Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 5. nóvember 1980/ 259. tbl. 70. árg. Afgreiðir LandsbanKlnn lán til Fiugleiða í dag? Engin áhrif á önnur útlán Landsbankinn mun i dag taka ákvörðun um lánafyrirgreiðslu til Flugleiöa. Þaö mun vera skýr stefna bankans.að lán til Flugleiða hafi ekki áhrif á önnur útlán Landsbankans, heldur verður tekið erlent lán vegna Flugleiðamálsins, samkvæmtupplýsingum.sem Vfsir aflaðisér f morgun. Unnið hefur verið af kappi við að fara yfir eignastöðu Flugleiða siðustu daga og mun niðurstaða þeirrar könnunar vera sU, að tryggingar séu fyrir hendi ef til lánveitingar keníur og eigna- staðan ekki verri en vitað var i sumar. Þá hefur Landsbankinn borið til baka ummæli Steingrlms Her- mannssonar ráðherra I VIsi i gær um, að bankinn hafi reiknað með endurgreiðslu á skammtimaláni Flugleiða frá i fyrra við af- greiðslu rikisábyrgðar frá Al- þingi. Segir bankinn, að ekki hafi komið fram slik krafa heldur verði beðið eftir sölu Boeingvél- anna. Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis kemur saman á fund klukkan 13 i dag. Sigurður Helgason forstjóri sagði i morgun að Flugleiðum hefði ekki borist frekari fyrirspurnir frá nefndinni og má búast við áliti hennar á frumvarpi rikis- stjórnarinnar liggi fyrir i dag. —SG Skjalafalsaranum sleppt Að sögn Erlu Jónsdóttur, deildarstjóra hjá Ranhsóknarlög- reglu ríkisins, rennur gæsluvarð- haldsúrskurður 35 ára gamals manns, sem tekinn hafði verið fyrir meint skjalafals, vegna bif- reiða er hann „keypti", út i dag klukkan 17. Ekki var talin ástæða til þess að hafa manninn lengur i gæsluvarð- haldi en rannsókn málsins heldur áf ram. Eins og Visir skýröi frá i gær hafði hann „keypt" tvær bifreiðar á samtals 8,5 milljónir með fölsuðum vixlum og gögnum en seldi þá siðan gegn staðgreiðslu fyrir 4 milljónir. —AS Slálu lyrír á aðra miiljcn Sex drengir úr Héraðsskólan- um á Laugarvatni hafa nú viður- kennt að hafa stolið varningi úr Kaupfélaginu á staðnum fyrir um 1,4 milljónir króna. Eins og Visir skýrði frá i gær, hafði verið brotist inn i Kaup- félagið aðfaranótt sunnudags og varð fljótt ljóst. að nokkrir nem- endur Héraðsskólans væru við- riðnir þjófnaðinn en þá hafði ekki verið tekin saman upphæð hins stolna varnings sem aðallega var i formi, tóbaks, sælgætis og snyrtivöru. —AS ff Slaða Flugleiða er ekki verri en áður var áæilað - segir Sigurður Helgason forstiöri fp „Það er ekkert, sem rennir stoðum undir þær fullyrðingar, sem heyrst hafa, aðalltaf séu aðkoma fram nýjarupplýsingar uni, að staða Flugleiða sé verri en áður hafi verið ætlað. Menn hafa þá bara ekki skoðaðþær skýrslur og þau plögg, sem þeir hafa fengið á undanförnum vikum," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. 1 bréfi Sigurðar Helgasonar til samgönguráðherra frá 15. september er 12 milljón dollara rekstrarfjárþörf Flugleiða út- skýrð og jafnframt skýrt tekið fram, að I þessari áætlun sé reiknað með sölu á tveimur Boe- ing 727-100 vélum. Ef ekki verði af þeirrisölu, muni fjárþörfin breyt- ast. „Það varð ekki af þessari sölu og þvi breytast forsendurnar I samræmi við það og fór þetta aldrei milli mála", sagði Sigurð- ur Helgason ennfremur. Heildarmat hefur nú farið fram á flugvélakosti Flugleiöa og hljóðar þaö upp á 59 milljónir dollara. Samkvæmt endurmati Endurskoöunar h.f. fyrir nokkru, voru vélarnar metnar á 63,7 milljónir dollara. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, segir i Þjóðviljanum I morgun, að þetta mat hafi verið „heldur lægra en gert hafði verið ráð fyrir og við höfðum óttast." Þegar Visir ræddi við Steingrim Hermannsson, samgönguráð- herra, i gær, sagði hann matið „ekki slæmt að minu áliti." Sigurður Helgason sagði i morgun, að þetta mat kynni að hækka um 10% og færi þá jafnvel upp fyrir það mat, sem lá fyrir. Stjórn Flugleiða sat á löngum fundi i gær og þar var talið rétt að halda fast við ákvörðun hluthafa- fundar um áframhald á Norður- Atlantshafsfluginu. — SG Nancy og Ronald Reagan - kosningunum. nýju forsetahjónin i Bandarfkjunum — fagna nú yfirburðasigri i forseta- UPI-MYND Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum: REAGAN KAF- F/ERÐI GARTERÍ Hlaut 51% atkvæða. Garter 42%, Anderson 6% - Repúblikanar náðu meirihluta í ðldungadeildinni Ronald Reagan vann yfir- burðasigur I forsetakosningun- um IBandarfkjunum, en Jimmy Carter, forseti, og flokkur hans, Demókratar, töpuðu miklu fyigi- Þegar mestur hluti atkvæð- anna haföi veriö talinn i morg- un, hafði Ronald Reagan fengið 51% atkvæðanna og 463 kjör- menn, en Jimmy Carter 42% atkvæðanna og aðeins 45 kjör- menn. John Anderson hafði þá fengið 6% atkvæða og éngan kjörmann. Ekki lágu fyrir endanleg Urslit i 8 rfkjum, sem samtals hafa 30 kjörmenn. Allt Utlit var fyrir i morgun, að Repúblfkanar fengju hreinan meirihluta I Oldungadeild Bandarikjaþings i fyrsta sinn um langt árabil, en Demókratar héidu hins vegar meirihluta sin- um i Fulltriíadeildinni, þtítt þeir töpuðu þar tugum þingmanna. ,,Gifurlegur fögnuður". „Það rikti gifurlegur fögn- uður hjá stuðningsmönnum Reagans hér i nótt", sagði Sveinn Guðjtínsson, blaðamaður Visis, sem staddur er I Was- hington, er rætt var við hann I morgun, en Sveinn fylgdist með talningunni þar vestra i gær- kvöldi og ntítt. „Strax klukkan 18 i gær- kvöldi, að staðartima, þegar talið hafði verið i Flórfda og Reagan unnið sigur þar, var einsýnt, aö Jimmy Carter hafði á brattann að sækja. Skömmu siðar fóru tölur að berasí frá miðrikium Bandarikjanna, og þa varð öllum ljóst, að Reagan var sigurvegari kosninganna. Það var snemniá I gærkvöldi, að staðartíma, og kosninganótt- in, sem menn höfðu biiist við að yröi löng og erfið, varö engin. Þegar .um áttaleyti I gærkvöldivar ljóst, að Reagan var orðinn forseti. Þannig full- yrti NBC-sjónvarpsstöðin kl. 20.15 að Reagan væri oifðinn ótviræöur sigurvegarf, og skömmu síðar kom önnur sjón- varpsstöö, ABC, með sömu spá. Þá voru eingöngu komnar tölur héðan úr austurrfkjunum og litílsháttar Ur miörikjunum og ekki einu sinni bUið að loka kjör- deildum i vesturríkjunum, þar sem vitað var að Reagan áttu miklu meira fylgi. Það kom mönnum hér yfir- leitt mjög á óvart, hvað Urslitin voru snemma ljós, og stemmn- ingin hér er geysimikil. Þaö er alveg ljóst, að Reagan á mikil Itök i mönnum hér," sagöi Sveinn. Sjá einnig bls. 5. ESJ/SV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.