Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 13.11.1980, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 13. nóvember 1980. íkvold VÍSIR 23 dánaríregnli tlmarit Stefán Bryn- Jóhanna tsleifs- jólfsson. dóttir. Stefán Brynjólfsson, sjómaður, lést 5. nóvember sl. Hann fæddist 8. april 1893 á Mosvöllum við On- undarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Kristin ólafsdóttir og Brynjólfur Daviðsson. Arið 1922 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guöfinnu G. Arnfinnsdóttur frá Lambadal i Dýrafirði. Eign- uðust þau fimm börn. Þau hófu búskap á Flateyri við önundar- fjörð. Arið 1967 fluttust þau til Reykjavikur. Stefán verður jarð- sunginn frá Neskirkju i dag, 13. nóv. kl.1.30 e.h. Jóhanna tsieifsdóttir lést 6. nóvember sl. Hún fæddist 9.september 1887 á Katanesi á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Einarsdóttir og Isleifur Isleifs- son. Ung að árum flutti Jóhanna til Reykjavlkur, þar sem hún var þjónustustúlka i mörg ár hjá Jónatan Þorsteinssyni. Siðar gerðist hún ráðskona hjá Pétri Jónssyni, kaupmanni, þar til hann lést 1953. Eftir lát Péturs flutti hún að Sjafnargötu 9 til önnu og Jóns Gissurarsonar og bjó þar til hún fór á Elliheimilið Grund 1975. , A ÆSKAN —Nýlega er útkomið 10. tölublaö. Meöal efnis má nefna: Frá bernsku Einars Jónssonar, my ndhöggvara, Ibúð Einars Jónssonar opnuð almenningi til sýnis, Hvers vegna fer það svona? eftir Hans Peterson, Arnarmóðirin, eftir Lev Tolstoj, Kóngsdóttirin og skraddarinn, ævintýri, Svoli'tiö um skegg, Þáttur kirkjumála- nefndar Bandalags kvenna, Jesús og börnin, „Bænin”, Skdlaganga, Músin, sem ætlaöi aðná i tungliö.ævintýri, Ferð til Englands, óskabjúgaö, ævin- týri, Margar fagrar kirkjur eru i Kreml, örlátur greifi, ævin- týri, Dýrin okkar, Klækir kölska, þjóðsaga, Úr Njálu, myndasaga, Það átti vel við! Góða öndin, myndasaga, Tvö kvæöi eftir norska skáldið Jó- hannes Gjerdaker, Ert þú sam- mála?, Robert Baden Powell, myndasaga, Skátaopnan, Ferðist um landið, Ef barnið á erfitt meö lestur, getur það háð þvi á öðrum sviöum, Bandariski skautahlauparinn Eric Hiden, Hvaö er eðlisávfsun?, Búa til grimu, Kasthringaspil, Gagn og gaman, Skipaþáttur, Besta barn i heimi, leikþáttur, Heila- brjótur, Tveggja metra hár, Veistu bað?, Þriggja alda, en I góðu gildi, kvæði eftir Hallgrim Pétursson, Hvað viltu verða?, Gaman og alvara, Kóngsdótt- irin i Furðulandi, myndasaga, Bjössi Bolla, myndasaga, Hans og Gréta, myndasaga, Gátur, Skritlur, Felumyndir, Kross- gáta o.m.fl. Ritstjóri er Grimur Engilberts. tilkynnlngar Útivist á útimarkaðinum á Lækjartorgi Útivistarfólk selur siðustu happ- drættismiðana, ferðabækur, skrautsteina og fl. á Lækjartorgi 'og viðar. Dregið verður i happ- drættinu 15. nóv. Félagar: Mætið til starfa. Vegfarendur: Litið við og leggið okkur lið til að Básaskáli við Þórsmörk verði Ibúðarhæfur. Sjálfstæðisfélag Akraness heldur aðalfund sinn i dag, 13. nóv. kl. 20.30 I Sjálfstæðishúsinu að Heiðargerði 20. Danskiúbbur Heiðars Astvalds- sonar. Dansæfing sunnudaginn 16. nóv. kl. 21 að Brautarholti 4. Auður Haraldsdóttir sér um að snúa skifunum. Klúbbfélagar, eldri og yngri, og aðrir nemendur skólans fjölmenni. Safnaðarfélag Asprestakaiis Fundur n.k. sunnud. 16. nóv. að Norðurbrún 1, eftir messu sem hefst kl. 14.00. Kaffi og spilað bingó. — Stjórnin. Kvenféiag Hreyfils heldur basar og kaffisölu sunnud. 16. nóv. kl. 14.00 i Hreyfilshúsinu. I I I i i Hvað fannst fóiKi um dag- krá ríklsf jðlmiðlanna í gær? „Sakna mið- deglssðgunnar 99 Björn Marteinsson, I Hringbraut 5a Kefla- ! vik: Ég var að vinna i gærkvöldi oggatþvi litið horft á sjónvarp. Annars horfi ég töluvert á sjón- varpið, þegar ég hef tækifæri til þess. Dagskráin finnst mér ágæt, en ákaflega misjöfn. Þaö ermargtum ágæta þætti,en svo koma hrútleiðinlegir þættir inn á milli, eins og til dæmis Blind- skákin. Ég hlusta töluvert á út- varpið. Dagskráin hefur batnaö — meira af popplögum, en ég sakna miðdegissögunnar. Erla Guðjónsdóttir, Gilsbakka 9, Seyðis- firði: Ég horfi litið d sjónvarp. Ég sá kjötþáttinn i gær, og svo ekki meira. Sá þáttur var alveg ágætur og mjög fróðlegur. Þaö, sem ég sé I sjónvarpinu, finnst mér ágætt. Ég horfi á fréttimar og flesta fræðsluþætti, til dæmis dýralifs- og gróöurmyndir. Það mættu vera fleiri slikir. Ég hlusta yfirleitt meira á út- varpið, og mér finnst dagskráin góð þar. Það má segja, aö ég hlusti á það frá morgni til kvölds. Steinunn Jónsdóttir, Hverfisgötu 25, Siglu- firði: Ég sá aöeins hluta af danska þættinum (Arin okkar) og mér fannst hann lélegur. Ég horfi frekar litið á sjónvarpið og mér finnst það lélegt. Það vantar fleiri framhaldsþætti, þeir sem hafa verið undanfarið eru frekar lélegir. Á útvarp hlusta ég litið og get þvi litið tjáð mig um dagskrá þess. Kristjana Jónsdóttir, Gaukshólum 2, Rvik. Ég get ekkert hlustaö á út- varpiö á daginn en ég hlusta töluvert á það á kvöldin. Mér finnst útvarpsdagskráin yfir- leitt dgæt, mættu kannski hafa fleiri stuttar sögur. Sjónvarp horfi ég litið á. Vaka finnst mér athyglisverðasti þátturinn, ég horfi alltaf á hann. Danski þátturinn „Arin okkar” var stórflnn. (Smáauglýsingar - sími 86611 OPIÐ* M^nudaga til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl . 14-22J Kennsla Óska eftir aðstoö i eðlis- og efnafræði á mennta- skólastigi. Simi 24745. (Einkamál <% Takiö eftir. Hjónamiðlun og kynning er opin alla daga til kl. 7 á kvöldin. Hringið i sima 26628. Geymið auglýsinguna. Kristján S. Jósefs- son, Breiöfirðingabúð. Þjónusta Ryögar bíllinn þinn? Góður bill má ekki ryðga niður yfir veturinn. Hjá okkur slipa bil- eigendur sjálfir og sprauta eða fá föst verðtilboö. Við erum meö sellulósaþynni og önnur grunnefni á góöu verði. Komiö i Brautarholt 24, eða hringið I sima 19360 (á kvöldin slmi 12667). Opið daglega frá kl. 9-19. Kannið kostnaðinn. Bilaaöstoð hf. Simi 10751. Húsaviögeröir- Tökum aö okkur allt viðhald á húseignum, svo sem trésmiðar og múrverk, sprunguþéttingar. Til- boö eða timavinna. Fagmenn. Uppl. I sima 10751. Bólstrum, kiæöum og gerum við bólstruð húsgögn. Komum meö áklæðasýnishorn og gerum verötilboð yður aö kostn- aðarlausu, Bólstrunin, Auðbrekku 63, simi 45366, kvöldsimi 35899. Steypur — múrverk — flisalagnir. Tökum að okkur múrverk, steyp- ur, múrviðgerðir, og flisalagnir. Skrifum á teikningar. Múrara- meistari. Uppl. i sima 19672. Dyrasimaþjónusta. Viðhald-nýlagnir. Einnig önnur rafvirkjavinna. Simi 74196. Lögg. rafvirkjameistari. Pipulagnir. Viðhald og viðgerðir á hita og vatnslögnum, og hreinlætistækj- um. Danfoss kranar settir á hita- kerfþstillum hitakerfi og lækkum hitakostnað. Erum pipulagn- ingarmenn. Simi 86316. Geymið auglýsinguna. Dyrasimaþjónusta. Onnumst uppsetningar og viðhald á öllum gerðum dyrasima. Gerum tilboð i nýlagnir. Uppl. i sima 39118 Atvinnaibodi Vantar þig vinnu? Þvi þá ekki að reyna smáauglýsingu i Visi? Smá- auglýsingar Visis bera ótrú- lega oft árangur. Taktu skil- merkilega fram, hvað þú getur, menntun og annað, sem máli skiptir. Og ekki er vist, að það dugi álltaf að auglýsa einu sinni. Sérstakur afsláttur fyrir fleiri birtingar. Visir, auglýsinga- deild, Siðumúla 8, simi 86611. Vandvirk kona óskast strax til ræstinga. Nætur- vinna. Uppl. I sima 36645. Ljósa- stofa og likamsrækt, Jassballett- skóla Báru, Bolholti 6. óskum eftir aö ráöa starfskraft til eldhússtarfa, nú þegar. Uppl. I Leikhúskjallaran- um milli kl. 14 og 17 næstu daga. Gengið inn frá Lindargötu. Fóstra/ starfsstúlka óskast aö leikskólanum Höfn, Hornafirði frá 1. desember 1980. Uppl. i sima 97-8315 eða 97-8222. Óskum eftir aö ráöa laghentan mann til samsetninga á verkstæði okkar. Uppl. gefur verkstjóri á staðnum. Tréval hf. Nýbýlavegi 4. Óskum aö ráöa fólk til verksmiðjustarfa. Uppl. I sima 35161. Trésmiöjan Meiður. 22 ára piitur óskar eftir atvinnu á kvöldin og um helgar einnig mánudaga allan daginn. Allt kemur til greina. ( Uppl. i sima 17803. 29 ára stúika óskar eftir vinnu, margt kemur til greina. Uppl. i sima 27804. Tvær konur óska eftir að taka að sér netaaf- skurð i Keflavik. Höfum aðstöðu. Uppl. i sima 92-2031 eða 92-1893. Kona óskar eftir vinnu eftir hádegi. Margt kemur til greina. Uppl. i sima 19476. Stúlka óskar eftir vinnu. Uppl. i sima 66234. Stúlka óskar eftir atvinnu, er vön afgreiðslustörfum. Góö Is- lensku- og enskukunnátta, vél- ritunarkunnátta. Getur byrjaö strax. Meðmælief óskað er. Uppl. I sima 86149 milli kl. 10 og 12 og eftir kl. 20.30. 16 ára stúlka óskar eftir vinnu. Er nokkuð vön afgreiöslu I kjör- búð og hefur unniö 1 söluturni. Uppl. i sima 77811. 22 ára gömul stúlka óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Uppl. I sima 24196. Gjaldkeri vanur umsýslu og fjármálastjórn óskar eftir at- vinnu. Tilboö sendist augld. VIsis, Siðumúla 8, fyrir n.k. mánaðamót merkt 36221. 23 ára gamali fjölskyldumaöur óskar eftir vellaunuðu og áhuga- verðu starfi, sem fyrst. Margt kemur til greina. Menntun — Húsasmiður. Þeir sem hafa áhuga, vinsamlega hringi I sima 77328-eftir kl. 6. Húsnæðiíboði Húsaleigusamningur ókeypis. Þeirsem auglýsa i húsnæðis- auglýsingum Visis fá eyðu- b] ið fyrir húsaleigusamn- irgana hjá auglýsingadeild Visis og geta þar með sparað ■sér verulegan kostnað við samningsgerð. Skýrt samn- ingsform, auðvelt i útfyH- ingu og allt á hreinu. Visir, auglýsingadeild. Siðumúla 8, simi 86611. 4-5 herbergja Ibúö ásamt bilskúr (einbýlishús) til leigu. Leigist til langs tima. Til- boö sendist augld. VIsis, Siðu- múla 8, fyrir 15. nóvember merkt „Arbæjarhverfi”. Stórt forstofuherbergi, ca 25 ferm., með aðgangi að baði, til leigu. Fyrirfram- greiösla. Uppl. i sima 10751 milli kl. 5 og 9. Húsnæði óskast Ungt barnlaust par óskar eftir 2ja-3ja herbergja ibúð i vestur- eða miðbænum. Algjört bindindi og góð umgengni. Fyrir- framgreiösla, ef óskað er. Uppl. i sima 21067 eftir kl. 16. Ungt barnlaust par utan af landi i launuðu námi óskar eftir 2ja-3ja herbergja ibúö. Algjört bindindisfólk. Góðri umgengni heitið. Uppl. i sima 34871 frá kl. 18-21. Herbergi, helst meö eldunaraöstöðu óskast til leigu. Uppl. i sima 28635 4-5 herb. Ibúö óskast á leigu I Keflavik, Ytri-Njarövlk eða i Sandgeröi. Til greina koma leiguskipti á einbýlishúsi I Kópa- vogi. Uppl. I sima 42827. Rólynd eldri kona óskar eftir litilli ibúð á leigu strax. Skilvisi og reglusemi heit- ið. Uppl. i sima 15254 e. kvöldmat. SNEKKJAN Strandgata 1 Hafnarfiröi simi 52502 Umhverfis jörðina á 45 minútum Aöalhlutverk: Haraidur Sigurösson «g Þórhallur Sigurösson Halli og Laddi koma sjálfir og kynna plötuna. Auk þess heyrum viö 1 öllum helstu tónlistarmönnum heimsins I dag. Leikstjóri: Halldór Arni Framleiöandi: Sundfélag Hafnarfjaröar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.