Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 13
13 Fatalitun er þeirra fag. Hjónin Marla Hákonardóttir og Erich Köppel I Efnalauginni Vesturgotu 53. Fatalitun borgar sig: Nýjar gallabuxur úr notuöum „Þetta er llklega eina fatalit- unin á landinu”, sagöi Marla Hákonardóttir I Efnalauginni að Vesturgötu 53 I viðtali við Visi”, maðurinn minn sem er Þjóð- verji lærði fatalitun i heima- landi sinu. Eftir að hann kom hingað til lands, vann hann í mörg ár við ullarlitun hjá Ala- fossi”. Hjónin vinna tvö við efnalaug- ina sem er opin tvo daga vik- unnar, þriðjudaga og fimmtu- daga. Eingöngu taka þau rúskinnsfatnað í hreinsun og eins og kom fram hjá Mariu er þetta eina efnalaugin á landinu sem vitað er um þar sem fatnaður er litaður. Hvernig fatnað er hægt að lita? „Við litum aðeins flikur úr bómull eða ull. A þessum árs- tima koma margir með ljósar* sumarbuxur og láta dekkja þær fyrir Veturinn. Það kostar kl. 6.900 að lita venjulegar kaki- eða flauelsbuxur”. Notuð flik sem ný „Við bjóðum viðskiptavinum okkar marga liti, svo sem blátt, brúnt, grænt, rautt og svart. En það fer eftir flikinni, hvort hún er ljós eða dökk, hver útkoman verður. I mörgum tilfellum þeg- ar fólk kemur með notaðar flik- ur i litun er það vegna þess að það hefur fengið bletti i fötin sem ekki nást úr. Sé um bletti að ræða er heppilegast að lita flik- ina mjög dökka til dæmis svarta. Þessi þjónusta okkar er mikið notuð enda má segja að notuð flik verði oft sem ný eftir litun. Og ef litið er á kostnaðar- hliðina má telja hagstætt að fá nýtt yfirbragð á notaðan kjól en það kostar 8 þúsund krónur að lita kjólinn sagði Maria Hákonardóttir. —ÞG A QOQ.OG ÖOOOQÖGO. ■ÉMfH VERÐMERKIVÉLAR Nr1 Tvöföld verðmerking á tvílitan verðmerkimiða Vönduð vél. q ; Sterk vél. ** ■ Örugg þjónusta Verðmerkimiðar með eða án áprentunar ÞORf SIIVll 815QQ-ÁRMÚLA11 ÞÐR HjÁ PHIUPS GERA MEHtA EN AÐ HANNA NÝ KERH. ÞEIR KONA AF STAD BYLTINGUM! Nýtt myndsegulband Philips hefur nú fullhannað nýtt myndsegulbandskerfi, sem margir álíta vera gjörbyltingu á þessu sviði. Philips 2000 er kerfi, sem býður upp á kosti, sem aðrir hafa ekki: - Myndkassettu, sem spila má báðu- megin, með - 8 klukkustunda sýningar/upptöku- tíma Upphitaðir upptökuhausar, sem aðeins þekkjast á stærstu tækjum í upptökusölum (studiotækjum) vama sliti á segulbandinu, auk þess, sem svonefndir fljótandi hausar gera stillingu þeirra óþarfa. Þannig er hægt að taka upp á eitt tæki og sýna á örðum án truflana. Philipsvann stríðið Þegar Philips hljóðkassettan kom á markaðinn fyrir tæplega tuttugu árum, voru fáir sem spáðu henni bjartri framtíð. Margir töldu Philips hafa gert regin-mistök með gerð lítillar hljóð- kassettu, sem þyrfti að snúa við og spila báðum megin. Reyndin varð önnur. Philips hljóðkassettan er einráð á markaðinum. Allir hinir tóku hana í notkun. Nú hefur Philips sett mynd- kassettu á markaðinn. Hún er byggð á sömu grundvallarhugmynd og reynslu, sem fengist hefur með hljóð- kassettunni. Árangurinn er líka frábær. Sextán daga upptökutimi Einn af höfuðkostum nýja Philips myndsegulbandskerfisins er upp- tökutíminn. Philips 2000 með nýju 8 klst. myndkasettunni, gefur kost á innstillingu á 5 mismunandi sjónvarpsþætti á 16 daga tímabili. Nýja kassettan hefur pláss fyrir átta klukkustundir af efni, 4 klst. á hvorri hlið. Þannig getur þú komið fyrir t.d. fjórum 2ja klst. kvikmyndum á einni spólu eða fjórum knattspymu leikjum og einni bíómynd. Þeir hjá Philips gera meira en að hanna ný myndsegulbandskerfi. Þeir koma af stað byltingum. Þess vegna hafa margir af þekktustu framleiðend- um myndsegulbanda, eins og t.d. B og O, ITT, Pye, Luxor og Grundig gert samninga við Philips um notkun þessa nýja kerfis í sinni eigin framleiðslu. Sjálfvirkursnuðrari Ein af skemmtilegustu nýjung- unum á Philips 2020 myndsegulbands- tækinu er efnisleitari, sem við köllum „sjálfvirka snuðrarann". Þetta er takki sem þú notar þegar þú þarft að finna myndefni á myndkassettunni í hasti. Sjálfvirki snuðrarinn finnur réttan stað á spólunni á met-tíma. Snuðrar- inn er tengdur sérstöku tölvuminni, sem gerir þér kleift að finna réttan stað á spólunni á andartaki eða svo. Philips kann svo sannarlega tökin á tækninni. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.