Vísir - 04.11.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 04.11.1980, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 4. nóvember 1980 27 Gðvarð Ingólfsson: bernskumúrinn Reykjavik, Æskan, 1980. Það telst til tiðinda hér á landi þegar ungur maður gefur út sfna fyrstu bók. Ekki sist þegar um er að ræða mann innan við tvltugs- aldur. Sú er raunin meö Eðvarð Ingólf'sson, sem er höfundur bókarinnar Gegnum bernsku- múrinn sem kom út fyrir skömmu. Eövarö er búsettur á Hellis- sandi á utanveröu Snæfellsnesi. Hann er nú viö nám í Mennta- skólanum á Egilsstöðum og mun Giimim BKHXSKIJ MIJIIINM ljúka stúdentsprófi næsta vor. Hann hefur skrifaö smásögur sem birst hafa I dagblöðum og Timinn birti á síðasta ári fram- haldssögu eftir hann, sem skrifuð er fyrir börn og unglinga. Gegn- um bernskumúrinner fyrsta saga Eðvarðs sem Ut kemur I bókar- formi. Eövarö velur sér söguefni úr nútímanum. Hann skrifar um unglinga, llf þeirra og tilveru. Aðalpersónan er ungur piltur, Birgir sem er nýfluttur til borgar- innar úr smáþorpi utan af landi. Faðir hanser sjómaður sem dvel- ur langdvölum fjarri heimili slnu vegna starfsins. Móðir Birgis er drykkfelld og veldur þaö honum slfelldu hugarangri. Sagan íysir samskiptum Birgis við skóla- félagana, einkum þó viö Asdlsi bekkjarsystur hans. Inn í söguna fléttast ýmsir atburðir sem ekki er ástæða til að tlunda hér. Sagan fjallar um unglinga og þau vandamál sem þeir standa frammifyrir. Eftir þvl sem ég hef vit á, er lýsing höfundar á málum unglinga sennileg. Aö vlsu er tals- máti þeirra á köflum I háfleygara lagi, en það er ekki til sjáanlegra lýta. Boðskapur höfundarins er að þvl er ég best fæ séð að unglinga- vandamál eigi sér jafnt rætur hjá fullorönum og unglingum. Heimilin hafa mikið að segja um hegðun unglinga og þannig má með sanni segja að börn og unglingar séu spegilmyndir for- eldranna. Séu heimilin ekki I lagi, þá er hættara við að vandræði komi til hjá unglingum. Birgir, aöalpersóna sögunnar er óvenjulega sjálfstæöur ein- staklingur, sem lætur ekki berast með straumnum heldur fer hann sinar eigin leiðir.Hann vill ekki reykja og drykkjuskapur er hon- um ógeðfelldur vegna þeirra vandamála sem hann hefur kynnst I slnu einkallfi. Höfundinum tekst mjög vel aö sýna hvernig áfengisneysla móður Birgis veldur honum leiöindum. Hann vill hafa áfengisneyslu móður sinnar leyndri og þess vegna getur hann ekki boðið félögum slnum heim, vegna óttans við aö upp komist. Sllkt ástand getur valdið ein- angrun sem erfitt getur verið að rjúfa. Sé tekiö tillit til þess hversu ungur höfundurinn er þá er sér- stök ástæöa til að veita honum at- hygli. Hann nær góðum tökum á efninu og fellur aldrei I þá gildru að finna einfaldar og auðveldar lausnir á vandkvæðum söguhetj- unnar. Sjónarmið hans eru óvenju vel ígrunduð á þvi hverjar séu orsakir unglingavandamála. Bókin er i heild vel samin og söguþráðurinn er prýöilega undirbyggöur. Ýmsir smáhnökrar eru á stlln- um, en þó ekki meiri en gerist og skrifar um lHsls! bækur gengur. Að mlnu mati er full ástæða til að vænta fleiri jafnvel, eða betur gerðra bóka frá Eövarö Ingólfssyni. Að lokum. Það er mln skoðun aö niðurstaöa þessa unga höfund- ar að þvi er varöar vandamál unglinga hitti á þann punkt sem full ástæða sé fyrir allan almenn- ing að ihuga. Þar á ég við þá staðreynd að heimilið sé sá þáttur I tilveru bama sem mestu máli skiptir og ástæða er til aö gefa si- fellt meiri gaum I nútima þjóð- félagi. Sigurður Helgason • Barnaúlpur, stærðir: 10-18 á kr. 28.542-. • Gallabuxur, flauelsbuxur frá kr.: 8.365-. 9.940.- 14.235.- • Peysur, skyrtur, nærföt á drengi og telpur. • Blússur, mussur, pils og skokkar. • Drengjasett, vesti og buxur, stærðir: 2-8. • Barnagallar og regnföt. Húfur og vettling- ar. • Ullarnærföt barna, 100% frönsk ull. • Herraflauelsbuxur, gallabuxur, náttföt. • JBS nærföt.hvit og mislit, herrasokkar úr 50% ull- 50% nylon og 100% ull, sokkar með tvöföldum botni. • Sængurgjafir, smávara til sauma. • Dömunærföt, sokkabuxur, þykkar og þunnar. • Sjúkrasokkabuxur, 3 litir, 5 stærðir. Póstsendum SÓ-búðin Laugalæk — Simi 32388 Ao vera unglingur Gegnum I I I I Mannlífið fjölbreytt að vanda: Þolip pjóö- verjinn sleggj- urnar? Fjðlskyldan og heimilið: Fatalitun og heimahjúkrun 1 I I 1 Neðanmálsgrein Fríðriks Sophussonar: Kjarasamn- ingar eða kjaraharátta Vestur-Evrópa í hjarnarhrammi Forsetakosningar I Banda- rikjunum skipta Vestur-Evrópu töluverðu máli, vegna þess aö Bandarikin hafa jafnan veriö í forustu fyrir lýðræðisrikjum heimsins. Ekkert annað þeirra rikja sem skipa flokk lýðræöis- þjóða hefur fjármagn og náttiiruauðæfi á borð við Bandarikin og þvi m.a. hefur hið kostnaðarsama úthald við vörslu lýðræðis f heiminum lent á þeirraherðum öðrum fremur. Yfirleitt hafa Bandarlkjamenn skilið hlutverk sitt þannig að þeim bæri að hafa uppi nokkra löggæslu á mörkum lýöræðis- rikja en þessari löggæslu hefur af andstæðingum Vesturlanda, kommúnistum/verið snúiö upp f áróður um ofbeldisverk og heimsvaldastefnu sem banda- riskum skattgreiöendum þykir eðlilega súrt f brotiö aö þurfa aö borga stórfé fyrir. Þá eru vel- flest lýöræöisriki svo illa sundur grafin af margvislegri mold- vörpustarfsemi, að stórir hlutir þeirra failast umyröalaust á röksemdafærslur KGB I hverju deilumálinu á fætur öðru. Mesti hvalreki þessara afla f heiminum var sföan kosning Jimmy Carters. Ekki stafaöi það af þvi aöhann væri hlynntur öfgaöflum I neinni mynd, en vegna skorts á yfirsýn og vegna vitlausrar ráðgjafar hefur for- setatlmi hans að mestu fariö f að veikja stöðu Bandarfkjanna á alþjóöarvettvangi og hleypa með þeim hætti ómæidum áróðri gegn lýðræöinu af stað innan Vestur-Evrópu, sem f stöðugt rikara mæli finnst sem hún hafi verið yfirgefin af sterk- um bandamanni. Þetta þýðir ekki að Vestur-Evrópa snúist sjálf til varnar i eigin máium, heldur reynir hún með fleðulát- um við ofbeldismenn að semja frið frá degi til dags. Af þessum sökum er Vestur-Evrópa nú gal- opin fyrir „finlandiseringu” með fjöimenna starfshópa I öll- um rikjum á fullu við að halda heppilegum áróðri að almenn- ingi. Ronald Reagan hefur bent á, að Bandarikjamenn væru að yfirgefa vini sina. Hann á þá einkum við vini Bandarikjanna f Kyrrahafi enda er segin saga, að mann af vesturströnd Bandarikjanna varöar yfirleitt ekkert um Vestur-Evrópu eða hvaðþar er að gerast. Þannig er þess varla að vænta aö Ronald Reagan verði sérstakur tals- maður Vestur-Evrópu i næstu rikisstjórn Bandarikjanna nái hann kjöri. Eins og i svo mörgu öðru stefna þjóðir heims nú til sama ástands og var f heimin- um árin 1936-1939. Þá rfkti ein- angrunarstefna i Bandarikjun- um. Þeir höföu heitið þvi að láta ekki drepa fleiri Bandarfkja- menn á vigvöllum Evrópu. Nú hefur áróðurinn gegn þeim f Vestur-Evrópu m.a. leitt til þess, að Bandarikjamenn vilja helst ekkert af henni vita og þaðan af siður fórna einhverju f mannafla og verðmætum til að halda henni utan ,,fin- landiseringar”. Þess sjást nú merki um alla Vestur-Evrópu, að kommúnistar skilja að stundin er að koma og að þeir muni ekki verða truflaður af Bandarfkjamönnum. Viijandi og óviljandi varð það einmitt Jimny Carter, sem meö þvi aö ýta svolftið viö þeim , svefnþornum, sem Vestur- F.vrópa hafði verið stungin, opuaði leiðina fyrir niðurlagi hennar i póiitiskum efnum. Friðarstefna hans og samdrátt- ur I vopnabúnaði kostar nú ótölulegan fjöldá Afgana iffið. Framundan er kverkatak á þeirri oliuframleiöslu við Persaflóa sem skiptir Vestur- Evrópu eiginlega öllu máli. Með sliku taki er hægt að segja Vestur-Evrópu nokkurn veginn til um alla frekari pólitiska hegöan. A meðan að þessu stefnir i Vestur-Evrópu keppa tveir um forsetastólinn banda- riska. Annar heldur að friðartai ogafvopnun séu lausn fyrir lýð- ræðisrfkin. Hinn heldur að Bandarfskjamenn eigi einkum vini á Kyrrahafi. Bandariska þjóðin sjálf sér ekki mikla glætu I þessum mönnum. Spáð er rúmlega fimmtiu prósent kjör- sókn og þessir kjósendur vita nú stöðugt minna um þær þreng- ingar sem steðja að Vestur-Evrópu, sem enginn vill deyja fyrir lengur. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.