Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 05.11.1980, Blaðsíða 14
TRIMM - TRIMM - TRIMM ■ TRIMM - TRIMM - TRIMM ' =3 - TRIMM - TRIMM - TRIMM - TRIMM - TRIMM - TRIMM - TRIMM - TRIMM - TRIMM - TRIMM • TRIMM - TRIMM f- TRIMM - TRIMM ■ TRIMM - TRIMM - TRIMM HEILBRKD SALI HMUSTUM UKkMt Það hefur löngum verið sagt að iþróttirnar skapi heilbrigða sál og hraustan likama, og það sig eitthvað að lokinni eru örugglega orð að vinnu, og þessi stað- sönnu. Flestir vita að fátt er hollara kyrrsetu- mönnum en að hreyfa reynd hefur undanfarin ár orðið æ fleirum ljós- ari. Þróunin hefur lika orðið sú að þeir eru ávallt fleiri sem trimma á einn eða annan hátt. Margir skokka um götur borgarinnar eða á þar til gerðum svæðum, aðrir fara i sund, enn aðrir á skiði, og svo eru margir sem stunda aðrar grein- ar iþrótta sér til heilsu- bótar oe skemmtunar s.s. knattspyrnu, bad- minton, handknattleik, köruknattleik og fleiri og fleiri iþróttagreinar. í hádeginu i gær brugðu Visismenn sér i smáferð um borgina. Við heimsóttum bad- mintonmenn i TBR hús- ið við Gnoðavog, knatt- spyrnumenn á Melavelli og á leið okkar á milli þessara staða sáum við nokkra menn sem voru að trimma. Sú var tiðin að maður sem sást i iþróttagalla úti á götu var litinn hornauga og álitinn eitthvað bilaður i „toppstykkinu” en i dag þykir þetta sjálfsagður hlutur og þeir eru sifellt fleiri og fleiri sem það gera. Oaniel Stefánsson. Or Olóns- starffnu I nad- mlnlon golf og „Ég er oftar hérna en á Hótel Sögu þótt ég sé lengur þar” sagöi Daniel Stefánsson barþjónn á Sögu, en við hittum hann i hádeg- inu i gær i íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog þar sem hann var i badmintontima ásamt félögum sinum. Þessir félagar hans eru þrir endurskoðendur, þeir Magnús Eliasson, Bjarni Lúðviksson og Atli Hauksson, og var greiniiegt á tilburðum þeirra allra að þeir voru ekki á sinni fyrstu æfingu i gær. „Viö höfum allir verið i bad- minton i nokkur ár þótt við þessir fjórir höfum ekki stundað þetta saman fyrr en i vetur” sagði Daniel. „Ég byrjaði i badminton á þann hátt að þjónarnir á Sögu leigðu tima i Iþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi veturinn 1970-1071. Það voru margir i þessu fyrst, en i lokin stóðum við tveir einir eftir og þá fluttum við okkur yfir til TBR. Nú er ég sá eini úr Söguhópnum sem enn er eftir i þessu, en þeir eru að byrja aftur þjónarnir” sagði Daniel sem er orðinn varafor- maður TBR og leikur einnig bad- minton með samstjórnarmönnum sinum þar. í golfinu Það nægir honum ekki að vera i badminton. Á sumrin þarf einnig aö hreyfa sig eitthvað, og þá er haldið út á golfvöll á Seltjarnar- nesi, en Daniel er félagi i golf- klúbbnum þar. „Ég byrjaði i golfinu fyrir 12 árum en hef ekki stundað það mjög stift, þar til fyrir tveimur árum, og i sumar fór ég i goif á hverjum degi með hinum þjónun- um á Sögu, en þaðeru alls sautján þjónar á Sögu sem er i golfinu” sagði Daniel. ífk-- TRIMM Jón Olafsson oe félaei hans eevsast i sóknina en landsliðsmaðurinn Erlendur Magnússon er tll varnar. Daniel og féiagi hans sýndu fáséöa tilburði við netið. undur skokkar niður gamla Flugvallarveginn. Eriendur Magnússon. Lunch llniled Þegar við litum við á Melavell- inum i hádeginu i gær stóð þar yfir æfing hjá knattspyrnuiiöinu „Lunch United” en það viröulega félag skipa um 20 knattspyrnu- menn á ýmsum aldri og eru það menn sem hafa æft lengi sainan. Þar var allt á fullri ferð og varla að þeir gæfu sér tima til að tala við okkur, þvi ekki mátti missa neitt úr. „Þetta byrjaði þannig i upphafi að það voru félagar úr skiðadeild Fram sem komu hérna saman til að hita sig upp fyrir veturinn, og siðan hefur þetta þróast þannig að æft er hérna allt árið um kring, i hádeginu tvisvar til þrisvar i viku” sagði Erlendur Magnússon einn „luncharanna” en Erlendur var reyndar hér fyrr á árum þekktur leikmaður með Fram i 1. deildinni og hefur leikið tvo landsleiki fyrir Island. „Maður þarf hreyfingu og i þessum hópi eru fullt af mönnum sem hafa spilað knattspyrnu eitt- hvað að ráði” sagði Erlendur áð- ur en hann geystist af stað á eftir boltanum”. „Það er voðalega gaman að þessu” sagði Jón Ólafsson sem var einn þeirra sem voru á æfing- unni. „Hérna eru bæði labbakútar og prófessional spilarar þótt það sjáist reyndar sjaldan hverjir eru i hvorum hópnum”. — Meira fékkst ekki upp úr Jóni, hann var rokinn isiaginn, og þeir „Lunch United” menn þreyttust um Melavöllinn þveran og endilangan en við íorðuðum okkur hið snarasta inn í bilinn og hitann. gk-. Texti: Gylfi Kristjánsson blaðamaður Guðmundur Helgi Guðmundsson. Hleypur og synflir á hverjum degl „Ég hleyp alltaf i hádeginu, hef það fyrir reglu og mér liður mjög vel” sagði Guðmundur Helgi Guðmundsson sem við hittum á Miklatorgi I hádcginu f gær en þar var hann á harðahlaupum og stefndi til sjávar. „Ég vinn á Eðlisfræði og tækni- deild Landsspitalans og hleyp á hverjum degi i matartimanum frá spitalanum niður flugvallar- veg og að heita læknum, þaðan út að kirkjugarði og siðan sömu leið til baka” sagði Guðmundur sem starfar sem raíeindatæknir á Landsspitalanum. „Ég er búinn að gera þetta i eitt ár, eða eftir að ég hætti að æfa iþróttir. Ég var áður i handknatt- leik hjá Þrótti, en hleyp nú og tek timann á hvað ég er lengi að hlaupa þessa vegalengd, og er oftast um 16 minútur að þvi. „Á þessu losnar maður við aukakilóin og kemur eðlilegri hreyfingu á vöðvana. Maður situr annars allann daginn við viðgerð- ir og smiðar. Svo hef ég aðstöðu til þess að taka púlsinn og mæla blóðþrýstinginn og það er allt saman i góðu lagi”. — En Guðmundur lætur þetta ekki nægja. Þegar hann hefur lokið vinnu á kvöldin heldur hann i laugarnar þar sem hann syndir og fer i heitu pottana. Það er þvi óhætt að segja að hann stundi heilsurækt af kappi enda sagði hann að það hefðu allir gott af þvi að trimma. gk-. Myndir: Gunnar V. Andrésson ljósmyndari - TRIMM -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.