Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 5
Ronald Reagan hefur rlka ástæðu til þess að vera kátur, en með yfirburðasigri I kosningunum verður hann 40. forseti Bandarikjanna. Jackson og SHuitz sæti í stjórn Reagans Menn voru strax farnir að velta vöngum yfir þvi, hvernig Reagan mundi skipa stjórn sina ráöherr- um, þegar hann tæki við forseta- embætti, sem veröur ekki fyrr en 20. janúar. Nánustu samstarfsmenn hans . létu á sér skilja, að George Shultz, fyrrum f jármálaráöherra og lykilmaöur úr stjórnum Nix- ons og Fords, mundi gegna mikil- vægu hlutverki I væntanlegri rikisstjórn Reagans. Sennilega yröi hann utanrikisráðherra. Ýmsir fleiri eru til nefndir, eins og Alexander Haig, hershöföingi, Henry Kissinger, fyrrum utan- rlkisráöherra, eöa Charls (endur- tekiö Charls) Walker, James Lynn og David Rockefeller. Þegar hefur Henry Jackson, öldungadeildarþingmaöur, veriö valinní nefnd manna, sem undir- búa skal ráöherravaliö meö Rea- gan. Jackson.sem er 68 ára. þótti áöur líklegt forsetaefni Repúbll- kanaflokksins og er honum spáö varnarmálaráöherraembættinu. Yfirburðaslgur Ronalds Reagans og repúblikana Repúblikanar unnu 9 bingsæti og meirihiuta í öldunga- deildínní, og bættu við sig 30 fulltrúardeildarsætum „Við unnum. Viö unnum”, söngluöu stuöningsmenn Ronald Reagans sigri hrósandi I kosn- ingamiöstöð repúblikana i Los Angeles. Anderson ætlar aftur fram John Andersen, sem bauð sig fram utan flokka, lýsti sig loks I nótt sigraðan og viöurkenndi sigur Reagans, tveim klukku- stundum á eftir Carter. Anderson gaf til kynna, að hann mundi ef til vill bjóða sig fram aftur til forsetaembættisins — „Niðurstöður sýna, að forlögin ætluöu mér ekki að veröa næsti forseti Bandarikjanna. Það frest- ast”, sagöi Anderson stuðnings- mönnum sinum. Yfirburðasigur Reagans blasti fljótlega við I talningunni I nótt, þegar hann sópaöi til sin kjör- mönnum stóru iðnrikjanna I noröri og fékk einnig snúiö á sitt band ýmsum rikjum I suöri, sem áður voru talin örugg vlgi demó- krata. Frambjóöandi Repúblikana- flokksins, sem verður 40. forseti Bandarikjanna, „burstaöi” Cart- er — eins og iþróttafréttamenn oröa þaö — um þvert og endilangt landiö. — Reagan, sem er 69 ára aö aldri, veröur elsti forsetinn I sögu Bandarikjanna, þegar hann tekur viö embætti. Carter var allstaðar hafnaö af kjósendum, sem lýstu sig óánægða meö stjórn hans, óánægöa meö efnahagsmáiin, og óánægöa meö glslamáliö. Tveim stundum fyrir miönættiaö banda- riskum tima.lýsti hann sig sigrað- an. Hans eigin skoöanakönnuðir höföu raunar upplýst hann um þaö fljótlega i gær, aö hverju reka mundi. „Bandariska þjóöin hefur valiö, ogég sætti mig viöþá ákvöröun,” sagöi Carter viö hóp stuðnings- fólks sins. , ,Ég lofaöi ykkur fyrir fjórum árum, aö ég mundi aldrei ljúga aö ykkur, svo aö ég get ekki staöið hér i' kvöld og sagt, aö þaö sé ekki sárt.” — Klökknaöi hann og sýndist nærstöddum honum vökna um augu. Carter sagöist hafa sent Reag- an heillaóskaskeyti meö þennan glæsilega sigur. Hét hann þvi aö gera sitt tilþess aö forsetaskiptin (20. janúar) gætu fariö sem liö- legast fram, og hvatti demókrata til aö styöja vel nýjan forseta. Strax siödegis i gær i Banda- rikjunum var ljóst aö hverju stefndi,en samkvæmt siöustu töl- um i morgun haföi Reagan hlotiö sigur I 39 rikjum, og stefndi til sigurs i fjórum til viöbótar. Þar meö haföi hann tryggt sér 436 kjörmenn (og von á 23 til viöbót- ar). Aö baki sér hafði hann um 30 milljónir atkvæöa eöa nær 50%. — Carter haföi sigur I 4 rikjum og von I 3 til viöbótar. Hann haföi tryggt sér 35 kjörmenn meö 25 milljónir atkvæöa aö baki sér eöa 43%. — Anderson hafðium 6% at- kvæöa, enn minna en skoðana- kannanir höföu gefiö til kynna. Hafði hann ekkert riki unnið. Stóru vinningarnir, rikin meö flesta kjörmennina, sem úrslitum, ráöa venjulegast i kosningunum, féllu flest i hlut Reagans. Pennsylvaniu, Ohio, Michigan, Illinoisog New Jersey, Kalifornia (aö sjálfsögöu) og jafnvel New York. I kosningum til öldungadeildar- innar felldu ihaldssamir repúblikanar virta frjálslynda demókrata, eins og McGovern og Birch Bayh, en þegar siöast frétt- ist af talningu höföu demókratar tryggtsér 50þingsæti,ogþar meö tapaö niu. Repúblikanar höföu tryggt sér 48, einn óháöur fyrr- verandirepúblikaniI49. þingsæti, og óvist um úrslit I Arizóna, þar sem Barry Goldwater er i fram- boöi fyrir Repúblikana Stóöu tölur þar mótframbjóöanda hans f vil, en éftir aö telja atkvæöi úr gall- hörðum repúblikanakjördæmum. Fyrir kosningar höfðu repúblik- anar 41 þingmann i öldungadeild- inni. Demókratar virtust þvi tapa meirihlutaaöstööu sinni i öldungadeildinni, en þó án þess aö repúblikanar heföu höndlaö hana i staðinn. 1 fulltrúadeildinni höföu repúblikanar bætt viö sig 30 nýj- um þingsætum. Hinn virti þingmaöur, Birch | Bayh, formaður leyniþjón- | ustunefndar öldungadeildar- 1 innar, tapaöi þingsæti sinu i | Indiana fyrir Dan Quayle, I ihaldssömum repúblikana, ■ sem setið hefur i fulltrúadeild- I inni. Eini öldungadeildarþing- maöurinn af þeim 34, sem sótttust eftir endurkjöri og fékk ekkert mótframboð, var demókratinn Russell Long i Louisiana, formaöur fjár- málanefndar. Bill Brock. formaöur Repúblikanaflokksins, sagöi, að þingmenn flokksins fengju yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða kaþólskra, meir en helming atkvæöa verkalýös og aö hann vænti mikillar fyigís- aukningar flokksins. Ungfrú Lillian, móðir Carters, sagði i nótt, aö tapaöi sonur hennar kosningunum, vildi hún, að hann sneri aftur heim til Plains i Georgiu og tæki til hendi i garðinum. John D. Rockefeller IV, barnabarnabarn oliukóngsins, er sagöur hafa variö 10 mill- jónum doilara i kosningabar- áttu sina til þess að ná endur- kjöri til rikisstjóraembættis V-Virginiu . Kosningatölur bentu til þess, aö honum mundi takast það. Kjósendur i Columbia I greiddu þvi atkvæöi i könnun Isem gerð var um leið og kosn- ingarnar, aö leyfö yrðu happ- . drætti i höfuðborginni. Tveir af hverjum þrem sem spurðir voru um leiö og þeir komu frá kjörklefunum, hvaða málefni þeim þættu mikilvægust, töldu efnahags- málin vera númer eitt. Flest- um þótti gislamálið ekki ýkja mikilvægt. CBS-fréttastofan segir, aö þeir, sem það töldu, heföu yfirleitt kosið Carter. Jimmy Carter er fyrsti demókrataíorsetinn, sem ekki nær endurkjöri frá þvi áriö 1888. Stuðningsmenn John Andersons sögöu eftir kosningarnar, aö ef hann heföi ekki verið i framboöi, heföu atkvæði þeirra skipst jafnt milli Carter og Reagans. Aætlunarfiug 111 Klna Carter Bandarikjaforseti veitti i vikunni lokasamþykki sitt til þess, aö Pan American World Airways hefji rcgtubundið áætlunarflug milli Bandarikj- anna og Kina. Flugfélagið ætlar að halda uppi feröum á þrem flugleiöum: Ein frá New York til Peking, önnur frá San Francisco til Peking og þríöja frá San Francisco til Shanghai. PanAm hélt uppi vikuiegum feröum á DC-4-vélum til Shanghai á árunum 1947 til 1949, þegar áætlunarferðir til Kina tögöust niöur. Fförkippur á guli- og gjaldeyris- mörkuðum Viöbrögö erlendis viö úrslitum forsetakosninganna I Bandarfkj- unum eru fiest á þá iund, aö kjör Reagans muni litlu breyta I af- stööu eöa i tengslum annarra rikja viö Bandarlkin. Hinsvegar kom mikill fjörkipp- ur I gullmarkaöi og gjaldeyris- markaöi I Hong Kong og Tokyo. Hækkaöi guli snarlega i veröi I Hong Kongeöa um l2dollara úns- an. Bandarikjadalur snarhækk- aöi á gjaldeyrismarkaðnum I Tokyo 1 morgun. Pólsku verkalýös- samtökln skjóta máll sfnu til hæstaréttar Hin óháöu stéttarfélög Póllands hafa nú formlega áfrýjaö til hæstaréttar landsins löggildingu undirréttar á samtökunum „Ein- ing”, en undirréttur bætti inn I stofnskrána ákvæöi um forystu kommúnistaflokksins. Verkalýösforkólfar þeirra tíu milljóna, sem teljast innan vé- banda hinna nýstofnuöu samtaka, hafa i hótunum um aö efna til verkfails, ef þetta ákvæöi veröur ckki fellt niöur. Segjast þeir ekki geta sem verkalýöshreyfing haft I stofnlögum sfnum'sjlkar pólitlsk- ar yfirlýsingar. Yfirvöld hafa iagt fyrir hæsta- rétt aö afgreiöa áfrýjunina fyrir næsta mánudag. Frelsun gíslanna dregsl lran óskaöi I gær eftir svari hiö snarasta frá Bandarlkjastjórn varöandi skilyröin fjögur, sem sett voru fyrir iausn gislanna 52 I Teheran. En dráttur veröur á svarinu og horfur á aö gfslarnir losni á næstunni hafa minnkaö. irak vm hætta strlöinu Hussein forseti traks gaf til kynna I ræöu á þingi traks I gær, aö trak væri reiöubúiö til þess aö hætta strföinu viö Persaflóa, ef tran væri sama sinnis, en jafn reiöubúiö til þess aö halda út enn lengur, ef stjórnín I Teheran viöurkenndi ekki yfirráö traks yf- ir svæöinu viö Shatt al-Arab. Formannskjör Denis Healey, hægrimaöurinn f framboöi tii formannsembættis breska Verkamannafiokksins, fékk flest atkvæöi f kosningu þingflokksins I gær, en náöi þó ckki hreinum meirihluta. Kemur þvl til annarrar at- kvæöagreiöslu miili hans og Michael Foote, vinstrimannsins málsnjalla, sem fékk 83 atkvæöi meöan Healey fékk 112 atkvæöi. Búist er viö þvi, aö mjög mjótt veröi á mununura i annarri at- kvæöagreiöslu, og þótti stuön- ingsmönnum Healeys, sem hann heföi ekki fengiö næg atkvæöi I gær til þess aö vera öruggur um sigur, þegar Silkin og Shores draga sig út úr baráttunni, en þeir eru báöir vinstrimenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.