Vísir - 13.11.1980, Síða 1

Vísir - 13.11.1980, Síða 1
Aðalfundur varðar í gærkvðldi: Geirsmenn töpuðu í for- manns- og stjórnarklOri Stuðningsmenn Geirs Hall grímssonar biðu mikinn ósigur á aðalfundi Landsmálafélagsins Varðar i gærkvöldi, þegar fulltrúi þeirra, Ragnhildur Helgadóttir, beið lægri hlut i formannskjöri fyrir Þóri Lárussyni. Var Þórir kjörinn með 243 atkvæðum, en Ragnhildur fékk 236. „Eigum við ekki að segja, aö þetta hafi verið sigur frjálslynd- ari aflanna i flokknum”, sagði Þórir Lárusson i morgun, þegar blaðamaður spurði hann hvort ekki mætti túlka úrslitin sem sig- ur Gunnarsmanna yfir Geirsarm- inum. „Það voru töluverð átök við að smala fólki á þennan fund, en þegar menn ætla sér eitthvað á stórum fundi þá kostar það svona smölun”, sagði Þórir. Þess má geta, að fyrir for- mannskjörið I gærkvöldi stóð Þórir upp og lýsti þvi yfir, að hann væri ekki stuöningsmaöur eins eöa annars arms I Sjálfstæð- isflokknum. „Ég býð mig fram sem sjálfstæðismaður”, sagöi Þórir. Fyrir utan að stinga upp á Ragnhildi Helgadóttur sem for- S' Margir urðu að standa á Varðarfundinum I gærkvöldi, þar á meðal Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra. A myndinni sést Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, meö stól á lofti fyrir forsætisráðherra. — Vfsismynd: GVA manni, lagöi uppstiliingarnefnd fram tillögu um f jóra aðra I stjórn Varðar og féllu tveir þeirra i kosningunni, þau Gísli Jóhanns- son og Ester Guðmundsdóttir. 1 þeirra stað kaus fundurinn Hel- enu Albertsdóttur og Sigurjón Fjeldsted. Er þetta einnig taliö sýna slæma stöðu Geirs Hall- grimssonar. Þau fimm sem aðalfundurinn kaus i gær eru aöeins hluti af stjórn Varðar, en auk þeirra er hún skipuð fulltrúum frá hverfa- félögum sjálfstæðismanna, en þau eru tólf aö tölu. Varöarfélagið kýs stóran hóp landsfundarfull- trúa og þvi er talið miklu skipta hverjir sitja þar I stjórn. Þess má geta, aö bæöi Geir Hallgrimsson og Gunnar Thor- oddsen sátu fundinn i gær og flutti Geir ræðu, þar sem harkalega var ráðist að rikisstjórninni. Gunnar tók aftur á móti ekki til máls. — P.M. Launin hækka 9,52% 1. des. Laun munu hækka um 9,52% hinn 1. desember 1980, samkvæmt verðbótavisitölu. Samkvæmt útreikningum Kauplagsnefndar er hækkun á visitölu framfærslukostnaðar frá ágústbyrjun til nóvemberbyrjun- ar 10,86%. I fréttatilkynningu frá Hagstofu Islands segir aö aukin niðurgreiðsla búvöruverðs frá 27. október og 3. nóvember síöast- liðnum hafi valdiö þvi, aö hækkun visitölunnar varö 1,16% minni en ella hefði orðið. Þá varö einnig aukning á niðurgreiöslu i septem- berbyrjun samfara haustverð- lagningu búvara. Ennfremur seg- ir I fréttatilkynningunni að launa- hækkanir samkvæmt nýgerðum kjarasamningum, koma ekki i verðlagið i nóvemberbyrjun nema að litlu leyti. r i i i i i i i i i i i i i i i i Benslnsalan á Reykiavíkurflugvelli tekin úr hðndum slðkkviliðsins: „Fengum enga skýringu” „Við höfum séð um þessa bensinsölu i meira en þrjátiu ár, á þeim forsendum að menn geti þurft á þessari þjónustu aö halda jafnt á nóttu sem degi, en siðan var okkur sagt i dag, að við ættum að hætta þessu strax, án þess að nokkrar skýringar væru gefnar”. Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson, slökkviliösstjóri á Reykjavikurflugvelli, i sam- tali við blaðamann VIsis, en i gær lét flugmálastjóri fyrir- varalaust loka þeirri bensin- sölu, Sem slökkviliðið hefur séö um frá þvi 1947. „Þetta er erilsamt og við erum i sjálfu sér ósköp fegnir að losna við þetta, en við fengum engar skýringar á ástæðunni”, sagði Guðmundur, og bætti þvi viö, að ekkert varðandi rekst- urinn sjálfan gæti hafa verið til- efni lokunarinnar. Að ööru leyti vildi Guðmundur sem minnst um málið segja. „Þetta er gert til þess, að okkar slökkviliðsmenn séu ekki sifellt í öðrum störfum, sem eru okkur óviðkomandi, og það er betra að koma þessu yfir á ein- hverja aðra aöila”, sagði Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, þegar blaðamaður spurði hann um ástæðurnar fyrir þessari skyndilegu lokun. „Varöandi framtiðarskip- anina kemur helst til greina, að Arnarflug tæki þetta að sér á sinum vaktatima, — einnig er til i dæminu, að Flugþjónusta Sveins Björnssonar, sem hér er með fastaþjónustu fyrir litlu millilandaflugvélarnar, tæki þetta að sér að hluta”. — En nú hefur sama skipan verið á þessum málum allar götur frá þvi 1947. Hvers vegna er þessu breytt einmitt núna? „Þetta hefur verið ákaflega hvimleitt fyrirkomulag og er ekkert betra, þótt það hafi haldist i langan tima. Við höfum reynt að breyta þessu tvisvar áður, en heykst á þvl vegna þrá- beiöna ánnárra aðila, en núna veröur þessi breyting að koma ‘ til framkvæmda”, sagði Agnar. —P.M. Einn slökkviliðsmannanna við bensingeyminn, sem flugmála- stjóri hefur lokað. Visismynd: G\;A *

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.