Vísir - 10.11.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 10.11.1980, Blaðsíða 23
æWH ugar- fars- T breyE*Í,"íf % \ cong hefur nú & sagt opinber- ______ ijk lega: „Fáið mér vélbyssu og ég skal fara til lllk Afghanistan". Við sama tækifæri sagðist hann vera breyttur maðurog ef Bandarikin færu i strið myndL hann berjast eins og aðrir... A Vietnam sem á s l sagðiste i sökó \ con Ik Mánudagur 10. nóvember 1980 Texti: . Sveinn Guöjónsson. Paui Simon, einn hæstlaunaöi skemmtikraftur heims. Vinsældirad verdleikum Paul Simon 1 nýrri kvikmynd Paui Simon, langasmiöurinn, ljóOskáldiO og söngvarinn vin- sæii er nú aö leggja upp I hljóm- leikaferö til Englands. Nýja breiöplatan hans hefur hlotiö miklar vinsældir og von er á kvikmynd sem ber heitiö „One Trick Pony”. Paul hóf aö skrifa handritiö fyrir um þaö bil þremur árum en myndin fjallar um rókk- söngvara á fertugsaldri og er hann leikin af Paul Simon sjálf- um. Myndin er þó ekki sjálfs- ævisaga heldur er þar fléttaö saman reynslu Pauls sem hljómlistarmanns og tilbúnum söguþræöi. Paul Simon hefur veriö ein skærasta stjarna rokktónlistar- innar i fimmtán ár og raunar ná mörg laga hans út fyrir þann ramma sem markar þaö sem venjulega er flokkaö undir rokktónlist. Lengst af var hann I félagi meö Art Garfunkel og uröu þeir félagar meö eftirsótt- ustu skemmtikröftum heims. Paul er reyndar enn I þeim hópi. i iðnaöi, þar sem samningsrof eru daglegt brauö og heimsku- legir samningar hafa skiliö marga stjörnuna eftir gjald- þrota hefur Paul fengiö orö fyrir aö vera haröur i horn að taka i þessum viðskiptum. Hann er i dag einn hæst launaöi skemmti- kraftur I heimi og hann sjálfur er eigandi og stjórnandi þeirra fyrirtækja sem annast útgáfu á lögum hans. En þótt Paul sé vellauöugur i dag hefur þaö ekki alltaf veriö svo. Hann komst fyrst i álnir þegar plata þeirra Garfunkels „The Sound of Silence” náöi metsölu áriö 1966. Paul varö þá mjög órólegur vegna hins skjót- fengna gróöa og leitaöi til sál- fræöings. Hann fann til sektar- kenndar og þaö var ekki fyrr en sálfræöingurinn haföi fullvissaö hann um aö peningarnir væru ekki illa fengnir, aö hann jafnaöi sig. Siöan hafa peningarnir haldiö áfram áö streyma inn og ef marka má viötökurnar sem nýja platan hans hefur fengiö mun svo veröa i næstu framtiö. Paul hefur meö réttu veriö likt viö Dylan og Lennon og McCart- ney hvaö tónsmiöum viövikur og ber flestum saman um aö vinsældir hans séu aö veröleik- um. Diskódrottningin Jean Munroe Martin kjassar hér verölaunagripinn eftir sigurinn i EMI meistaramótinu I diskódansi. Klæðnaður skipt ir miklu máli í sérstæðum heimi diskótekanna Keppni I diskódansi tfökast nú alls staöar i hinum siömenntaöa heimi og fara þær yfirleitt fram með mikilli viöhöfn. Nýlega var haldið i London svokallaö EMI meistaramót I diskódansi og bar þar sigur úr býtum blökkustúlkan Jean Munroe Martin. í keppnum sem þessum hefur klæönaður dansaranna ekki svo lítiö aö segja en Jean var klædd I glitrandi bikini-baöföt með hár- skraut hálsmen og armband i stil og aö sögn breska blaðsins Evening Standard var þaö ekki sist klæönaöinum aö þakka, aö þessi 25 ára gamla fyrirsæta dansaöi til sigurs á mótinu. Hin nýbakaöa diskódrottning segir sjálf aö hún hafi aðeins eitt kjörorö i lifinu: „Dans, dans, dans”. Auk titilsins hlaut Jean aö launum ferö fyrir tvo til Hong Kong og 1000 sterlingspund I reiðufé. En talandi um diskódansa og klæöaburö birtum viö hér til gamans myndir sem teknar eru á diskótekum I New York og gefa þær okkur örlitla innsýn I hina sérstæöu veröld diskótekanna. Þetta par sýndi mikil tilþrif á Studio 54. Klæönaöurinn eöa klæöaleysiö birtist I ýmsum myndum. Þessi stúlka mætti i neti á diskótekiö Régine’s I New York.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.