Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. nóvember 1980. VÍSLR ,5 erlendar íréttir Öryggisráðstefnan í Madrid: Sovétstjúrn- inni sagt til synúanna BUist var viö, aö sovésku fulltrúarnir mundu i dag koma meö hvassyrt viöbrögö á öryggis- ráöstefnunni i Madrid eftir aö hver ræðumaður af vesturlöndum áeftir öörum gagnrýndi i upphafi ráðstefnunnar i gær innrásina i Afghanistan og syndaregistur Sovétstjórnarinnar i mannrétt- indamálum. Formaður sovésku nefndarinn- ar sagöi fréttamönnum eftir að- kastiö i gær, aö ,,öfl fjandsöm friði” reyndu að nota ráðstefnuna til þess aö heröa spennuna i heimsmálunum. 1 kvöldverðarboði I Moskvu saeði Brezhnev i gærkvöldi, aö vesturveldin leituðust við að breyta gagnlegri öryggisráö- stefnunni i „ræðupall fyrir ómerkilegan íróður og froðu- snakkaræður”. Ráðstefnan er hafin án þess að samkomulag hafi náðst um dag- skrána, og er enn unnið að þvi að ganga frá henni. Dagskrárnefnd hefurfresttilmiðnættis i kvöld að ljúka störfum, en eftir siðustu fréttum að dæma, virðist litill möguleiki á að samkomulag náist. Meðal ræðumanna i gær voru utanrikisráðherra Hollands, Belgiu, Kanada og Irlands og gagnrýndu allir mannréttinda- mál i Sovétrikjunum og innrásina i Afghanistan. Voyager: Mynflir og upplýs- ingar kollvaroa stiarnfræðilðgmálum Myndir, sem Voyager I hefur tekið af Satúrnusi sýna, að plánetan hefur hundruð hringa en ekki fjóra eins og áður var haldiö. Myndirnar hafa borist hundruð milljóna milna leið frá geimfar- inu, sem skýst nú á milli tungla og hringa Satúrnusar. Segja sér- fræðingar, að þær sýni, að hring- irnir séu sveigðir og snúnir, og hafði enginn haldið það mögulegt áður. Dr. Bradford Smith, yfir.maður sérfræðingahópsins, sem vinnur úr upplýsingunum frá Voyager, segir, aö ysti hringur Satúrnusar virðist eins og ofinn tvívegis um annan hring, en það finnst mönn- um striða gegn hringrásarlög- málum. „Augljóslega skiljum við hreiniega ekki lögmálin. Við er- um að horfa á hið óhugsanlega, óimyndanlega,” sagði hann. Myndir af tunglum Satúmusar hafa gert mörinum jafn bylt við. Thea virtist isblá með hvitum skýjamyndunum, sem visinda- menn vita ekki hverjar eru. Dione virtist með sama gufukennda yfirborðinu. Á Tethy hefur fundist 50til 100 km breið spurnga. Titan, stærsta tungl Satúrnusar (af 15) hefur miklu þéttara andéUmsloft/ en áður var talið. Það er svo þétt að tilraunir til að mæla yfirborðs- hita þessarar isveraldar hafa mistekist. Megintilgangur Voyagergeim- skotsins var einmitt rannsókn á Titan, sem er stærsti máni sdl- kerfisins og sá eini með andrúms- loft, einskonar gashjúp sem inni- heldur kolvetni, uppistöðu lif- rænna efna. Myndirnar sýndu hinsvegar ekkert af yfirborði Tit- ans, en mælingar Voyager gefa til kynna að hitinn á yfirborðinu geti verið meiri en menn héldu, sem kemur siðan imyndunaraflinu aftur af stað. Andrúmsloftið á Titan virðist nefnilega ekki ósvip- að og verið hefur á jörðu, þegar lif kviknaði hér fyrst. önnur athyglisverð uppgötvun er gigurinn á Mimas, en hann þekur nær fjóröung yfirborðs þess, og i honum miðjum er stórt fjall. Gigur samsvarandi stærðar hér á jörðu niðri murfi vera 3.200 km að þvermál. Jóhannes Páll páfi leggur enn land undir fót Flug- rán í Argen- tínu Ungur Uruguay- maður vopnaður sex- hleypu rændi i gær farþegaþotu og krafðist þess að vera flogið til Kúbu. Levfði hann flestum farþegunum að yfir- gefa vélina, en hélt eftir fjórum gíslum. Ein konan meöal farþeg- ana gerði tilraun til þess að afvopna ræningjann en varö þá fyrir skoti. Særðist hún litillega á handlegg. Ræninginn réöst til at- lögu skömmu eftir flugtak i Cilónía, en vélin var á leið til Buenos Aires. begar til Buenos Aires var komið, leyfði hann 32 farþegum að sleppa. Eftir niu stunda þóf á flugvellinum sleppti hann fimm konum til viðbótar. Enn heldur hann sem gisl- um flugstjóranum, aðstoð- arflugmanninum, flug- freyju og farþega einum, konu Heimsókn páfa til V-Þýskalands: FÆR MISJAFN AR UNDIRTEKTIR Jóhannes Páll páfi II leggur af stað á laugardaginn i heimsókn sina til Vestur-Þýskalands, fæð- ingarlands siðabótarinnar. Þegar, áður en 5 daga heim- sókn páfans er hafin, hafa kvikn- að að nýju sumar af þeim deilum, sem loguðu fyrir 450 árum, þegar kirkjan klofnaði. Af öllum ferðum hins pólska páfa á siðustu tveim árum, þykir þvi þessi vera sú vandfarnasta. Ýmsir guðfræðingar i Róm halda þvi samt fram, að heim- sóknin sé vottur staðfestu kaþó- likka og mótmælenda i margra ára viðleitni til þess að bæta bræðralag þessara safnaöa. Verkfaii í Grikklandi Til eins dags allsherjarverk- fallskom I Grikklandiá mánudag og lögðu þá um 1.5 milljón Grikkja niður vinnu. Lamaðist allt athafnalff landsins. A þriðjudag héldu svo starfs- menn banka og einkaskóla áfram verkfallinu til stuðnings kröfum sinum hærri laun. Deilan stendur um visitölubætur, sem launþegar vilja að teknar verði upp næsta árið, eða réttara sagt hækkaðar. Launþegar hafa verið óánægðir meö visitölubæturnar, sem þeir segja aö hafi engan veginn fylgt 25% verðbólgunni miIU áranna 1979 og 1980. Verkfallið á dögunum er við- tækasta verkfali. sem gert hefur veriö I Grikklandi I 30 ár. Sprenging Rannsókn hefur leitt i Ijós, að sprengingini járnbrautarstöðinni i Pcking fyrir hálfum mánuði var af vöidum ungs vansæls manns. sem ætlaði að fyrirfara sér út úr gremju i garðyfirvalda. — Ellefu létu ilfiö i sprengingunni. Ungi maðurinn hafði verið sendur til starfa út i sveit fyrir nokkrum árum, og var búinn að gefa upp alla von um aö nokkurn tima snúa aftur i þáttbýlið. Þegar hann siðan þennan óheUladag varð sundur orða við unnustu sína þyrmdi yfr hann. Hann hafði áður þjónað i hern- um og lært þar meðferð sprengi- efnis. Skemmdarverk i Hannover Nokkur hundruð vinstrisinna vandalar unnu mikil spjöil á verslunum i Hanover i vikunni upp úr mótmælaaðgeröum vegna ciðtöku nýliða i þýska hernum. Lögreglan hafði hindraö þá f að komast inn á iþróttaleikvanginn þar sem svardagaathöfnin fór fram, og ruddist þá skrfllinn. sveiflandi bareflum, og brjótandi það, sem til náðist. Þetta er i annað sinn á tæpri viku, sem siikar óspektir verða út af svipuðu tilefni, mótmælum vegna eiðtöku við innritun I her- inn. 1 maf í vor urðu einnig óeirðir i Bremen viö þannig tækifæri. Strandaglópar á smáeyju f mánaðartíma Rúmlega 100 Haitibúar, sem skipreka urðu á einni af eyjum Karfbahafsins, voru fluttir f vik- unni heim aftur til Haiti. Þeir höfðu ætlað að komast tíl Banda- rikjanna, en oröið að taka land á eyjunni, sem var á stærð við fót- boltavöll. Heitir hún Cayo Lobos og erum iOmilur noröur af Kúbu. Fólkið hafðist viö á eynni í rúm- an mánuð og voru I hópnum nokkrar vanfærar konur. Vitaö er um fimm manns sem fórust af hungri. Mikill straumur hefur veriö af flóttafólki frá Haití, og hefur allt og hefur Nassau-stjórnin sent nær stcfnt til Bandarikjanna. Margir 4.300 Haitibúa aftur til heima- hafa strandað á Bahamaeyjum, landsins. ,,AÖ minnsta kosti þurfum viðekkiaðkviða þvi, að tölva leysiokkur af hólmi.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.