Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 13. nóvember 1980, VÍSIR maxmtií Eitthvaö skemmtilegt hefur veriö aö gerast þegar þessi mynd var tekin en ekki kunnum viö aö nefna nöfn þessara fjörugu kvenna. Austfirðingar bregða á leik Þær eru oft sterkar taugarnar, sem binda menn viö átthaga sina og æskustöðvar. Af þeim sökum hefur i Islensku þjóöfélagi komið fram fyrirbrigöi sem nefnist átt- hagafélög en i þeim er fólk sem flust hefur til Reykjavikur frá hinum ýmsu landsfjóröungum svo og afkomendur þeirra. Starfið I átthagafélögunum er misjafnt eins og gengur, en 6tarf- semin er einkum fólgin i aö efna til samkomuhalds fyrir félags- menn þannig aö menn geti hist, spjallaö saman og treyst átthaga- böndin. Austfiröingafélagið hélt eina slika skemmtun á Hótel Sögu um siöustu helgi og Ella, ljós- myndari VIsis leit þar inn og tók meöfylgjandi myndir. Félagar úr Austfiröingafélaginu bregöa á leik meö söng og hljóöfæra- slætti. Þau söfnuöu tólf þúsund krónum fyrir Afrikuhjálpina, f.v. Svala Sig- uröardóttir, Sæbjörn Sigurðsson og Svala Guömundsdóttir. A myndina vantar vinkonu þeirra Bjarnheiði sem einnig tók þátt I söfnuninni. Söfnuðu fyrir Afríkuhjáípina Þessir duglegu krakkar úr Blöndubakkanum komu inn á rit- stjórn VIsis á þriðjudaginn meö tólf þúsund krónur sem þau höföu safnað fyrir Afrikuhjálpina. Þau heita Svala Siguröardóttir 10 ára, Sæbjörn Sigurðsson 9 ára og Svala Guömundsdóttir 8 ára sem öll búa I Blöndubakka 16. Krakkarnir héldu tombólu á laugardaginn úti á túninu hjá Blöndubakka. Þau sögöust hafa gengiö i hús til aö safna munum i tombóluna og sögöu aö fólk heföi tekið þeim vel og gefiö fullt af alls konar dóti. Miöinn kostaöi 50 krónur og þaö voru engin núll. Auk þess sem safnaöist inn fyrir tombóluna gáfu þau sjálf eitthvað af peningum meö. Krakkarnir sögöust meö þessu vilja rétta hungruöum börnum i Afriku hjálparhönd og er framtak þeirra öðrum börnum vissulega til eftir- breytni. Vin- slit Nú um nokkurt skeiö hafa miklir kærleikar veriö á milli söngkon- unnar Diönu Ross og rokkarans Gene Simmons úr hljómsveit- inni Kiss og hefur hjóna- band verið orðaö í þvi sambandi. Ein er þó sú, sem ekki fagnar þeim tíöindum, en þaö er söngkonan Cher. Þær Cher og Diana voru óöur miklar vinkonur og það var Cher sem kynnti þá- verandi kærasta sinn, Simmons, fyrir þeirri blökku. Diana náði hins vegar kærastanum frá Cher og þarf ekki aö taka fram, að þær stöllur hafa ekki talast viö siðan.... # Halli og Laddi \ / i Snekkjunni \ i Halli og Laddi munu 1 fkoma frami Snekkjunni í Hafnarfirði í kvöld '■ ogkynnaþar nýju plötuna sína „Umhverfis jöröina á 45 mínútum". Kynning þessarar plötu er liklega það síðasta sem þeir [ bræður taka sér fyrir hendur sameiginlega i l V skemmtibransanum því Halli hefur ákveðið Á \ að dragasig út úr skemmtiiðnaðinum. Á En þeír bræður byrja sem sagt þetta Æ kynningarprógramm í Snekkjunni M í kvöld og á eftir verður M stiginn dans fram Já eftir kvöldi. wai di þeir lega i i ^eðið Á jm. Æ Nakinn — segir biskupinn. P

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.