Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. nóvember 1980. VÍSIR Mikil umræða hefur hafist um lífeyrismál aldraðra að undanförnu, og er kveikjan að þessari umræðu það mikla forskot, sem opinberir starfsmenn hafa fengið í samningunum í haust. Forskot fram yfir aðra landsmenn, sem minna atvinnuöryggi hafa. Hér er um grófa mis- notkun á ríkisvaldinu að ræða, því ríkisvaldið, sem er sameign allra lands- manna hefur það hlut- verk að jafna aðstöðu manna í landinu og vera allsherjarvarasjóður og skjól, þegar illa gengur (sbr. Flugleiðamálið). Sérstaklega eru yf irboð ríkisvaldsins ósanngjörn, þegar yfirburðir þess á vinnumarkaðnum eru athugaðir. Af þeirri launahækkun, sem ríkið greiðir fær það strax hluta hennar til baka í tekju- og launasköttum. Af launahækkun, sem hið frjálsa atvinnulíf neyðist til að samþykkja í kjöl- farið, fær ríkið einnig hluta í tekju- og launa- sköttum af hinum almenna launþega. Launahækkanir leiða til aukinnar neyslu og aftur fær ríkissjóður hluta launahækkananna til baka í tollum og sölu- skatti. Það er spurning hvort ríkissjóður hagnast ekki hreinlega á þeim launahækkunum, sem það veitir á kostnað hins almenna borgara. Framtið ellilífeyrisþega Þaö er ljóst aö meö þvi aö misnota svo herfilega þessa aö- stööu I þjóöfélaginu, getur óbilgjarnt rikisvald lagt hags- muni hins almenna launþega i rúst. Til þess aö sporna viö þessari þróun, væri eölilegra aö allir, sem vinna sambærileg störf hjá hinu opinbera og eru unnin á hinum frjálsa vinnumarkaöi væru i hinum frjálsu verkalýös- félögum og deildu kjörum þess fólks, en einungis sérstakir rikisstarfsmenn, sem ynnu störf, sem eöli sinu samkvæmt er aöeins hægtaövinna i opin- berri þjónustu, væru i BSRB. Annars er það ekki mitt aö skipta mér af þessu. Ef verka- lýðshreyfingin vill láta kljúfa sig i tvennt, þá hún um þaö. ELLILÍFEYRIR - OF EBA VAN? Sósialismi er einu sinni ópíum verkalýöshreyfingarinnar og hefur þvi sinn forgang hjá henni. Hiö alvarlega i þessu máli öllu saman er framtiö hins almenna ellilifeyrisþega utan opinberrar þjónustu. Þeirra mál verður aö taka föstum tökum. Þaö dugar ekki aö afgreiöa jafn stórt mál á ódýran hátt og segja aðeins, rik- iö á að borga, rikiö borgar, heldur veröur aö gera sér skýra grein fyrir, hver er það raun- verulega i þjóðfélaginu, sem greiöir lifeyri hinum öldruöu? Þaö er hinn sami og elur upp hina ungu, menntar þá og bygg- ir upp þjóðfélagið i leiöinni. Hinn starfandi maöur. (meöalstarfsaldur ca. 30—40 ár). Hugsunin, sem grundvallar núverandi lifeyriskerfi er sú, aö hver kynslóö sjái fyrir sér sjálf, myndi sjóö og spari til elli- áranna. Athuganir hafa leitt i ljós aö eftir aö slik söfnun er orðin almenn, hættir hún aö vera sparnaöur til framtiöarinnar og breytist i gegnumstreymi. Tengiliður milli kynslóða Til þess aö skýra þetta nánar skulum viö tákna lifeyrissjóöina meö gullmola i eftirfarandi dæmi: Gamall maöur á gull, sem neöanmóls Jóhann ólafsson stórkaupmaður ræðir um lifeyrissjóðsmál og hefur áhyggjur af þeim elli- lifeyrisþegum sem eru ekki aðilar að lífeyris- sjóðum opinberra starfsmanna. „Það þýðir ekki", segir Jóhann, „að segja aðeins: ríkið á að borga". hann selur fyrir,segjum eina milljón gkr., ungum manni, sem er að spara til elliáranna. Gamli maöurinn notar and- virðiö til eigin framfærslu og neyslu i sinni elli. Hér hefur þvi enginn sparnaöur átt sér staö. Ungi maöurinn hefur aö visu oröiö aö fresta hluta af neyslu sinni (spara) til þess aö kaupa gullmolann, en gamli maöurinn neytir andviröisins strax, svo enginn geymsla hefur átt sér staö, aöeins flutningur neyslu frá yngri kynslóö til eldri (gegn- umstreymi) þar sem gulliö lif- eyrissjóöurinn, er tengiliöur milli kynslóöanna. Þegar ungi maöurinn veröur gamall selur hann aftur gullmolann ungum manni, sem hugsar til framtiö- arinnar og svo koll af kolli. En til þess að þetta gegn- umstreymi geti gegnt hlutverki sinu þurfa alltaf aö vera til margir ungir menn, sem hafa það rúm fjárráö aö þeir geti lagt til hliöar til elliáranna. Barns- fæöingar og arðsemi eru lausn- in. Barnsfæöingum má ekki fækka óeðlilega mikiö. Þvi miöur er of mikil léttúö og yfirboö i umræöunni um ellilif- eyrinn. Hlutirnir eru annaö hvort i ökkla eöa eyra hjá okkur Islendingum. Eftir langt timabil vanrækslu á nú aö fara út i oftryggingueililifeyrisþega. Þvi eru takmörk sett hversu mikla byröi <er hægt aö leggja á hina starfandikynslóð (atvinnulifiö). En kröfur til hennar fara ört vaxandi, jafnframt þvi sem starfsaldur hennar minnkar beint og hlutfallslega. Vanhugsað yfirboð Kröfur til menntunar fara vaxandi og stytta starfsaldurinn á kostnaö hinna starfandi. Nauösyn endurmenntunar eöa simenntunar mun einnig skeröa starfsævina. Elliárin eða lif- eyrisaldur lengist einnig meö betra heilsufari og styttir þaö starfsaldurinn hlutfallslega. Hinir starfandi þurfa jafnframt aö ala upp æsku landsins, sjá fyrir sjúkum og fötluöum, reka þjóöfélagið og byggja þaö upp og einhvern tima þurfa þeir fyrir sjálfa sig. Ekki er um þaö lengur deilt I menningarrikjum aö vel þarf aö sjá fyrir mönnum i ellinni, en meö vanhugsuöum yfirboöum er hægt aö leggja slika byröi á hina starfandi kynslóö aö hún fái ekki undir henni risiö. A nýlegri þingsályktunartil- lögu Alþýöuflokksins má skilja, aö lágmarksellilifeyrir eigi aö vera jafnhár og vinnulaun verkamanns i Dagsbrún. Hvers á hinn starfandi verkamáöur aö gjalda. Störf manns, sem hefur fyrir konu og börnum að sjá, þarf aö byggja yfir sig og leggja út fyrir kostnaöi viö starf sitt er metinn til jafns viö kjör manns, sem er hættur aö vinna og hefur alls ekki sama kostnaö af framfærslunni. Sanngjörn viömiöun væri hálf laun starfandi manna til ellilifeyris- þega og ef þaö er of lágt eru laun hinna starfandi einfaldlega of lág og veröa aö hækka. Oftrygg- ing hinna eldri leysir engan vanda. Framrás menningar og þar með velferöar aldraöra i þessu landi er komin undir þvi aö aöil- ar hins frjálsa atvinnulifs taki höndum saman um aö auka arð- semi atvinnulifsins en komi i veg fyrir sifelld yfirboö á félagslegum bögglauppboöum. Jóhann J. ólafsson formaöur stjórnar Lifeyrissjóös verslunarmanna Byltingarkennd tillaga A nýafstöönu flokksþingi Alþýðuf lokksins voru sam- þykktar margar ályktanir, mis- jafnlega djúpar eins og gengur, sumar stórmerkilegar. Ein- hverja merilegustu áiyktun sem samþykkt var tel ég vera ályktun um eftirlits* og rannsóknarskyldu þingnefnda. t ályktun þeirri er visað til frum- varps sem við Arni Gunnarsson fluttum hundraðasta löggjafar- þinginu árið 1978 um nauösyn- legar breytingar á verksviði og starfsháttum þingnefnda. Kjarni málsins er sá að þing- nefndum skal skylt skv. þessari samþykkt að fylgjast meö framkvæmd laga og gera Alþingi grein fyrir niðurstööu þeirra athugunar. Stórkostlegt spor. Hér er um aö ræöa stórkost- legt spor i þá átt aö aöskilja lög- gjafarvald og framkvæmda- vald, svo sem gert er ráö fyrir i 2. gr. stjórnarskrárinnar frá 1874. Veröi slikar hugmyndir að lögum þá þýðir þaö aö löggjaf- inn verður aö breyta um starfs- hætti, hætta aö leita svo stift i framkvæmdavaldiö, eins og gerthefur veriö á undanförnum árum, i staðinn skal hann fylgj- ast með framkvæmd laga og draga sinar ályktanir, stundum breyta lögum, stundum herða á lögum, stundum leggja lög af, ef þau eru ónauðsynleg. Þetta gerir löggjafarstarfiö, lifandi, enda á löggjafinn aö taka lifandi þátt i þjóðlifinu allt I kringum sig. Erlendis hefur þaö færst mjög í vöxt aö eftirlitsnefndir þjóöþinga starfi allan ársins hring.Þetttageturgiltum mörg mál. Þaö hefur veriö of mikiö gert i þvi aö álita aö eftirlits- nefndir Alþingis eigi eingöngu aö vera að eltast viö spillingu. Málið er ekki svona einfalt. Auövitað eru fleiri hlutverl^ sem dæmi getum við nefnt úti- vistartima barna, fóstureyö- ingar, fjáraustur i heilbrigðis- kerfið, raunverulega fram- kvæmd tryggingarlaga svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig gætu þingnefndir elt uppi spill- ingu, eins og t.d. heföi átt að gerast i Kröflumálum á sinum tima. Burt með þingmenn úr framkvæmdavaldinu. En flokksþingið ályktaði i framhaldi af þessu einnig aö þingmönnum skuli framvegis óheimilt aö gegna embættum innan framkvæmdavaidsins. Þetta þýöir i raun, aö ef ný Kröflunefnd er sett á laggirnar þá mun aö minnsta kosti Alþýöuflokkurinn fyrir sina parta ekki hafa þar þingmann. Alþýðuflokkurinn mun ekki hafa þingmenn i bankaráðum. Alþýðuflokkurinn mun ekki hafa þingmenn i Ctvarpsráöi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hér er um aö ræöa algjöra grund- vallarbreytingu á allri afstöðu manna til löggjafarvalds ann- ars vegar og framkvæmdar- valds hinsvegar. Ég held aö menn skilji ekki enn þvilikt hreinsunarmál hér er á feröinni og meö hverjum hætti veriö er aö treysta Alþingi, láta það skipa stærri og hærri sess innan þjóölifsins, og reyna að ná þeim markmiöum að fólk fari á nýjan leik aö bera virðingu fyrir Alþingi og starfi þess. Fleiri armar en þrir. Greindir lögfræöingar hafa bent á þaö, aö önnur grein stjórnarskrárinnar sé orðin úrelt af öörum ástæöum en her hafa veriö tilgreindar, nefnilega þeirri aö komnir séu fleiri þættir til, svo sem aðilar vinnu- markaöarins. Vel má svo.vera. En þaö snertir ekki þetta grund- vallaratriöi. Þessi samþykkt flokksþings Alþýöuflokksins er ekki aöeins breyting heldur bylting i afstööu manna til ann- ars vegar löggjafarvalds og neðanmóls Vilmundur Gylfason alþingis- maöur vekur athygli á ályktun, sem gerö var á flokksþingi Alþýöuflokksins um eftirlits- rannsóknarskyldu þingnefnda. hins vegar framkvæmdavalds. Alþýöuflokkurinn mun vita- skuld fylgja þessu eftir meö lagafrumvörpum á þingi. Gott væri ef almenningur fylgdist vel meö framvindu þessa máls. . Vilmundur Gylfason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.