Vísir - 04.11.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 04.11.1980, Blaðsíða 18
Ifl mcmnlfl VlSIR Þriöjudagur 4. nóvember 1980 Hér sjást sigurvegarar i siöustu keppni um „Ungfrú fullkomnir fætur Ungfrú full- komnir fætur Það er alveg með ólíkindum, hversu fáránleg sum uppátækin eru, sem menn dunda sér við vestur í Ameríku. Þar eru haldin mót og samkeppnir í svo til öllu sem nöfnum tjáir að nefna, — t.d. froskaáti, maðka- tínslu, koddaslag, magahoppi, grindverksmálun, barstólakappakstri, laukáti og guð má vita hverju. Ein keppnin, sem kölluö er „Sjálfsmoröskappreiöarnar” felst i þvl, aö viökomandi hleypir á hesti niöur snarbratta brekku og út i djúpa á, en keppni þessi fer árlega fram i Washington-fylki. Heimsmeistarakeppnin I kapp- akstri á mótorknúnum barstólum er haldin árlega i Kaliforniu og þar er einnig háö heimsmeistara- keppnin i koddaslag. Þá fer þar árlega fram keppni i hlátri og sigurvegarinn á sföasta ári ári hló stanslaust i rúma fjóra tima. 1 Texas er árlega háö keppui i lauk- og eplakappáti og viöar i Bandarikjunum er kappát hvers konar mjög vinsælt, svo ekki sé talaö um þamb á alls konar vökv- um. Konum er mjög att út 1 sam- keppni af ýmsu tagi fyrir utan þessar heföbundnu feguröarsam- keppnir. Má þar nefna keppni um lengd hárs, brjóstmál og fætur, en ein slik er kölluö „Ungfrú full- komnir fætur” Fer sú keppni þannig fram aö keppendur fá stig fyrir hvert tommubrot sem fer yfir ákveöin mörk og vinnur sú, sem fær fæst stigin. Hunda- \ hald Olivia Newton-John,sem mjög liefur veriö lil umræöu að undanförnu vegna myndarinnar og lagsins Xanadu. vann nvlega málaferli i l.os Angeles. Húseigandinn. sem leigir henni I ibúöina,bannaöi henni l hundahald i húsinu, en J Olivia á niu hunda.sem Æ hún tekur meö sér Æ hvert sem hún ier Æ Olivia neitaöi aö láta hundana frá sér og karlinn fór mal, — tapaöi f Píla Pína fer í ævintyraferd — Ragnhildur Gísladóttir stjórnar upptöku á nýrri barnaplötu „Þessi plata er um litla mús sem heitir Pila Pina og ævintýraferð sem hún fer i”, — sagði Ragnhildur Gisladóttir, er við höfðum samband við hana i Hljóðrita nýverið þar sem hún hefur unnið að stjórn upptöku á nýrri barnaplötu. Auk Ragnhildar koma fram á plötunni Margrét Helga Jóhanns- dóttir, leikkona, sem fer með hlutverk músamömmu og Heiödis Noröfjörð, sem er sögumaður.en hún hefur jafnframt samiö lögin á plötunni. Textar eru eftir Kristján frá Djúpalæk en undirleikur er i höndum Magnúsar Kjartanssonar, Pálma Gunnarssonar og Sigurö- ar Karlssonar. Að sögn Ragnhildar mun platan væntanlega koma út um miðjan nóvember en útgefendur eru örn og örlygur Upptökumaöurinn Gunnar Smári ásamt Ragnhildi og Margréti Helgu viö upptökuboröiö i Hljóörita. (Visismynd: KAE) Sjálfsmoröskappreiöarnar eru fólgnar i þvl.aö keppendur þeysa á hest- um niöur snarbratta brekku. Móöirin Lina heldur á syni sinum 10 mánaöa. MÓÐUR OG SONUR ALIN UPP EINS OG SYSTKIN Þaö þykja alitaf merkileg tiö- indi þegar börn geta af sér börn og eitt furöulegasta dæmiö um þetta er frá árinu 1939 þegar Lina Medina frá Perú ól son er hún var fimm ára gömul. Móöirin og sonurinn voru alin upp saman eins og systkin og eftir fyrstu geröshræringuna hljóönuöu um- ræöur um hiö furöulega fyrirbæri. Siðan eru liöin rúm 40 ár og ný- iega birtist i bandarisku blaöi, viötal viö móöurina þar sem hún lýsir uppvaxtarárum sinum og sonarins og samskiptum þeirra, en hann dó úr hjartaslagi i september i fyrra. Lina býr nú i úthverfi I Lima i Perú og er gift sölumanni, Raul Gonzales og eiga þau einn tólf ára son. Þegar Lina var fimm ára uröu endaskipti á lifi hennar.er henni var nauögaö af aökomumanni sem slapp og hefur aldrei fundist. 14. mai áriö 1939 fæddi hún son, sem nefndur var Gerardo eftir lækninum sem annaöist Linu á sænginni. „Samband okkar var áreiöan- iega einsdæmi um samband milli móöur og sonar”, — segir Lina. „Viö iékum okkur saman, rifumst/ og gengum i sama skóla rétt eins og systkin. Gerardo var tiu ára er hann vissi aö ég var móöir hans en þá var hann of ungur til aö gera sér grein fyrir þýöingu þess. Þaö var ekki fyrr en hann var fimmtán ára aö þetta kom róti á huga hans. Ég kom heim einn daginn og fann Gerardo grátandi 1 herberg- inu sinu. Ég spuröi hvaö væri aö og þá sagöi hann: Ég skil ekki hvernig þetta getur veriö satt. Ég er fimmtán ára og þú tvitug, — hvernig getur þú þá veriö móöir min. Þaö tók mig langan tima aö skýra þetta út og ég er ekki viss um aö mér hafi tekist þaö tii fuiis. En Gerardo minntist aldrei á þetta framar. Hann gifti sig þegar hann var átján ára og lætur eftir sig tvær dætur, Lucy sem nú er tvitug og Evu sem er fimmtán ára. Hvaö mér viövíkur olli þetta mér talsveröur heiiabrotum og á vissum aldri skammaöist ég min hræöilega fyrir þetta. En foreldr- ar minir stöppuöu i mig stálinu og fullvissuöu mig um aö ég heföi ekkert aðhafst sem ég þyrfti aö skammast min fyrir. Alia mina bernsku leit ég á Gerardo eins og bróöur minn og eftir aö viö urðum fulloröin, reyndist hann mér sá besti vinur, sem ég hef átt”, — sagöi Lina Lina, 47 ára gömul og Gerardo rúmlega tvitugur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.