Vísir - 10.11.1980, Blaðsíða 1
Mánudagur 10. nóvember 1980, 263. tbl. 70. árg.
r——- ...... ............ ...............^
Tillögur gerðar um. að starfsmenn taki við rekstri Fríhafnarinnar:
STARFSMENNIRNIR FÁI HLUTA
RÆÐI AF HAGNAÐI OG VELTU!
Stjórnunarnefnd Fri-
hafnarinnar á Kefla-
vikurflugvelli hefur
lagt fram hugmyndir
að nýrri skipan mála á
rekstri Frihaf narinnar,
þar sem gert er ráð
fyrir að starfsmenn
sjái sjálfir um vinnu-
þátt rekstursins og
muni fá i sinn hlut, auk
fastakaups, ákveðinn
hluta af bæði veltu og
hagnaði.
„Þaö er rétt að við lögðum
þessar hugmyndir fyrir starfs-
menn fyrir um hálfum mánuöi
og ég býst við, að fá svar þeirra
núna fyrripartinn i vikunni",
sagði Agúst Agústsson, fjár-
málastjdri Frihafnarinnar, f
samtali við blaðamann Vísis i
morgun.
„Þeir hafa tekið þokkalega i
þetta, en svona kerfi er óþekkt
innan ríkisgeirans þannig að
það er eðlilegt að þeir þurfi aö
skoða þetta vel með slnu stétt-
arfélagi".
Agúst sagðist ekkert geta sagt
um hversu miklar bónusgreiðsl-
urnar gætu hugsanlega orðið, en
vegna þess að þær byggðust
bæði á hagnaði og veltu ætti það
að hvetja ekki aðeins til aukinn-
ar sölu, heldur lika sparnaðar
og aðhaldssemi f rekstri.
„Ég býst við þvi að allfestir
starfmennirnir verði endur-
ráönir, en samkvæmt nýja kerf-
inu verður það að verulegu leyti
undir þeim sjálfum komiö",
sagði Agúst.
Vísir greindi frá þvi á sinum
tima, að hugmyndir hefðu kom-
ið fram um að Frihöfninni yrði
skipt upp I deildir og þær siðan
boönar út á frjaisum markaöi.
Að sögn ÁgUsts er sá valkost-
ur enn fyrir hendi, en hann hafi
þokað fyrir þeim hugmyndum
sem greint er frá hér að ofan.
„Þessar nýju hugmyndir
ganga lengst til móts við starfs-
mennina bæði hvað varðar end-
urráðningu þeirra flestra og
ekki siður hitt, aö þeir veröa
áfram rikisstarfsmenn með
þeim réttindum sem þvl
fylgja", sagöi AgUst.
Þess má geta, að samkvæmt
heimildum blaðsins mun Guð-
mundur Karl Jónsson, deildar-
stjóri i launadeild fjármdla-
ráðuneytisins taka viö stjórn
Frlhafnarinnar um áramótin,
en ekki vildi AgUst staðfesta
það. Sjálfur lætur hann af starfi
fjármálastjóra um áramótin.
— P.M.
Víðtæk leit að rlúpnaskyttu f Esjunni:
Sporhundurinn
Sámur pefaði
skytluna uppi
Mikil leit var gerð að rjúpna-
skyttu, sem saknað var um
klukkan 19.20 á laugardagskvöld-
ið.
Tveir menn höfðu haldið upp lir
Kollafirðinum upp Kistufell til
rjúpnaveiða á laugardaginn.
Um klukkan 19.00 kom annar
þeirra niður og saknaði félaga
sins. Þoka var á svæðinu, auk
þess sem tekiö var að dimma.
Fjórtán hjálpar- og björgunar-
sveitir með um 200-250 manns
héldu til leitar stuttu siðar.
Sámur, sporhundur Hjálpar-
sveitarinnar i Hafnarfirði fann
siðan slóð mannsins, og stuttu
siðar manninn heilan á húfi,
norðarlega I Esjunni.
Var hann með hund með sér, og
áttavita en ekkert virtist hafa
dugað I myrkri og þoku. Skyttan
fannst um klukkan 4.30 um nótt-
ina, en þá þegar var komið annað
verkefni fyrir hjálpar- og björg-
unar-sveitirnar, þar sem þriggja
pilta var saknaö, eftir að hafa
haldið til rjUpnaveiða í Bláfjöll-
um, sama dag.
—AS
Engin ákvöröun í vaxtamálum:
úlafslðium breytt?
„Samkvæmt lögum á aðlögun
vaxta og verðbólgu aö vera lokið
um næstu mánaðamót og það
verður að breyta lögunum ef það
takmarknæst ekki", sagðiTómas
Arnason, viðskiptaráðherra, þeg-
ar blaðamaður spurði hann I
morgun hvaö liði ákvörðunum I
vaxtamálum.
Tómas sagði að viðræður um
þessi mál hefðu fariö fram við
Seðlabankann og væru þær enn i
gangi. „Það er ekkert hægt að
segja um það ennþá hvaða stefnu
þetta tekur, enda fer það mikið
eftir þvi hvað verður ofan á I
niðurtalningarmálunum", sagði
Tómas. —P.M.
Sporhundurinn Sámur ásamt umsjónarmanni slnum, Snorra Magnús-
syni, I morgun. Vfsismynd: Ella.
„vanskil
fiskveiði-
flotans 23
milliarðar'
„Ég á sæti I stjórn Byggöa-
sjóös, og ég hef ekki heyrt að þaö
sé neitt unnið að þvi þar, að
skuldabreytingu til langs tima,"
sagði Matthias Bjjarnason al-
þingismaður I spjalli við VIsi um
skuldir útgeröarinnar. Hann lýsti
undrun sinni á ummælum sjávar-
Utvegsráðherra á blaðamanna-
fundi, þess efnis ,,að unnið er að
þvl að létta þennan vanda útgerð-
arinnar, lausaskuldirnar, á ýms-
an hátt, m .a. með því aö breyta
lausaskuldiun I föst lán."
Hann upplysti að 310 skip, þar
af eru 38 skuttogarar og 29 loönu-
skip, meira en helmingur þess
flota. segir Matthias, að séu I
vanskilum við Fiskveiðisjóö 17.
ágUst s.l. um 7.331 milljarð, fyrir
utan dráttarvexti, og hafa vafa-
laust hækkað verulega siðan,
bætir hann viö. Hjá Byggöasjóði
nema vanskil vegna fiskiskipa
2,826 milljörðum og olluskuldir
skipanna nema um 13 milljörðum
króna. Samtals eru þá vanskil Ut-
gerðarinnará þessum þrem stöð-
um rUmlega 23 milljaröar og þá
eru dtalin vanskil við banka og
þjónustufyrirtæki, segir I ræöu
Matthlasar Bjarnasonar.
SV
Dauðasiys á Suðurlandsvegi
begar strætisvagn ók aftan á kyrrstæða bifrelð
Dauðaslys varð á
Suðurlandsvegi, austan
vegar að Almannadal
hjá Rauðavatni, um
klukkan 20.18 i gær-
kvöldi.
Slysið varð með þeim hætti aö
strætisvagni var ekið vestur
Suöurlandsveg. Framundan á
hægri kanti höf ðu tvær bif reiðar
stansað, en önnur bifreiðin var
með hina I togi. Okumaður aft-
ari bifreiðarinnar stóð á milli
bifreiðanna.en hinn ökumaður-
inn stóð vinstra megin við
fremri bifreiðina.
Skipti ehgum togum að
strætisvagninn skall á aftari
bifreiðinni, sem kastaðist áfram
og á ökumann hennar. Högg
kom einnig á fremri bifreiðina
og strætisvagninn lenti einnig á
ökumanni hennar.
Farið var þegar með öku-
manninn, sem fékk höggið, á
slysadeild Borgarspitalans og
var hann þá látinn. Hinn öku-
maðurinn og tvær konur, er
höfðu verið farþegar I bilnum,
voru einnig flutt á slysavarð-
stofu, en þau voru ekki talin
hafa oröið fyrir alvarlegum
meiöslum.
Rétt i þann mund sem slysið
átti sér stað höfðu farþegar I
strætisvagninum komið til
vagnstjóra og beðið hann um
skiptimiða. Munhannhafa ver-
ið nýbúinn að tendra inniljós við
ökumannssæti, þegar vagninn
skall á bflnum meö fyrrgreind-
um afleiðingum. — AS.