flutning. Siðan hringdi ég i Verslunar- mannafélagið til að kanna málið. en þá var mér sagt að það sé lok- aö á flutning úr Dagsbrúnar- sjóðnum þvi þeir vilji ekki taka á móti neinum lifeyrissjóði til sin. Þarna er greinilega mikil tog- streita á milli og maður stendur alveg varnarlaus gagnvart þess- um lifeyrissjóðum. Það má ekki breyta um vinnu.þá lendir maður I vandræðum. Þaö þarf greinilega einhvern þrýsting á þessa menn. Bændurnir í Borgarfiröi J.M. hringdi. Viö Islendingar erum alltaf sömu útlendingasleikjurnar, og nú er komin skýringin á þvi hvers vegna islenskir skotveiðimenn mega ekki stunda veiðar I Borgarfirðinum. Það hefur nefnilega komist I hámæli.aö bændur þar, sem hafa sett blátt bann á allar rjúpnaveið- ar Islendinga, eru á sama tíma að hlaöa undir rassg.... á erlendum auðkýfingum, sem koma hingað ár eftir ár tii að skjóta rjúpuna. Auðvitaö geta þessir auð- kýfingar greitt bændunum i Borgarfiröi vel og þeir stela siðan ölluundan skattinum á sama hátt og þeir gera með tekjurnar af er- lendu laxveiðimönnunum. Nú eiga stjórnvöld aö taka sig á og gera eitthvaö I þessu máli. Það er ekki hægt aö horfa upp á nokkra bændur sem hugsa ekkert um nema þaö að ná I erlendan gjaldeyri á ólöglegan hátt, raka þannig til sln fé á kostnaö hins al- menna borgara. Nú ef þaö tekst ekki.þá ætti almenningur i höfuö- borginni að taka sig saman um róttækar aðgeröir gagnvart þess- um mönnum, þeir eiga ekki og skulu ekki komast upp með þenn- an þjófnað og yfirgang til lang- frama. ...skora á sjónvarpið að sýna mikið af ishokkQ... segir Helgi Geirsson. íshokkí hentar ísiend- Ingum vel Helgi Geirsson skrifar Nú er vetur kominn og timi vetrariþróttanna genginn I garð. Ég skora á islenska sjónvarpiö aö sýna mikiðaf ishokkii ivetur enda er um Iþrótt að ræða. sem er geysilega vinsæl i nágrannalönd- unum og hentar örugglega Is- lendingum einkar vel. Það sýndi sig best, þegar is- lendingar unnu á Olympiuleikun- um i ÍSHOKKII1920, að visu fyrir hönd Kanada. Eins væri almenningi mikill greiði gerður ef opinberir fjöl- miölar og dagblöö birtu reglulega yfir vetrarmánuðina, þegar hægt er, upplýsingar um hvar svell sé að hafa fyrir skautafólk. Þeim sem langar til að nota skauta sina. yrði sparað að keyra tjarna á milli I leit að svelli. Stóru skauta- svæðin i Reykjavik eru að visu Melavöllurinn, Tjörnin og Rauöa- vatn.en ástandið er mismunandi ogyrðuþvl þessar upplýsingar vel þegnar. Þetta yröi góð þjónusta þangaö til ástandiö verður hjá okkur eins og hjá fólki, að við fá- um SKAUTAHÖLL.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.