Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 08.11.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. nóvember 1980 VÍSIR Leikarinn Tom Conti: Ætlaði að hætta um þrítugt en þá var hann 31 árs Tom Conti byrjaöi seint. Hann nálgast nú fertugt óöfluga en rétt aö byrja aö brjóta sér leiö á topp- inn i „leikaraheiminum”. 1 mörg ár hefur Conti veriö þekktur sviösleikari i Englandi en vakti fyrst verulega athygli þegar hann lék aöalhlutverkiö i „Er þetta ekki mitt lif?” á Broadway ný- lega. Sföan hefur rignt yfir hann tilboöum. Mynd um Anthony Blunt- málið. hafna þeim vegna þess aö hann haföi ekki tima. Hann er spuröur hvort hann ætli nú aö einbeita sér aö kvikmyndaleik. „Ég get ekki hugsaö mér aö yfirgefa leikhúsiö. En segja ekki allir leikarar þaö? Hoffmennirnir og Redfordarnir tala i sibylju um aö snúa aftur til leikhússins en þeir gera ekkert i því. Ég ætla mér alla vega ekki aö flytja frá Englandi. Mér þykir mjög vænt um landiö og fólkiö og þá hlýju sem maöur finnur umlykja sig.” Svo þurfti Conti aö rjúka. Hann var búinn meö sitt hlutverk i myndinni um njósnarann en varö aö æöa af staö til Póllands. Þar leikur hann i kvikmynd sem heitir „The Wall” en er ekki gerö eftir tónlist Pink Floyd. Þess i staö fjallarhún um uppreisnina i Gett- óinu i Varsjá. Tom Conti er hér i hlutverki sinu i sjónvarpsþáttunum „Glittering prizes" sem sýndir voru i islenska sjónvarpinu fyrir nokkru. Breskur blaöamaður hitti Conti nýlega að máli á Eynni Wight, þar sem hann var aö leika aöal- hlutverk i sjónvarpsmynd um njósnara á borö viö sir Anthony Blunt. Tom Conti, vingjarnlegur á svipinn, leikur þar mann sem er ekki allur þar sem hann er séöur, heldur ófélegur raunar. Conti er vinalegur sjálfur. „Æjá, þetta hefur verið ótta- lega erfitt ár, mikiö aö gera. Ég vildi ekki lifa þaö aftur. En þetta var þaö sem ég stefndi aö svo ég er ekkert aö kvarta. Flestir leik- arar láta sér þetta lynda frá þvi þeir byrja og þar til þeir geyspa golunni. Það skuldar okkur eng- inn neitt.” Hvers vegna hann gerðist leik- ari? „Leiklistin var mér aldrei neitt hjartans mál. Ég hugsaði ekki: „Guö, nú verð ég að verða leik- ari! ”. Þetta var mjög tilviljana- kennt hjá mér, ég barasta lenti i þessu og fannst það frábært. Ég byrjaði aö leika eins og sumir byrja aö mála.” Conti, sem er Skoti þrátt fyrir italskt nafn, segist hafa ákveöiö aö reyna aö slá i gegn, ef þaö heföi ekki tekist um þritugt ætlaði hann aö hætta. „Ég var þá 31 árs gamall. Ég fékk stórt hlutverk i leikritinu „Savages” og sagöi viö sjálfan mig: „Þetta gæti oröiö tækifærið mitt.” Og svo fór.” „Glittering prizes", Siöan fékk hann eitt aðalhlut- verkanna i sjónvarpsmynda- flokknum „Glittering prizes” sem sýndur hefur veriö i islenska sjónvarpinu. „Þaö var annaö stökk upp stigann. Myndaflokk- urinn var óvenjulega góöur og ég held aö þeir séu margir sem gera sér ekki grein fyrir þvi enn i dag.” Ætli hann hafi aldrei misst fót- anna á hálum brautum að frægö- inni? „Nei, ég held mér hafi tekist að haida mig viö jöröina. Sennilega af þvi ég er Skoti. Þaö er mjög mikilvægt fyrir leikara aö hafa stjórn á egói sinu, margir þeirra eru hreinlega klikkaöir. Egóiö er sjálfseyöandi skrimsli og þaö er ekki auövelt aö hafa stjórn á þvi.” Slöan hann varö frægur hefur Conti komist aö þvi sér til ógleði aö ýmsir vina hans taka honum meö meiri varúö en áður. „Velgengni einangrar mann ekki frá vinum sinum. Hún einangrar vinina frá manni sjálfum. Er hægt aö skilja þar á milli eöa er ég aö bulla út i loftiö?” „The Wall." Meöal tilboöanna sem Conti hefur nú fengiö voru hlutverk i myndum hinna frægu leikstjóra Milos Forman og Steven Spiel- berg ( sem á að heita „Raiders of the lost Ark”) en hann varö að Panasonic Nv-7000 Þægindi Nú þarft þú hvorki að leita að myndefni á kasettu þinni, né stilla sérstakt minni. Þú hreinlega hraðspólar i aðra hvora átt, og fylgist með mynd- inni um leið. Auk þess getur þú einnig séð myndefni á tvöföldum hraða, fryst það, eða fylgst með þvi frá ramma til ramma. Still- ingar þessar eru framkvæmdar með þægilegum snertirofum tækisins, eða fjarstýribúnaði þess. Ef þú bregður þér i f jórtán daga fri sér tækið um upptöku á eftir- lætisefni þinu, og þú nýtur þess við heimkomu Hliomgæði Léleg hljómgæði geta spillt fyrir góðu myndefni, og þvi hafa þeir hjá Panasonic bætt hinu viður- kennda Dolby-kerfi i tækið sitt. Dolby-kerfið minnkar suð og aðrar truflanir sem eiga sér stað við upptöku, og eykur tónsviðið við afspilun. Kerfi þetta er flestum kunnugt, enda þykir það ómissandi i öll venjuleg hljóm-kasettutæki. Örxggi Þeir hjá Panasonic gera sér fulla grein fyrir, að kaup á myndsegulbandi er mikil fjár- festing, og spara þvi ekkert til öryggisatriða. 1 hinum hárnákvæmu mynd- hausum tækisins er sjálfvirkur rakaskynjari, sem slekkur á tækinu sé myndbandið liklegt til óþæginda eða skemmda. Gleym- ir þú af einhverjum ástæðum að slökkva á tækinu, skaðar það hvorki kasettu né tæki, heldur þvert á móti. Við enda kasettunnar stansar tækið, hraðspólar sjálfkrafa aft- ur að byrjun og slekkur þar á sér. Að lokum Hér hefur verið minnst á örfáa kosti af mörgum, sem prýða þetta nýja tæki frá Panasonic. Panasonic notast við hið út- breidda og viðurkennda VHS kerfi og eru kasettur i þvi kerfi fáanlegur fyrir 60-90 -120 og 240 minútna dagskrá. Sértu enn i vafa, snúðu þér þá til fagmannsins og hann mun trú- lega viðurkenna, að þeir hjá Panasonic eru þekktir fyrir allt annað en óvönduð og fljótfærnis- leg vinnubrögð. Aðeins það besta frá Japan JTÆIPIS Brautarholti 2 \Símar 27192 & 27133

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.