Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 13. nóvember 1980. vtsm Raddtðlvur tefla Skáktölvur láta æ meira að sér kveða á skáksviðinu, sumum til hrellingar á meðan aðrir sjá i þeim nánast ótæmandi mögu- leika. Lengi hefur menn dreymt um aöfinna upp vélsem tefltgeti betur en nokkur maður, en það er ekki fyrr en eftir 1970 að tölvu- tækninni á skákborðinu hefur fleygt fram. Ástæðan er tilkoma örtölvunnar sem ekki tekur nema brot af þvi plássi sem risavaxnir forverar hennar þurftu. Þróun- inni fleygir fram á þessu sviði, og þess ku ekki langt að biða, uns skákmenn tapi 99.9% allra skáka sinna gegn fullkomnustu tölvun- um. Hér á landi hafa margir hverjir kynnst skáktölvunum af eigin raun. Ýmsir eiga þærá heimilum sinum og geta dundað sér við að máta þær á kyrrlátum vetrar- kvöldum. En skáktölvurnar hafa ekki sagt sitt siðasta, þær hafa reyndar ekki sagt neitt ennþá, þó á þvi muni brátt verða róttæk breyting. Hingað til lands er væntanleg skáktölva sem „talað” getur við andstæðing sinn á fjór- um tungumálum, ensku, frönsku, þysku og spönsku. Radd-talvan segir hvaða leik hún muni leika næst og sér hvern leik, sem and- stæðingurinn gerir. Þessa skák- tölvur hafa orðaforða upp á ein 50 orð og búa yfir meiri skákstyrk en forverar þeirra. Ekkert lyklasett þarf til að stjórna tölvunni, það nægir að leika taflmanni frá einum reit til annars og leikurinn fer rétta boðleið i „heila” tölv- unnar. Með fylgja innbyggðar skákklukkur, sem sýna hversu mikinn tima hvor aðili um sig á eftir af upphaflegum umhugs- unartima. Raddtalvan hefur og i sér 64 af frægustu skákum heims og jafn- hliöa þvi aö tefla þessi meistara- verk yfir, geta menn spreytt sig á þvi að finna réttu leikina og skora stig.'Styrkleiki tölvunnar greinist I 9 stig með 5 sekúndur á leik teflir hún eins og byrjandi, en hámarkið er 11 minútur á leik og er þá styrkleiki hennar um 2000 Elo-stig. Þróun skáktalva i fram- tiðinni mun væntanlega valda byltingu i bréfskákum, þvi þá verur hægt aö stinga verkefninu inn aö kvöldi og ganga áhyggju- laus til hvilu, á meðan talvan finnur besta leikinn. Reyndar hafa tölvur veriö notaðar til rann- sókna á biðstöðum. Kortsnoj hafði tölvu sér til trausts og halds i siðustu útsláttareinvigjum og þótti hún gefast vel. »» „The voixe sensory Chess Callenger”, eins og raddtalvan nefnist, mun væntanleg hingað á markaðinn um næstu mánaöa- mót. Samkvæmt upplýsingum hjá Nesco h.f. mun hún kosta um 400 þúsund krónur. Fyrir skömmu var haldið fyrsta heimsmeistaramót ör- talva undir stjórn FIDE og alþjóðlega skáktölvusambands- ins. Hér var eingöngu um heimilistölvuraöræða.ogi 1. sæti varð einmitt bandariska skáktöl- van, Chess Challenger, sú er hingað mun koma um næstu mán- aðarmót. Alls tóku 14 tölvur þátt i keppninni og tefldu 5 umferðir eftir svissneska kerfinu. Chess Challenger vann allar skákir sin- ar, og hér sjáum við hana glima viö hættulegasta keppinautinn. Hvitur: Chess Challenger Svartur: Boris Experimental Frönsk vörn. Aðalfundur Taflfélags Reykjavikur var haldinn 5. nóvember s.l. Guðfinnur R. Kjartansson var kjörinn for- maöur i stað Stefáns Björns- sonar, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku. Aðrir i stjórn voru kosnir: Frið- þjófur M. Karlsson, varaformaður: Sigurður Þorsteinsson, ritari, Björn Þor- steinsson gjaldkeri, Ólafur H. Ólafsson, skákritari, Stefán Björnsson, fjármálastjóri, Krist- inn B. Þorsteinsson, umsjónarmaður eigna, Guðjón Teitsson, umsjónarmaður æf- inga, Ólafur S. Ásgrimsson, umsjónarmaður skákmóta, Þórir Kjartansson, æskulýðsfulltrúi, og Sigriöur Kristófersdóttir, umsjónarmaður kvennadeildar. Varamenn istjórneru Einar H. Guðmundson, Páll Þórhallsson, Lárus Jóhannesson, Sveinn Ingi Sveinsson, Aslaug Kristinsdóttir og Jón Björnsson. Fram kom á fundinum, að félagið á i miklum fjárhagsöröug leikum. Greiðslustaöa þess er mjög erfið. Keypt hafði veriö við- bótarhúsnæði og vaxtabyrði af lánum, sem tekin voru i þvi skyni, mjög þung. 8. bxc3-Rg-e7 9. Dh6-Kf7 10. Bg5-Df8 11. Dxf8.+ -Hxf8 12. Bd3-Bd7 13. 0-0-Ha-d8 14. Ha-bl-Bc8 15. Bh6-Hf-e8 16. Hf-el-Rg8 17. Rg5 + -Ke7 18. Bg7-h6 19. Rh7-Kf7 20. Bf6-Rxf6 21. Rxf6-He7 22. h4-b6 23. h5-g5 24. g3-a6 25. f3-Ra5 26. g4-b5 27. Kg2-Rc4 28. Bxc4-dxc4 29. gxf5-exf5 30. d5-Bb7 31. Hb-dl-Bc8 32. Kf2-a5 33. Hbl-c6 34. dxc6-Hd2 + 35. Kgl-Ba6 36. Rd7-Hxc2 37. e6 + -Ke8 38. Rf6+-Kf8 39. Rd5-Ha7 Félagsmenn i Taflfélagi Reykjavikur eru eru nú um 580 þaraf um 140á aldrinum 8-15ára. Af næstu verkefnum T.R. má nefna bikarmót félagsins, sem hefst sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Er öllum heimil þátttaka í mótinu, sem er með útsláttar- sniði, og falla keppendur úr eftir fimm töp. Þá hefur stjórn T.R. ákveðið aðtaka upp skákmót með nýju sniði, sem fyrst um sinn verða haldinn á miðvikudags- kvöldum. Verða tefldar sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, þátttökugjöld verða heldur hærri en i öðrum mótum félagsins og rennur mestur hluti þeirra til verðlauna. Fyrsta mótið af þessu tagi veröur miðvikudaginn, 12. nóvember kl. 20. A fyrsta stjórnarfundi nýkjör- innar stjórnar var eftirfarandi ályktunsamþykkt: Stjórn Taflfél- ags Reykjavikur vill, að gefnu til- efni. þakka öllum fráfarandi stjórnarmönnum T.R. vel unnin störf. Jafnframt vill stjórn T.R. hvetja til einingar innan skák- hreyfingarinnar og væntir áframhaldandi góðs samstarfs við Skáksamband Islands. 1. e4-e6 2. d4-d5 3. Rc3-Bb4 4. e5-Rc6 5. Dg4-g6 6. R f3-f5 7. Dg5-Bxc3 + GUÐFINNUR R. KJARTANSSON KJÖRINN FORMAÐUR TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR 40. e7+-Ke8 41. RÍ6+-KÍ7 42. e8D + -Kg7 43. Dg6+-Kf8 44. He8 mát. Jóhann örn Sigurjónsson. HÓTEL VÁRDDORG ÁKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Morgunverður Kvöldverður Næg bilastæði Er í hjarta bæjarins. 17 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSfÍG 29 (milli Laugavegs og Hverfisgötu) * Opið á laugardögum Tímapantanir m w i sima 13010 AUGLÝSING um námskeið fyrir þá sem hætta vilja reykingum • Reykingavarnanefnd auglýsir námskeiö fyrir þá, sem hætta vilja að reykja. Námskeiðið verður haldið dagana 16. til 20. nóvember, hvert kvöld og hefst kl. 20 i stofu 101 i Lögbergi, húsi Lagadeildar, á lóð Háskóla Is- lands. Námskeiðið er þátttakend- um að kostnaðarlausu. •Leiðbeinendur og fyrirlesarar verða: Jón H. Jónsson frá Is- lenska bindindisf élaginu og læknarnir Auðólfur Gunnarsson, Hjalti Þórarinsson, Kjartan Jóhannsson, Sigurður Björnsson og Sigurgeir Kjartansson. • Þátttaka tilkynnist i síma 82531 milli kl. 13-17 fimmtudag til og með sunnudags og í síma 36655 utan þess tíma. • Fólk er eindregið hvatt til þess að nota þetta tækifæri til þess að losna úr viðjum vanans og stuðla að bættu heilsufari. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins DREGIÐ A LAUGARDAG SJÁLFSTÆÐISMENN Vínsam/egast gerið skil í happdrættinu okkar sem aiira fyrst VINNINGAR: Toyota Carina fólksbifreið, kr.7.750.000.00 Sony myndsegulbandstæki kr.1.600.000.00 Skrifstofa happdrættisins í Reykjavík er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 82900. A/£Kj0oilM Opið frá kl. 9-22 fFLOM ,nN 9^V HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.